Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
t
Dóttir mín og systir okkar,
ELSA STEINUNN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Hofsvallagötu 18,
lést á Grensásdeild Borgarspítalans þann 31. ágúst.
Vilhelmfna S. Tómasdóttir
og systkini.
t
Bróðir okkar,
HELGI KETILSSON,
Heimahaga 9,
Salfossi,
fyrrum bóndi á Álfsstöðum, Skeiðum,
er lést 29. ágúst sl. verður jarösettur frá Selfosskirkju föstudag-
inn 4. september kl. 14.00.
Brynjólfur Ketilsson,
Ólafur Ketilsson,
Valgerður Ketilsdóttir,
Sigurbjörn Ketilsson,
Hafliði Ketilsson,
Guðmundur Ketilsson.
t
Eiginmaöur minn,
STEFÁN BJÖRNSSON
prentari,
Víðihvammi 13,
Kópavogi,
andaðist að morgni 1. september.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna hins látna,
Jóhanna Jónsdóttir.
t
Systir mín og móöursystir,
MARGRÉT G. BJÖRNSDÓTTIR,
Gr^ttisgötu 45a,
andaðist föstudaginn 28. ágúst. Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju föstudaginn 4. september kl. 10.30.
Jóhann Björnsson,
Björn G. Eiríksson
og fjölskylda.
t
ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
ekkja sr. Þorgrfms V. Sigurðssonar,
Vesturgötu 70,
Akranesi,
verður jarösungin frá Akraneskirkju kl. 11.30 fimmtudaginn 3.
september. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélag Islands.
Ásdfs Þorgrfmsdóttir,
Sofffa Þorgrfmsdóttir, Þráinn Þorvaldsson,
Leifur Halldórsson,
Guðmundur Þorgrfmsson, Jónína Rafnar,
Heiðar Jónsson, Bjarkey Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaöir og afi,
KARL GUÐMUNDSSON
sklpstjóri,
Sóleyjargötu 4,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag-
inn 5. september kl. 14.00.
Áróra Karlsdóttir,
Marta Karlsdóttir,
Ingi Páll Karlsson,
Helgi Sigurlásson,
Svana Högnadóttir
og barnabörn.
t
Útför sonar okkar og bróður,
JÓHANNS ELÍASAR ÓLAFSSONAR,
Háaleitisbraut 52,
Reykjavfk,
sem lést 28. ágúst, fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 4.
september kl. 15.00.
Jóhanna Eyþórsdóttir,
Valgerður Ólafsdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Ólafur Elfasson,
Minning:
Snorri Jónasson,
loftskeytamaður
Fœddur 4.júlí 1905
Dáinn 20. ágúst 1987
Snorri Jónasson fæddist að
Merkigili í Skagafirði. Foreldrar
hans voru hjónin Stefanía Sigurðar-
dóttir og Jónas Krisljánsson.
Alsystkini Snorra eru Egill, sem nú
er látinn, Ágústa, Jón, Brynhildur
og Magnús, öll búsett á Sauðár-
króki.
Snorri var settur í fóstur til
Reykjavíkur tveggja og hálfs árs
gamall til hjónanna Guðborgar
Eggertsdóttur og Snorra Jóhanns-
sonar. Fóstursystkini Snorra eru
María Þorleifsdóttir, sem nú er lát-
in, og Sigríður Sigurðardóttir.
Fjórtán ára fór Snorri að stunda
sjóinn en hóf brátt nám í loftskeyta-
skólanum og lauk þaðan prófi árið
1922, þá sautján ára gamall. Næstu
30 árin var Snorri á togaranum
Geir en hætti á sjónum í kringum
1953 og hóf störf í loftskeytastöð-
inni í Gufunesi og vann þar til
áramóta 1977/1978, er hann lét
af störfum vegna veikinda. Snorri
tók símritarapróf árið 1960 og var
yfirumsjónarmaður loftskeyta-
manna frá 1965.
Snorri giftist Ágústu Ólafsdóttur
frá Hvítárvöllum árið 1935 en hún
lést árið 1948. Árið 1950 giftist
Snorri Sigþrúði Sölvadóttur frá
Akureyri en þau skildu árið 1954.
