Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Dvergnegrar í kröppum dansi Það fer ekki mikið fyrir þeim þjóðflokki sem við nefnum dvergnegra. Nágrannar þeirra álíta þá yfirleitt frumstæða jafnt að háttemi sem atgervi. Þeir Iáta sig litlu skipta þá vest- rænu menningu sem viðgengst víðast hvar í Afríku, þeir lifa einangraðir frá öðmm þjóð- flokkum, sækja ekki skóla, stunda ekki reglubundna vinnu og viðurkenna sig yfirleitt ekki þegna neins ákveðins ríkis. Þeir reyna að lifa eins og forfeðum- ir hafa gert í gegnum tíðina, flakka um án þess að byggja sér varanleg hýbýli og lifa á veiðum, en aðstæðurnar verða sífellt verri til að lifa svona lífi. Dvergnegrar byggðu áður nær alla Mið- og Suður-Afríku, það var ekki fyrr en um 1000 eftir Krist að fólk af t.d. Bantu-kynþætti fór að leggja undir sig þessi land- svæði, og sökum líkamlegra yfir- burða hröktu þeir smámennina af bestu landsvæðunum. Síðan hefur hallað undan fæti hjá dvergnegrun- um. Sífellt er þrengt meira að þeim og þeir hafa þurft að flytjast inn á harðbýlli svæði, þeim fer ört fækk- andi og yflrleitt búa þeir við þröngan kost. Það virðist vera þeim ómögulegt að hætta flökkulífinu og samlagast einhvers konar bæjar- eða borgarsamfélagi. Þeir virðast vera eins og villidýr, sem veslast upp og deyja er að þeim er þrengt eða sett í höft. Fomar heimildir frá Egyptum greina frá því að egypskir land- könnuðir fóru langt inn í Afríku og hittu fyrir dvergnegra, dásama þeir söng- og danslist þeirra og nefna þá hina dansandi. Seinnitíma land- könnuðir minnast einnig á dans þeirra en álíta þá yfirleitt mjög fmmstæða, enda gefur útlit þeirra þá hugmynd. Eins minnast þeir á ótrúlega ljóst útlit þeirra, blá og ljósbrún augu, brúnt eða rauðleitt hár og ljósleita húð. En því skyldu þeir vera svona litlir og sérkennilega vaxnir? Engin fullnægjandi skýring er til við þess- ari spurningu. Sumir mannfræðing- ar halda því fram að þeir séu skyldari Evrópubúum en svertingj- um, og því til skýringar benda þeir á blá augun og ljósan húð- og hára- lit. En að dvergnegrar séu eitthvað líkamlega fmmstæðari en annað fólk em mannfræðingar yflrleitt ósammála. I Uganda gafst mér kostur á að heimsækja dvergnegrabyggð, var þetta svæði sem er kallað Bujumb- ura nærri bænum Fort Portal í suðurhluta landsins. Við vomm saman í förinni tveir íslendingar og tveir Svíar. Leiðin til Bujumbura lá um skógivaxin, há, brött fjöll, niðri í djúpum dölunum em ræktað- ir bananar sem virðast vera aðal lífsviðurværi Ugandabúa. Vegurinn Vatnstrommuleikur. Nokkrir frammámenn dvergnegranna með hvítum risa (175 cm), fremstur er höfðinginn með brauðið sem þeir fengu í greiðslu fyrir myndatökuna. sem var afleitur var nokkuð dæmi- gerður fýrir vegi í Uganda, þar sem þeir em ekki sundursprengdir eftir stríð síðustu ára em þeir sundur- grafnir eftir regnið. Á þessari 70 km leið var aðeins ein hervarðstöð, sem er óvanalegt, því á álíka vega- lengd em þær yfírleitt 4-5. En hermenn virðist vera það eina sem Uganda hefur nóg af, sumir her- mannanna em ekki eldri en tíu til tólf ára og vopnaðir hríðskotabyss- um og rifflum. Eftir að hafa ekið í um tvo tíma komum við til Buj- umbuja. Þegar við komum að stíg sem lá uppað aðsetri dvergnegr- SKÓLARTTVÉL sem hefur allt og meira til Olympia Carrera, ritvélin sem hlaut vestur-þýsku IF87 viöurkenninguna fyrir hönnun og útlit er ritvél hinna fjölhæfu og vandlátu. Skólaritvél, feröaritvél, heimilisritvél og atvinnuritvél, -aöeins 6,5 kg. meö alspenni og tösku til aö fylgja þér hvert sem er. Ritvél, hlaöin kostum, meö lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraöa og villulausa vélritun, 24 stafa leiðréttingaminni, mismunandi leturgerðir, síendurtekningu á öllum lyklum og ásláttarjafnara, allt til að tryggja góðan frágang án fyrirhafnar. Carrera er aðhæfð ritvinnsluforritum og tengjanleg við allar töivur. !! r II" II ! li il fi í 1 fi I fi 1 TU 3 Ví E KJARAN ÁRMÚLA 22, SlMI (91) 8 30 22, 108 REYKJAVÍK anna komu nokkrir þeirra á móti okkur, brosandi og vinalegir. Ekki var laust við að maður væri furðu lostinn við að sjá þá, svo skrítnir