Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
35
fltovgiiiiÞlftfrife
Lltgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö.
• •
Ogranir
í hvalamáli
Sjávarútvegsráðherra, Hall-
dór Ásgrímsson, sá sérstaka
ástæðu til þess á blaðamanna-
fundi í fyrradag að gagnrýna
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins
síðastliðinn sunnudag vegna
þess, sem þar segir um hvalamál-
ið og ágreining vegna þess. Þá
tók málgagn Framsóknarflokks-
ins, Tíminn, roku af sama tilefni
í gær, en þar segir, að Morgun-
blaðið sé að „mæla bót hótunum
ráðandi manna í Bandarílg'unum
að beita íslendinga viðskipta-
nauðung". Það sem helst fer fyrir
bijóstið á framsóknarmönnum
er, að í Reykjavíkurbréfinu stóð,
að hvaladeilan sé um það „hvort
við förum eftir samþykktum Al-
þjóðahvalveiðiráðsins eða ekki“.
Halldór Ásgrímsson segir, að
innan Alþjóðahvalveiðiráðsins
gildi stofnsamningur, samþykkt-
ir og ályktanir. Stofnsamningur
og samþykktir séu bindandi fyrir
aðilana en ályktanimar ekki; við
séum að ganga gegn ályktun
ráðsins, sem sé óvíst að eigi sér
stoð í samþykktum þess eða
stofnsamningi. í Reykjavíkur-
bréfínu var orðið „samþykktir"
notað sem heildarheiti yfír
ákvarðanir á þingum Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Sé fjallað um
bréfíð án orðhengilsháttar er nið-
urstaðan sú, að deila okkar við
Bandaríkjamenn og aðra vegna
hvalveiða snýst um samþykktir
Alþjóðahvalveiðiráðsins, hvaða
nafirii svo sem þær nefnast. Ef
við teljum ályktun ráðsins frá
því í sumar, sem nú er beitt gegn
okkur, ólögmæta, eigum við auð-
vitað að beita okkur fyrir afnámi
hennar eftir réttum og löglegum
leiðum.
Eins og kunnugt er felst það
í ákvörðun ríkisstjómar íslands,
sem kynnt var opinberlega í
fyrradag, að veiða á 20 sand-
reyðar í ár í stað 40, sem áður
var talið nauðsynlegt vegna
vísindalegra sjónarmiða. Þegar
sjávarútvegsráðherra er spurður,
hvers vegna 20 en ekki 40, svar-
ar hann á þann veg, að veiðidýr-
unum hafí verið fækkað af
pólitískum ástæðum. Eru svör
af þessu tagi til þess fallin að
auka traust manna á því, að
aðeins vísindaieg rök ráði að-
gerðum íslendinga í þessu máli?
Síðan segir ráðherrann hvað eft-
ir annað, að íslendingar krefjist
þess eða hins í þessu máli. Áttar
hann sig ekki á því, að hann
getur ekki talað í nafni allra ís-
lendinga, þegar hann kynnir
sjónarmið sín? Þeim íjölgar frek-
ar en hitt hér á landi, sem sætta
sig ekki við hvemig haldið er á
hvalamálinu. Sjávarútvegsráð-
herra getur talað í nafni
íslenskra stjómvalda en ekki
annarra í þessu máli.
Morgunblaðið er alls ekki
þeirrar skoðunar, að viðurkenna
eigi einhvem rétt Bandaríkja-
manna eða stjómvalda þar til að
framfylgja ákvörðunum Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Gegn öllu slíku
á að standa og snúast til vamar
með málafylgju á opinbemm
vettvangi, þar sem tekist er á
við andmælendur hvalveiða í
vísindatilgangi með rökum. Það
vantar því miður mikið á, að
íslensk stjómvöld hafí lagt sig
fram um að sigra í því áróðurs-
stríði. Þeim mun meira mál
virðist fyrir þau að ná sigri í við-
ureign við embættismannakerfíð
í Washington. Margt bendir til
þess, að fækkun sandreyðanna,
sem veiddar verða í ár, og ban-
nið við hrefnuveiðunum eigi
rætur að rekja til samkomulags,
sem þegar hefur verið gert við
bandarísk stjómvöld á bak við
tjöldin. Einmitt þess vegna liggur
í loftinu, að ekki komi til við-
skiptaþvingana af hálfu Banda-
ríkjastjómar. Það fer þeim illa
sem semja á bak við tjöldin en
láta út á við eins og þeir séu að
vinna stóra sigra með einhliða
ákvörðunum að ráðast á Morg-
unbiaðið fyrir undanlátssemi
gagnvart Bandaríkjamönnum.