20. ágúst giftist Snorri eftirlif-
andi konu sinni Guðrúnu Jörgensen,
sem staðið hefur við hlið manns
síns til hinstu stundar. Eignuðust
þau þijú böm: Snorra Jónas, þjón,
fæddan 1959, Sigrúnu Sigurfljóð
og Stefaníu Guðborgu, hjúkrunar-
fræðinga, fæddar 1960. Snorri ól
einnig upp Carsten Jón Kristinsson,
fæddan 1952, sonur Guðrúnar af
fyrra hjónabandi.
Árið 1935 réðst Snorri í það stór-
virki ásamt Kristjáni Sveinssyni
augnjækni að byggja íbúðarhúsið
við Öldugötu 9 í Reykjavík en
Kristján var á námsárum sínum
kostgangari hjá fósturforeldrum
Snorra. Þama kynntist Kristján
eiginkonu sinni Maríu Þorleifsdótt-
ur. Bjuggu þeir síðan ásamt §öl-
skyldum sínum á Öldugötunni allt
til dauðadags.
Það var á Öldugötunni fyrir um
20 árum, sem ég kynntist Snorra
fyrst, en þar leigði ég og kona mín,
Guðborg, íbúð í eign Snorra og
tengdaföður míns, Kristjáns. Má
með sanni segja að allar samvistir
í húsi þessu hafí verið með mestu
ágætum og ein fyrsta minningin
um Snorra er sú hve vel hann reynd-
ist tengdaforeldrum mínum, Car-
steni og Sigurfljóði en þau bjuggu
hjáþeim hjónum allt til dauðadags.
Ogleymdar eru þær stundir er
við Snorri sátum að tafli en Snorri
var mikili skákáhugamaður og því
mikill fengur fyrir nýgræðing í
skáklistinni að kynnast leikfléttum
meistarans. Það var því stór dagur,
er sá einstaki viðburður átti sér
stað, að ég náði jafntefli við kapp-
ann.
Snorri átti fleiri áhugamál.
íþróttir voru honum ávallt afar
hugleiknar, enda stundaði hann
bæði glímu, hnefaleika, sund og
fótbolta á sfnum yngri árum og
dagstundir á góðum veiðistað átti
ég nokkrar með Snorra og greini-
legt var hversu hann naut slíkra
stunda.
Já, nú heyra slfkar stundir sög-
unni til, en hver veit nema áhuga-
málin séu margfalt fjölbreyttari og
áhugaverðari handan móðunnar
miklu og ef svo er þá verður biðin
ekki löng.
Við á Öldugötunni kveðjum
„frænda" með söknuði, en svo var
hann kallaður af bömum Kristjáns
Sveinssonar, þeim Guðborgu og
Kristjáni. „Stóri frændi" var hann
kallaður af þeirra bömum. Við öll
þökkum honum alla samfylgdina,
og Guð gefi Guðrúnu og bömum
styrk á þessum erfiðu tímamótum.
Bjarni Marteinsson
Mig langar að minnast mágs
míns Snorra Jónassonar. Það var
ekki fyrr en systir mín giftist honum
að við kynntumst, en til þeirra á
Öldugötu 9 þótti mér alltaf gott að
koma og fá kaffísopa þegar ég átti
leið til Reykjavíkur. Ef Snorri vissi
að mín var von var hann vís með
að vera búinn að kaupa vínarbrauð
eða annað góðgæti með kaffínu
þannig að oft beið mín veisluborð.
Margar helgar heimsóttum við
hjónin þau Diddu og Snorra og
vorum við varla fyrr komin inn er
þeir svilar settust að tafli þar sem
þeir gátuu teflt svo lengi aið okkur
systmm gafst jafnvel tóm til að
fara til og frá Hveragerði án þess
að þeir yrðu þess varir. En yrði
okkur á að spyija hver hefði haft
betur í skákinni er þeir loksins
hættu að tefla var svarið alltaf það
sama: „Spassky vann Fisher".
Meiri höfðingja heim að sækja
er leitun að. En hann var aldrei
ánægðari en þegar hann vissi að
nóg var til þannig að hann gat veitt
öllum vel enda fór aldrei neinn
svangur frá honum.
Ég er þess fullviss að honum
hefur verið tekið opnum örmum
hinum megin eins mikið góðmenni
og hann var.
Að lokum þakka ég og fjölskylda
mín fyrir allt og kveðjum eins og
við gerðum alltaf þegar við fómm
frá „stóra frænda" með orðunum:
„So long“.
