Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 55

Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 55 Björn Arnórsson „Þessar úrklippur eru aðeins sáralítið brot af því f lóði, sem dundi á landsmönnum þessa viðburðaríku daga.“ Síðbúinn bandamaður En nú hefur BSRB borist óvænt- ur liðsauki, reyndar þremur árum of seint, en betra er seint en aldr- ei. I viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs segir forsætisráðherra Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins: „ .. . eftir verkfall opinberra starfsmanna haustið 1984, sem auðvitað varð að mestu leyti til vegna klúðurs af hálfu þess ráð- herra, sem fór með samningamálin í ríkisstjóminni, þá var óhjákvæmi- legt að ég gripi inní. Það gekk ekki þrautalaust." Mannlíf: „Þannig að þú ferð inn í ríkisstjómina tilneyddur, til að leiðrétta mistök Alberts Guð- mundssonar og koma honum burt úr fjármálaráðuneytinu?" Þorsteinn Pálsson: „Já, á vissan hátt. Ella hefði ég haldið mínu striki. Ég hefði lagt til strax í sept- ember 1984 að við reyndum að ná því sem kallað hefur verið „þjóðar- sátt“ og færðum fómir í ríkisfjár- málum til að það tækist. Þessu hafnaði fyrrverandi fjármálaráð- herra með öllu. Hann valdi leið átakanna. Það gat ég ekki sætt mig við sem flokksformaður." Hér er afdráttarlaust tekið und- ir það, sem forysta BSRB sagði á sínum tíma. Enginn fer ótilneyddur út í verkfall. Þetta er reyndar það sama og verkalýðsforystan hefur ætíð svarað andstæðingum sínum. Verkfoli eru alltof mikil fóm af hálfu félagsmanna til þess að nokkur maður geti leyft sér að efna til þeirra ótilneyddur. Nú liggur fyrir afdráttarlaus yfírlýsing þáverandi og núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins um það að hann horfði sáróánægður á þáverandi fjármálaráðherra neyða opinbera starfsmenn út í ein hörðustu verkfallsátök á íslandi mörg undanfarin ár. Verkfallið varð AUÐVITAÐ vegna aðgerða ríkisstjómar — HUN valdi leið átakanna — EKKI BSRB. Fjölmiðlar — Morgunblaðið Þeir eru margir fjölmiðlamir sem birta ofangreind ummæli Þor- steins Pálssonar þessa dagana. En munu fjöimiðlar — eins og t.d. Morgunblaðið — draga af þeim einhveija lærdóma. Ef ummæli flokksformannsins eru rétt, sem a.m.k. Staksteinar virðast ekki draga í efa, er þá ekki tímabært fyrir Morgunblaðið að gera gágn- rýna úttekt á eigin skrifum þessa örlagaríku haustdaga þar sem m.a. væri harmað að Morgunblaðið hafí kennt forystu og félagsmönnum BSRB um það sem var atvinnurek- andanum ríkisvaldinu og handhafa þess, fjármálaráðherra, að kenna? íþróttaf élag Mikla- holtshrepps lyfti- stöng félagsmála Borg í Miklaholtshreppi. _________ SNEMMA á þessu ári átti íþrótta- félag Miklaholtshrepps 50 ára afmæli. Stofndagur þess er 31. janúar 1937. Iþróttafélag Miklaholtshrepps hef- ur látið margt gott af sér leiða frá stofnun þess. Á stofnfundi þess gjörð- ist nálega allt ungt fólk í hreppnum stofnfélagar. Hefur sú þróun verið allan tímann frá stofnun þess að æska þessarar sveitar hefur starfað í félaginu og mörg árin af miklum krafti. Hæst ber fijálsíþróttir í starfí félagsins, þó voru nokkrir innan þess sem lengi héldu við glímunni. Aðstaða til æfínga var lengi bág- borin en nú er kominn íþróttavöllur við félagsheimilið Breiðablik og held- ur félagið þar æfíngar, einkanlega á sumrin. Nú í sumar hefur góður þjálf- ari frá Stykkishólmi komið eitt kvöld í viku til þess að liðsinna félögum íþróttafélagsins. Hafa þessar æfingar verið vel sóttar. Margt fleira mætti segja um sögu þessa félagsskapar sem verið hefur lyftistöng félagsmála og menningar fyrir sveit og hérað. Fyrstu stjóm félagsins skipuðu: Kristján Þórðarson, Miðhrauni, for- Morgur.blaðið/Páll Pálsson Laufey Bjamadóttir, Stakkhamri með farandbikar sem sérieyfis- bílar Helga Péturssonar hf. gáfu íþróttafélagi Miklaholtshrepps. maður, Sigfus Sigurðsson Hrísdal, ritari, og Stefán Asgrímsson, Borg, gjaldkeri. Núverandi stjóm skipa: Eggert Kjartansson, Hafstöðum, formaður, Ema Bjamadóttir, Stakk- hamri, ritari og Auðunn Pálsson, gjaldkeri. - Páll H . ........................ = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Tíu þúsund vörutegundir eru allra myndarlegasta úrval, finnst þér ekki? Þú getur verið viss um að finna hjá okkur, fljótt og auðveldlega, einmitt hlutinn sem þig vantar fyrir heimilið, húsið eða tómstundirnar. Byggt og búið er verslunin fyrir þig - skemmtílcgU verslunin í Kringlunni. K R I N L U N N I Höfundur er hagfræðingur BSRB. J AUKhf. 10.86/SÍA _________________________________________________________________________________I ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.