Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐED, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
.-Ji * . -
" • -/ SJL*.
Leiðin var löng og ströng — og brött upp aö jöklinum.
Þeir létu sór ekki allt fyrir brjósti brenna þess-
ir. Uppvaskiö varð að hafa sinn gang, þótt
kalt vœri og framorðið.
Lœrissneiðar af fjallalambinu steiktar uppi á jökli. Þá kom
sár vel að vera kokkur og hafa hitann í fingurna frá krás-
unum.
am
:
Upp komust allir. Sjötfu Fiat Pöndur á Skálafeilsjökli.
áningarstað f hlaðinu á Berunesi
Landið skoðað
Leiðin um landið var valin af
kostgæfni og sýndi, eins og hægt
er með svo mikilli yfirferð á svo
stuttum tíma, allan fjölbreytileika
íslenskrar náttúru. Byrjað var á hin-
um sígildu perlum, Þingvöllum,
Geysi og Gullfossi, þaðan var hald-
ið norður Kjöl og síðan vestur í
Dali. Þaðan var haldið vestur með
norðurströnd Breiðafjarðar yfir á
Barðaströnd, norður um Dynjand-
isheiði þjóðleið til ísafjarðar. Djúpið
var lagt undir hjól í lengsta áfang-
anum til Akureyrar og síðan austur
um Mývatnssveit og upp á hálend-
ið á ný, til Öskju. Síöan hélt
hópurinn austur Hérað, suður firð-
ina og hafði næturgistingu í
Berunesi við Berufjörð. Þá var hald-
ið áfram hringveginn og staldrað
við á Skálafellsjökli um nótt, komið
við hjá Ingólfshöfða og gist í
Skaftafelli, áður en síðasti áfang-
inn, Suðurland, var lagður að baki.
Á þessum leiðum gaf á að líta
gróöurlausar auðnir, sem þó gátu
verið ríkar af náttúruperlum. Hrika-
leg fjöll blöstu við sjónum í tærara
lofti, en þetta fólk hafði nokkru
sinni séð. Grösugir dalir, reisuleg
býli í bland viö hrörleg kot, lítil
þorp við sjávarsíðuna, trjálaust
land. Fyrir ítalskt ferðafólk var ís-
land ný veröld, full af furðum og
veðrið kórónaði ævintýrið með
hryssingslegu viðmóti einn daginn,
unaösblíðu hinn næsta.
Fólkið
Hvaða fólk er það, sem tekur
sig upp frá sólríkri Ítalíu og ferðast
á smábílum um kalt og næðings-
samt ísland? Flest virðist það vera
ósköp venjulegt fólk. Það er á öllum
aldri, frá átta ára börnum upp í
áttræð ungmenni. Þegar blaða-
maður grennslaðist fyrir um ein-
staklingana kom í Ijós að þarna var
fólk að flestum þjóðfélagsstigum.
Mest var þó um fólk úr efri lögum
millistéttarinnar svokölluðu. Efnað
fólk, þó ekki væri stórríkt. í bland
var þó nokkuö um einstaklinga,
jafnvel fjölskyldur, sem höfðu ekki
úr miklu að moða, en höföu lengi
lagt fyrir til þess að geta notið
lífsins í framandlegu umhverfi.
Langflestir voru vanir ferðalögum,
sumir höfðu heimsótt flestar heim-
sálfurnar og kannaö ókunnar
slóðir, en enginn hafði komið hing-
að áður.
Margur kann að spyrja sjálfan
sig, hvers vegna þessir ítalir völdu I
við Berufjörð.
slíkan ferðamáta, sem óneitanlega
er mjög erfiður, sérstaklega fyrir
eldra fólkið í hópnum. Þegar spurt
var, komu ávallt keimlík svör. Þau
fólu í sér sama megininntakið:
Þetta er áskorun, að sigrast á öllum
erfiðleikunum við að komast þess-
ar erfiðu leiðir, að halda það út.
Það er persónulegur sigur, að
koma heim og hafa lagt allar raun-
irnar að baki. Sumir töldu fleira til,
t.d. forvitni, þá hafði lengi dreymt
um að kynnast nýjum slóðum og
höfðu fengið nóg af hefðbundnum
ferðamannalöndum. Einkar at-
hyglisvert var, að sjá í þessum
hópi tvo gamla menn og einn ung-
an í einum bílnum. Annar eldri
mannanna var svo hrumur orðinn,
að hann átti erfitt með gang. Hann
sat í aftursætinu alla leiðina. Hinn,
sem var nokkru betur á sig kom-
inn, ók allan hringinn og var
ævinlega fremstur í flokki. Ungi
maðurinn hafði það hlutverk að
vera til aðstoðar þeim gömlu, t.d.
við leiðsögn og kortalestur, tösku-
burð, ek. vikapiltur. Þessir gömlu
menn höfðu tekið áskoruninni, þeir
fóru til að standast erfiðleikana og
sanna sjálfum sér og öðrum, að
þeir eru enn færir í flestan sjó.