Olöf Jorgensen Devaney
og fjölskylda
Lokað
Lokað til hádegis í dag fimmtudaginn 3. september
vegna jarðarfarar STEINDÓRS J. BRIEM.
Löggildingarstofan,
Síðumúla 13.
t
Bróðir okkar.
ÞORVALDUR TEITSSON
frá Víðidalstungu,
til heimilis að Framnesvegi 58b,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. september
kl. 13.30. „ ,, ,
Systkinin.
Og ég er einn og elfamiðinn ber
að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni.
Með skynjun tveggja heima í hjarta mér
ég hverf á brott úr rökkurveröld minni.
Og seinna þegar mildur morgun skín
á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja,
mig skelfa engin sköp, sem bíða mín:
þá skil ég lika að það er gott að deyja.
Tómas Guðmundsson
Snorra Jónassyni kynntist ég
fyrst sextán ára unglingur, sem
gestur á heimili hans. Nokkru áður
hafði ég borið þá gæfu til að kynn-
ast dætrum hans tveim, Sigrúnu
og Stefaníu, og með okkur hafði
tekist góð vinátta. Enn man ég þá
stund er ég sá Snorra fyrst, þar sem
hann sat við eldhúsborðið í hlýlegu
og björtu eldhúsinu á Öldugötunni.
Sjötugur að aldri var hann enn
þrekinn og kraftalegur, í fullu starfi
og ekkert farinn að gefa eftir.
Handartakið var þétt og hlýtt er
hann heilsaði mér, og brosið geisl-
aði af kátínu og lífsgleði. Þegar ég
sagði honum nafn mitt, brosti hann
breitt og sagði: „Nei, er ekki komin
ein Siggan enn“. En við vorum þijár
nöfnumar sem tengdumst fjölskyld-
unni á Öldugötu náið. Æ síðan var
ég „Sigga litla" í huga Snorra.
Seinna meir þegar ég lenti, í miðju
menntaskólanámi, á hrakhólum
með húsnæði í Reykjavík, buðu
Snorri og eiginkona hans, Guðrún
mér að dvelja á heimili sínu. Þó að
oft væru þrengsli mikil í íbúðinni á
Öldugötu 9, bjuggu þau mér heim-
ili í þijú ár, sem þeirra eigin dóttir
væri.
Þann tíma sem ég bjó á Öldugöt-
unni fór heilsu Snorra hrakandi.
Gekkst hann undir margar erfíðar
aðgerðir og var oft tvísýnt um líf
hans. Lengi vel lét hann ekki deig-
an síga, og jafnan var það lífsgleði
hans og kraftur sem á endanum
hafði yfirhöndina og komu honum
á fætur aftur. Þó hann yrði að
hætta störfum sakir veikinda sinna,
tók hann ætíð virkan þátt í heimilis-
lífinu. Ósjaldan tók hann til handa
okkur eitthvert góðgæti þegar við
vinkonumar komum heim frá skóla.
Og alltaf var hann fullur áhuga um
velgengni okkar í námi og fylgdist
með hverri okkar fyrir sig.
Þrátt fyrir að heilsu Snorra færi
hrakandi síðustu æviárin, naut
hann lífsins. Hann var skákmaður
af lífi og sál, og gat setið tímunum
saman yfir taflborðinu. Áhugamað-
ur mikill var hann einnig um
laxveiðar, og fór í veiðiferðir hven-
ær sem kraftur og heilsa leyfðu.
Ætíð var Snorri boðinn og búinn
til að rétta hjálparhönd ef erfiðleik-
ar steðjuðu að, og ég fann að ég
átti góðan að þar sem hann var.
En er ég hugsa til baka, er mér
einna minnistæðust glettni Snorra
og létt lundarfar. Alltaf gat hann
komið mér til að brosa, jafnvel þó
illa lægi á mér.
Nú er Snorri minn horfinn yfir
móðuna miklu, eftir langa og
stranga sjúkralegu. Margar minn-
ingar leita á hugann, en ég veit að
ég mun ætíð rr.innast Snorra með
gleði og þakklæti.
Elsku Guðrún, Steffy, Rúna,
Snorri og Daddi, megi Guð styrkja
ykkur og blessa í ykkar sorg.
Sigga