Halldór Ásgrímsson segir, að
nú sé verið að kanna, hvort ekki
eigi að efna til sérstaks fundar
hvalveiðiþjóða hér á landi í haust.
Vilja Japanir ólmir að slíkur
fundur sé haldinn hér og er ekki
að efa að aðrar hvalveiðiþjóðir
séa sömu skoðunar, ef þær á
annað borð telja skynsamlegt að
efna til slíks fundar, sem friðun-
arsinnar myndu Ííta á sem
sérstaka ögrun við sig. Er ástæða
fyrir okkur íslendinga að ganga
fram fyrir skjöldu á alþjóðavett-
vangi með þessum hætti? Þjónar
það best hagsmunum okkar í
sjávarútvegsmálum almennt og
hvalveiðum sérstaklega að beina
athygli að landi okkar með þess-
um hætti? í öllu þessu máli má
alls ekki gleyma því, að það er
hinn mikli fjöldi fólks, sem lætur
sig náttúru- og umhverfísvemd
skipta, er krefst vemdunar
hvala. Þetta fólk þrýstir á stjóm-
völd heimalanda sinna og lætur
háar fjárhæðir renna til alls kon-
ar samtaka. Ef við eigum í höggi
við einhveija í hvalamálinu er
það þetta fólk. Við verðum að
gera allt, sem í okkar valdi stend-
ur til að vinna það á okkar band.
Ögranir duga skammt, þær gera
illt verra út á við og valda trúnað-
arbresti inn á við. Hvalamálið
vinnst ekki með því að hreykja
sér á kostnað annarra eða snúa
út úr orðum þeirra.
Fælingarkenning-
in og geimvarnir
eftir David Hart
Flestir andstæðingar bandarísku
geimvamaáætlunarinnar (SDI)
telja hana vera eins konar draum-
sýn um fyrirmyndarástand og
afleiðingar hennar verið röskun á
valdajafnvæginu. Sé því haldið fram
að SDI valdi röskun felst í því sú
staðhæfíng að núverandi ástand sé
eftirsóknarvert. Svo er ekki.
SDI-áætlunin er nothæf tilraun
til að vemda heiminn fyrir þeirri
martröð sem núverandi frumárás-
argeta Sovétmanna veldur. Hér er
ein útgáfa þeirrar martraðar.
Klukkan er þijú að morgni í
Washington. Reagan forseti er sof-
andi. Hann er vakinn með tilkynn-
ingu um að bandarísk viðvörunar-
kerfí hafí orðið vör við sovéska
flugskeytaárás. Hann hefur um 25
mínútur (flugtíma flugskeytanna)
til að gera upp við sig hvort tölvum-
ar hafí gefið réttar upplýsingar eða
um sé að ræða stundarbijálæði í
tölvukerfínu, hvort yfírmenn við-
vömnarkerfanna séu orðnir gikkóð-
ir, hvort flugskeytinu hafí verið
skotið af slysni eða ásettu ráði,
hvort hann eigi að láta skjota upp
sínum eigin flugskeytum.
Hann þarf að taka þessar ákvarð-
anir á meðan hann er að vakna,
um leið og hann klæðir sig, meðan
hann er í skyndingu fluttur um
borð í flugvél eða í lfotvamabyrgi.
Hugsanlegt er að ekki náist í marga
af nánustu ráðgjöfum hans, ekki
einu sinni í síma. Eyða þarf mörgum
dýrmætum mínútum í að ná síma-
sambandi við leiðtoga Sovétríkj-
anna. Hrinda þarf í framkvæmd
stjómunaraðgerðum og öryggisvið-
búnaði. Það verður alls enginn tími
til rólegrar íhugunar.
