Morgunblaðið - 03.09.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.09.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 3 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Fjölmennasti fram- haldsskóli landsins 1460 nemendur á haustönn NEMENDUR við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholtí verða 1460 á haustönn sem nú er hafinn og er skólinn fjölmennastí fram- haldsskóli landsins að sögn Kristínar Arnalds skólameistara. Búist er við að um 800 nemendur stundi nám í öldungadeild en skráningu þar er ekki full lokið. Skólinn var settur í Bústaðar- kirlq'u 31. ágúst og daginn eftir fór fram afhending á stundaskrá og bókalista. í gær var kynningarfund- ur með nýnemum sem eru 480 að þessu sinni. „Við sem stjómum skólanum kynntum okkur fyrir ný- nemum á þessum fundi og nemend- ur fengu góða Námskynningu frá skólanum," sagði Kristín. „í skólan- um er annað fyrirkomulag en þeir þekkja sem eru að hefja nám við áfangaskóla og koma úr grunnskól- um þar sem er beklq'arkerfí. Við leggjum líka mikið upp úr Náms- tækni en það er bæklingur sem þau kaupa og farið er yfír með þeim. Síðan tók hver kennari við sínum nemendum og í lokin tóku eldri nemendur við og kynntu félagslífíð. Þetta er mikil dagskrá og tók heilan dag.“ Kennarar við skólann eru 126 í vetur og hófst kennsla í morgun samkvæmt stundaskrá. Færeyingar bíða Vigdísar með eftirvæntingu Fœreyjum. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem forsetí heimsækir Færeyinga og í raun hefur það ekki gerst fyrr en í dag, fimmtudag. Þá hlotnast forseta íslands, Vigdisi Finnbogadóttur, sá heiður. Næstu fjóra daga verður hún opinber gestur i boði færeysku landsstjórnarinnar. AUt hefur verið gert sem hægt er til að tryggja að heimsókn forset- ans takist eins vel og kostur er. Og þegar flugvél Vigdísar lendir í dag á flugvellinum í Vogum verður allt tilbúið. íbúar Færeyja eru ánægðir og telja heiður að heim- sókn forsetans og ekki að ástæðu- lausu, því Vigdís er ótrúlega vinsæl í Færeyjum. íslendingar búsettir í Færeyjum eru líka fullir eftirvænt- ingar, ekki síst þar sem Vigdís lét {ljósi ósk um að hitta þessa landa sína. Staðurinn þar sem hún hittir þá gæti varla verið betur valinn, en það er Norræna húsið í Færeyj- um. Af dagskrá heimsóknarinnar er ljóst að veita á Vigdísi eins góða innsýn í daglegt líf í Færeyjum og mögulegt er á svo stuttum tíma. Forsetinn heimsækir ýmsa staði á stærri eyjunum, en samt mun gef- ast tími til stuttrar heimsóknar í Stóra Dímon, sem nú er aftur búið á allan ársins hring eftir nokkuð hlé. Á sunnudag verður Vigdís við- stödd guðsþjónustu í Sandskirkju. Síðdegis á mánudag heldur hún síðan heim á leið ásamt fylgdarliði sínu og hefur þá vonandi margar góðar minningar í farteskinu. í fylgdarliði hennar verður meðal annars sendiherrann Hans Andreas Djurhuus, sem er af færeysku bergi brotinn. í lokin má geta þess að Vigdís Finnbogadóttir hefur áður heimsótt Færeyinga, þ.e.a.s. áður en hún varð forseti. Það var árið 1976, þegar hún var leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá var leik- ritið Skjaldhamrar sett upp í Færeyjum. Þegar Vigdís kemur nú í heimsókn fer hún aftur í leikhúsið þar sem sýnt verður leikrit henni til heiðurs. Snorri. Haukur Halldórs- son kjörinn formaður Stéttarsambandsins HAUKUR Halldórsson í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd var kosinn formaður Stéttarsambands bænda á fyrsta stjóraarfundi nýkjörinnar stjórnar eftir aðalfund sambandsins sem lauk í gær. Miklar breytíngar urðu á stjóru Stéttarsambandsins, 6 nýir menn komu inn en 3 sátu áfram. Þórólfur Sveinsson, helstí keppinautur Hauks um formaxmsembættíð, var kosinn varaformaður stjórnar. Aðrir í stjóm eru Guðmundur Jónsson á Reykjum í Mosfellsbæ, Þórólfur Sveinsson á Feijubakka í Mýrasýslu, Birkir Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði, Þórarinn Þorvaldsson á Þóroddsstöðum í Hrútafírði, Ari Teitsson að Hrísum í Reykjadal, Þórður Pálsson á Refs- stað í Vopnafirði, Böðvar Pálsson á Búrfelli í Grímsnesi og Bjami Helgason á Laugalandi f Mýrasýslu. Bjami og Haukur voru kjömir í stjómina úr hópi foiystumanna búgreinafélaganna. I Framleiðsluráð voru kjömir auk stjómarmanna búgreinafíilltrúamir Halldór Gunnarsson I Holti undir EyjaQöllum, Hörður Harðarson í Laxárdal og Jónas Halldórsson í Sveinbjamargerði. Úr stjóm gengu Ingi Tiyggvason frá Kárhóli, Guðmundur Ingi Kristj- ánsson, Kirkjubóli, Þorsteinn Geirsson, Reyðará, Magnús Sig- urðsson, Gilsbakka, Jón M. Guðmundsson, Reykjum og Jón Gíslason, Hálsi. Hinn nýkjömi formaður Stéttar- sambandsins, Haukur Halldórsson, er 43 ára að aldri. Hann er kúa- bóndi í Sveinbjamargerði og hefur starfað mikið að félagsmálum bænda, er m.a. formaður Sambands fslenskra loðdýraræktenda og form- aður Búnaðarsambands EyjaQarð- ar. Morgunblaðið/KGA Nýnemar við Fjölbrautaskólann f Breiðholtí á kynningarfundi með kennurum og eldri nemendum. Meiriháttar úrval af stórglæsilegum haustfatnaði Opið laugardag frá kl. 10-16. (i^KARNABÆR PV Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæsibæ. Síi Umboðsmenn um land allt: Adam og Eva, Vestmannaeyjum. Báran, Grindavík. Fataval, Keflavik. Lindin, Selfossi. Nína, Akranesi. ísbjörninn, Borgarnesi. Tessa, Ólafsvík. Þórshamar, Stykkishólmi. Eplið, ísafirði. Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga. Sparta, Sauöárkróki. lilmu tsishi Ftss )h.i(iti ' irisi .tiish. .mij-TSTiiha.ti Sími 45800. Díana, Ölafsfirði. Aldan, Seyðisfirði. Búðin, Blönduósi. Garöarshólmi, Húsavik. Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn. Nesbær, Neskaupstaö. Skógar, Egilsstöðum. Viðarsbúð, Fáskrúösfirði. Hornabær, Höfn Hornafirði. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsveili. Vlfa, Kópavogi. r'-:' ' • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.