Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Hrísey: Borað eftir heitu vatni Á VEGUM Hríseyjarhrepps verð- ur borað eftir heitu vatni í eyjunni næstu daga. Hitaveita er í þorpinu, en mikil úrfelling er úr vatninu og hefur það verið til stórvandræða fyrir hitaveituna og íbúana. Guðjón Bjömsson sveitarstjóri segir að niðurstöður jarðfræðinga sem rannsakað hafa borunarmögu- leika í Hrísey gæfu góðar vonir um að gott heitt vatn fáist. Hann sagði að borað yrði skammt frá nauta- stöðinni, og byijað í næstu viku. Fyrst verða boraðar 1-3 rannsókna- holur og síðan ein virkjunarhola. Fyrirtækið ísbor hefur tekið verkið að sér og er kostnaður áætlaður tæpar 4 milljónir kr. Guðjón segir að mikil vandræði séu hjá hitaveitunni. Vatnið sé slæmt og heldur ekki nógu heitt. Þá séu fjárhagserfiðleikar. Hann Segir að ekki líði sá dagur að'ekki sé stífluð heimæð að einhveiju húsi. Það hefði í för með sér mikinn auka- kostnað fyrir hitaveituna og fólkið, auk þess sem ekki váeri hægt að verðleggja vatnið hátt þegar ástandið væri svona. Guðjón vonast til að nú sjáist fyrir endann á þess- um erfiðleikum með nýrri borholu. Bæjarsljórn veitir verðlaun BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt að greiða 250 þúsund króna verðlaunafé vegna Skákþings íslands í landsliðs- flokki sem fram fer á Akureyri á næstunni. Skákþingið verður haldið dagana 17. september til 2. október næst- komandi og er það liður í afmælis- haldi Akureyrarbæjar. Snjór niður undir bæi Akureyri. FYRSTI snjórinn í byggð á þessu hausti féll norðanlands- og aust- an í gær og vaknaði fólk á þessu svæði upp við það að nú er kom- ið haust. Fjöll við Eyjafjörð urðu hvít alveg niður undir bæi, en snjór náði ekki að festast á lág- lendi. Veður hefur farið kólnandi á norðanverðu landinu í norð-austan- áttinni sem verið hefur undanfama daga. í fyrrinótt breyttist úrkoman sfðan úr rigningu í snjókomu eða slydduél. Hálka var á fjallvegum í gær- morgun, til dæmis á Lágheiði, Öxnadalsheiði og Víkurskarði, en það stóð ekki lengi eftir að bílar fóru að aka þar um. Norðlendingar láta sér ekki bregða við þó svolítið vetrarlegt sé um að litast í bili. Segja að þetta sé eðlilegur hlutur á þessum árstíma. Þrátt fyrir þetta skot núna geti hann brostið á með blíðu og haldist þannig fram undir jól. Síðdegis í gær fór að birta til og er spáð björtu veðri norðanlands næstu daga — en hvort það stendur fram undir jól verður að koma í ljós. Hundasýning við Glerárskóla: Islenskir fjárhundar signrsælir UM ÞRJÁTÍU hundar tóku þátt í hundasýningu Hundaræktar- félags íslands á Akureyri á laugardag. íslenskur fjárhund- ur, Snotra, var valinn besti hundurinn á sýningunni. Snotra er 7 ára, undan Vöku og Hróa. Eigandi hennar er Kol- brún Kristjánsdóttir. í öðm sæti keppninnar varð íslenski fjár- hundurinn Bangsi, 5 ára. Eigandi hans er Kristín Sveinsdóttir. í þriðja sæti varð Elía, sem er Gold- en Retriever. Eigandi Katjana. Hundasýningin fór fram við Glerárskóla í heldur leiðinlegu veðri. Dómari var Öivind Asp frá Noregi. Hundamir á sýningunni voru af svæðinu frá Skagafirði að Húsavík. Þetta er í annað skipti sem Hundaræktarfélagið heldur sýningu á Akureyri. Fyrsta sýningin var haldin í Kjamaskógi í fyrra, í indælis veðri. Hundaeigendur á Norðurlandi eru nú að undirbúa stofnun svæð- isstjómar Hundaræktarfélags íslands til að annast félagsmál hundaeigenda, að sögn Róberts Friðrikssonar. Hrísey: Ferðamannastraum- urinn eykst stöðugt Ný ferjubryggja á Árskógssandi verður tekin í notkun á næstunni