Hvaða bandarískur forseti myndi
gefa skipun um að skjóta upp
bandarískum flugskeytum við slíkar
aðstæður?
Þar með er martröðinni ekki lok-
ið. Hugsum okkur að Sovétmenn
gerðu árás að fyrra bragði og að
bandaríski forsetinn gæfí ekki
nægilega snemma skipun um að
skjota upp flugskeytunum til að
forða þeim frá eyðileggingu. Öll
bandarísk kjamavopn á landi og
margar stjómstöðvar yrðu eyði-
lagðar. Milli fímm og tíu milljónir
1 Bandaríkjamanna væm annaðhvort
látnar eða í dauðateygjunum.
í slíku tilviki hefði forsetinn að-
eins um tvo kosti að velja, að gefast
upp eða skipa þeim sprengjuþotum
sem eftir væm og eldflaugakaf-
bátum að gera gagnárás á óvopn-
aða sovéska borgara, vitandi að
Sovétmenn myndu gera hefndar-
árás á óvopnaða bandaríska
borgara. Hvemig hefur þetta ör-
yggisleysi orðið til?
Rætur öryggisleysis
Er Kúpudeilan varð 1962 áttu
Bandaríkin um 4000 kjarnavopn,
Sovétríkin um 100. Þetta, ásamt
ákveðnum veikleikum í hefðbundn-
um vopnabúnaði Sovétmanna,
útskýrir hvers vegna Kruschev lét
undan. Niðurlagið á Kúpu olli djúp-
um sálfræðilegum og pólitískum
benjum í Sovétríkjunum á sama
hátt og Víetnam-ósigurinn í Banda-
ríkjunum.
Svar Sovétmanna var að koma á
laggimar vopnabúnaði, bæði
kjamavopnum og hefðbundnum,
sem gerði þá ónæma fyrir þving-
unaraðgerðum á borð við þær sem
Kennedy forseti beitti gegn Krusc-
hev. Nú eiga Sovétmenn mun fleiri
markvissar, langdrægar landeld-
flaugar en Bandaríkjamenn. Þetta
veitir þeim fmmárásargetu.
Þeir sem halda því fram að Sovét-
menn muni aldrei gera árás að fyrra
bragði hafa alls ekki áttað sig á
kjama málsins. Sovétmenn þurfa
ekki að gera slíka árás. í deilu eins
og Kúbudeilunni geta þeir snúið
Bandaríkjamenn niður einfaldlega
með því að ráða yfir árásargetunni.
Þegar Reagan forseti tók við
völdum varð hann að ákveða hvort
stefna skyldi að fmmárásargetu
sem hlyti að raska valdajafnvæginu
eða velja aðra leið. Uppmnalega
markmiðið með SDI var mun hag-
nýtara og takmarkaðra en flestir
gagnrýnendur áætlunarinnar vilja
viðurkenna. Það er að eyða fmm-
árásargetu Sovétmanna og koma
þar með að vissu marki valdajafn-
vægi á fót að nýju.
SDI-rannsóknimar hafa fyrst og
fremst beinst að því að búa til
vopnakerfí sem geta eyðilagt flug-
skeyti skömmu eftir flugtak, á
„fyrsta þrepinu". Menn sjá nú fyrir
sér að fyrstaþreps-vamarkerfí verði
gerð af gervihnöttum er sendi að-
varanir og leiti upp flugskeyti,
leysigeislatæki á jörðu niðri, miðun-
arkerfí, t.d. spegla úti í geimnum,
og stjómtölvur til að samhæfa störf
hinna ólíku hluta búnaðarins.
Eldflaugaskot verður greint,
leysitækin munu beina óhemju
sterkum hitageisla á spegil á fastri
braut úti í geimnum. Þessi spegill
’ mun senda geislann áfram á annan
spegil á braut yfír Sovétríkjunum
en sá mun beina geislanum að
flauginni sem er á leiðinni upp og
eyða henni. Öllu verður þessu
stjómað af tölvustjómstöðinni.
