Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
Gestur og
Rúna sýna í
Gallerí Borg
GESTUR Þorgrimsson og Sigrún
Guðjónsdóttir opna sýningu á
myndverkum sinum i Galleri Borg
i dag, kl. 17.
Fjörtíu ár eru liðin frá því að
Gestur og Rúna komu heim frá list-
námi í Kaupmannahöfn. Þá settu
þau á fót leirmunaverkstæðið Laug-
amesleir, sem þau starfræktu til
ársins 1954, og endurvöktu síðan
1968. Á undanfömum árum hafa
þau snúið sér æ meira að stærri
verkefnum, m.a. veggskreytingum
bæði úti og inni.
Síðastliðin 3 ár hefur Gestur lagt
höfuðáherslu á að höggva í stein og
sýnir nú afrakstur þeirrar vinnu.
Elsta Granítverkið vann Gestur árið
1949 og sýnir hann það á Austur-
velli, gegnt Gallerí Borg, ásamt
ófullgerðum hestasteini, upphafinu
að staupasteini og óunnum gabbró-
steini. Rúna sýnir leirmyndir og
teikningar, sem unnar eru á síðustu
tveimur árum.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 10 til 18 og frá kl. 14 til 18 um
helgar. Henni lýkur 15. september.
Fréttatilkynning.
Gestur Þorgrimsson og Sigrún Guðjónsdóttir við myndverk sin.
VEÐUR
IDAG kl. 12.00:
/ y / / /
/ / / /
/ / /
/ / / /
/ / / /
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gaer)
VEÐURHORFUR I DAG, 03.09.87
YFIRLIT á hádegl f gær: Suður af landinu var allvíðáttumikil lægð.
SPÁ: í dag lítur út fyrir norðaustanátt, víða allhvassa, á landinu.
Um landið austanvert verður rigning en skúrir vestantil. Hiti 8—12
stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Suðaustanátt, rigning um
suðaustan- og austanvert landið en úrkomulítið eða úrkomulaust
í öðrum landshlutum.
TAKN:
O: Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
'WÉk
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r / Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
[” ? Þrumuveður
vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 7 «ký|Bé Reykjavík S skýjað
Bergen 13 skúr
Helslnkl 12 skýjað
Jan Mayen 6 skýjað
Kaupmannah. 19 léttskýjað
Narssarssuaq 6 léttskýjað
Nuuk 4 þoka
Osló 18 léttskýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Þórshöfn 12 léttskýjað
Algarve 27 helðsklrt
Amsterdam 19 mlstur
Aþens 31 heiðsklrt
Barcelona 27 mlstur
Berlín 23 mlstur
Chicago 16 skýjað
Feneyjar 26 þokumóða
Frankfurt 23 léttskýjað
Giasgow 17 skýjað
Hamborg 17 þokumóða
Las Palmas 26 léttskýjað
London 18 mistur
Los Angeles 19 lóttskýjað
Lúxemborg 20 þokumóðe
Madrid 27 léttskýjað
Malaga 28 heiðskfrt
Mallorca 30 léttskýjað
. Montreal 11 léttskýjað
NewYork 17 léttskýjað
París 23 þokumóða
Róm 29 léttskýjað
Vln 23 mlstur
Washlngton 17 léttskýjað
Wfnnipeg 9 alskýjað
Kaupin á hlutafé Útvegsbankans:
Sambandið set-
ur fern skilyrði
Samvinnuhreyfingin sntti 4 skilyrði fyrir þátttöku sinni í viðræðum
við hóp 33 tilboðsgjafa í hlutabréf Útvegsbanka íslands hf. Valur
Arnþórsson stjómarformaður Sambandsins segir þó að æskilegt sé
að reyna að leysa þann hnút sem málið er komið í og samvinnuhreyf-
ingin gangi til viðræðnanna með opnum huga og freisti að ná
samningum sem báðir geti sæmilega við unað.
Valur Amþórsson kynnti í gær á
fréttamannafundi forsendur og skil-
yrði sem samvinnuhreyfingin setti
fyrir viðræðum um hlutabréfin og
vom þau eftirfarandi:
1. Samvinnuhreyfingin (Sam-
bandið og nokkur samstarfsfyrir-
tæki fyrir hennar hönd) hefur
tilkynnt viðskiptaráðherra kaup á
umræddum hlutabréfum á gmnd-
velli útboðs ríkisins, sem fyrir lá,
fullnægt öllum skilyrðum þess og
bíður staðfestingar viðskiptaráð-
herra á kaupunum. Samvinnuhreyf-
ingin hefur óbreytta afstöðu til
þessara kaupa, hefur í engu breytt
afstöðu sinni og hefur óbreytta rétt-
arstöðu í málinu.
2. Um viðræður: Viðræður aðilja
(samvinnuhreyfingarinnar og 33
aðila hópsins) hefjist sem (óformleg-
ar) könnunarviðræður með þátttöku
viðskiptaráðuneytisins, þar sem við-
urkennt sé að fleiri atriði geti komið
inn í viðræður málinu til lausnar en
einungis meðferð á hlutafé ríkisins
í Útvegsbanka íslands hf.
3. Þá fyrst er aðilar telja sig eygja
raunhæfan möguleika á gmndvelli
fyrir samninga verði tekið til við
eiginlegar samningaviðræður, milli
fulltrúa samvinnuhreyfingarinnar og
fulltrúa 33 manna hópsins, með þátt-
töku viðskiptaráðuneytisins eftir
þörfum, og þeir meti síðan hvort og
hvenær þeir taki fleiri aðila inn í þær
viðræður.
