Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Sinfóníuhljómsveit íslands: Fyrstu sinfóníutónleikar á grænlenskri grund RYÐFRÍAR MIÐFLÓTTAAFLS- DJELUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < cn O cn < Sinfóníuhljómsveit íslands, fullskipuð 70 hljóðfæraleikurum, heldur til Grænlands nk. þriðju- dag í 4 daga hljómleikaferð sem fuUtrúi íslands í opnum Norrænu stofnunarinnar i Grænlandi, en þetta verður í fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveit leikur á Grænlandi. Birgir tsleifur Gunn- arsson, menntamálaráðherra, fer með Sinfóníuhljómsveitinni og tekur þátt i formlegri opnun Norrænu stofnunarinnar. Sinfóníuhljómsveitin mun halda nokkra tónleika í Nuuk, höfuðstað Grænlands, bæði sérstaka barna- tónleika og einnig tónleika fyrir fullorðna, en þeir verða í íþrótta- höilinni í Nuuk. Á sérstakri hátíð- ardagskrá við formlega opnun Norrænu stofnunarinnar í Græn- landi mun Birgir ísleifur Gunnars- son flytja ávarp og síðan leikur Sinfóníuhljómsveit íslands þjóðsöng Grænlendinga og þrír grænlenskir kórar syngja með sveitinni. Þá mun Sinfóníuhljómsveitin leika verk úr ýmsum áttum undir stjórn Páls P. Pálssonar. Auk menntamálaráð- herra verða _við opnunina af hálfu íslands þeir Árni Gunnarsson, deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu og Ámi Johnsen, blaðamaður, sem fulltrúi íslands í stjóm Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi. Amar- flug mun fljúga með hópinn til Syðri-Straumsfj arðar, en Græn- landsflug síðari legginn til Nuuk. Ferðaskrifstofan Urval: Boðið upp á ferð til Indlands FERÐASKRIFSTOFAN Úrval býður íslendingum upp á ferð til Indlands í lok október næstkom- andi. í ferðinni verðum meðal annars komið við í höfuðborg 0A BJORG Opnum í fyrramálið nýja og glæsilega efnalaug að Álfabakka 12 í Mjóddinni, milli Kaupstaðarog Landsbankans (við hliðina á Sveini bakara). Öll almenn hreinsun, einnig leður- og rússkinnshreinsun. Verið velkomin, reynið þjónustuna. Höfum opið virka daga frá kl. 8-18, nema föstudaga kl. 8-19. EFNALAUGIN BJÖRG ÁLFABAKKA12, SÍMI72400 landsins, Nýju Delhi, auk þess sem farið verður í slóðir pílagríma til Himalaya, hæsta fjailgarðs jarðar. Brottför frá íslandi er 28. októ- ber og komið heim 14. nóvember. Hægt er að framlengja dvöl í Lon- don á heimleiðinni. Lágmarksfjöldi þáttakenda er 10 manns og hám- arksfjöldi 20 manns. Farastjóri verður fjallagarpurinn Helgi Bened- iktsson, enda er ferðin til Himalaya einkum ætluð vönu fjallafólki. í ferðinni verða heimsóttir ýmsir þekktir helgistaðir hindúa, komið við í tíbeskum flóttamannabúðum, ekið til Gangotri, þar sem musteri gyðjunnar Ganga er, en þangað streyma milljónir hindúapflagríma ár hvert. Ferðalöngunum gefst einnig kostur á að sjá pflagrímabað- ið í ánni heiiögu, Ganges, gengið verður yfir Gangotri jökul til Shivl- ing bækistöðvarinnar, en Shivling er af mörgum talið_ eitt af fegurstu Qöllum Himalaya. í ferðinni verður að hluta til gist í tjaldbúðum, fjarri siðmenningunni, þar sem notast verður við kertaljós í stað raf- magnspera og „eykur það á sérs- takt andrúmsloft þessa töfrandi heimshluta," eins og segir í fréttat- ilkynningu frá Úrval. (Úr fréttatilkynningu.) Þórður Frið- jónsson áfram forsljóri Þjóð- hagsstofnunar ÞÓRÐUR Friðjónsson settur for- stjóri Þjóðhagsstofnunar hefur verið settur til þess að gegna þvi starfi áfram. Jón Sigurðsson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra, hyggst taka áframhaldandi leyfi frá starfí for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, með stoð í 2. rngr. 48. gr. stjómarskrárinn- ar. Áður hafði Jón fengið leyfí frá störfum frá 1. janúar til 30. júní og síðan frá 1. júlí til 31. ágúst sl. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.