Deilt um aöferðir
Mun þetta heppnast? Þrátt fyrir
yfirlýsingar ýmissa vísindamann
bæði hér í Bretlandi og í Banda-
ríkjunum um að ekki verði hægt
að fínna upp nauðsynlega tækni til
þessara hluta (svipaðar yfírlýsingar
komu frá álíka virtum vísindamönn-
um áður en kjamasprengjan var
fundin upp) þá hafa SDI-rannsókn-
imar skilað ótrúlegum árangri.
Mikilvægar tilraunir hafa heppnast,
þ.á m. hafa leysigeislar verið send-
ir um andrúmsloftið án þess að
glata í nokkm ljósfræðilegum eigin-
leikum sínum, tilraunir með hönnun
og smíði stórra og lítilla spegla,
tækni til að leita uppi flugskeyti í
mikilli fjarlægð var reynd fyrir
skömmu og einnig hefur náðst
árangur varðandi leit að flugskeyt-
um rétt eftir flugtak, en hún krefst
mikillar nákvæmni.
Sumir andstæðingar SDI segja
að enda þótt mönnum tækist að fá
tækin til að virka þá yrðu tækin úti
í geimnum, t.d. speglamir, ber-
skjaldaðir gagnvart fyrirbyggjandi
árás af hendi Sovétmanna. Þeir
benda á að Sovétmenn hafi þegar
sínt getu sína hvað snertir árásar-
vopn í geimnum. Yel upplýstir
SDI-áhangendur svara því til að
rannsóknir hafí sýnt að kostnaður-,
inn við að eyða speglunum yrði svo
miklu meiri en kostnaðurinn við að
koma þeim fyrir að Bandaríkja-
menn gætu gert árásimar mark-
lausar með því að koma fyrir
aragrúa spegla.
Aðrir andstæðingar, einkum þeir
embættismenn sem ekki vilja varpa
fyrir róða hugmyndinni um fælingu
með árásarvopnum, segja að hvað
sem líði ágæti þess að granda flug-
skeytum fljótlega eftir flugtak þá
hafí ekki enn verið færðar sönnur
á að þetta sé hægt. Fmmárásar-
getu Sovétríkjanna megi svara með
einfaldari hætti, með tæknibúnaði
sem sé fyrir hendi. Nota megi vopn
sem eyði flaugum með kjamaodda
rétt áður en flaugamar hæfi skot-
mörk sín, á svokölluðum „loka-
legg“.
Jafnvel þótt menn láti sig engu
skipta hriklegan kostnaðinn við slík
gagnflaugakerfí á jörðu niðri, hann
er svo mikill að Bandaríkjamenn
Reagan og Gorbachev ganga niður tröppur Höfða. Sovétmenn gerðu
það að skilyrði fyrir samkomulagi um eyðingu kjarnavopna að Banda-
ríkjamenn féllu frá geimvarnaáætlunum sinum.
flaugar hans, breyta árásar-fælingu
í vamar-fælingu.
Ef það tekst að þróa nothæf
vamarvopn með SDI-áætluninni
mun Sovétmönnum eðlilega fínnast
að búið sé að nokkm leyti að af-
vopna þá. Þegar öllu er á botninn
hvolft er það einmitt markmiðið.
Þeir, sem segja að þetta gæti feng-
ið Sovétmenn til að bregðast við
með ófyrirsjáanlegum og varasöm-
um hætti og vilja því fara hefð-
bundnari leiðir við takmörkun
vígbúnaðar, eiga rétt á svari.
Til er svar við þessu, djúpt hugs-
uð og mjög óvænt hugmynd, sem
hefur verið rædd í hópi nánustu
ráðgjafa Reagans, þeirra, sem
styðja af mestum ákafa langtíma-
stefnu hans og hugsýn. í mörgum
opinberum yfírlýsingum í Genf og
Reykjavik bauðst Reagan til að
„deila" afrakstri SDI-áætlunarinn-
ar með Sovétmönnum.
í fyrstu virðist hugmyndin svo
hlægileg að flestir vísuðu henni á
bug sem pólitískri brellu. Gorbachev
tók hana ekki alvarlega. í sjón-
varpsræðu sinni til þjóða Sovétríkj-
anna eftir Reykjavíkurfundinn
spurði hann hvers vegna Banda-
ríkjamenn væntu þess að hann legði
trúnað á tilboð þeirra um að deila
SDI-afrakstrinum þegar Banda-
ríkjamenn vildu ekki einu sinni deila
mun ómerkilegri tækniþekkingu og
hefðu meira að segja eitt sinn neit-
hafa ekki byggt nein slík og Sovét-
menn aðeins tvö, enda þótt gagn-
flaugasamningurinn frá 1972 leyfi
hvorum aðila að reisa tvö kerfí af
þessu tagi, þá myndi ákvörðun um
byggingu slíks kerfis grafa undan
þeim mikilvægu siðferðislegu
grundvallaratriðum og stefnumörk-
un sem SDI-áætlunin byggir á.
Skipti á leyndarmálum?
Kjaminn í hugmyndum Reagans
er að virkja yfirburða tæknikunn-
áttu Bandaríkjanna til þess að búa
til að vamarvopnakerfi sem geti
eytt sífellt fleiri sovéskum flug-
skeytum skömmu eftir flugtak. Ef
hægt væri í fyrsta áfanga að treysta
því að vopnin eyddu t.d. aðeins 32%
af flugskeytunum sem skotið yrði
á loft þá væri búið að lama frum-
árásargetu Sovétríkjanna þar sem
útilokað yrði að segja með vissu
fyrir um velgengni árásarinnar og
hún yrði því ekki lengur trúverðug
hemaðarógn.
Smám saman gætu vamarvopnin
orðið svo fullkomin að þau gætu
með vissu eytt t.d. 70% af árásar-
flaugunum. Þar með yrðu allar
stærri eldflaugar, sem em mesti
óvissuþátturinn í vopnabúrum stór-
veldanna vegna þess hve flugtími
þeirra er stuttur, of óáreiðanlegur
til að það svaraði kostnaði að ráða
yfir miklum fjölda slfkra flauga.
Á þennan hátt vill Reagan breyta
stefnunni um fælingu með hótun
um eyðingu andstæðingsins í þá átt
að hótað verði að eyðileggja eld-
Öreinda-
geislavopn
Leysistöð
á jörðu
Kjarnaknúinn
röntgen-leysir
Rafeinda-
segulbyssa
Árás langdrægra
kjarnaflauga
Á myndinni sjást hugmyndir teiknara nm nokkra þætti geimvarnaáætl-
unarinnar. Ýmsar Evrópuþjóðir taka nú þátt í rannsóknum í sambandi
við áætlunina. Bandarískir embættismenn segja að enn séu áratugir
þar til fundnar verði upp öruggar varnir gegn langdrægum kjama-
flaugum.
að að selja Sovétmönnum kom af
umframbirgðum sfnum. Þessi við-
brögð koma ekki á óvart þar sem
fáir embættismenn hafa enn velt
hugmyndinni fyrir sér.
Ráðgjafar Reagans hafa hugað
að leiðum sem myndu valda gagn-
gerum breytingum á skipan heims-
mála ef samkomulag næðist um
þær. Talsmenn hugmyndanna um
„deilingu afrakstursins" hafa velt
því fyrir sér að bjóða Sovétmönnum
þátttöku í gerð „sáttmála um sam-
eiginlega vamarstefnu" sem myndi
koma í stað gagnflaugasamningsins
frá 1972 og gæti, með áframhald-
andi tækniþróun, gert kleift að
koma á laggimar sameiginlegum
vamarbúnaði.
Sameiginlegt öryggi
Þeim sameiginlega búnaði yrði
stjómað af sjálfstæðri yfírstjóm
undir eftirliti beggja aðila og sam-
eiginlegum tölvubúnaði. Hann yrði
forritaður í sameiningu svo að báð-
ir aðilar myndu treysta getu
búnaðarins. Tölvubúnaðurinn
myndi stjóma takmörkuðum hluta
af vopnabúnaði hvors aðila. Forritið
myndi gera hvorum aðila, sem yrði
fyrír árás, fært að láta búnaðinn
fyrirskipa notkun þess vopnabúnað-
ar sem heppilegastur væri til að
veijast flugskeytaárásinni, án tillits
til þess hvar og hvers lenskur sá
vopnabúnaður væri.
Sameiginlegi öryggisbúnaðurinn
myndi ekki þurfa að leiða til minni
vamarbúnaðar hjá hvomm aðila
samkomulagsins fyrir sig. Nægilegt
væri að í öiyggisbúnaðinum væra
nógu margar langdrægar vamar-
eldflaugar til að eyða árásarflug-
skeytum gagnaðilans í hveiju
tilviki. Hvor ríkisstjóm gæti sett
upp fleiri vamarkerfí til að fylla
upp { allar hugsanlegar glufur hjá
sér ef hún óskaði þess.
Formælendur hugmyndarinnar
halda því fram að vamarkerfi þurfí
ekki að vera alfullkomið til að koma
að gagni eða geta notast í slíkum
sameiginlegum vömum. Hægt væri
að koma fyrir takmörkuðu kerfí
sem myndi hindra hvom aðilann
sem væri í að öðlast nokkum mögu-
leika á að gera áhrifaríka framárás.
Þeir benda á að Sovétmenn hafí
komið sér upp framárásargetu án
þess að bijóta að neinu veralegu
leyti í bága við gildandi samninga
um takmörkun vígbúnaðar, en Sov-
étríkin hafa reyndar brotið gegn
samningunum þótt Moskvustjómin
neiti því að sjálfsögðu.
Þeir segja að „sáttmálinn" myndi
ekki aðeins stuðla að jafnvægi með
því að hindra risaveldin í að þróa
hjá sér framárásargetu. Kanna
mætti reglulega hæfni búnaðarins
og sannreyna mætti opinberlega
hvort samningsaðilar hlíttu skilmál-
unum. Hvor aðili gæti hvenær sem
væri gangsett kerfíð og síðan skot-
ið á braut óvopnuðum flugskeytum
sem hermdu eftir hugsanlegri árás
frá gagnaðilanum.
Kerfí af þessu tagi myndi hafa
fleira jákvætt í för með sér. Til era
embættismenn í Washington sem
álíta að eldflaugavömum Sovét-
manna sé varla nægilega vel stjóm-
að.
Einræði risaveldanna?
Óstaðfestar fregnir hafa borist
um að kjamaflaugum hafí verið
skotið upp á æfíngum og síðan ver-
ið grandað á flugi. Eftir Chemobyl-
slysið er lagður meiri trúnaður á
þessar fregnir en áður. Hjá Banda-
ríkjamönnum hefur einnig stundum
legið við slysi. Með „sáttmálanum"
yrði hægt að fást við slík hættutil-
vik og að mestu hægt að fjarlægja
hættuna á að kjamorkustyijöld
brjótist út fyrir slysni.
Bæði innan og utan við núver-
andi Bandaríkjastjóm era margir
sem myndu halda því fram að Sov-
étmenn yrðu aldrei aðilar að síkum
„sáttmala". En eftir því sem tækn-
inni fleygir fram munu risaveldin
að lokum neyðast til að gera samn-
ing um takmörkun vígbúnaðar,
Bandaríkin vegna þrýstings frá al-
menningi, Sovétríkin vegna fjár-
hagsvandræða sinna. Þá gætu
kostimir við sáttmála byggðan á
SDI-tækninni rejmst ómótstæðileg-
ir fyrir bæði ríkin. Fýrir Bandarílqa-
menn vegna þess að þeir sæju f
honum tryggingu fyrir öryggi og
stöðugleika; fyrir Sovétmenn vegna
þess að þetta væri eina leiðin sem
þeir gætu farið til að tryggja áfram
risaveldisstöðu sína.
Hugmyndin um „sáttmálann"
f ær fólk til að varpa fram grandvall-
arspumingum varðandi skipan
heimsmála og hefur mikilvægar
afleiðingar fyrir öll önnur ríki, sér-
staklega fyrir hin kjamorkuveldin.
Ef vamarbúnaður „sáttmálans"
verður fær um að eyða banda-
rískum og sovéskum eldflaugum þá
mætti einnig nota hann til að
granda breskum, frönskum,
kínverskum eldflaugum eða eld-
flaugum annarra ríkja sem era að
ná valdi á kjamorkutækninni. Þetta
myndi gefa aðilum sáttmálans síka
yfírburðaaðstöðu á alþjóðavett-
vangi að önnur ríki hefðu enga
möguleika til mótspymu. Ef risa-
veldin yrðu einu aðilar sáttmálans
myndi það auka enn á gapið milli
risaveldanna annars vegar og ann-
arra ríkja hins vegar.
Skoðanir fólks á því hvort sátt-
máli af því tagi sem hér hefur verið
lýst verði nokkum tíma að veraleika
fara að nokkra leyti eftir því hvort
viðkomandi er bjartsýnismaður eða
svartsýnismaður. Enginn vafí er á
því að framsókn tækninnar mun
gera mögulegt að koma fyrir slíku
kerfi, vafalaust fyrr en flestir búast
við.
Það er kominn tími til að SDI-
umræðan fari að snúast um þá
möguleika á alþjóðlegum stöðug-
leika sem þessi einstæða áætlun
gefur færi á.
Höfundur rítaði þessa grein i The
Times.
Framhald hvalveiða:
Óvíst um viðbrögð Bandaríkjamanna
— fulltrúar Þjóðaröryggisráðsins taka þátt í samráðsfundum bandarískra ráðuneyta
Frá Jóni Áígeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandarilgunum.
ráðuneytinu og hindra staðfest-
ingarkæru.
í Washington ríkir nú mikil
spenna vegna ákvörðunar
íslenskra stjórnvalda um að
halda á föstudaginn áfram hval-
veiðum í vísindaskyni. Annars-
vegar eru þeir sem te(ja einhlítt
að bandarfsk stjórnvöld muni
leggja staðfestingarkæru fyrir
Ronald Reagan Bandaríkjafor-.
seta, strax og fregnir berast um
að sandreyðar hafi veiðst á ís-
landsmiðum. Hinsvegar eru þeir
sem vonast til að utanrfkisráðu-
neyti George Shultz takist að
hemja hvalavinina í viðskipta-
Svo sem kunnugt er, hét banda-
ríski viðskiptaráðherrann því að
fresta ákvörðunum sem gætu leitt
til þess að Bandaríkin lýsi viðskipta-
banni gegn íslandi vegna hvalveiða,
þegar Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra og Dr. Anthony Calio
starfsbróðir hans þinguðu í Wash-
ington íjúlí. fslenska viðræðunefnd-
in hét því á hinn bóginn að
framlengja hlé það á veiðum í
vísindaskyni er hófst 19. júlí síðast-
liðinn, þar til viðræðunum yrði
lokið.
íslendingar tóku sér frest til að
ákveða hvert framhaldið yrði og
núna hefur ríkisstjómin lýst því
yfír að í viðbót við 80 langreyðar
sem vora veiddar fyrr I sumar,
bætist við 20 sandreyðar sem verða
veiddar frá og með morgundegin-
um. íslensk stjómvöld telja sig hafa
teygt sig svo langt sem mögulegt
er í samkomulagsátt og nú er beðið
eftir viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Áreiðanlegar heimildir í Washing-
ton telja að ekki hafí verið gert
samkomulag að tjaldabaki og engin
fullvissa sé um að Bandaríkin hverfí
frá staðfestingarkæra vegna hval-
veiða íslands.
Bandaríska viðskiptaráðuneytinu
ber lögum samkvæmt að fylgjast
grannt með hvalveiðum og leggja
staðfestingarkæra fyrir forsetann
ef eitthvert ríki þykir brotlegt við
alþjóða samþykktir. En afstaða
bandarískra stjómvalda mótast af
fleiram en viðskiptaráðuneytinu. í
viðræðunum við Halldór Ásgríms-
son og félaga í sumar tóku þátt
fulltrúar frá dómsmálaráðuneytinu,
utanríkisráðuneytinu, vamarmála-
ráðuneytinu og öryggisráði Hvíta
hússins, sem Frank Carlucci veitir
nú forstöðu.
