Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 21
MORGUNBLAÐE), FTMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
21
Þóninn Björnsdóttir töfrar fram englasöng í Kirkju vorrar Frúar.
væri nær samfelld ómstríð hljóm-
kviða.“
Eftir tónfeikana flutti kórinn
nokkur íslensk þjóðlög úti fyrir
kirkjudyrum í rigningunni og fór
þar „frábær kór“ eins og komist
var að orði í blaðinu.
Báðir kóramir áttu huga og
hjörtu Namurbúa og vöktu hrifn-
ingu og aðdáun fyrir glaðlega og
frjálslega framkomu og góðan
söng. I einu blaðanna sagði að
ríkt hefði íslensk stemmning á
mótinu og hefðu aðrir kórar næst-
um fallið í skuggann af henni.
Um tónleika Skólakórs Kársness
sagði m.a. að „söngur bamanna
hefði verið sem kennslustund í
kórsöng, alger fullkomnun í túlkun
og raddbeitingu, en umfram allt
hefði söngurinn verið tær og
frísklegur, allt lagðist á eitt svo
þetta var óvenjuleg tónlistar-
skemmtun, en því miður allt of
stutt.
Það er ekkert leyndarmál sem
Iiggur að baki slíkum gæðum og
má rétt gera sér í hugarlund þá
feiknavinnu sem hinn óvenjulegi
stjómandi, Þómnn Bjömsdóttir,
leggur á sig. Ekki einasta þjálfar
hún hveija rödd heldur stjómar
hún einnig slökunaræfíngum og
hvetur bömin til dáða fyrir tón-
leika og ekkert virðist vera duttl-
ungum háð. Þessir tónleikar vom
okkur einnig sem opinbemn á
íslenskum tónskáldum. Maður
veltir fyrir sér hvemig svo lítil
þjóð og einangmð getur boðið upp
á svo líflegt tónlistarlíf. Og samt
unnu verk Jóns Ásgeirssonar, Páls
ísólfssonar, Þorkels Sigurbjöms-
sonar og Marteins Friðrikssonar
hug og hjörtu áheyrenda."
Er undra þótt við væmm stolt
af þessu fólki? Kóramir sungu líka
við hámessu i kirkju heilags Mikj-
áls í Bmssel og sama dag á
tónleikum í Ghent við frábærar
undirtektir.
Meðan mótið stóð yfír þessa
viku æfðu allir kórfélagamir ýmis
stór verk. Skólakórinn æfði flókið
og fagurt verk „A Ceremony of
Carols" eftir Benjamín Britten
undir handleiðslu ensks stjóm-
anda, Arthur Robson, og var
hreinasta unun að fylgjast með
unga fólkinu læra svo viðamikið
kórverk á fjórum dögum og flytja
það svo hnökralaust á stórtónleik-
um í klausturkirkjunni í Floreffe
fyrir fullu húsi. Þar unnu þau sinn
annan stórsigur í ferðinni.
Ef þessi 35 manna hópur hefði
verið knattspyrnulið að taka þátt
í alþjóðlegu móti hefðu íslenskir
fjölmiðlar án efa slegið upp frétt-
um af þeim, með myndum og
viðtölum fyrir brottför, símavið-
tölum úti við þjálfara og liðstjóra,
e.t.v. hefði verið bein lýsing frá
leikjum og síðan frásagnir og við-
töl eftir heimkomuna af gengi
liðsins, jafnvel þótt það hefði
tapað öllum sínum leikjum stórt
og lent í neðsta sæti.
En hér vom á ferðinni fulltrúar
íslenskrar menningar, unglingar
sem lagt höfðu á sig ómælda vinnu
og íjárútiát til að geta þjónað tón-
listinni og borið hróður íslands út
um heiminn.
í blöðum á íslandi birtist ft'étta-
tilkynning frá kórunum um fyrir-
hugaða ferð og síðan ekki söguna
meir. Þessi er m.a. ástæðan fyrir
því að ég afréð að skrifa nokkrar
línur um þessa frægðarför Dóm-
kórsins og Skólakórs Kársness til
Belgíu í sumar. Segja má með
sanni að þessi landslið íslands
hafí tekið þátt í Evrópumóti í kór-
söng, komið, séð og sigrað með
glæsibrag, ekki aðeins með einu
marki gegn engu, heldur dúndr-
andi 14—2!
Og enda þótt frammistaðan
hefði ekki verið með slíkum ágæt-
um hefðum við samt mátt vera
stolt og ánægð með það þróttm-
ikla uppeldis- og menningarstarf,
sem þessi hjón, Marteinn og Þó-
runn, hafa unnið af fómfysi og
hugsjón.
Islenskir flölmiðlar, bæði
„frjálsir og ófrjálsir" mega
skammast sín fyrir þann doða og
þá deyfð sem þeir sýna öllu því
unga fólki í landinu, sem iðkar
kórsöng og annað tónlistamám í
hjáverkum en stundar ekki rúðu-
brot og önnur skrílslæti á götum
úti. Slík ómenning fær hinsvegar
ætíð ómælt rúm á síðum dagblaða.
í Kársnesskóla einum era um
500 nemendur og þar af um 100
sem njóta leiðsagnar Þórannar
Bjömsdóttur. í mörgum öðram
skólum era og starfandi kórar og
hljómsveitir (Skólahljómsveit
Kópavogs og Öldutúnsskólakórinn
era skínandi dæmi hér um) og
eiga stjómendur þeirra allra þakk-
ir skildar; fyrir forvamarstörf sín
og uppeldi. Við foreldrar bama og
unglinga í slíku göfgandi félags-
starfí kunnum svo sannariega að
meta störf þeirra allra. Haldið
ótrauðir áfram á sömu braut þrátt
fyrir drambshátt fjölmiðlanna.
Þeir vita ekki hvað þeir gera.
Höfundur er bókavörður í Kápa-
vogi.
TJöfðar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
Hljráiplötumarkaður
á tram störám í einu
Db0X.
Hinn landsþekkti hljómplötumark-
aður okkar hefur aldrei verið
glæsilegri.
Urvalið er ótrúlegt og verðin
sprenghlægileg, reyndar gefum við
hverjum kúnna litla íslenska plötu.
Ásóknin var slík síðast að við ákváð-
um að fleiri fengju tækifæri nú.
Þess vegna voru engar útsölur í
verslunum okkar en þess í stað höld-
um við markaðinn á tveim stöðum.
að
að
hafa
flióta
fætur
Nú
er
um
gera
HúfA
IPI
(Uioorhf Rauðarárstíg 16 og
Stórútsölumarkaðurinn
Bildshöfða 10.