4. Samvinnuhreyfingin mun ekki
ganga til eiginlegra samningavið-
ræðna í málinu undir pólitískum
hótunum eða þvingunum, sbr. hótan-
ir forsætisráðhérra um ríkisstjómar-
slit.
Á fréttamannafundinum sagði
Valur að samvinnuhreyfingin sæi
af raunsæi að það væri kominn mik-
ill hnútur í þetta mál og því æskilegt
að menn leiti leiða til að leysa þann
hnút. Hanns sagðist vona að menn
komi auga á þá leið í könnunarvið-
ræðunum sem gæti verið raunhæfur
samningsgrundvöllur og geti þá sest
niður og farið að semja um lausn
sem báðir geti sæmilega við unað.
Þessar viðræður hljóti þó að snúast
um hvað Sambandið væri tilbúið til
að gefa mikið eftir af þeim kaupum
sem þeir teldu sig þegar hafa gert.
Valur sagði að ýmislegt hefði verið
nefnt af hálfu opinberra aðila sem
gæti orðið lausn á þessu máli, með-
al annars að taka Búnaðarbankann
og frekari endurskipulagningu
bankakerfisins inn í þessar viðræður.
Um 4. og síðasta skilyrði sam-
vinnuhreyfingarinnar sagði Valur að
það færi ékki á milli mála að verið
hefðu hótanir um stjómarslit. Til-
gangslaust væri, þótt menn eygðu
einhvem samningsgrundvöll, að
ganga til samninga í þessu máli ef
síðan færi svo að sá samningur yrði
til einskis ef hann væri einhveijum
ráðherra í ríkisstjóminni ekki þókn-
anlegur.
Valur sagðist telja það feiknar-
lega alvarlegt mál í lýðræðisríki, þar
sem allir ættu að vera jafnir, að
forsætisráðherra skuli hóta stjómar-
slitum ef þessi Qöldahreyfing eignist
þennan banka. Og það væri ekki
hægt að vera undir því meni að ríkis-
stjóm íslands kunni að falla vegna
þessa máls, því þótt slíkt væri á
ábyrgð forsætisráðherra hljóti Sam-
bandið, sem rekur umsvifamikinn
atvinnurekstur fyrir almenning í
landinu, að hafa áhyggjur af því að
stjómvöld lendi í pólitískri upplausn
þegar mikil verðbólga hrærist undir
og fastgengisstefnan sé teygð til
hins ýtrasta vegna kostnaðarhækk-
ana.
Engin skilyrði
fyrir þátttöku
Hópurinn fús að ræða þetta mál,
segir Kristján Ragnarsson
KRISTJÁN Ragnarsson, talsmaður þeirra 33 fyrirtækja, samtaka og
einstaklinga, sem buðu i hlutafé Útvegsbankann, segir að engin skil-
yrði eða forsendur séu fyrir þátttöku þeirra f viðræðum við Sambandið
og fleiri aðila um lausn á deUu um hlutabréfasölu ríkisins í Útvegs-
bankanum hf. Kristján segir þó að ekki komi tíl greina að hugsanleg
sala Búnaðarbankans komi inn í þær viðræður.
Þijátíu og þriggja manna hópur-
inn hélt á þriðjudag fund um beiðni
viðskiptaráðherra um viðræður og
var þar samþykkt eftirfarandi álykt-
un: „Hopur 33 fyrirtækja, samtaka
og einstaklinga, sem buðu í hlutafé
ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
þann 17. ágúst síðastliðinn, sam-
þykkir tillögu viðskiptaráðherra um
að taka þátt í viðræðum við Sam-
band íslenskra samvinnufélaga,
fulltrúa starfsfólks og viðskiptavina
bankans og fulltrúa sparisjóða, ef
þessir aðilar vilja kaupa hlutafé í
bankanum. Hopurinn lýsir því yfir
að hann er reiðubúinn að rýma að
hluta til fyrir nýjum samstarfsaðilum
úr hópi starfsfólks og viðskiptavina
og fyrir sparisjóðum, ef þeir vilja
gerast hluthafar. Einnig lýsir hópur-
inn yfir vilja sínum um að Alþýðu-
banki íslands hf. taki þátt í
viðræðum um samruna einkabanka.
Jafnframt er tekið fram að tilboð
hópsins frá 17. ágúst sl. er óhagg-
að.“
Kristján sagði í sambandi við
Morgunblaðið í gærkvöldi að í þessu
fælust engin skilyrði og engar for-
sendur og hópurinn væri fús að
ræða um þetta mál.
Kristján sagði aðspurður að hon-
um væri ómögulegt að skilja hvernig
Búnaðarbankinn ætti að koma inn
í þessar viðræður. Það væri mál
Alþingis að ákveða hvort, hvenær
eða hveijum Búnaðarbankinn væri
seldur, en ekki þeirra aðila sem nú
hefðu samþykkt að ræða málefni
Útvegsbankans.
Spurður hvers vegna Alþýðubank-
inn væri nefndur í þessari ályktun
sagði Kristján að bankinn hefði ver-
ið í viðræðum við Iðnaðarbanka og
Verzlunarbanka, sem væru þátttak-
endur í tilboðinu. Þvl vildi hópurinn
bjóða bankanum að vera með ef
hann vildi.
Ásmundur Stefánsson, formaður
bankaráðs Alþýðubankans, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
sæi ekki hvaða ávinningur það væri
fyrir bankann að blanda sér inn í
þetta Útvegsbankamál, hvort sem
það væri með Sambandinu, eins og
rætt var um í tilboði þess, eða í
hópi aðilanna 33. Ásmundur sagði
að þetta hefði ekki verið rætt í bank-
aráði Alþýðubankans, enda ekki
borist erindi þar um, en fljótt á litið
virtist þetta ekki vera fysilegur kost-
ur.