Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
17
SEPTEM
Morgunblaðið/KGA
MyndlBst
Bragi Ásgeirsson
Fimmtánda sýning Septem-hóps-
ins var opnuð sl. laugardag og
stendur til sunnudagsins 21. sept-
ember. Að þessu sinni sýna sex
meðlimir hópsins, þau Guðmunda
Andrésdóttir, Guðmundur Bene-
diktsson, Hafsteinn Austmann,
Jóhannes Jóhannesson, Kristján
Daviðsson og Valtýr Pétursson.
Tveir hafa kosið að sitja heima,
þeir Karl Kvaran og Steinþór Sig-
urðsson.
Þetta er orðið langt úthald hjá
þeim Septem-mönnum og er
tvímælalaust einsdæmi í íslenzkri
listasögu. Auk þess má geta að
þrír meðlimanna, þeir Jóhannes,
Kristján og Valtýr, voru meðal
stofnenda Septembersýningahóps-
ins, sem sýndi fyrst haustið 1947.
Jafnframt mynduðu þeir ásamt
nokkrum nú látnum myndlistar-
mönnum lengi kjama Haustsýninga
FÍM, eftir að Septembersýningam-
ar lögðust niður.
Þannig hafa þeir í raun haldið
hópinn í 40 ár og allan tímann ver-
ið áhrifavaldur í íslenzkri myndlist
jafnt í félagsmálum sem í opinberri
umræðu auk þess að vera þátttak-
endur í flestum meiri háttar listsýn-
ingum utan lands sem innan.
Þetta teljast því nokkur tímamót
hjá þeim félögum og hefði verið
skemmtilegt, áð þess hefði verið
minnst á veglegan hátt og allir
núlifandi tekið þátt í sýningunni
ásamt með sýnishomi verka látinna
félaga.
Þetta er tekið sérstaklega fram
hér vegna þess, að ég veit til þess,
að fjöldi ungs fólks gerir sér rangar
hugmyndir um hlut þessara manna
í listþróuninni — ýmist af vanþekk-
ingu eða fyrir óvilhallar heimildir.
Einnig vegna þess, að bleðill, sem
nefnist sýningarskrá að þessu sinni,
er samtökunum ekki samboðinn og
hvað þá á þessum tímamótum.
Það hefur víst fallið í minn hlut
að rita listrýni um Septemhópinn
frá upphafi og samanlagt hlýtur
það að vera löng ritsmíð! — í hvert
sinn, sem von hefur verið á sýningu
þeirra félaga, hefur margur hrist
höfuðið og sagt: „Þeir em alltaf
eins, hvemig fara þeir að því að
halda þetta út?“ En þeir hafa satt
að segja oftar komið á óvart en
hitt og fordómalausir sýningargest-
ir gengið ánægðari heim af sýningu
en þeir bjuggust við. Margar sýn-
ingar hópsins hafa nefnilega verið
bráðfallegar og mikilvægt framlag
til íslenzkrar sýningaflóru og listar
— og mikið gott var, að innan hóps-
ins voru öfl, sem hiklaust hvöttu
til áframhalds, þó að nóg væri vaf-
alítið um úrtölur, ef ég þekki
rétt...
Það er merkilegt frá að segja,
að þessi fimmtánda sýning hópsins
ber alls engan svip þreytu eða upp-
gjafar, því að sjaldan hafa menn
verið hressari. Má nefna það, að
upphengingin hefur að mínu viti
aldrei verið frísklegri og íjölþættari.
Mennimir, sem voru áður þekktir
fyrir að hengja allar myndir eftir
fastmótaðri reglu, þar sem óijúfan-
leg lög voru um bil á milli mynda
og hæð þeirra á vegg, sprengja nú
öll þessi lögmál á mjög hnitmiðaðan
og rökvísan hátt.
Þetta hefur afar mikið að segja
fyrir sýninguna í heild, og t.d. kem-
ur Guðmunda Andrésdóttir loksins
jafn sterkt fram og myndir hennar
verðskulda, enda er framlag hennar
ljómandi fallegt og myndir svo sem
„í gróandanum" (37) og „Vorljóð"
(39) em ákaflega lífræn málverk.
Málverk Kristjáns Davíðssonar
njóta sín mjög vel í upphengingu,
sem hefur yfir sér mikinn stígandi
og myndir hans „Flæðarmál" nr.
29 og 32, em magnþrungin verk.
Jóhannes Jóhannesson er með
óvenju litlar og látlausar mjmdir
að þessu sinni, en hann er í réttum
ham í einu stóm myndinni,
„Stemma" (5).
Valtýr Pétursson virðist ætla að
nálgast óhlutlæga málverkið aftur
og hefur strax fundið sig heima í
myndinni „Foss“ (8). Af landslags-
og sjávarmyndum Valtýs tók ég
best eftir myndinni „Eyjar“ (15).
Hafsteinn Austmann hefur sjaldan
átt heillegri myndaröð á samsýn-
ingu, og sem spannar klassískt
myndform frá hans hálfu svo sem
í myndinni „Hringferð" (18) til
mynda ljóðrænnar útfærslu og end-
umýjaðs litaskala, sem kemur fram
í verkunum „Hreyfing" (25) og
„Draugasaga" (26). Guðmundur
Benediktsson staðfestir stöðu sína
sem vaxandi myndhöggvari í
bronsskúlptúrunum nr. 47 og 49.
Septem-hópurinn ræktar með
ágætum frekar vanmetið hlutverk
nú á tímum bókmenntalegrar frá-
sagnar í málverki, er hver pensil-
stroka virðist tileinkuð goðafræð-
inni og helgast af henni, hversu
klasturleg sem hún nú er í lögun,
lengd og breidd.
Það þarf nokkuð til að vera læs
á hið innra, ósýnilega rými, er fram
kemur í mjmdum hins þroskaða
abstraktmálara og vera móttæki-
legur fyrir þeim skynrænu kennd-
um, er þar birtast og kristallast.
Og jafnvel þótt málarinn eða
myndhöggvarinn noti hlutlæg form
eða fígúrur í myndir sínar, þá er
það þetta innra ósýnilega rými, sem
á köflum hefur þau áhrif á jrfirborð-
ið, að það tekur á sig ýmsar mjmdir
efnis, samsetningar, hrynjandi, fyr-
irferðar og þyngdar sem máli
skiptir.
Rými upplifaðrar, eðlisborinnar
skynjunar...
Við parketleggjum landið
Reykjavík
Egill Árnason hf.
Parketval
T eppaland—Dúkaland
Akranes
Málningarþjónustan
Ólafsvík
Litabúðin
ísafjörður
Pensillinn
Blönduós
Kf. Húnvetninga
Sauðárkrókur
Kaupfélag Skagfirðinga
Ólafsfjörður
Kahrs
Kahrs
Kahns
Kahrs
Kahps
Kahrs
parket
Kahps
Kahps
Kahps
Kahps
Kahrs
Valberg
Akureyri
Teppaland
Húsavík
Borg trésmiðja
Egilsstaðir
Trésm. Fljótsdalshéraðs
Neskaup-
staður
Ársæll Guðjónsson
Höfn
KASK
Vestmanna-
eyjar
Brimnes
Hvolsvöllur
Kf. Rangæinga
Nú fæst
Kahrs
gæðaparket um
allt land
Keflavlk
Dropinn
Egill Árnason hf.
Parketval
Skeifunni 3, sími 91 -82111