Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 59 Unnur Jóhanna Brown - Minning Fædd 24. maí 1965 Dáin 24. júlí 1987 Okkur langar til að minnast Unnar, vinkonu okkar, með fáum orðum. Við kynntumst 6 ára gömul þeg- ar leiðir okkar lágu saman í Austurbæjarskóla og höfum verið vinir síðan. Á síðustu árum liðu stundum mánuðir án þess að við hittumst — en þó var eins og við hefðum aldrei skilið. Ég sakna þín og á tröppum húss þíns situr þrá mín situr glitrandi þrá mín. Þegar hrímið blandast birtu hennar staldra augu mín við svo hún sofnar um stund aðeins um stund. (Nína Björk Ámadóttir) Unnur er dáin, en í sorginni eig- um við minninguna um skemmti- lega og góða vinkonu. Gröfin er ekki hellisbyrgi heldur opið hlið. í ljósaskiptunum um kvöldið er hliðinu læst, en opnað aftur í dögun. (V. Hugo) Elsku Dísa, Matti, Rögnvaldur afi, Röggi og Stína, Gísli og Mar- grét, sem nú hefur misst góða móður, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Anna María, Atli og Elísabet Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, sem lést þann 24. júlí síðastliðinn. Við Unnur kynntumst fyrir rnörgum árum, líklega einum tólf, Qórtán, í skólanum. Ég man ekkert hvernig, því í minningunni er eins og við höfum alltaf þekkst. Og þannig var vinátta okkar líka, eitthvað svo sjálfsagður hluti af til- verunni. Ég man samt, að við gerðum einu sinni hressilega tilraun til að ógna þessum sjálfsagðheitum, en auðvitað tókst það ekki, og fyrr en varði vorum við aftur farnar að hittast og ærslast saman. Við gát- um alltaf manað hvor aðra til að gera allt mögulegt, sem öðrum vin- um okkar leist ekki par á. Við Unnur bara gutum augum á hvor aðra, skelltum upp úr og hentumst af stað, saman til útlanda, settum auglýsingu í Tímann og réðum okk- ur í sveit, hjóluðum í heita lækinn á öllum árstímum (og ætluðum auðvitað aldrei að komast uppúr fyrir hlátri og kulda), löbbuðum saman upp í hesthús, riðum út sam- an, saman á hestamannamót, böll og skemmtanir af öllu tagi, Já, og öll skiptin, sem við bara hittumst til að tala saman um lífið og tilver- una, hross og menn, sameiginlega vini og upplifanir. Já, elskuleg vin- kona og fyrrum samstarfsmaður í ærsla- og upplifunardeild lífsins, ég mun sannarlega sakna hennar og minnast sem kjarnorkuvinkonu, manneskju framkvæmda, dugnaðar og orðheldni. Þegar ég hugsa til baka, koma setningar eins og: Ættum við að?!! Já, gerum það!!! Núna, komum!!! upp í hugann. Allt- af eitthvað að ske. Og svoleiðis er tilveran og dagarnir líka. Allt held- ur áfram og alltaf er eitthvað að ske og eftir allar stundirnar með þér kom líka að síðasta kossinum. Hann var fyrir mér eins og hún, eitthvað, sem aldrei gleymist. . . í nótt skulum við vaka og vera okkur sjálfum eldar í himni ásta Þá öll við getum orðið eldar sem dá og njóta ástar sem öðrum var gefin. Hver má gráta gæfu sem gefin var á burt og kemur aldrei aftur. Diýpur líf, diýpur líf á jörð. (Vilmundur Gylfason.) Vala Ólafsdóttir HUSEIGANDI GÓÐUR! UIV MEVTIUt A VWHUDINU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? # Alkalí-skemmdir # Vaneinangrun # Frost-skemmdir # Sprunguviðgerðir # Lekirveggir # Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti Sfb -utanhúss-klæðningarinnar: SÍD-klæðningin er samskeytalaus. StO-klæðningin er veðurþolin. Sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. Sfo -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. sfo -klæðningin leyfir öndun frá vegg. Sto-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. Sto-klæðninguna er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinull. Sto-klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sfo-klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara RYDIf Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320 «1 *Al ....... i,! k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.