Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 45 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna n T5 so Steindór Sendibílar Greiðabfll — mikil vinna Vegna mikillar vinnu getum við bætt við greiðabílum, meirapróf. Einnig vantar okkur lyftubíla, almennt öku- próf. Kjörið tækifæri fyrir duglega menn að skapa sér sjálfstæða atvinnu. Upplýsingar veittar á skrifstofunni milli kl. 10-12 næstu daga. Sími 29566. Frá Unglingaheimili ríkisins Félagsráðgjafa vantar í hálft starf til ára- móta. Uppeldisfulltrúa með menntun vantar á móttökudeild og meðferðardeild. Sérstaklega er leitað að karlmönnum á með- ferðardeild. Kennara vantar að skóla Ungl- ingaheimilisins. Umsóknum um störfin sé skilað í þessari viku á skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins, Grófinni 1, 101 Reykjavík. Forstöðumaður. 1. stýrimaður Stýrimaður óskast á 150 tonna rækjubát sem frystir aflann um borð. Upplýsingar í símum 93-11570, 93-11500 og 93-11976. Kennarar Þá er að taka ákvörðun. í Grundarfirði á Snæfellsnesi er grunnskóli Eyrarsveitar. Þangað vantar enn nokkra kennara. Um er að ræða almenna bekkjakennslu, kennslu í raungreinum, heimilisfræði og tónmennt. Jafnframt er laus til umsóknar staða yfirkenn- ara við skólann. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-86637. Skólanefnd. „Au-pair“ Boston „Au-pair“ óskast á heimili nærri Boston frá 1. sept. í a.m.k. 9 mánuði. Vinsamlegast skrifið, með upplýsingar um menntun og framtíðaráætlanir, til dr. Gail Donovan, 23 Sterlingstreet, West Newton, Mass. 02165 USA. Kaffitería Starfsfólk óskast í ýmis störf í kaffiteríu Hótel Loftleiða. Upplýsingar á staðnum í dag og næstu daga. HQTEL LQFTLPÐIR FLUGLEIÐA 0E0 HÓTEL Vilt þú sníða eða sauma? Nú erum við að koma úr sumarfríi, sólbrún og hress og tilbúin til að framleiða landsins besta hlífðarfatnað. Þar sem við erum nú í mikilli sókn þá þörfn- umst við fleiri vinnufúsra handa við fram- leiðsluna. Viðbótarstörf s.s. við sniðningu, saumaskap, regnfatavinnslu o.fl. eru nú laus. Viljir þú vinna með okkur hjá góðu fyrirtæki á einum besta stað ío bænum, skaltu endi- lega hafa samband. Kveðjur, starfsfólk MAX og VÍR. Skeifunni 15. Simi 685222. ísafjarðar- kaupstaður Laus er til umsóknar staða félagsmálastjóra hjá ísafjarðarkaupstað. Æskileg menntun félagsfræði, félagsráðgjöf eða sambærileg menntun. Nánari upplýsingar veitir undirritaður og bæjarstjórinn á Isafirði á bæjarskrifstofun- um, Austurvegi 2, ísafirði eða í síma 94-3722. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Félagsmálastjórinn á ísafirði. Óskum að ráða i eftirtaldar stöður: Skipa- eða véltæknifræðingur óskast til starfa. Óskum ainnig að ráða: Vélvirkja, plötusmiði, trésmiði, rafsuðumenn og verkamenn til starfa nú þegar. Getum útvegað húsnæði. SKIPASMÍÐASTÖÐIN SKIPAVÍK HF Stykkishólmi, s. 93-81400. Garðabær skrifstofumaður Bæjarskrifstofa Garðabæjar óskar að ráða starfskraft til að annast símavörslu. í starfinu þarf viðkomandi jafnframt að annast mann- tal, skráningu reikninga, móttöku teikninga fyrir tæknideild og almenna afgreiðslu. Umsóknum skal skilað til bæjarritarans í Garðabæ fyrir fimmtudaginn 20. ágúst nk. Undirritaður gefur nánari upplýsingar í síma 42311. Bæjarritarinn í Garðabæ. Bifvélavirkjar Okkur vantar bifvélavirkja á fólksbílaverk- stæði okkar. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar gefur Páll Eyvindsson. \u ^ h éTTT SUÐURL4NDSBRAUT 16 Sími 691600. Tölvuritari Ríkisskip óska að ráða starfsmann við gagnaskráningu. Um er að ræða fjölbreytta skráningu á tölvuskjá. Vélritunarkunnátta er æskileg og viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tölvuritari — 6067“ fyrir 19. ágúst nk. Byggingaverka- menn Vantar nú þegar nokkra byggingaverkamenn. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í símum 84542 og 685583 frá kl. 9.00-17.00 virka daga. Qysteintak htf VERKTAKI BÍLDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK SÍMAR: (91)-347 88 & (91)-68 55 83 Veitingahöllin óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: - Framreiðslu í sal. - Afgreiðslustörf. - Uppvask á leirtaui. Góð laun í boði. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 33272 milli kl. 13.00- 16.00. Álfheimabakaríið Afgreiðslustarf Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa í Álf- heimabakarí, Álfheimum 6. Vinnutími frá kl. 7.30 til 12.30 annan hvern dag en 13.00 til 19.00 hina, einnig einn laugardagur og sunnudagur í mánuði. Önnur vinnutilhögun getur einnig komið til greina. Nánari upplýsingar í síma 83277. Brauð hf., Skeifunni 11. REYKJKHÍKURBORG Unglingaathvarfið, Tryggvagötu 12, óskar eftir starfsmanni í 46% kvöldstarf. Æskilegt er að umsækjend- ur hafi kennaramenntun eða háskólamennt- un í uppeldis-, félags- og/eða sálarfræði. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 1987. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.