Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 64
9000 at-
vinnuleys-
isdagar í
1 •júlímánuði
Mikið auglýst eftir
vinnuafli þessa dagana
RÖSKLEGA 9000 atvinnu-
leysisdagar voru skráðir á
landinu öllu í júlímánuði. Það
jafngildir þvi að um 420
manns hafi verið atvinnulaus-
ir í síðasta mánuði eða 0,3%
af áætluðum mannafla.
Eftirspum eftir vinnuafli er þó
mjög mikil og má sem dæmi
nefna að í Morgunblaðinu í dag
u alls 14 blaðsíður með raðaug-
p lysingum þar sem auglýst er eftir
fólki til vinnu í flestar greinar
atvinnulífsins.
í júlímánuði í fyrra voru skráð-
ir 14.000 atvinnuleysisdagar á
landinu, en flestir hafa þeir orðið
í júlímánuði 1984, 17.000, eða
tæplega helmingi fleiri en nú.
Tandshöfnin
Keflavík-Njarðvík:
Upptökubraut
fyrir smábáta
Keflavik.
Smábátaeigendur í Keflavík
og Njarðvík eru að fá bætta að-
stöðu í höfninni i Ytri-Njarðvík.
Verið er að steypa upptökubraut
í höfninni sem auðveldar báta-
eigendum að taka báta sina á
þurrt og þar á einnig að koma
upp tækjum til löndunar.
'éÉb Upptökubrautin verður 70 m
löng og nær niðurfyrir stórstraums-
§öru. Að sögn Péturs Jóhannsson-
ar, hafnarstjóra Landshafnar
Keflavíkur-Njarðvíkur, sem sér um
framkvæmdimar, er kostnaður við
steypuvinnuna áætlaður um hálf
milljón króna.
- BB
Sól og blíða
er forset-
4nn kom til
Olafsvíkur
Ólafsvfk. Frá Bryndísi Pálmarsdóttur blaða-
manni Morgunblaðsins
OPINBER heimsókn Vigdísar
Finnbogadóttur forseta íslands
til Óiafsvikur og Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu hófst í gær-
morgun. Jóhannes Árnason
sýslumaður og bæjarfógeti i ÓI-
afsvík og Sigrún Siguijónsdóttir
kona hans tóku á móti forsetan-
~um og fylgdarliði hennar við
sýslumörkin við Hítará. Þaðan
var haldið áleiðis til Ólafsvikur.
I Ólafsvík tók bæjarstjóm Ól-
afsvíkur og bæjarstjórinn Kristján
Pálsson á móti forsetanum og fjöldi
manns hyllti hana þegar hún kom
í bæinn. Forsetinn var síðan við-
sfaddur hátlðarfund bæjarstjómar
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Morgunblaðið/Rax
Rennt fyrir lax íMiðfjarðará
Miðfjarðará er fremur vatnslitíl þessa dagana og þrátt fyrir að þessi veiðimaður hafi verið hepp-
inn hefur laitinn verið tregur að bíta. Alls eru komnir um 780 laxar á land í sumar, en það er þó
nokkuð minna en á sama tíma i fyrra. Laxinn gekk snemma og er mikið af stórum legnum fiski i ánni.
Alþjóðlega skák-
mótið i Gausdal:
Margeir
og Þröstur
eru efstir
FJÓRIR skákmenn eru efstir og
jafnir á alþjóðlega skákmótinu i
Gausdai í Noregi eftir fjórar
umferðir með 3 V2 vinning. Þeir
eru Margeir Pétursson, Þröstur
Þórhallsson, Hertneck frá Vest-
ur-Þýskalandi og Gausel frá
Noregi. Hannes Hlífar Stefáns-
son er með 2 V2 vinning.
í fjórðu umferð vann Margeir
Danan Beck-Hansen, Þröstur Þór-
hallsson gerði jafntefli við Piu
Cramling og Hannes Hlifar gerði
jafntefli við tékkneska alþjóðlega
meistarann Jansa.
í þriðju umferð, sem tefld var í
fyrradag, bar Þröstur sigurorð af
alþjóðlega stórmeistaranum Christ-
iansen frá Danmörku. Beitti hann
heimabruggaðri peðsfóm sem kom
flatt upp á danska meistarann.
Hugsaði Christiansen sig lengi um
en lék að þvi búnu af sér. í sömu
umferð vann Margeir Hovde frá
Noregi, en Hannes tapaði fyrir
Hertneck.
Fimmta umferð var tefld í gær.
Þá mætti Margeir Gausel, Þröstur
tefldi við Hertneck, en upplýsingar
um mótheija Hannesar lágu ekki
fyrir þegar blaðið fór í prentun.
Steypubíl-
ar fluttir
að Viðey
STEYPUBÍLAR frá BM Vallá
voru fluttir á pramma frá Sunda-
höfn út að Viðey í gær.
Verið er að steypa undirstöður
undir bryggju sem byggja á í Við-
ey. Að sögn Ingimars Guðmunds-
sonar hjá BM Vallá þurfti að fara
tvær ferðir með flóra steypubíla og
eina steypudælu í hverri ferð.
Bílamir voru ekki settir í land í
eynni heldur voru þeir um borð í
prammanum á meðan verið var að
steypa.
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra um Útvegsbankann:
Meirihlutaeígn Sam-
bandsins óheppileg
„ÉG TEL höfuðnauðsyn að hlutabréf ríkisins í Útvegsbankan-
um verði seld. Það er mín grundvallarskoðun að atvinnulífið
eigi að ráða sem mestu í bankakerfinu. Hinsvegar teldi ég
það mjög óheppilegt ef einn aðili, eins og SÍS í þessu tilviki,
fengi meirihlutaaðild að bankanum," sagði Þorsteinn Pálsson
í samtali við Morgunblaðið um tilboð Sambandsins í 67% af
hlutafé Útvegsbankans.
Forsetinn heilsar ungum Snæ-
fellingi.
í elsta húsi bæjarins, gamla Pakk-
húsinu.
Veðrið var með eindæmum gott,
sól og blíða.
Forráðamenn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga greindu frá því á
fostudag, að þeir hefðu lagt fram
tilboð í 67% hlutafjár Utvegs-
bankans, sem er í eign ríkisins.
Viðskiptaráðherra er með tilboðið
í athugun en Jón Baldvin Hannib-
alsson, fjármálaráðherra, hefur
sagt. að ekki sé hægt að hafna
því. Ýmis fyrirtæki í sjávarútvegi
hafa undanfarið rætt um að gera
tilboð í Útvegsbankann.
Þegar Morgunblaðið leitaði
álits Þorsteins Pálssonar, forsæt-
isráðherra á tilboði Sambandsins
í gær sagði hann: „Aðalatriðið er
að selja eignarhluta ríkisins í Út-
vegsbankanum. Að því hefur verið
stefnt og það verður að ganga
fram. Æskilegast er að eignarað-
ildin verði í höndum margra en
ekki eins aðila eins og Sambands-
ins.
Reyndar hafði fyrrverandi við-
skiptaráðherra hafnað hugmynd-
um um meirihlutaaðild fárra aðila
þegar eftir því var leitað. Til hans
komu menn sem höfðu áhuga á
að kaupa meirihluta einir og sér.
Þessu erindi var vísað frá með
fyrmefndum rökstuðningi," sagði
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra.