Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 56

Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Michael Jackson - góð sala á „Bad“. Metsala hjá Michael Jackson Loksins, loksins, er biðin eftir nýju plötunni hans Michaels Jacksons á enda - breiðskífan „Bad“ kom í verslanir í Bandaríkjunum núna á sunnudaginn. Salan var svo mikil fyrsta daginn að afgreiðslu- menn höfðu ekki við að raða eintökum í hillumar, og seldist hún jafnvel hraðar en tónleikaplata Bruce Springsteens í fyrra, sem mun eiga fyrra met í „hraðsölu". Margir hafa beðið með óþreyju eftir þessarri plötu, en nú eru 5 ár síðan „Thriller" kom út, en sú plata hefur selst betur en nokkur önnur í heiminum, eða í 38,5 milljónum eintökum. Þá eru 3 ár síðan Micha- el Jacson hélt síðast tónleika, og héldu sumir að fólk væri einfaldlega búið að gleyma kappanum. Það ýtti undir þennan grun manna að smáskífa Jacksons, „I Just Caní Stop Loving You“ hefur risið frem- ur hægt upp á vinsældalistum. En þó að Michael Jackson hafi tekið sér nokkuð frí frá tónlistinni, hefur hann fengið lítið frí frá síðum slúðurblaðanna. Hann keypti sér súrefnisrúm - eins og notað er á sjúkrahúsum - í þeirri trú að ryk- og sýklaiaust andrúmsloft á nótt- unni myndi halda honum ungum og tryggja honum langlífi. Þá reyndi Michael mikið að kaupa beinagrind Johns Merricks, sem betur var þekktur sem „fílamaður- inn“, af sjúkrahúsi nokkru í London, en himinháum tilboðum Jacksons var þó hafnað. Því var jafnvel hald- ið fram að hann hefði beðið Elísa- betar Taylor. Þá þótti það tíðindum sæta fyrr á árinu, þegar Jackson sagði skilið við Votta Jehóva. Orðrómur var á kreiki um að Jackson væri ekki með öllum mjalla og að hann hefði alveg lokað sig inni í eigin heimi, og ætti jafnvel ekki afturkvæmt í tónlistina. En nú hefur Jackson tekið við sér og er reiðubúinn að leggja heims- byggðina að fótum sér. I tengslum við breiðskífuna hefur verið gert 18 mínútna „Bad“ mynd- band, og 12. september hefst hljómleikaför Jacksons um Asíu. Hvort honum tekst að endurtaka hina ótrúlegu velgengnissögu „Thriller" er alls óvíst, en hitt er eins víst að við eigum eftir að heyra mikið af Michael Jackson á næstu vikum og mánuðum. COSPER Slökktu í sigarettunni, ungi maður, ég þoli ekki sígarettureyk. , - llfe Björn Borg ásamt nýju fylgikonunni, Mandy Smith. Á litlu myndinni sést fyrrverandi kærasta Björns, með syni þeirra, Robin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.