Morgunblaðið - 15.09.1987, Side 1

Morgunblaðið - 15.09.1987, Side 1
88 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 207. tbl. 75. árg._______________________________ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýjar tillögur Bandar íkj astj ór nar í afvopnunarmálum: Meðaldrægnm eldflaug- um eytt á þremur árum Leggja til mjög strangt eftirlit með framkvæmdinni Forsetinn íJapan FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom i gær til Tókýó, höfuðborgar Japans, til að vera viðstödd opnun sýning- arinnar „Scandinavia today“. Hafa japanskir fjölmiðlar veitt komu hennar milda athygli en á föstudag gengur frú Vigdís á fund Hirohitos Japanskeis- ara. Verður hún til þess fyrst íslenskra þjóðhöfðingja. Mynd- in var tekin við komuna til Narita-flugvallar í Tókýó en þar tók á móti forsetanum full- trúi japanska utanríkisráðu- neytisins. Sjá „Forsetinn hittir keisar- ann ...“ á bls. 4 Washington, Reuter. Samningamenn Bandaríkja- stjómar í afvopnunarviðræðun- um í Genf lögðu í gær fram tillögur um upprætingu allra Grænland: Akveði sjálfir hvalkvótann Nuuk, frá NJ. Bruun, fréttaritara Morg- unbladsins. Frammámaður i samtökum grænlenskra fiski- og veiði- manna, Pavia Nielsen, fyrrum landsstjómarmaður, telur, að Grænlendingar verði sjálfir að ákveða hvalkvótann ef Alþjóða- hvalveiðiráðið heldur áfram að skera hann niður. Nielsen lét ofangreind ummæli hann falla á ráðstefnu, sem græn- lenskir ve'iði- og fiskimenn halda um þessar mundir í lýðháskólanum í Holsteinsborg. Sagði hann, að búast mætti við einhveijum við- brögðum í helstu viðskiptalöndum Grænlendinga, t.d. áróðri gegn grænlenskum útflutningsvörum, og væri þá ráðið að taka til endurskoð- unar bandarísku herstöðvamar í landinu. Grænlendingar hafa leyfi til að veiða 10 langreyðar og eru þær nú komnar á land. meðaldrægra og skammdrægra eldflauga, „tvöföldu núlllausn- ina“ svokölluðu. Eduard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, er nú staddur í Washington og mun eiga viðræð- ur við Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta í dag, þriðjudag. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, sagði á blaðamanna- fundi í gær, að í tillögunum væri nákvæmlega tekið fram hvemig eftirliti skyldi háttað en Bandaríkja- menn telja það vera forsendu fyrir trúverðugum samningum. í skrif- legri yfirlýsingu frá Reagan forseta sagði, að tillögumar væru sam- hljóða fyrri samningsdrögum að öðru leyti en því, að nú væri gért ráð fyrir upprætingu fyrmefndra eldflauga en ekki, að þeim yrði aðeins fækkað. Sagði hann, að meginatriðin væm: — Uppræting bandarískra og sovéskra eldflauga og skotpalla. Meðaldrægum eldflaugum verði eytt á þremur ámm en skamm- drægum á einu. — Bannað verði að endurbæta, framleiða eða gera tilraunir með eldflaugakerfí af þessum tegund- um. — Komið verði á fót umfangsmiklu og raunhæfu eftirlitskerfí, sem fylgst geti með framkvæmd tvö- földu núlllausnarínnar um allan heim. Sveitarsljórnarkosningarnar í Noregi í gær: Framfaraflokkurinn Reuter Shevardnadze við komuna til Washington. Reagan sagði, að gert væri ráð fyrir strangara eftirliti en áður hefði verið rætt um enda gætu Banda- ríkjamenn ekki sætt sig við annað en fullkomið öryggi í þeim efnum. „Sovétmenn geta nú sýnt í verki, að þeir séu sammála okkur um að eyða öllum meðaldrægum og skammdrægum eldflaugum beggja þjóðanna. Eg skora á þá að bregð- ast vel við og ljúka einnig samning- um um helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuvopna, “ sagði Reagan í yfírlýsingunni. Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, mun í dag eiga við- ræður við Reagan um afvopnunar- málin og samskipti stórveldanna og að því búnu við starfsbróður sinn, George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Persaflói: vinnur mikinn sigur Verkamannaflokkurinn tapar mestu — Kosningahneyksli í Ósló Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. Framfaraflokkurinn er sigurvegari sveitarsljórnakosning- anna í Noregi, sem fram fóru í gær. Samkvæmt tölvuspá, sem birt var klukkan 23.30 að norskum tíma, fær hann 10,9% at- kvæða á móti 6,3% í síðustu kosningum og verður þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn í Noregi. Hægriflokkurinn tapaði nokkru eins og spáð hafði verið en mest kemur á óvart mikið tap Verka- mannaflokksins þvert ofan í allar Tölvuspáin er talin áreiðanleg þótt ekki hafi verið búið að telja nema í 183 kjördæmum af 623 og eins víst, að sigur Framfaraflokks- ins verði stærri því að enn áttu eftir að berast tölur frá ýmsum stærstu bæjunum þar sem flokkur- inn er sterkur. Fyrstu tölur frá Ósló bentu til, að hann tvöfaldaði fylgið og í sumum hverfum Björg- vinjar er hann stærstur. Hægriflokknum var spáð 24,7% atkvæða og er það 1,7% minna en í síðustu kosningum. Talið er víst, að afleiðingamar verði þær, að Rolf Presthus, forsætisráðherraefni flokksins, víki fyrir Jan P. Syse, talsmanni hans á þingi. Kosningar eru mikið áfall fyrir Verkamannaflokkinn, sem í skoð- anakönnunum hafði verið spáð allt . að 40% atkvæða. Tölvuspáin gaf honum aðeins 36,4%, 2,5% minna en síðast og mest er tapið í Ósló. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra, hafði rétt fyrir miðnætti ekkert látið í sér heyra um kosn- ingaúrslitin. Sósíalíski vinstriflokk- urinn virðist hins vegar ætla að vinna verulega á og sagði formaður hans, Erik Solheim, að fylgisaukn- ingin væri að þakka einarðri andstöðu við Framfaraflokkinn. Kosningamar í Ósló voru mikið hneyksli því að á 50 kjörstöðum urðu menn uppiskroppa með at- kvæðaseðil Framfaraflokksins. Talið er, að um skemmdarverk sé að ræða og verður hugsanlega að endurtaka kosningamar. Þykir líklegast að ýmsum andstæðingum Framfaraflokksins hafi tekist að hafa burt með sér af kjörstað at- kvæðaseðla Framfaraflokksins en ríkissaksóknari mun í dag biðja um opinbera rannsókn á þessu máli. Á sumum þessara kjörstaða var gripið til þess ráðs að loka þar til nýir seðlar bæmst en á öðrum var fólk beðið um að skrifa nafn Framfara- flokksins á hvíta pappírsmiða. Formaður Framfaraflokksins, Carl I. Hagen, var að sjálfsögðu sigrihrósandi yfír gengi flokksins og sagði, að skýringin væri fyrst og fremst óánægja fólks með hina flokkana. „Við höfum skýra stefnu og erum henni trúir," sagði Hagen. Arangurlaus friðarferð Bagdað, Reuter. PEREZ de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, átti í gær viðræður við ráðamenn i írak um hugs- anlega lausn á Persaflóastrið- inu. Kom hann til Bagdaðs frá Teheran en íranir vilja ekki Ijá máls á friðarsamningum nema írökum verði refsað fyrir að hafa hafið styijöldina. Vestrænum stjómarerindrek- um ber saman um, að de Cuellar hafí ekki haft erindi sem erfíði í friðarförinni og kemur hann til New York á morgun, miðvikudag, degi fyrr en ætlað var. Á sunnu- dag sökuðu írakar írani um að hafa gert stórskotaliðsárásir á hafnarborgina Basra á sama tíma og einkaþota de Cuellars var að koma til Bagdaðs. Belgíustjóm tilkynnti í gær, að hún ætlaði að senda tundurdufla- slæðara og eitt aðstoðarskip til Persaflóa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.