Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Frá Menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Vélskóla íslands er staða kennara í raf- magnsfræði laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 24. ágúst. Menn tamálaráðuneytið. Kirkjuvörður Starf kirkjuvarðar í Laugarneskirkju er aug- lýst laust til umsóknar frá 1. október 1987. Umsóknarfrestur er til 15. september. Til greina kemur að skipta starfinu á milli tveggja, jafnframt að ráða hjón. Umsóknir sendist til Laugarneskirkju, 105 Reykjavík. Sóknarnefnd Laugarnessóknar. Snyrtivöruverslun óskar eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa. Heilsdagsstarf. Upplýsingar í síma 611529. Blómabúðin Dögg Óskum eftir að ráða konur til starfa sem fyrst. Blómabúðin Dögg, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Kennarar Kennara vantar að Grunnskólanum í Bolung- arvík við ísafjarðardjúp. Um er að ræða bekkjarkennslu hjá 7 og 8 ára börnum, er- lend mál, náttúrufræði (þ.e. eðlis- og líffræði), tónmennt, hand- og myndmennt og íþróttir. Aðstaða til leikfimi- og sundkennslu er mjög góð. Húsnæði er ódýrt og staðarupp- bót verður greidd. Hafið samband við skólastjóra, Gunnar Ragnarsson, í síma 27353 og formann skóla- nefndar, Einar K. Guðfinnsson, í síma 94-7540. Skólanefnd. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Blönduósi Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk: • Hjúkrunarfræðinga 1. september eða eft- ir samkomulagi. • Sjúkraliða. Hringið eða komið í heimsókn og kynnið ykkur aðbúnað og starfsaðstöðu. Við erum í alfaraleið. Hjúkrunarforstjóri, símar 95-4206 og 95-4528. Bókarastörf Óska eftir starfskrafti til bókarastarfa, inn- kaupastarfa o.fl. í hálfsdagsstarf, fyrir hádegi. Stúdentspróf á verslunarsviði æski- legt. Góð vinnuaðstaða. Starfsumsókn með upplýsingum um aldur, starfsferil og menntun skilist á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „Bókari — 6438“ eigi síðar en 19. september nk. Lögmannsstofa Ólafs Ragnarssonar hrl., Laugavegi 18. Verkstjóri Vélaumboð óskar að ráða verkstjóra að þjón- ustuverkstæði sínu. Viðkomandi þarif að uppfylla eftirfarandi: ★ Hafa meistarabréf í vélvirkjun, bifvéla- virkjun eða öðrum greinum málmiðnaðar. ★ Hafa reynslu í viðgerðum á diesel- og þungavinnuvélum. ★ Vera stjórnsamur og úrræðagóður, með einhverja reynslu í verkstjórn. ★ Hafa sæmilega góða enskukunnáttu vegna samskipta við erlenda umboðsaðila. ★ Vera reiðubúinn að sækja námskeið er- lendis. Fyrirtækið er traust og vaxandi vélaumboð með góða verkstæðisaðstöðu. Fastur vinnu- tími frá kl. 8.00-18.00. Mjög góð laun í boði fyrir réttan mann. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Verkstjóri — 2429“ fyrir 19. þ.m. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Lögreglumenn Lausar eru til umsóknar tvær stöður lög- reglumanna við embætti undirritaðs, með aðsetri á Húsavík. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. Stöðurnar veitast frá 1. október 1987. Allar upplýsingar gefa Þröstur Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn og Daníel Guðjónsson, varðstjóri í síma 96-41630. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, bæjarfógeti Húsavíkur. Halldór Kristinsson. Bókaverslunin Veda óskar eftir starfsfólki í heils- og hálfsdags- störf (13-18). Upplýsingar í versluninni. Viðgerðarmenn Viljum ráða menn vana viðgerðum þunga- vinnuvéla. Upplýsingar í síma 622700. ístakhf., Skúlatúni 4. Verslunarstjóri Tískuverslun á Akureyri óskar að ráða versl- unarstjóra sem fyrst. Æskilegur aldur 23ja-35 ára. Góð laun í boði. Skriflegar umsóknir sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. merktar: „M — 5091“. Lækjarborg Við á leikskólanum Lækjarborg við Leirulæk auglýsum eftir hressum og áreiðanlegum starfskrafti helst með uppeldismenntun. Vinnutími er frá kl. 13-17. Upplýsingar í síma 686351. Matvælafræðingur Óskum eftir að ráða matvælafræðing eða starfskraft með svipaða menntun til starfa strax. Nánari upplýsingar í símum 93-11133 og 93-11505. Húsvörður í blokk Húsfélagið Vesturbergi 78 óskar að ráða húsvörð. í starfinu felst m.a. að sjá um rekst- ur og viðhald í sameign. Launakjör ákveðin í samráði við stjórn húsfélagsins. Starfinu fylgir 2ja herb. íbúð en í húsinu eru 54 íbúð- ir. Æskilegt væri að húsvörður hæfi störf frá og með 1. september. Umsóknir sendist sem fyrst til Kristjáns B. Ólafssonar, Vesturbergi 78, 4d, 111 Reykjavík. Símavarsla Allstórt fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann til símavörslu. Þarf að geta hafið störf um miðjan september. Leitað er að samviskusamri og röggsamri manneskju með örugga og alúðlega framkomu. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín og helstu upplýsingar inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. ágúst nk. merkt: „Símavarsla — 5292“. Upplýsingar greini aldur, menntun, fyrri störf og persónuhagi. Með allar upplýsingar verður farið sem trún- aðarmál. Ollum umsóknum verður svarað. Staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirgreindar stöður: 1. Stöðu fulltrúa við fræðslu- og upplýsinga- störf. 2. Stöðu lögfræðings. 3. Stöðu kerfisfræðings/tölvunarfræðings. Um er að ræða áhugaverð störf sem gera 1 verulegar kröfur til skipulegra vinnubragða við framkvæmd staðgreiðslu opinberra jj gjalda. Frekari upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórð- arson, forstöðumaður staðgreiðsludeildar, í síma 623300. Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist í staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík. Ríkisskattstjóri. Vélstjóri Hraðfrystihús Grindarvíkur óskar eftir vél- stjóra til vélgæslu og viðhaldsstarfa. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum. Hraðfrystihús Grindarvíkur. Vélstjórar Vélstjóra með full réttindi, VF1, vantar á bv. Má S.H. 127. Upplýsingar gefur Garðar í síma 93-61440, heimasími 93-61485 og um borð í skipinu í síma 985-21278. Verkamenn Viljum ráða verkamenn strax. Mikil vinna. Upplýsingar á Krókhálsi 1, sími 671210. Gunnar og Guðmundursf., Krókhálsi 1, 110 Reykjavík. Tannlækningastofa Aðstoð óskast á tannlækningastofu mið- svæðis í Reykjavík frá 1. sept. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöldið 18. ágúst merktar: „Stundvísi — 4616“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.