Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 66
* 66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Ráðast úrslitin
um helgina
Fimm lið eiga möguleika á sæti í 1. deild
VIKINGAR eru efstir í 2. deild
þegar tvœr umferðir eru eftir.
Þeir eru þó ekki enn öruggir
um að hljóta 1. deildarsœti.
Mikil spenna er á toppi og
botni deildarinar. Fimm lið eiga
möguleika á að hreppa tvö laus
p. sœti í 1. deild að ári, Víkingur,
Þróttur,Leiftur, Selfoss og
UBK. ÍBÍ er nú þegar fallið í
3. deild, en Einherji, KS, ÍR og
ÍBV berjast fyrir þvf að halda
sœti sínu í deildinni. Leikirnir
um helgina gætu ráðið miklu
um úrslitin.
Víkingar eiga mestu möguleik-
ana á að komast upp í 1. deild.
Þeir hafa nú 29 stig og þurfa 3
stig úr síðustu tveimur leikjum
sínum til að tryggja
sig. Víkingur á eftir:
ÍBV (ú) og Selfoss
(h). Þetta gætu orð-
ið erfiðir leikir því
ÍBV er ekki sloppið við fall og Sel-
Valur
Jónatansson
skrifar
**Artline200
**Artline200
**Artline200
Frábær
með mjóum
hægterað
tækffasrl.
~ bægiiegurí
4 litum, svart
ofggraent.
bóka- og
verstunum.
tússpenni
plastoddl, sem
notavfðöll
Létturog
hendl. Fæstí
- biátt- rautt
Fæst Iflestum
rttfanga-
foss á enn möguleika á að komast
upp.
Þróttur hefur 28 stig og þarf að
fá 4 stig út úr síðustu tveimur leikj-
unum til að tryggja sig. Þróttur á
eftir: Selfoss (ú) og Leiftur (h).
Þessir leikir eru erfiðir og ekki
unnir fyrirfram því bæði Selfoss og
Leiftur freista þess að komast í 1.
deild.
Leiftur hefur 26 stig og þarf að
vinna báða leiki sína til að tryggja
sig. Leiftur á eftir: Einheija (h)
og Þr’ott (ú) Leiftur ætti að vinna
Einheija, en leikurinn gegn Þrótti
í Reykjavík gæti ráðið úrslitum.
Selfoss hefur 26 stig eins og Leift-
ur og verður að vinna báða leiki
sína til að eiga möguleika. Selfoss
á eftir: Þrótt (h) og Víking (ú).
Þessir leikir koma til með að ráða
miklu á toppnum og það er næsta
víst að ekkert verður gefið eftir.
Breiðablik hefur sótt mjög í sig
veðrið eftir þjálfaraskiptin og hefur
unnið Qóra síðustu leiki sína í deild-
inni. UBK hefur 25 stig og á
möguleika á að komast upp þótt
þeir verði að teljast litlir. Breiðablik
á eftir: KS (h) og Einheija (ú).
Þótt UBK vinni báða leikina er
ekki þar með sagt að þeir komist
upp. Það fer eftir því hvemig hinir
leikimir fara.
ÍBV hefur misst af toppslagnum
en er ekki sloppið við fall. Liðið
hefur 23 stig og þarf að vinna ann-
an leikinn til að tryggia sig. ÍBV á
eftir Víking (h) og ÍBÍ (ú). Þeir
verða þó að teljast nokkuð öraggir
með sæti sitt þar sem síðasti leikur
þeirra gegn ÍBÍ ætti að vinnast.
IR hefur 22 stig og þarf að vinna
annan^ leikinn til tryggja sig. ÍR á
eftir ÍBÍ (h) og KS (ú). ÍR-ingar
verða helst að vinna ÍBI á laugar-
daginn til að tryggja sig þvf síðasti
Hart barist í 2. deild
Mikilkvægir leikir verða í 2. deild karla um helgina. Fimm lið úr 2. deild eiga raunhæfa möguleika á tveimur lausum sætum
f 1. deild að ári og verður áræðanlega lítið gefið eftir í baráttunni um þau.
leikurinn gegn KS gæti orðið erfið-
ur.