Á háskavegum
Þótt vegakerfið okkar hafi batn-
aö verulega á undanförnum árum,
er þó langt í land með að það sé
allsstaðar gott. ítalirnir sáu það líka
fljótlega, að betra er að flýta sér
hægt á háskavegum og sýnilega
var þeim illa við háa kantana. Þetta
vegakerfi okkar, sem tekur mið af
snjóalögum á vetrum, er þeim
framandi og þeir kunna einfaldlega
ekki á það. Yfirleitt tóku þeir þó
I besta kostinn og fóru varlega. Ekki
dugði það þó alltaf til, því að tveir
lentu í óhöppum. Þar fór þó betur
en á horfðist, einkum í síðara tilvik-
inu, þegar ein Pandan fór út af
háum vegarkanti efst í Jökuldal og
valt. Farþegi slapp ómeiddur en
ökumaðurinn meiddist illa á fæti.
íslenskur leiðsögumaður sýndi þá
hvernig tekið er á slíkum málum
hér á landi og áður en ítalirnir höfðu
áttað sig á hvað væri að gerast,
hafði hann komiö í kring öllum
nauðsynlegum aðgerðum til að
hlynna að fólkinu til bráðabirgða á
Egilsstöðum, á meðan beðið var
flugvélar til að flytja það á sjúkra-
hús í Reykjavík. Þar var snöfur-
mannlega að verki staðið og var
eftir það talað um „Daníel" með
sérstakri virðingaráherslu í hópn-
um.
Þótt hinir venjulegu þjóðvegir
okkar séu ævintýri út af fyrir sig,
voru þó tvær leiðanna sýnu mest
ævintýri fyrir þessa ferðamenn.
Það var annars vegar leiðin upp é
Skáiafellsjökul og hins vegar út að
Ingólfshöfða. Upp að jöklinum var
vegurinn brattur, krókóttur og á
allan hátt hinn erfðasti yfirferðar.
Þetta er raunar aðeins slóði, sem
hangir utan í hrikalegu fjalllendinu
og er víða alihátt niður frá vegar-
brún, skiptir jafnvel hundruðum
metra. Allir létu sig þó hafa það,
að klöngrast upp og þrátt fyrri kuld-
ann var ánægjusvipur á hverju
andliti, þegar á jökulinn var komið.
Þetta var hápunktur ferðarinnar,
að aka litlu Pöndunum upp á
stærsta jökul Evrópu og gista þar.
Sumir trúðu blaöamanni fyrir því,
að það væri hinn eiginlegi tilgangur
ferðarinnar að gista þennan stað.
Þarna uppi buðust svo tækifæri til
Já, það var óttalega kalt þarna
uppi á hálendinu.
að skoða jökulinn nánar með
snjóbíl, en vegna þoku nýttist það
ekki sem skyldi.
Niður að Ingólfshöfða var annað
uppi á teningnum. Þar var ekki um
háskaslóöir að fara, en nógu erfið-
ar samt. Þar eru flæðisandar og
álar sem aka þarf eftir stikum.
Líklega haföi ferðafólkið einna
besta skemmtun út úr þessari leið,
einfaldlega vegna þess, hve margir
festu bílana og bjástrið við að ná
þeim upp aftur kailaði fram bros
og hlátra.
Matur er manns-
ins megin
Ekki verður svo skilið við þennan
ævintýraleiðangur, að ekki sé getið
um harðjaxlana við pottana. Ætli
þar sé ekki að finna afkomendur
hörkutólanna í lífverði Rómarkeis-
ara til forna?! Þessir menn unnu
lengst af sólarhringsins, fóru fyrst-
ir á fætur og gengu síðastir til náða.
Þeir veittu morgunhressingu klukk-
an hálf átta, nestuðu fólkið og
elduðu síðan kvöldmat í áfanga-
stað og gerðu það af mikilli snilld.
Fyrst á matseðlinum var pastan
og birtist í ýmsu formi. Lostæti.
Þá var kjöt- eða fiskréttur. Þar kom
í Ijós, að vorir annars ágætu
íslensku kokkar, gætu margt lært
af ítölskum kollegum sínum um
matreiðslu fjallalambsins. Læris-
sneiðar voru hreinasta sælgæti
eftir að þessir garpar höfðu farið
höndum um þær.
