Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Ámi Hclgason Tólf bílar voru hífðir um borð. Um 100 manns fóru með Baldri í þessa ferð. Stykkishólmur: Vinsælt að ferð- ast með Baldri Stykkishólmi. GUÐMUNDUR Lárusson fram- kvæmdastjóri Baldurs hf. sagði mikla þörf fyrir nýju ferjuna þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins átti tal við hann þar sem hann var í önnum við að koma bifreiðum um borð í Baldur sem var að búast til brottfarar yfir Breiðafjörð til Bijánslækjar. Fólkið hópaðist um borð og yfir 100 manns fóru með Baldri annað- hvort til Flateyjar eða yfir fjörðinn. í Flatey er nú unnið að fegrun staðarins og á kvikmyndataka Ágústs Guðmundssonar mikinn þátt í því. Guðmundur sagði að nú yrði hann að vísa bílum frá í ríkari mæli en áður, fleiri vildu stytta sér Ieið til Vestfjarða með því að fá bílana flutta yfir fjörðinn og væri þetta á báða bóga og nóg hefði verið að flytja það sem af væri sumri. Taldi Guðmundur að með tilkomu feijunnar, sem nú væri í smíðum, myndu viðskiptin aukast og fleiri nota sér þennan kost. Hann sagði einnig að fólksfjöldi í þessum ferðum færi vaxandi með árunum, það væri enginn vafi. Guðmundur taldi feijuna eins og hún ætti að vera; góðan, hraðskreiðan sjóbát, og gæfi því meiri möguleika. A bryggjunni var fólk að búa sig til ferðar. Bílamir voru hífðir út í bátinn hver af öðrum uns 12 voru komnir um borð, en þá komust ekki fleiri. Þeir voru heldur súrir á svipinn sem komust ekki með bílana sína og urðu að taka krókinn kring- um Breiðafjörðinn. — Árni Keflavík: Malbikað fyrir 16 milljónir Malbikunarframkvæmdir standa nú yfir í Keflavík og er ætlunin að malbika 3,5 kílómetra. Kostnaður við allt verkið, sem er nýlagnir og viðgerðir, er rúmar 16 millj- ónir króna. Verktaki er Hlaðbær og hófust framkvæmdir í byijun ágúst og er áætlað að þeim verði lokið um miðjan september. Að undanfömu hefur Hafnar- gatan, sem er helsta umferðar- og verslunargata í Keflavík, verið lagfærð og á hana lögð ný klæðn- ing að hluta. Nýtt fræðslu- rit um vímu- efnamál FRÆÐSLURITIÐ Okkar á miUi er komið út. Ritið er gefið út á vegum Samstarfshóps um vímu- efnamál undir stjórn Arna Einaresonar fulltrúa í samvinnu við Áfengisvamarráð, íþrótta- samband Islands, Ungmennafé- lag ísiands og Foreldrasamtökin Vímulaus æska. Fulltrúar þess- ara aðila auk fulltrúa fíkniefna- lögreglu rita ávörp í ritið. Okkar á milli fjallar um neyslu fíkniefna, helstu skýringar á henni svo og efnin sjálf og áhrif þeirra. Áhersla er lögð á ábyrgð einstakl- ingsins og mikilvægi þess að hann ígrundi vel allar hliðar áður en hann tekur ákvörðun um neyslu þessara efna. Ritstjóri og höfundur texta er Ámi Einarsson fulltrúi Afengis- vamarráðs en um myndskreytingar sér Brian Pilkington. Okkar á milli verður sent inn á öil heimili í landinu á næstu dögum og er þess vænst að foreldrar kynni sér efni þessa rits með bömum sínum og ræði við þau um þessi mál. Doktor í sjávarlíffræði ÞANN 27. mars sl. varði Jömnd- ur Svavarsson doktorsritgerð sína í sjávarlíffræði við Gauta- borgarháskóla. Ritgerðin nefnist „Systematics and zoogeography of arctic deep-sea asellote isopods (Cmstacea, Isopoda), with notes on