Morgunblaðið/HBj. Um 30 hundar og töluvert af fólki skemmti sér hið besta á hundasýningunni við Glerárskóla á laugardag. MIKIL aukning hefur orðið á straumi ferðafólks tU Hríseyjar á undanförnum árum. Aukning hefur einnig orðið á vöruflutn- ingum hjá Hríseyjarferjunni Sævari og eru Hríseyingar nú að athuga möguleika á kaupum á stærra skipi. Á Árskógsandi er verið að byggja nýja feiju- bryggju sem tekin verður í notkun síðar í haust. Hríseyjarferjan gengur á milli Arskógssands og Hríseyjar. Hún var smíöuð árið 1979, fyrst og fremst til fólksflutninga. Eftir að flóabáturinn Drangur hætti að sigla um Eyjafjörð bættust vöm- flutningamir við og er nú svo komið að ferjan annar ekki flutn- ingum á milli lands og eyjar þegar mest er að gera, að sögn Guðjóns Bjömssonar sveitarstjóra í Hrísey, en það er Hríseyjarhreppur sem gerir feijuna út. Guðjón segir að ný feija þurfí að vera hentugri til vömflutninga, þannig að vöm- flutningabílar geti ekið viðstöðu- laust um borð og frá. Guðjón segir að um síðustu mánaðamót hafí 33 þúsund far- þegar verið búnir að ferðast með Sævari, sem er 16% aukning frá fyrra ári, auk þess sem hún flutti nokkuð á þricýa þúsund tonn af vömm. Hann sagði að stöðug aukning hefði verið á flutningum undanfarin ár. I fyrra hefðu 37 þúsund manns tekið sér far með feijunni en í ár stefndi í að þeir yrðu 43 þúsund. Aðspurður um hvað ferðafólk sæktist eftir í Hrísey, nefndi Guð- jón að fólki þætti spennandi að fara í stutta sjóferð og komast út í eyju. Eyjan væri mjög gróin og fuglalíf mikið. Nautastöðin og veitingahúsið Brekka með galloway-steikumar hefði einnig aðdráttarafl. Hann sagði að flest- ir ferðamann fæm samdægurs í land, en nokkuð væri um að fólk gisti og færi það vaxandi. Hann sagði að töluvert væri um að hóp- ar kæmu í dagsferðir, til dæmis hópar af vinnustöðum, skoðuðu eyjuna og borðuðu nautasteik og fæm svo kannski út að skemmta sér á Akureyri um kvöldið. Vel smalaðist hjá Akur- eyrarbændum um helgina AKUREYRINGAR smöluðu fé sinu og réttuðu á laugardag. Talið er að um 1.700 fjár hafi verið dregið í dilka. Fé Akur- eyringa hefur farið fækkandi en talið er að um 3.000 fjár hafi komið af fjalli hér áður fyrr, þegar flest var. Fé Akureyrínga gengur á Glerár- dal, bæði syðri og ytri, og nágrenni. Að sögn Svanbergs Þórðarsonar, umsjónarmanns jarðeigna Akur- eyrarbæjar, fóm fjórir menn upp á föstudag og smöluðu dalbotninn og komu fénu af stað niður. Gangna- mennimir fóm síðan ríðandi snemma á laugardag og komu með féð í báðar réttimar um hádegið. Svæðið skiptist í tvennt. Sautján menn leituðu Glerárdal ytri ásamt Hlíðarfjalli og er það fé rekið í Gler- árrétt, sem er norðan ár. Á sama tíma smöluðu nítján menn syðri dalinn ásamt Súlnamýmm og fjall- inu og ráku í Jaðarsrétt, en það er aðalskilarétt Akureyringa. Smölun og réttir gengu vel að sögn Svanbergs og taldi hann að vel hefði smalast. Heldur fleiri menn hefðu verið sendir í göngum- ar og væri ætlunin að sleppa 2. göngum og fara síðan í eftirleitir eftir um það bil hálfan mánuð. Reitingur af fólki var í réttunum. Svanberg taldi þó að óvenju margt fólk hefði verið í Glerárrétt að þessu sinni. í hópi fjáreigenda em bæði bændur á lögbýlum og tómstunda- bændur. Sagði Svanberg að tóm- stundabændunum fækkaði og þeir sem eftir væm fækkuðu einnig fé sínu, enda væm mál þeirra manna sem ekki hefðu fullvirðisrétt í stöð- ugri óvissu. Börn og fullorðnir að starfi í Jaðarsrétt á laugardaginn. Morgunblaðið/HBj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.