Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 3 Bókmenntahátíð í dag: Umræðurum konur og bókmenntir DAGSKRÁ bókmenntahátíðar i dag hefst klukkan 14.00 með umræðum um konur og bók- menntir. Umræðurnar fara fram á ensku og eru þátttakend- ur þær Benoite Groult frá Frakklandi, Steinunn Sigurðar- dóttir, íslandi, Luise Rinser frá Þýskalandi, Kaari Utrio frá Finnlandi og Fay Weldon frá Englandi. Umræðustjóri verður Lisa Schmalensee. í kvöld hefst síðan bókmennta- dagskrá í Gamla bíói, klukkan 20.30. Þar lesa upp úr verkum sínum þau Isabel Allende frá Chile, Jakobína Sigurðardóttir, ís- landi, Gerhard Köpf, Vestur- Þýskalandi, Ola Larsmo frá Svíðþjóð og Tor Obrestad frá Nor- egi- Sjá í miðopnu frásögn af setn- ingu bókmenntahátíðarinnar INNLENT Morgunblaðið/BB Magnús Björgvinsson fiskverk- andi í Garði keypti afla Vörðu- fellsins GK. Utanríkismálanefnd Alþingis: Mildlvægi tengsla við EB ítrekuð í utanlandsferð Strassborg, frá Önnu Ðjornadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins: Utanríkismálanefnd Alþingis hlýddi í stutta stund á upphaf þingfundar í Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Plumb lávarður og þingforseti bauð nefndina sérstaklega velkomna í setningarræðu sinni, en hann tók á móti henni á skrifstofu sinni Kvótamálið: Jökull hf. leggur fram formlega kæru SKÚLI Alexandersson, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi, sem er eitt þeirra fimm fyrirtækja er sjávarútvegsráðuneytið hefur sakað um að fara á bak við regl- ur um kvóta, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði lagt fram kærn þar sem farið er fram á að úrskurð- Ekið á stúlku við Ægissíðu SAUTJÁN ára stúlka varð fyrir bU við Ægissíðu rétt fyrir klukkan niu í gærkvöldi. Stúlk- an slasaðist töluvert, handleggs- og fótbrotnaði auk áverka í andliti. Hún er ekki talin vera í lífshættu. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan var að koma úr sölutumi og á leið norður er hún varð fyrir bíl er ekið var úr austurátt. Rign- ing var og slæmt skyggni er slysið átti sér stað. ur sjávarútvegsráðuneytisins verði dregin til baka á þeim forsendum að hann sé órök- studdur. Þá segir ennfremur í kærunni að ráðuneytið gefí sér forsendur varðandi magn fullunnar vöru úr upplögðum sjávarafla, sem ekki standist í raunveruleikanum og að ráðuneytið hafi ekki gefíð kaup- endum og seljendum meints ólöglegs afla kost á að gera grein fyrir máli sínu. Sjávarútvegsráðuneytið mun nú taka kæru Jökuls til athugunar og ákveða hvort það standi við fyrri úrskurð. Þórður Eyþórsson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu kvaðst ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi, né heldur gefa upp nöfn annarra fyr- irtækja, sem ráðuneytið gerði athugasemdir við á sínum tíma. Alls hafa fulltrúar ráðuneytisins heimsótt 40 frystihús víðs vegar um landið en ekki gert athuga- semdir hjá öðrum fískvinnslufyrir- tækjum en þessum fímm, svo vitað sé. áður en þingfundur hófst. Nefndin snæddi því næst kvöld- verð í boði þingforsetans, þar sem Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, hélt ræðu. Þetta er fyrsta utanríkisferð nefndarinnar síðan hún var sett á fót fyrir tæpum sextíu árum. Hún er eina nefíid Alþingis sem situr milli þinga. í ferðinni eru, auk Eyjólfs Konráðs, þingmennimir Friðþjón Þórðarson, Guðmundur Þórarinsson, Jón Kristjánsson, Kjartan Jóhannsson, Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir og Hreggviður Jónsson, ásamt Ein- ari Benediktssyni, sendiherra í Briissel, og Hannesi Hafstein, ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Þingmennimir munu eiga vinnu- fund við nefnd Evrópuþingsins, sem fjallar um samskipti við ísland, í dag. Á morgun munu þeir hitta Cardoso E. Gunha, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjóm Evrópubandalagsins, Cock- fíeld lávarð, sem fer með innanríkis- mál, og Willy De Clerq, sem fer með utanríkismál, á einkafundum og ræða hagsmunamál íslands og EB. De Clerq bauð nefndinni í heim- sókn í Evrópuþingið í Strassborg og Evrópubandalagsins í Briissel þegar hann var í heimsókn á ís- landi vorið 1986. Eyjólfur Konráð sagði að nefndin hefði þegið boðið nú í sumar eftir langan umhugsun- arfrest og ákveðið að fara út á þessum tíma, sem EB tiltók, frekar en að bíða eftir að nýtt þing kæmi saman og jafnvel nýir menn í nefnd- ina. „Okkur fannst ekki ástæða til að draga þessa ferð lengur, þrátt fyrir kosningamar í sumar," sagði hann. „EB er orðið stærsti við- skiptaaðili íslands og við viljum sýna í verki að okkur er annt tengsl- in við Evrópuþingið og -bandalagið. Ef nýir menn koma í nefndina þeg- ar Alþingi kemur saman í október þá munum við að sjálfsögðu greina þeim frá þessari ferð sem öðrum störfum hennar." Eyjólfur sagði að þessi ferð ut- anríkismálanefndar væri að sjálf- sögðu fordæmi. „En ég er íhaldssamur í þessum málum og veit ekki hvort að það eigi að nota hana til eftirdæmis. Ég tel mikil- vægt að nefndin haldi sömu starfs- háttum og hafa tíðkast hingað til.“ Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Utanríkismálanefnd Alþingis er nú stödd í Strassborg í Frakklandi og hitti hún í gær Plumb lávarð, forseta Evrópuþingsins. A myndinni eru (f.v.) Kristin Einarsdóttir, Hreggviður Jónsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Jón Kristjánsson, Einar Bened- iktsson, sendiherra í Brtissel, Plumb lávarður, Friðjón Þórðarson, Hjörleifur Guttormsson og Kjartan Jóhannsson. Morgunblaðið/BB Eiríkur Hjartarson fískútflytj- andi hjá Stefni keypti afla Unu úr Garði. m Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Björgunarsveitarmenn komu manni til hjálpar þegar hann lenti í vanda á seglbretti sínu á Skeijafirði á laugardag. Skeijafjörður: Seglbrettamaður í vanda LÖGREGLAN á Sehjamarnesi kallaði á björgunarsveitarmenn sér til aðstoðar þegar seglbretta- maður lenti í erfiðleikum á Skeijafirðinum síðdegis á laug- ardag. Maðurinn var ásamt félaga sínum við seglbrettasiglingar. Sterkur vindur varð til þess að hann lenti í erfiðleikum, fór í sjóinn og bar sífellt lengra frá landi. Hann var í þurrbúningi og hélt sér í bretti sitt. Björgunarsveitin Albert á Sel- tjamamesi sendi menn sína á vettvang og fóm þeir á gúmbáti út á fjörðinn. Þeir drógu manninn úr sjónum og komu honum heilu og höldnu á land.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.