Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
3
Bókmenntahátíð
í dag:
Umræðurum
konur og
bókmenntir
DAGSKRÁ bókmenntahátíðar i
dag hefst klukkan 14.00 með
umræðum um konur og bók-
menntir. Umræðurnar fara
fram á ensku og eru þátttakend-
ur þær Benoite Groult frá
Frakklandi, Steinunn Sigurðar-
dóttir, íslandi, Luise Rinser frá
Þýskalandi, Kaari Utrio frá
Finnlandi og Fay Weldon frá
Englandi. Umræðustjóri verður
Lisa Schmalensee.
í kvöld hefst síðan bókmennta-
dagskrá í Gamla bíói, klukkan
20.30. Þar lesa upp úr verkum
sínum þau Isabel Allende frá
Chile, Jakobína Sigurðardóttir, ís-
landi, Gerhard Köpf, Vestur-
Þýskalandi, Ola Larsmo frá
Svíðþjóð og Tor Obrestad frá Nor-
egi-
Sjá í miðopnu frásögn af setn-
ingu bókmenntahátíðarinnar
INNLENT
Morgunblaðið/BB
Magnús Björgvinsson fiskverk-
andi í Garði keypti afla Vörðu-
fellsins GK.
Utanríkismálanefnd Alþingis:
Mildlvægi tengsla við EB
ítrekuð í utanlandsferð
Strassborg, frá Önnu Ðjornadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins:
Utanríkismálanefnd Alþingis
hlýddi í stutta stund á upphaf
þingfundar í Evrópuþinginu í
Strassborg í gær. Plumb
lávarður og þingforseti bauð
nefndina sérstaklega velkomna í
setningarræðu sinni, en hann tók
á móti henni á skrifstofu sinni
Kvótamálið:
Jökull hf. leggur
fram formlega kæru
SKÚLI Alexandersson, alþingis-
maður og framkvæmdastjóri
Jökuls hf. á Hellissandi, sem er
eitt þeirra fimm fyrirtækja er
sjávarútvegsráðuneytið hefur
sakað um að fara á bak við regl-
ur um kvóta, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að
hann hefði lagt fram kærn þar
sem farið er fram á að úrskurð-
Ekið á stúlku
við Ægissíðu
SAUTJÁN ára stúlka varð fyrir
bU við Ægissíðu rétt fyrir
klukkan niu í gærkvöldi. Stúlk-
an slasaðist töluvert, handleggs-
og fótbrotnaði auk áverka í
andliti. Hún er ekki talin vera
í lífshættu.
Slysið varð með þeim hætti að
stúlkan var að koma úr sölutumi
og á leið norður er hún varð fyrir
bíl er ekið var úr austurátt. Rign-
ing var og slæmt skyggni er slysið
átti sér stað.
ur sjávarútvegsráðuneytisins
verði dregin til baka á þeim
forsendum að hann sé órök-
studdur.
Þá segir ennfremur í kærunni
að ráðuneytið gefí sér forsendur
varðandi magn fullunnar vöru úr
upplögðum sjávarafla, sem ekki
standist í raunveruleikanum og að
ráðuneytið hafi ekki gefíð kaup-
endum og seljendum meints
ólöglegs afla kost á að gera grein
fyrir máli sínu.
Sjávarútvegsráðuneytið mun nú
taka kæru Jökuls til athugunar
og ákveða hvort það standi við
fyrri úrskurð.
Þórður Eyþórsson hjá sjávarút-
vegsráðuneytinu kvaðst ekki vilja
tjá sig um málið á þessu stigi, né
heldur gefa upp nöfn annarra fyr-
irtækja, sem ráðuneytið gerði
athugasemdir við á sínum tíma.
Alls hafa fulltrúar ráðuneytisins
heimsótt 40 frystihús víðs vegar
um landið en ekki gert athuga-
semdir hjá öðrum fískvinnslufyrir-
tækjum en þessum fímm, svo vitað
sé.
áður en þingfundur hófst.
Nefndin snæddi því næst kvöld-
verð í boði þingforsetans, þar
sem Eyjólfur Konráð Jónsson,
formaður utanríkismálanefndar,
hélt ræðu.
Þetta er fyrsta utanríkisferð
nefndarinnar síðan hún var sett á
fót fyrir tæpum sextíu árum. Hún
er eina nefíid Alþingis sem situr
milli þinga. í ferðinni eru, auk
Eyjólfs Konráðs, þingmennimir
Friðþjón Þórðarson, Guðmundur
Þórarinsson, Jón Kristjánsson,
Kjartan Jóhannsson, Hjörleifur
Guttormsson, Kristín Einarsdóttir
og Hreggviður Jónsson, ásamt Ein-
ari Benediktssyni, sendiherra í
Briissel, og Hannesi Hafstein, ráðu-
neytisstjóra utanríkisráðuneytisins.
Þingmennimir munu eiga vinnu-
fund við nefnd Evrópuþingsins, sem
fjallar um samskipti við ísland, í
dag. Á morgun munu þeir hitta
Cardoso E. Gunha, sem fer með
sjávarútvegsmál í framkvæmda-
stjóm Evrópubandalagsins, Cock-
fíeld lávarð, sem fer með innanríkis-
mál, og Willy De Clerq, sem fer
með utanríkismál, á einkafundum
og ræða hagsmunamál íslands og
EB.
De Clerq bauð nefndinni í heim-
sókn í Evrópuþingið í Strassborg
og Evrópubandalagsins í Briissel
þegar hann var í heimsókn á ís-
landi vorið 1986. Eyjólfur Konráð
sagði að nefndin hefði þegið boðið
nú í sumar eftir langan umhugsun-
arfrest og ákveðið að fara út á
þessum tíma, sem EB tiltók, frekar
en að bíða eftir að nýtt þing kæmi
saman og jafnvel nýir menn í nefnd-
ina. „Okkur fannst ekki ástæða til
að draga þessa ferð lengur, þrátt
fyrir kosningamar í sumar," sagði
hann. „EB er orðið stærsti við-
skiptaaðili íslands og við viljum
sýna í verki að okkur er annt tengsl-
in við Evrópuþingið og -bandalagið.
Ef nýir menn koma í nefndina þeg-
ar Alþingi kemur saman í október
þá munum við að sjálfsögðu greina
þeim frá þessari ferð sem öðrum
störfum hennar."
Eyjólfur sagði að þessi ferð ut-
anríkismálanefndar væri að sjálf-
sögðu fordæmi. „En ég er
íhaldssamur í þessum málum og
veit ekki hvort að það eigi að nota
hana til eftirdæmis. Ég tel mikil-
vægt að nefndin haldi sömu starfs-
háttum og hafa tíðkast hingað til.“
Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir
Utanríkismálanefnd Alþingis er nú stödd í Strassborg í Frakklandi og hitti hún í gær Plumb lávarð,
forseta Evrópuþingsins. A myndinni eru (f.v.) Kristin Einarsdóttir, Hreggviður Jónsson, Guðmundur
G. Þórarinsson, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Jón Kristjánsson, Einar Bened-
iktsson, sendiherra í Brtissel, Plumb lávarður, Friðjón Þórðarson, Hjörleifur Guttormsson og Kjartan
Jóhannsson.
Morgunblaðið/BB
Eiríkur Hjartarson fískútflytj-
andi hjá Stefni keypti afla Unu
úr Garði.
m
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Björgunarsveitarmenn komu manni til hjálpar þegar hann lenti í vanda á seglbretti sínu á Skeijafirði
á laugardag.
Skeijafjörður:
Seglbrettamaður í vanda
LÖGREGLAN á Sehjamarnesi
kallaði á björgunarsveitarmenn
sér til aðstoðar þegar seglbretta-
maður lenti í erfiðleikum á
Skeijafirðinum síðdegis á laug-
ardag.
Maðurinn var ásamt félaga
sínum við seglbrettasiglingar.
Sterkur vindur varð til þess að hann
lenti í erfiðleikum, fór í sjóinn og
bar sífellt lengra frá landi. Hann
var í þurrbúningi og hélt sér í
bretti sitt.
Björgunarsveitin Albert á Sel-
tjamamesi sendi menn sína á
vettvang og fóm þeir á gúmbáti út
á fjörðinn. Þeir drógu manninn úr
sjónum og komu honum heilu og
höldnu á land.