Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 64
9000 at- vinnuleys- isdagar í 1 •júlímánuði Mikið auglýst eftir vinnuafli þessa dagana RÖSKLEGA 9000 atvinnu- leysisdagar voru skráðir á landinu öllu í júlímánuði. Það jafngildir þvi að um 420 manns hafi verið atvinnulaus- ir í síðasta mánuði eða 0,3% af áætluðum mannafla. Eftirspum eftir vinnuafli er þó mjög mikil og má sem dæmi nefna að í Morgunblaðinu í dag u alls 14 blaðsíður með raðaug- p lysingum þar sem auglýst er eftir fólki til vinnu í flestar greinar atvinnulífsins. í júlímánuði í fyrra voru skráð- ir 14.000 atvinnuleysisdagar á landinu, en flestir hafa þeir orðið í júlímánuði 1984, 17.000, eða tæplega helmingi fleiri en nú. Tandshöfnin Keflavík-Njarðvík: Upptökubraut fyrir smábáta Keflavik. Smábátaeigendur í Keflavík og Njarðvík eru að fá bætta að- stöðu í höfninni i Ytri-Njarðvík. Verið er að steypa upptökubraut í höfninni sem auðveldar báta- eigendum að taka báta sina á þurrt og þar á einnig að koma upp tækjum til löndunar. 'éÉb Upptökubrautin verður 70 m löng og nær niðurfyrir stórstraums- §öru. Að sögn Péturs Jóhannsson- ar, hafnarstjóra Landshafnar Keflavíkur-Njarðvíkur, sem sér um framkvæmdimar, er kostnaður við steypuvinnuna áætlaður um hálf milljón króna. - BB Sól og blíða er forset- 4nn kom til Olafsvíkur Ólafsvfk. Frá Bryndísi Pálmarsdóttur blaða- manni Morgunblaðsins OPINBER heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands til Óiafsvikur og Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hófst í gær- morgun. Jóhannes Árnason sýslumaður og bæjarfógeti i ÓI- afsvík og Sigrún Siguijónsdóttir kona hans tóku á móti forsetan- ~um og fylgdarliði hennar við sýslumörkin við Hítará. Þaðan var haldið áleiðis til Ólafsvikur. I Ólafsvík tók bæjarstjóm Ól- afsvíkur og bæjarstjórinn Kristján Pálsson á móti forsetanum og fjöldi manns hyllti hana þegar hún kom í bæinn. Forsetinn var síðan við- sfaddur hátlðarfund bæjarstjómar V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/Rax Rennt fyrir lax íMiðfjarðará Miðfjarðará er fremur vatnslitíl þessa dagana og þrátt fyrir að þessi veiðimaður hafi verið hepp- inn hefur laitinn verið tregur að bíta. Alls eru komnir um 780 laxar á land í sumar, en það er þó nokkuð minna en á sama tíma i fyrra. Laxinn gekk snemma og er mikið af stórum legnum fiski i ánni. Alþjóðlega skák- mótið i Gausdal: Margeir og Þröstur eru efstir FJÓRIR skákmenn eru efstir og jafnir á alþjóðlega skákmótinu i Gausdai í Noregi eftir fjórar umferðir með 3 V2 vinning. Þeir eru Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson, Hertneck frá Vest- ur-Þýskalandi og Gausel frá Noregi. Hannes Hlífar Stefáns- son er með 2 V2 vinning. í fjórðu umferð vann Margeir Danan Beck-Hansen, Þröstur Þór- hallsson gerði jafntefli við Piu Cramling og Hannes Hlifar gerði jafntefli við tékkneska alþjóðlega meistarann Jansa. í þriðju umferð, sem tefld var í fyrradag, bar Þröstur sigurorð af alþjóðlega stórmeistaranum Christ- iansen frá Danmörku. Beitti hann heimabruggaðri peðsfóm sem kom flatt upp á danska meistarann. Hugsaði Christiansen sig lengi um en lék að þvi búnu af sér. í sömu umferð vann Margeir Hovde frá Noregi, en Hannes tapaði fyrir Hertneck. Fimmta umferð var tefld í gær. Þá mætti Margeir Gausel, Þröstur tefldi við Hertneck, en upplýsingar um mótheija Hannesar lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Steypubíl- ar fluttir að Viðey STEYPUBÍLAR frá BM Vallá voru fluttir á pramma frá Sunda- höfn út að Viðey í gær. Verið er að steypa undirstöður undir bryggju sem byggja á í Við- ey. Að sögn Ingimars Guðmunds- sonar hjá BM Vallá þurfti að fara tvær ferðir með flóra steypubíla og eina steypudælu í hverri ferð. Bílamir voru ekki settir í land í eynni heldur voru þeir um borð í prammanum á meðan verið var að steypa. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra um Útvegsbankann: Meirihlutaeígn Sam- bandsins óheppileg „ÉG TEL höfuðnauðsyn að hlutabréf ríkisins í Útvegsbankan- um verði seld. Það er mín grundvallarskoðun að atvinnulífið eigi að ráða sem mestu í bankakerfinu. Hinsvegar teldi ég það mjög óheppilegt ef einn aðili, eins og SÍS í þessu tilviki, fengi meirihlutaaðild að bankanum," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið um tilboð Sambandsins í 67% af hlutafé Útvegsbankans. Forsetinn heilsar ungum Snæ- fellingi. í elsta húsi bæjarins, gamla Pakk- húsinu. Veðrið var með eindæmum gott, sól og blíða. Forráðamenn Sambands ísl. sam- vinnufélaga greindu frá því á fostudag, að þeir hefðu lagt fram tilboð í 67% hlutafjár Utvegs- bankans, sem er í eign ríkisins. Viðskiptaráðherra er með tilboðið í athugun en Jón Baldvin Hannib- alsson, fjármálaráðherra, hefur sagt. að ekki sé hægt að hafna því. Ýmis fyrirtæki í sjávarútvegi hafa undanfarið rætt um að gera tilboð í Útvegsbankann. Þegar Morgunblaðið leitaði álits Þorsteins Pálssonar, forsæt- isráðherra á tilboði Sambandsins í gær sagði hann: „Aðalatriðið er að selja eignarhluta ríkisins í Út- vegsbankanum. Að því hefur verið stefnt og það verður að ganga fram. Æskilegast er að eignarað- ildin verði í höndum margra en ekki eins aðila eins og Sambands- ins. Reyndar hafði fyrrverandi við- skiptaráðherra hafnað hugmynd- um um meirihlutaaðild fárra aðila þegar eftir því var leitað. Til hans komu menn sem höfðu áhuga á að kaupa meirihluta einir og sér. Þessu erindi var vísað frá með fyrmefndum rökstuðningi," sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.