Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
9
HUGVEKJA
Andans- og
veraldar auður
Guðspjall dagsins er sagan af
rangláta ráðsmanninum. Hún er
með skrítnari dæmisögum Nýja
Testamentisins og lærðustu
mönnum virðist jafnvel vafasamt,
að hún hafi verið sögð, eins og
hún er skrifuð, eða þá að hún
hafi verið hermd upp á svo stað-
bundnar aðstæður, að hún missir
að verulegu leyti marks hjá öllu
venjulegu fólki.
Hvað sem því líður, þá má
kannast við sumt í sögunni, svo
sem vaxtabrask og verðbréfa-
svind! og ftjótt hugmyndaflug
manna, þegar þeir vilja auðgast
með skjótum og fyrirhafnarlitlum
hætti, lítillega á svið við lög og
rétt, a.m.k. siðferðislega skáhallt.
Ritskýrendur telja flestir, að
ráðsmannsdulan hafi einmitt lent
í þeirri freistni að fara að spekúl-
era með höfuðstól húsbóndans, til
þess að hirða sjálfur vaxtamis-
muninn, en orðið hræddur, þegar
sá gamli vildi fara að skoða bók-
haldið, og drifið í því að strika
út þann vaxtaauka, sem hann
ætlaði sjálfum sér, þannig hafði
hann þá báða góða, húsbóndann
og skuldarann. Húsbóndinn virð-
ist hafa verið slunginn í fjármálum
sjálfur og er undir niðri dtjúg-
ánægður með, hvað ráðsmaðurinn
hefur náð að tileinka sér ve! þau
lögmál, sem gilda í þessum hluta
viðskiptalífsins. Þetta er eitthvað
í líkingu við það, sem kallað hefur
verið löglegt, en siðlaust.
Meðferð efnalegra verðmæta
lýtur lögmálum í öllum samfélög-
um. Efnaleg verðmæti eru mikil-
væg, vegna þess að mannfólkið
er efnisverur, sem þurfa sitt dag-
lega brauð. Næringu, klæði,
húsnæði, verkfæri o.s.frv.
Maðurinn er mótaður af leir
jarðar. Hann er samansettur af
samböndum sömu frumefna og
allt annað í heiminum. Lifandi og
dautt. Hann lifir ekki án efna-
legra gæða í einhvetjum mæli.
Hann lifir ekki heldur á brauði
einu sarnan. Væri svo, þá væri
maðurinn aðeins uppréttur api,
sem færi um jörðina, nærðist af
henni og tímgaðist og væri eins
og önnur dýr merkurinnar.
Maðurinn hefur hins vegar þeg-
ið mynd sína frá Guði með sér-
stökum hætti og lífsanda og skyn
og skilning, sem greinir hann frá
öllum öðrum lífverum. Maðurinn
er fær um að tjá reynslu sína og
skilning og hugsun með fjöl-
breyttum hætti. Hann er fær um
að skapa og varðveita andleg
eftir sr. JÓN RAGNARSSON
9. sd. e. Trin.
Lk. 16:l.-9.
Ríki maðurinn og hinn fátæki.
Lúk 16. 19.
verðmæti. Hann er ekki takmark-
aður við það að safna efnalegum
forða til vetrarins, eins og sumar
fyrirhyggjusamar skepnur gera
af eðlishvöt.
Maðurinn heyjar sér einnig
andlegan forða í trú, listum, þekk-
ingu og skapandi starfi. Þau
verðmæti eru stundum ekki
beinlínis áþreifanleg, heldur bund-
in stað og stund, þ.e.a.s. tjáning
þeirra, þó að tilfinningin, eða hug-
myndin hafi lengi lifað í hugskoti
og hjarta manns og fari ekki for-
görðum í bráð. Andleg verðmæti
lúta öðrum lögmálum en efnaleg.
Þau ávaxtast með öðru móti, með
því móti einu, að menn deili þeim
með sér.
Það vex ekki trú með okkur
nema Orðið sé lifandi og virkt.
Það verður að lesa Ritninguna og
prédika í söfnuðinum og tjá
reynsluna af kærleika Guðs með
öllum þeim aðferðum, sem við
búum yfir. Það vex enginn höfuð-
stóll, sem geymdur er í úreltri
mynt undir höfðalaginu meðan
verðbólguloginn nagar utan úr
verðgildinu.
Andleg verðmæti, sem ekki eru
tjáð og höfð á orði — með höndum
— eða búin í tón, lit, eða eitthvert
efni. Þau verða ekki neitt. Koma
engum að haldi, verða engum til
auðgunar og eflingar í trú og lífi.
Það er andi mannsins, sem um-
skapar efnið { verðmæti. Hinn
andlegi maður getur ekki tjáð sig
án efnismennisins, því mennskan
er samruni og jafnvægisþraut
þessara þátta í hvetjum einstakl-
ingi og mannkyni sem heild.
Eiríksgata — Reykjavík
Höfum fengið til sölu 3ja herb. íbúð, ca 70 fm. Getur
losnað mjög fljótlega.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Strandgötu 25, Hafnarfirði,
sími 51500.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Til
sölu
Sumarhústil
flutninga til sölu.
Upplýsingarí
síma 12443,
Gengi: 14. ágúst 1987: Kjarabréf 2,219 - Tekjubréf 1,204 - Markbréf 1,105 - Fjölþjóðabréf 1,060
NÝJUNG í PENINGAMÁLUM
Nú getur þú einnig ávaxtað fé þitt í KRINGLUNNI.
Um leið og þú gerir innkaup þín í Kringlunni getum við aðstoð-
að þig við að ávaxta fé þitt á hagkvæman hátt.
Hjá okkur getur þú einnig sótt um Eurocard kreditkort og keypt
þér líf- og heilsutryggingu.
Við leggjum áherslu á persónulega ráðgjöf. Allir geta verið með.
Þú getur byrjað með smáar upphæðir jafnt sem stórar. Mögu-
leikarnir eru margir s.s. Kjarabréf, Tekjubréf, Markbréf, Fjölþjóða-
bréf, Fjármálareikningur og Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Við starfsfólk Fjárfestingarfélagsins í Kringlunni erum ávallt
reiðubúin að aðstoða þig.
Lína G. Atladóttir
FJÁRFESriNGARFÉlAGIÐ
Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Sigrún Ólafsdóttir
Stefán Jóhannsson
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa