Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 55 Miinkuriim sem # fann upp kampavínið U m aldaraðir hefur maðurinn kunnað þá list að brugga vín til drykkju. Ekki er ljóst hvenær víngerð hófst, en vitað að það var löngu áður en Gamla testamentið var skráð, því í fyrstu bók Móse er sagt að upphafsmaður víngerðar hafi verið Nói, svo líklega hefur hann haft með sér vín á kút þeg- ar hann gekk um borð í örkina sína. Fomgrikkir höfðu sín vín, aðal- lega dökk vín sem drukkin voru blönduð vatni. Kemur þetta meðal annars fram hjá gríska skáldinu Þeókrítosi, sem fæddist á þriðju öld fyrir Krist, þegar hann lof- syngur sérstakt fjögurra ára gamalt vín þeirra tíma. Rómveijar til forna voru einnig þekktir fyrir víndrykkju sína, og hvar sem þeir komu leituðu þeir heppilegra land- svæða til vínræktar. Framan af var vínið látið geij- ast í tunnum, belgjum úr geita- skinni eða leirkrukkum, en full geijun fékkst ekki fyrr en með tilkomu flöskunnar og korktapp- ans á sautjándu öld. Frumkvöðull- inn að notkun glerflöskunnar og korktappans við lokageijun víns var munkurinn Pierre Perignon kjallarameistari við klaustrið í Hautvilliers í Champagne-héraði í Frakklandi, eða Dom Perignon eins og hann var jafnan nefndur í samræmi við siði munkareglunn- ar. Og Dom Perignon er jafnframt viðurkenndur sem faðir kampavínsins. Dom Perignon fæddist árið 1648, sama árið og Lúðvík 14., og hann andaðist sama ár og konungurinn, eða árið 1715. Tvítugur að aldri varð hann kjall- arameistari í Hautvilliers, og næstu 47 árin vann hann að margvíslegum tilraunum til að bæta árangurinn af víngerðinni. Hann varð brátt þjóðsagnaper- sóna, og héldu sumir því síðar fram að hann hafi verið tvíburi Sólarkonungsins Lúðvíks 14. og réttborinn konungur landsins. Hann er viðurkenndur fyrir að hafa fyrstur notað korktappa í vínflöskurnar, og í því sambandi spannst saga um hvernig á því stóð. Þótt sagan sé að sjálfsögðu uppspuni, sakar ekki að segja hana hér. En þannig var, sam- kvæmt sögunni, að abbadísin 'elskaði Dom Perignon á laun, og eitt sinn var hún að flýta sér frá stefnumóti þeirra í vínkjallaran- um. Þá vildi svo illa til að korkhællinn á öðrum skó hennar brotnaði af. Dom Perignon á svo að hafa fundið hælinn, og stungið honum í einn flöskustútinn . . . Hvað sem öðru líður var það án efa Dom Perignon sem komst að því að unnt var að brugga af- bragðsvín með því að blanda saman vínum frá ýmsum ræktun- arsvæðum, sem brugguð höfðu verið úr mismunandi tegundum Vínberin tínd í Champagne-héraði. Kampavinsflöskunum snúið til að safna botnfallinu í tappana. vínbeija, og með því að blanda stundum saman vínum úr fyrri uppskerum. Og hann var trúlega fyrstur til að læra að ef blá vínber voru pressuð og hratið fjarlægt strax varð vínið hvítt. Víngerðarmönnum hafði lengi verið ljóst að getjun gat farið af stað á ný þegar hlýna tók í veðri á vorin. Mynduðust þá kolsýruból- ur í víninu og aukinn þrýstingur í flöskunum, sem oft leiddi til þess að tapparnir þeyttust úr stút- unum eða að flöskurnar brotnuðu. Datt Dom Perignon þá í hug að þessi síðari geijun gæti aukið gæði vínsins, og til að minnka líkurnar á að tappamir þeyttust úr flöskunum reyndi hann að nota korktappa og binda þá fasta með snæri. En þá sprungu flöskurnar, svo hann fékk glerblásara sína til að gera flöskur úr þykkara gleri. Og þar sem rottur áttu það til að naga snærin og tappana greip hann til þess ráðs að vefja blý- þynnu yfir stút og háls á flöskun- um. Sagt er að þegar Dom Perignon hafi ætlað að smakka á fyrstu uppskerunni sinni eftir allan þenn- an viðbúnað hafi hann alls ekki átt von á því að vínið væri enn freyðandi. En þegar hann hafði bragðað á því á hann að hafa hrópað upp: „Bræður mínir, kom- ið fljótt, ég er að drekka stjörnur!" Eftir þessa fýrstu tilraun hófu önnur víngerðarhús bruggun kampavíns, og hefur bmggunin litlum breytingum tekið á liðnum ámm. Vín úr vínbeijum sem notuð em til hvítvínsgerðar em látin geijast í ámum frá uppskem á haustin fram á vetur. Aðallega em notuð þrennskonar vínber, Pinot, Meunier og Chardonnay. Þegar hlé verður á geijuninni um veturinn kemur að vínsmökkumn- um. Þeir verða að velja saman þá blöndu af vínum, sem bezt . hæfa í kampavínið, og er blandan svo sett í sterkar flöskur til fram- haldsgeijunar. Næstu þijá mánuðina er flöskunum snúið smátt og smátt þar til í lokin að þær standa á haus. Það botnfall sem eftir var í víninu sezt þannig í tappana. Svona em flöskumar látnar standa minnst í hálft ár, oft mun lengur, en þá er vínið fullgetjað. Nú er tappinn tekinn úr, og botnfallið með, flöskunni lokað með nýjum tappa og kampavínið er tilbúið. Áður en flöskunum er lokað í seinna skiptið er bætt út í vínið smá skammti af sykri, sem bræddur hefur verið í gömlu kampavíni. Fer það eftir sykur- magninu hvernig kampavínið verður flokkað. Vín með minnsta sykurmagninu verður þurrt og yfirleitt merkt bmt eða extra dry, örlítið sætari vín em merkt sec, og vín með meira sykurmagni em flokkuð sem demi-sec eða doux. Eins og gefur að skilja veltur mikið á því að vínsmakkai-arnir, eða blandaramir, kunni sitt fag, og Dom Perignon þótti fráhær á því sviði. Síðustu ár æfinnar var hann blindur, en þegar vínræktar- bændumir komu með uppskemna til hans fann hann strax á bragð- inu af beijunum hvaðan þau komu, og sagði til um hvemig ætti að blanda þeim saman til að fá sem bezt vín. Og alla tíð síðan hefur starf vínsmakkaranna verið eitt það mikilvægasta hjá hveiju víngerðarhúsi. (Úr Encyclopædia Britannica, 23. bindi, bls. 662-663) Keflavík: Þroskaheft börn á hestbaki Keflavík. ÞROSKAHEFT börn í Keflavík áttu þess kost að reyna nokkra reiðskjóta hjá félögum í Hestamannafélag-- inu Mána um daginn. Mikil spenna var meðal þátt- takenda sem allir voru ungir að árum og í upphafi voru hestam- ir sumum ógnvekjandi skepnur. En að lokum varð forvitnin hræðslunni yfirsterkari og eftir nokkrar fortölur fóm allir á bak og héldu ánægðir heim að lokum. Þetta er að verða árviss við- burður hjá þeim Mánamönnum, sem hefur mælst ákaflega vel fyrir. - BB Að lokum fengu allir merki Þá er sú þraut að baki og allir komust í mark heilir á húfi. hestamannafélagsins að gjöf til minningar um ánægjulega stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.