Þótt vel væri veitt og hvergi
skorið við nögl, virtist það ekki
duga ferðalöngunum. Þeir stöldr-
uðu við í flestum veitingasölum á
leiðinni og fengu sér eitthvað í
gogginn. Mest sóttust þeir eftir að
bragða þjóðlega rétti og spurðu
mikið um þá. Ekki veit blaðamaður
hvort þeim varð eitthvað ágengt i
þeirri leit sinni, enda óvist að sviöa-
kjammar og súrmatur hefðu runnið
Ijúflega niður í þá. Hitt er vst, að
fiskrétti ýmsa reyndu þeir og
lambakjötið í ýmsum útfærslum.
Þá léttist allnokkuð á minjagripa-
hillum verslana sem á leiðinni voru.
Ferðarlok
Sé kaupgleði ferðamanna sá
mælikvarði, sem við viljum hafa á
fögnuð okkar yfir komu erlendra til
landsins, þá eru þessir ítölsku
ferðamenn líklega í góðu meðal-
lagi. Aðrar mælistikur myndu
trúlega setja þá ofar. Allt var þetta
fólk mjög jákvætt i garð landsins
og fer héðan með góðar minning-
ar. Aðeins eitt umkvörtunarefni
heyrði blaöamaður í hópnum. Það _
var um verðlagið á fslandi. Olli þjjf
miklum vangaveltum og var ekki
auðvelt að skýra það í stuttu máli.
Landkynning sú sem ísland fær
af þessari heimsókn er meiri en í
fljótu bragði virðist. Þarna voru
nefnilega með í för menn frá ítalska
ríkissjónvarpinu, RAI, rás eitt. Sú
rás mun, að þeirra sögn, hafa um
eitt hundrað milljónir áhorfenda.
Filippo Anastasi, fréttamaður,
stjórnaði tökunum og sagði blaða-
manni, að myndirnar yrðu notaðar
til að gera tvær tveggja mínútria
langar fréttamyndir og einn tíu
mínútna fréttaskýringarþátt. Hann
kvaðst ekki vera að leita eftir mynd-
um af eldfjöllum eða hverastrókum
eins og flestir aðrir gestir, „við
höfum nóg af því á Ítalíu og svo
er ekkert nýtt við þau fyrirbæri",
sagði hann. Þess í stað beindu
þeir athyglinni að sérkennum
landsins í heild og byggðinni. Hon-
um þótti athyglisverðast að mynda
ísafjörð, Akureyri og litlu sjávar-
þorpin. Einnig beindi hann athygl-
inni að dölum Norður- og
Austurlands og sveitabæjunum.
Eina athyglisverða athugasemd
kom hann með: „Það er undarlegt
að sjá ekkert gamalt fólk hér á ís-
landi, við sjáum aðeins ungt fóljgB*
hvar er gamla fólkið ykkar?" Já, það
er nú það, hvar er gamla fólkið
okkar?
Að lokinni þessari fyrstu safari-
ferð ítalanna um ísland, spurði
blaðamaður Andrea Ferri um
hvernig honum þætti hafa tekist
til og hvort áætlað væri framhald
slíkra ferða hingað. „Þessi ferö
hefur heppnast vonum framar,
bílarnir komust allar leiðirnar klakk-
laust og aðeins tvö óhöpp urðu,
sem er minna en við gerðum ráð
fyrir. Sem betur fer slapp fólkið vel
frá óhöppunum og bílarnir eru allir
vel tryggðir," sagði Ferri. „Við
myndum ekki skipuleggja aðrar
slíkar ferðir hingað, þessar ferí^^
eru farnar á nýjar slóðir í hvert sinr^*
Hins vegar er í athugun að selja
hefðbundnari túristaferðir til ís-
lands í framhaldi af þessu og erum
við í viðræðum við Samvinnuferð-
ir/Landsýn um að annast þjónustu
við okkur hér á landi. Ég gæti trú-
að, að hægt sé að selja hingaö
ferðir fyrir um eitt þúsund manns
á ári. Nú fær ísland svo mikla kynn-
ingu á Ítalíu, að það ætti ekki að
verða ofáætluð tala. Þessi safari-
ferð hefur opnað leiðina," sagði
Andrea Ferri að lokum.
Þetta er sem sagt framvarð^,
sveitin, nú getum við íslendingar
farið að búa okkur undir að taka á
móti stórum hópum ítalskra ferða-
manna og líklega væniegt að læra
svolítið í ítölsku.
Texti og myndir:
Þórhallur Jósepsson