Þjóðaröryggisráðið hefur afskipti
af öllum málum sem varða önnur
ríki og þykja komin í ógöngur, í
því skyni meðal annars að fyrir-
byggja röskun á öðram samskiptum
við það ríki sem deilt er við. Fulltrú-
ar ráðsins höfðu afskipti af deilum
Bandaríkjanna og Japan árið 1984,
þegar allt var komið í óefni þar.
Hvalveiðideilan stendur með öðr-
um orðum ekki einungis milli
íslands og Bandaríkjanna, heldur
deila einnig ráðuneytin í Washing-
ton sín í milli. íslendingar telja sig
hafa sterka stöðu gagnvart banda-
ríska viðskiptaráðuneytinu og gera
sér vonir um að því verði leitt fyrir
sjónir að staðfestingarkæra eigi
ekki rétt á sér. Menn benda á að
ísland hafí algjöra sérstöðu sem
fískveiðiþjóð með þjóðarhag bund-
inn varðveislu sjávardýrastofna.
Hvalveiðar íslands séu óviðkomandi
fyrirætlunum Japana og ekki hægt
að láta viðbrögð Bandaríkjanna við
veiðum á 20 sandreyðum verka sem
fordæmi fyrir viðbrögðum við
áformum Japana um hvalveiðar í
vísindaskyni seinna í vetur.
Óvíst er hvort Bandaríkjastjóm
lætur álit sitt á sandreyðaveiðunum
í ljósi við íslensk stjómvöld fyrir
helgina. Hvalavinir í Bandaríkjun-
um telja fullvíst að staðfestingar-
kæra verði gefin út strax og fregnir
berast um fyrstu sandreyðina sem
veiðist. Þó gæti farið svo að beðið
verði eftir því að öldungadeild
Bandaríkjaþings afgreiði skipun
Williams Verity f embætti viðskipta-
ráðherra. Það er viðskiptanefnd
öldungadeildarinnar sem tekur til-
nefningu Verity til umfjöllunar 10.
september næstkomandi.
Demókrataflokkurinn hefur
meirihluta í nefndinni og for-
mennsku gegnir Emest Hollings frá
Suður-Carolina-fylki, sem ver mikl-
um hluta tíma síns í nefndarstörfin.
Hollings er hlynntur hvalavemd,
og á hann einarðan skoðanabróður
þar sem er repúblikaninn Bob Pack-
wood, sem á einnig sæti I viðskipta-
nefndinni. Fullvíst má telja að
William Verity verði knúinn til að
gefa ótvíræðar yfírlýsingar um af-
stöðu sína til hvalveiða og hvaia-
vemdar 10. september næstkom-
andi.
Á blaðamannafundi World Wild-
life Fund í fyrradag sagði formaður
samtakanna, William Reilly, að þau
hefðu í góðri trú ekki átt aðild að
málsókn ýmissa hvalavinasamtaka
gegn Japönum vegna hvalveiða.
Reilly sagði að samtökin hefðu árið
1984 treyst því að Japanir mundu
standa við fyrirheit um að hætta
hvalveiðum. „En við höfðum því
miður greiniiega á röngu að
standa," sagði formaður World
Wildlife Fund.
Heimildir í Washington herma
að nú séu fjölmörg hvalavinasamtök
reiðubúin að að hefja málshöfðun
að nýju gegn Japönum, til að knýja
fram staðfestingarkæra viðskipta-
ráðherra. Sömu samtök róa nú
öllum árum að því að staðfestingar-
kæra, sem fer á undan hugsanleg-
um viðskiptaþvingunum, verði gefín
út gegn Islandi þegar sandreyða-
veiðar hefjast. Staðfestingarkæra
mundi sjálfgert koma í veg fyrir
útflutning á íslensku hvalkjöti til
Japan, þar eð sú verslun teldist
bijóta í bága við bandarísk lög og
samkomulag Japans og Banda-
ríkjanna viðvíkjandi milliríkjaversl-
un með hvalkjöt.