Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
57
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
BogmaÖurinn
í dag ætla ég að fjalla um
hinn dæmigerða Bogmann
(22.nóv.-21.des.). Athygli er
vakin a'þvt að hver maður á
sér nokkur stjömumerki. Öll
vinna þau saman og hafa
áhrif á hvert annað.
AthafnamaÖur
Bogmaðurinn er lifandi at-
hafnamaður, þarf hreyfingu,
líf og fjölbreytileika. Honum
er illa við 9-5 vanastörf, á
erfitt með að sitja kyrr og fær
innilokunarkennd í þröngum
herbergjum. Hann þarf svig-
rúm og frelsi. Bogmaðurinn
tapar lífsorku ef hann er
bundinn niður og þarf að fást
við sömu handtökin, verður
áhugalaus og leiður.
Léttlyndur
í skapi er hann hress og létt-
ur, jákvæður, bjartsýnn og
gamansamur. Hann vill horfa
ájákvæðari hliðar tilverunnar
og er lítill vandamálasmiður.
Bogmaðurinn er opinn, hreinn
og beinn og vingjamlegur.
Þekkingarleit
Eitt sterkasta einkenni Bog-
mannsins er frelsisþörf og
fróðleiksþorsti. Hann vill
kynnast heiminum og þráir
þekkingu og yfírsýn. Hann
ann því ferðalögum og al-
mennri hreyfingu sem víkkar
sjóndeildarhringinn.
EirÖarlaus
Þrátt fyrir þekkingarleit er
Bogmaðurinn oft lftið fyrir
skólanám. Hann á erfitt með
að sitja kyrr tímunum saman
yfir sömu bókunum. Athafnir,
hreyfing, ótivera og íþróttir
eiga mun betur við hann.
Hann vill frekar öðlast reynslu
í atvinnulffínu og læra f skóla
lífsins.
ÁbyrgÖarleysi
Öllu ljósi fýlgja einhveijir
skuggar. Bogmaðurinn hefiir
sínar skuggahliðar, þó hann
kjósi oft að horfa framhjá
þeim. Það er einmitt vanda-
mál hans. Hann vill vera hress
og jákvæður, er illa við
þyngsli og það að velta sér
uppúr þvf neikvæða. Fýrir vik-
ið á hann til að horfa framhjá
vandamálum og vilja flýja erf-
iða ábyrgð. Hann getur þvf
átt til að vera ábyrgðarlaus.
YfirborÖiÖ
Bogmaðurinn þarf einnig að
gæta þess að frelsisþörf og
vilji til að fara eigin leiðir
verði ekki að eigingimi og til-
litsleysi. Önnur hætta er sú
að eirðarleysi og þörf fyrir
fjölbreytileika verði að yfir-
borðsmennsku. Þegar farið er
úr einu f annað öðlast hann
smjörþef af mörgu en þekk-
ingu á fáu. Æskilegt er að
hann finni sér eitt starfssvið
sem er það fjöbreytilegt að
hann þurfi ekki að hlaupa á
milli ólfkra sviða.
Yfirsýn
Þegar Bogmanninum tekst
vel upp höfum við mann sem
hefur þekkingu á mörgum
ólíkum málefnum og getur séð
hvemig ólíkir þættir vinna
saman, hefur yfirsýn.
Fjöllyndur
Hinn dæmigerði Bogmaður
er Qöllyndur f ástamálum.
Hann vill vera ftjáls og þolir
ekki að vera bundinn niður.
Vísasti vegur til að missa af
Bogmanni er að kreflast of
mikils af honum. Ef honum
finnst frelsi sfnu ógnað lætur
hann sig hverfa. A hinn bóg-
inn er Bogmaðurinn skemmti-
legur félagi. Hann er lifandi,
hress og hugmyndaríkur. Já-
kvæð viðhorf gera að hann
er yfirleitt elskaður og vel lið-
inn.
GARPUR
ÉO EfZ FARJN AP HALDA
AE> FfiBBl ttAFI EKKI
FAW£> F/ZA HÖL L /NN/ AF
STVTTU SE/NNA FVR/R UTAN...
ÉG F/AIN lyktaf Kadu. OARPUR.
égheldae VOPN) HAF/
VER/B BOR/NN HéDAN!
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
C-7 " V r~
7/1
uii;iiiiiHiii;ijjj|jii;ijjiiuiiiiiij;iji;nii»»8nni.uiKnn
DRATTHAGI BLYANTURINN
FERDINAND
l!Íjjliljjlj!jji!IÍli ::::::::::::::::::::::::: i::
:::::::::::::
SMAFOLK
/ UiHEN I LOOK AT V— / IT, I HOPE IT'LL VJU5T FALL DOWN J
Ég ætla út að fella niður Þú meinar að fella jólatré. Ég veit ekki hvernig á að .. .þegar ég horfi á það
jólatré. fella jólatré... vona ég bara að það falli
niður.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Ak.
Slemmutæknin virðist vera í
góðu lagi hjá okkar mönnum í
Brighton, að minnsta kosti ef
marka má eftirfarandi slemmur
úr leikjunum við Spán og Hol-
land:
Norður
♦ K54
VG52
♦ ÁK974
+ G2
Suður
4 ÁD9862
49
♦ DG2
♦ ÁK8
Guðlaugur R. Jóhannsson og
Öm Amþórsson sögðu þannig á
þessi spil gegn Spánveijum:
Vestur Norður G.RJ. Austur Suður Ö.A.
— — — 1 spaði
Pass 2 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 4 lauf Pass 4 tíglar
Pass 4 spaðar Pass 5 lauf
Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar
Pass 6 spaðar Pass Pass
Pass w
Sagnir em eðlilegar fram að
§ómm laufum Guðlaugs. Sú
sögn á að sýna fyrirstöðu í laufi,
en Guðlaugur getur ekki með
góðu móti sagt fjóra tígla, með
þvi lofar hann fyrst og fremst
góðum tígullit. Það er ennfremur
of lítið sagt að lyfta í flóra
spaða, svo fjögur lauf er mjög
taktíst sögn.
Með fjórum tíglum segist Öm
þétta tígulinn, en lofar ekki endi-
lega ás eða kóngi. Síðan taka
við „heiðalegri" fyrirstöðusagn-
ir.
Austur var með ÁK í hjarta
og GlOxx í trompinu. Vestur
hitti á hjarta út, en allt kom
fyrir ekki. Öm tók að sjlfsögðu
fýrsta slaginn á spaðakóng og
gat þvi svinað fyrir GIO.
Hér er svo alslemma, sem Jón
Baldursson og Sigurður Sverris-
son tóku á móti Hollendingun-
um:
Norður
4 K3
4 75
4 KDG1075
♦ ÁD4
•r
Suður
♦ ÁD65
4 ÁK32
4 Á
♦ K875
Vestur Norður S.S. Austur Suður J.B.
— • 1 tígull Pass 1 iyarta
Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar
Pass 2grönd Pass 6grönd
Pass Pass 7 grönd Pass Pass
Allar sagnir ■ eru eðlilegar.
Hækkun Sigurðar í sjö grönd
er rétt hugsuð. Hann sá að Jó>)
hlyti að eiga þijá ása fyrir stökk-
inu í sex grönd, og spumingin
var því einungis um hvort kjötið
dygði í 13 slagi. Sem það hlaut
að gera með þessum þétta tígul-
lit.
Það er til marks um styrkleik-
ann á mótinu að báðar slemm-
umar féllu.
X