voru þeir. Það var ekki bara smæð þeirra heldur útlitið allt; stór útstandandi augu, mjög víðar nasir, hárugur skrokkurinn, sem leit svolítið bamalega út, líkt og þeir væru ekki fullþroskaðir, og síðast en ekki síst voru tæmar furðulegar. Á milli stómtáar og þeirrar næstu var stórt bil, líkt og á milli þumalfíngurs og vísifingurs, það er kannski ekki að undra að fólk vilji líkja þeim við apa. Það hefði ekki komið manni á óvart ef þeir hefðu rétt fram fótinn þegar þeir heilsuðu okkur. Þeir voru ekki klæddip í nein þjóðleg föt heldur skítuga larfa sem einhvem tímann hafa verið vestræn föt. Það kom okkur á óvart að einn dvergnegr- anna talaði nokkur orð í ensku, fylgdi hann okkur til höfðingjans sem tók okkur fremur fálega. Hýbýli þeirra vom fátækleg, nokkur pálmablöð strengd á veik- byggða grind, hálf erfitt var að greina hreysin frá þéttum fmm- skóginum. Hvergi sáust nokkrir þeirra hluta sem maður telur sjálf- sagða, hvorki pottar, pönnur né önnur verkfæri. Hita þeir allan mat á pálmablöðum, aðalfæða þeirra em bananar, og þá ósætir bananar sem þeir sjóða og stappa og nefnist maukið Matoke, einnig veiða þeir, en sífellt minna af villibráð. Sjálfír bera þeir enga skartgripi, eina sem þeir virtust eiga vom fáein vopn, spjót, bogi og örvar og svo hljóð- færi sem líktist litlum gítar og glamraði höfðinginn sífellt á hann. Allir, jafnt smákrakkar sem hmm gamalmenni reyktu Taki, sem er einskonar dóp og virtist það stíga þeim töluvert til höfuðs. Það var greinilegt að við vomm ekki fyrstu ferðalangamir sem heimsóttu þá, því þegar ég ætlaði að taka upp myndavélina mmdi eitthvað í höfðingjanum og þýddi sá enskumælandi: „Money for Photo". Já, þeir vom greinilega með þetta allt á hreinu, og því þá að vera eitthvað öðmvísi en aðrir og geta ekki notið góðs af því. Við buðum þeim brauð sem við höfðum tekið með í nesti, virtust þeir vera ánægðir með það, en gáfu mynda- vélinni samt illt auga. Eftir að hafa setið stutta stund með þeim og reynt að rabba við þá buðust þeir til að dansa fyrir okkur. Eitthvað virtist nú annáiaðri dansmenningu þeirra hafa hrakað. Nokkrar unglingsstelpur skokkuðu í hring, meira flissandi en syngj- andi. Kannski var það tromman sem vantaði, sú eina sem þeir höfðu átt og hafði verið seld japönskum ferða- langi fyrir alllöngu. Eftir stuttan dans hlupu stelpumar niðpr að lítilli á sem var rétt hjá, stukku þær útí og byijuðu að busla. Fyrst í stað leit þetta út fyrir að vera venjulegt busl, en svo fór maður að greina takt í þessu sem skýrðist jafnt og þétt. Vatnstrommuleik hafði ég aldrei heyrt minnst á áður. Með því að slá flötum lófanum eða krepptum hnefanum á vatnsyfírborðið og draga flatan lófann upp gátu stelp- urnar myndað minnst þijú mismun- andi hljóð. Það var athyglisvert að hlusta á þetta, eftir að þær voru komnar vel af stað gátu þær auð- veldlega skipt um takt án þess að fipast. Fátækt dvergnegranna var greinileg, bæði af veraldlegum gæð- um sem öðrum. Þeir höfðu ekki nóg af góðum mat, fáa hluti, menningin virðist vera að leysast upp og eng- inn virðist hafa kraft eða vilja til að gera neitt. Þeir eru mitt á milli tveggja menninga. Aðstæðumar bjóða þeim ekki að lifa samkvæmt gömlu arfleifðinni, veiða villibráð og týna ávexti þar sem þeir fínnast. Ekki geta þeir heldur samlagast nýju menningunni, til þess er hún of ólík. Yfírvöld beita þá þrýstingi til að taka sér fasta búsetu, senda bömin í skóla og lúta almennt landslögum. Sjálfsagt þykir dvergnegmnum margt heillandi við þessa vestrænu menningu, fram- andi hlutir, góður bjór (sem þeim líkar vel) og margt fleira. En það er ekki bara það að bilið milli þess- arra tveggja menninga sé stórt, útlitið gerir þeim einnig mjög erfítt að samlagast. Allstaðar þekkjast þeir sem dvergnegrar og öðmm afríkönum þykir lítið til þeirra koma. Texti og myndir: Victor H. Sveinsson byrjendanámskeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Leiðbeinandi. Logi Ragnarsson, tölvufrœðingur Tími: 18., 20., 25. og 27. ágúst kl. 20-23. Innritun í símum 687590 og 686790 BORGARTUN! 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.