Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 19

Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 19
vapr fl'ífTM'íTqrííí ?.r ímoAaTir.mfld aTaA.ifiMTio.fTOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Í9 Kristniboðsþing í Vatnaskógi Borgarfirði. HELGINA 4.-6. september sl. var haldið Kristniboðsþing hið 30. i röðinni í Vatnaskógi i Svínadal. Kristniboðsþing er aðalfundur Sambands íslenzkra kristniboða þar sem skýrsla stjórnar er lögð fram, skýrslur aðildarfélaga Kristniboðssam- bandsins, reikningar og laga- breytingar. Jafnhliða eru málefni kristniboðsstarfsins heima og erlendis rædd og kristniboðar, sem eru heima, segja frá starfinu i starfsmið- stöðvunum ytra. í skýrslu formanns Kristniboðs- sambandsins, Skúla Svavarssonar, kom fram m.a. að rekstur starfsins yrði sífelit dýrari ár frá ári. Fjár- hagsáætlun fyrir árið 1985 hljóð- aði upp á 5.850 þús. og fyrir yfírstandandi ár upp á rúmar 7,1 milljón króna. Undanfarin ár hefði verið halli á rekstri starfsins, en starfíð byggir algerlega á frjálsum framlögum til starfsins. Af þessum rúmum 7 milljónum, sem þarf á þessu ári vantar á milli 3—4 millj- ónir til að endar nái saman um næstu áramót. Tvenn kristniboðshjón eru ný- komin heim frá Eþíópíu, sem hafa verið að störfum þar. Eru engir kristniboðar frá íslandi starfandi þar eins og er. Starfíð heldur þó áfram með innlendum mönnum. í Kenýa eru ein kristniboðahjón að starfí og önnur eru að fara út eft- ir árs veru hér heima. Hefur starfíð í Kenýa vaxið mjög ört á undan- fömum ámm og má segja, að þar sé hagkvæm tíð núna til að sá Guðsorði, og því erfitt að neita fólkinu um hjálp vegna fjár- og mannfæðar. Karl J. Gíslason gerði stjóm Kristniboðssambandsins grein fyr- ir kristniboðaköllun sinni sl. vetur. Er hann ásamt fjölskyldu sinni við nám í kristniboðaskólanum Fjell- haug í Noregi. 15 ár ár em liðin síðan síðasta konan, Ingunn Gísla- dóttir, kom heim frá Eþíópíu. Þrátt fyrir síendurteknar fyrirspumir hefir ekki tekizt að hafa upp á neinni konu til þess að halda starfí hennar þar áfram. Kristniboðssam- FLEXON VESTUR-ÞYSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veitum þér allar tœknilegar upplýslngar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 — S. (91)20680 bandið þarf að vera komið upp á Norðmenn, hvað varðar starf hjúkmnarfræðinga í Konsó. Heimastarfíð hefur verið með hefðbundnum hætti. Hefur verið lögð áhersla á það að heimsækja sömu staðina ár eftir ár til þess að freista þess að tengjast þeim, sem kynnast starfínu. Var farið um Norð-Vesturland, Akureyri og nágrenni þess og Austurland fyrri hluta vetrar. Seinni hluta vetrar var farið á Snæfellsnes og um Suðvesturland. Á aðra staði er far- ið óreglulegar. í þessum ferðum kristniboðanna er starfíð kynnt í skólum, stofnunum og á vinnustöð- um, á samkomum, í kirkjum og í viðtölum við einstaklinga. Allt þetta starf er borið upp af frjálsum framlögum einstaklinga, stofnana og fyrirtækja, auk sam- skota á samkomum. Þar kemur langstærsta framlagið frá meðlim- um kristniboðsflokkanna og trú- föstum kristniboðsvinum. Kristniboðsflokkar eru starfandi á Akranesi.í Stykkishólmi, Skaga- fírði, á Akueyri, í Vestmannaeyj- um, Keflavík, Hafnarfírði og Reykjavík. Um 15 aðildarfélög eru að Kristniboðssambandinu auk styrktarfélaga. Kristniboðsþingið sóttu um 100 manns. í stjóm Kristniboðssam- bandsins eru Skúli Svavarsson Þingmenn á tröppum gamla skálans í Vatnaskógi. formaður, Stína Gísladóttir ritari, Siguijón Gunnarsson gjaldkeri, Jóhannes Tómasson varaformaður. Aðrir í stjóm em þeir Páll Friðriks- son, Kristín Möller og Haraldur Jóhannsson, sem kom nýr inn í stjómina á Kristniboðsþinginu. - pþ. lækkun •í íslcnskum kaitötliim \ Vegna mikillar og góðrar uppskeru lækkum viðverðiðá kartöflunum okkar um / Ágætiskartöflumar sem þú finnur í öllum verslunum í dag voru valdar, þvegnar og pakkaöar í morgun. Þess vegna vöknum við á sama tíma og bakararnir og stöndum vörð um neytendaþjónustu eins og hún gerist allra best. itlur fallegarígegn dreifingarmiðstöð matjurta Síðumúla 34 S: 68-16 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.