KS hefur 21 stig og er í mikilli
fallhættu. Liðið hefur tveimur stig-
um meira en Einheiji sem er í
næst neðsta sæti. KS á eftir: UBK
(ú) og ÍR (h). Siglfirðingum gæti
nægt að vinna annan leikinn. Það
fer þó eftir því hvemig Einheija
gengur á laugardaginn.
Einheiji er í bullandi fallhættu með
19 stig og gæti fallið í 3. deild á
laugardaginn. Einheiji á eftir
Leiftur (ú) og UBK (h). Þessir
leikir verða erfiðir fyrir Vopnfirð-
inga og kæmi mér ekki á óvart að
þeir töpuðust báðir. Það er lítil von
hjá Einheija að bjarga sér úr þessu.
ÍBÍ er þegar fallið í 3. deild og
hefur aðeins hlotið 6 stig. ÍBÍ á
eftir: ÍR (ú) og ÍBV (h). ísfirðingar
hafa sætt sig við 3. deildina og
koma því ekki til með að verða
þrándur í götu andstæðinganna.
Marfcahæstlr
Heimir Karlsson, ÍR.........13
Trausti Ómarsson, Vikingi...13
Jon Þórir Jónsson, UBK......11
Hafþór Kolbeinsson, KS.......8
Jón Gunnar Bergs, Selfossi....8
Sigurður Hallvarðsson, Þrótti ...8
Tómas Ingi Tomasson, ÍBV......8
Atli Einarsson, Víkingi.......6
Kristján Davíðsson............6
Óskar Ingimundarson, Leiftri ...6
Bergur Agústsson, ÍBV.........5
Bragi Björnsson, ÍR...........5
Hafsteinn Jakobsson, Leiftri..5
Heimir Bergsson, Selfossi.....5
Elías Friðriksson, ÍBV........5
Kristján Svavarsson, Þrótti...5
Jónas Björnsson, KS...........5
Sigfús Kárason, Þrótti........5
Steinar Ingimundarson, Leiftri .5
TENNIS / COCA-COLA MOTIÐ
Einar og Dröfn sigruðu
EINAR Ásgeirsson var í sér-
flokki f A-flokki karla á Coca-
Cola mótinu ftennis sem fram
fór um sfðustu helgi. Keppt var
á tennisvöllum Vfkings f Foss-
vogi og þrátt fyrir slæmt veður
fór mótið vel fram. Keppendur
voru 48, en keppt var f einliða-
leik í A, B og C flokkum karla,
tvfliðaleik karla og einliðaleik f
flokkum kvenna, pilta og
stúlkna.
aður þessa móts var hinn 19
ára Einar Ásgeirsson, sem
sigraði með yfirburðum í A-flokki
karla og í tvíliðaleik. Einar lék mjög
vel, en hann hefur tekið stórstígum
framföram nú í sumar og er orðinn
einn okkar besti tennisleikari á eft-
ir íslandsmeistaranum, Úlfi Þor-
bjömssyni. Einar vann Áma Tómas
í undanúrslitum 6:0, 6:0 og í úrslita-
leiknum sigraði hann Ragnar T.
Ámason af öryggi 6;0, 6:2. Ragn-
ar, sem er aðeins 17 ára, hafði
áður leikið mjög vel í undanúrslitum
þegar hann vann efsta mann hæfn-
islistans, Kjartan Óskarsson, (5:7,
6:2, 6:3) en hann skorti síðan
nokkra yfirvegun í úrslitaleiknum.
