Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
25
Bandeoneonjass
í Heita pottínum
Morgunblaðið/KGA
Egill B. Hreinsson píanóleikari, Tómas
R. Einarsson bassaleikari og Birgir Bald-
ursson trommuleikari að baki Olivier
Manouray sem hampar bandeoneoninu.
Franski bandeoneonleikarinn Olivier
Manouray heldur jasstónleika í Heita pottin-
um í veitingahúsinu Duus í Fischerssundi í
kvöld, sunnudagskvöld, og mánudagskvöld.
Einnig mun hann leika sunnudagskvöldið
23. þessa mánaðar Með Olivier leika Egill
B. Hreinsson píanóleikari, Tómar R. Einars-
son bassaleikari og Birgir Baldursson
trommuleikari.
Olivier er tónelskum íslendingum að góðu
kunnur eftir heimsókn hans hingað til land
með tangósöngvaranum Emesto Rondó um
síðustu áramót, en hann hefur haldið sig við
tangótónlist fram að þessu. Nú leikur hann
jass á hljóðfæri sitt, bandeoneon. Blaðamaður
náðí'tali af Olivier á æfíngu í Tónlistarskóla
FÍH og innti hann eftir því hvort bandeoneon
væri mikið notað í jasstónlist og hvemig honum
þætti að leika jass á bandeoneon.
Nei, reyndar veit ég aðeins um einn mann
sem það hefur gert.
Ég er ekki ókunnur jassinum, hann hef ég
leikið á píanó en mest mér til gamans. Eg hef
einnig leikið jass á baneoneon, einnig mér til
gamans og þá með kunningjum. Þetta verður
í fyrsta sinn sem ég leik jass á bandeoneon
opinberlega, en það voru síðan kunningjar mínir
hér sem töldu mig á að leika með sér.
Er ekki mikUl munur á að leika jass eða
tangótónlist?
Jú, vissulega er mikill munur og þá helst
hvað varðar svefluna. Það er svo mikill munur
á taktinum í jassinum og tangónum. Segja má
að ég verði að setja til hliðar allt sem ég kann
í tangónum til þess að geta sett mig rétt inn
í jassinn.
Hvernig jass ætlið þið að leika i kvöld
og annað kvöld?
Við höldum okkur við þekkt lög, nærri
klassískan jass sem flestir þekkja.
Er ekki orðið lítið um hljóðfæraleikara
sem leika á bandeoneon i dag.
Jú, þar er ekki mikið um það, enda verður
oft einskonar kynslóðabil í hljóðfæraleik, þann-
ig þá að bömin vilja ekki leika á sömu hefð-
bundnu hljóðfæri og feðumir. Nú er nokkur
vakning í bandeoneonleik og ég veit um nokkra
menn á mínum aldri sem hafa tekið upp að
leika á það. Enn em þeir þó fáir. í New York
er vitað um einn sem það gerir og í París em
þeir tveir til þrír. Þeir em þó eitthavð fleiri í
Argentínu.
Það má sjá af þinu hljóðfæri að það er
komið til ára sinna.
Já, það er frá því um 1935. Þetta er þýskt
bandeoneon en þau vom framleiddj Þýska-
landi fýrir stríð. Eftir stríð lenti verksmiðjan i
Austur-Þýskalandi og þá var henni breytt í
dísilvélaverksmiðju. Eftir stríð töldu menn sig
hafa meiri þörf fyrir dráttarvélar en hljóðfæri.
Telur þú að bandeoneonið eigi eftir að
halda veUi?
Að vísu vom rokkárin erfíð, en sé hljóðfæri
gott þá heldur það veUi. Matthíasson
Allir krakkar
fá að fara á hestbak.
Reiðsýningar.
Góðhesta- og kynbóta-
sýningar 20.-23. ágúst.
Hrossamarkaður, 14 af
bestu hrossum landshlut-
annaboðinupp.
Fiskirækt og margar fleiri
nýjarbúgreinar.
Einstakt tækifæri fyrir
bömin til þess að komast
í snertingu við dýrin - og
fyrir þá fullorðnu til þess
að ÍQTinast landbúnaði
nýrra tíma.
OPIÐ:
Kl. 14-22 virka daga,
kl. 10-22 um helgar.
Strætisvagnar 10 og 100
stoppa í grennd við BÚ ’87.
Hittumst
íVíðidal!
1 íslenskum landbúnaði er
komin lengra en marga grunar.
1 HBs';
tf
y u í 1 xH
Æ 1 I \JF II ’B
MMW0
ic IJ ,, Æjjt