the biology of the eurycopid Eurycope brevirostris Hansen, 1916 (Asellota, Isopoda)". Andmælandi var dr. Torben Wolff frá Kaupmannahafnarháskóla, en hann er þekktur fræðimaður á sviði djúpsjávarlíffræði. Doktorsritgerðin er á sviði djúp- sjávarlíffræði og Q'allar um smásæ krabbadýr af ættbálknum Asellota úr dýpri hluta Norður-íshafs. Efni til ritgerðarinnar var safnað í nokkrum leiðöngrum með norska rannsóknarskipinu Hákon Mosby og franska rannsóknaskipinu Jean Charcot víða á hafsvæðinu milli Grænlands og Noregs (Grænlands- og Noregshaf) og einnig í um- fangsmiklum leiðangri norðan Svalbarða með sænska ísbijótnum Ymer. Sýna var aflað allt niður á 4.000 metra dýpi, sern er mesta þekkta dýpi í Norður-íshafi. í ritgerðinni er lýst 11 áður óþekktum dýrategundum, og jafn- framt er lýst nánar fjöída sjald- gæfra og illa þekktra tegunda. í Dr. Jörundur Svavarsson IR-VIKUFERÐIR! GLASGOW - LONDON - HELGARFi Þetta eru ferðir fyrir pig. Þú nýtur þess að heimsœkja þessar stórkostlegu borgir og gera hagstœð innkaup í leiðinni svo eitt- hvað sé nefnt. Þú átt kost á fjölbreyttu menningarlífi og skemmtunum. Við nefn- um, til dœmis, leikhús, tónleika, söfn, og ótal dans og veitingastaði, sem þú getur valið úr. Að skoða mannlífið er einnig ógleymanlegt, og kostar ekki neitt! Dœmi um verð: LONDON Helgcirferðir: Föstudagur til mánudags, frá kr. 16.555, ■ á mann, Vikuferðir. Frá kr. 25.522,- á mann. Þú getur valið úr mörgum gerðum afhótelum t.d. Cumherlan, Westbury, Clifton Ford, Gloucester, London Metropol o.fl. GLASGOW Helgarferðir: Frá laugardegi til þriðjudags, kr. 13.670,- á marírtf Vikuferðir: Frá laugardegi til laugardags, kr. 24.428,- á mann. í Glasgow er gist á Hospitality Inn, stórglœsilegu fjögurra^^f^ffVf f stjömu hóteli sem er í hjarta verslunarhverfisins. Getur ekki ver- '■'&* : * ■* ’ ið betra! Verðið gildir til 1. nóv. nœstkomandi. STEVE WONDER TÓNLEIKAR. Brottför 2. sept., komið heim 6. sept. Stórkostlegt tœkifceri til að heyra þennan jféimsfrcegc tónlistarmann flytja söngva sína í Wembley Arena tónleikahöllinni íLondon. Þú þarft ekki að bíða í biðröð eftir miðanum. Við seljum j)ér hann hjá Terru. Einungis sceti á mjöggóðtim staðL Þú kemur brosandi til baka úr þessari ferð! 'Vw mr <"r wm Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 Simi 26100 ritgerðinni er skýrður uppruni hinn- ar norrænu djúpsjávarfánu og raktar mögulegar leiðir fyrir ferðir tegundanna inn í Norður-íshafið. í síðasta hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir lífsháttum algengrar djúpsjávartegundar, en fram til þessa hafa lífshættir norrænna djúpsjávarlífvera verið nær óþekkt- ir. Jörundur lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands í júní 1977 og framhaldsverkefni 1980. Hann lauk M.Sc.-prófi frá Gautaborgarháskóla 1984. Foreldrar Jörundar eru Svavar Kristjónsson, rafvirkjameistari, og Ólína Jörundsdóttir. Jörundur er kvæntur Sif Matthíasdóttur, tann- lækni, og eiga þau þijár dætur. Jörundur er settur dósent í sjáv- arlíffræði við líffræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla íslands. ÚRVALS FILMUR . Fástá bensinstóðvum ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.