í tvíliðaleik karla var keppnin mun
jafnari, en þar sigraðu þeir Christ-
ian Staub og Guðmundur Einarsson
feðgana Áma T. og Ragnar T. í
undanúrslitum, 6:4, 6:2 á meðan
Einar Ásgeirsson og Kjartan
Óskarsson sigruðu þá Einar Thor-
oddsen og Stefán Eggertsson 6:4,
6:3 í hinum undanúrslitaleiknum. I
úrslitaleiknum byijuðu þeir Christ-
ian óg* Guðmundúr mjög vel óg
Verðlaunahafar I Coca-Cola mótinu í tennis. Frá vinstri: Ragnar T. Árnason
(2. sæti t A-flokki), Einar Ásgeirsson (1. sæti í A-flokki og tvfliðaleik), Dröfn
Guðmundsdóttir (1. sæti í einliðaleik), Guðný Eiríksdóttir (2. sæti í einliðaleik)
og Kjartan Óksarsson (1. sæti í tvíliðaleik ásamt Einari).
unnu fyrsta sett 6:4. Annað sett
var mjög jafnt og spennandi, en
þeir Einar og Kjartan sigruðu í
oddalotu (7:6) og unnu svo þriðja
sett og þar með leikinn fremur auð-
veldlega 6:2.
í B-flokki karia lék Guðmundur
Friðfinnsson vel og sigraði verð-
skuldað. í C-flokki karla sigraði
nýliði í tennis, Eysteinn Bjömsson,
og kom hann mjög á óvait.
I einliðaleik kvenna sigraði Dröfn
Guðmundsdóttir, en í úrslitaleik
sýndi hún mikið keppnisskap og
sigraði Guðnýju Eiríksdóttur öragg-
lega 6:4, 6:2. Dröfn hafði áður
sigrað Emmy Cramer í undanúrslit-
um “6:4, 6:2, & meðan Guðný sigraði
Þórdísi Edwald 6:2, 6:4. Þær Dröfn
og Guðný hafa ásamt íslandsmeist-
aranum Margréti Svavarsdóttur
skara talsvert fram úr öðram kon-
um í tennis, en nú í sumar hafa þó
æ fleiri konur byijað að leika tenn-
is og sýnt miklar framfarir. í
B-flokki kvenna sigraði Oddný Guð-
mundsdóttir Karolínu Guðmunds-
dóttur í úrslitum 6:4, 6:2.
Jónas Bjömsson (15 ára) sigraði í
flokki pilta 16 ára og yngri, en f
úralitum vann hann Stefán Pálsson
(18 ára) 6:3, 6:8. Þesssir piltar eru
báðir mjög eftiilegir.
í flokki stúlkna sigraði Úlfhildur
Indriðadóttir (12 ára) en í úrslitum
vánri hún Hrafnhildi Hannesdóttur
6:1, 6:3. Hrafrihildur er aðeins 9
ára og hefur bara æft tennis í eitt
ár og er því mikið efni. Vakti leikur
hennar mikla athygli, en hún sigr-
aði í tveimur leikjum við sér mun
eldri stúlkur.
Einlidalcikur karla
Einar Ásgeirsson
Ragnar T. Ámason
Ámi T. Ragnarsson
Kjartan óskarsson.
Einliðaleikur karla B-flokkur
Guðmundur Friðfinnsson
Ingvar Guðjónsson
Jónas Bjömsson
Sigurður Ásgeirsson
Einliðaleikur karia C-flokkur
Eysteinn Ðjömsson
Einar Sigurðsson
Sigurður Halldórsson
Hannes Hjartarson
Tvfliðaleikur karla
Kjartan óskarsson/ Einar Ásgeirsson
Guðmundur Eiríksson/ Christian Staub
Einar Thoroddsen/ Stefán Eggertsson
Ámi T. Ragnarsson/ Ragnar T. Ámason
Einliðaleikur kvenna
Dröfn Guðmund8dóttir
Guðný Eiríksdóttir
Emmy Cramer
Þórdís Edwald
Einliðaleikur kvenna B-flokkur
Oddný Guðmundsdóttir
Karólína Guðmundsdóttir
Flokkur pilta 16 ára og yngri
Jónas Bjömsson
Stefán Pálsaon
Heimir Hermannsson
Gunnar Stefánsson
Stúlknaflokkur 16 ára og yngri
Úlfhildur Indriðadóttir
Hrafnhildur Hannesdóttir