Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 57 Framleiðslusljórnun í kart- öfluræktinni er sjálfsögð Kartöflur hafa sjaldan eða aldrei verið betri en nú. eftirAgnar Guðnason Það má gera ráð fyrir miklum sviftingum á kartöflumarkaðnum á næstu mánuðum. Framleiðslan í haust getur orðið um helmingi meiri en salan hefur verið hjá helstu af- urðasölufélögum og heildverslunum á síðastliðnum tveim árum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skráð sala verið að jafnaði um 420 tonn á mánuði. Utan höfuðborgar- innar eru það verksmiðjumar á Svalbarðseyri og í Þykkvabæ sem taka á móti umtalsverðu magni af kartöflum, en það hefur verið mest um 180 tonn á mánuði. Mér finnst trúlegt að um 70—80% af kartöflusölunni fari um hendur þeirra aðila, sem greint hef- ur verið frá hér að framan. Ef við reiknum með að 20—30% af verslun með kartöflur fari fram hjá heildsöl- um og afurðasölufélögum, þá hefur umsetning á kartöflum ekki verið meiri en 750—850 tonn á mánuði, þegar salan hefur verið í hámarki. Ef tekið væri mið af greiðslu lög- boðinna gjalda til Framleiðsluráðs landbúnaðarins af sölu kartaflna kemur annað í ljós. Það sem er greitt til Framleiðsluráðs jafngildir aðeins um 400 tonna sölu á mán- uði. Þeir eru orðnir æði margir sem svíkjast um að greiða lögboðin gjöld. Verður umframfram- leiðslan 8.000 tonn af kartöflum? Miðað við sölu á kartöflum árin 1985 og 1986 má gera ráð fyrir að bændur verði með í geymslum að uppskerustörfum loknum í haust um 8.000 tonn af kartöflum, sem ekki er markaður fyrir. Því miður virðast ekki vera mikl- ar líkur á að hægt sé að nýta þessar umframkartöflur hér innanlands. Það má nefna að svínabændur hafa ekki haft áhuga á að hirða úrgangskartöflur hjá afurðastöðv- unum, þótt þeim hafí staðið til boða að fá þær ókeypis. Sumir halda að það sé hagstætt að brugga úr kartöflum og fá vínanda sem orkugjafa á vélar eða vímuefni handa mannfólkinu. „Því miður er hver höndin upp á móti ann- arri o g sáralítil sam- staða nema þá í smáhópum, sem reyna að grafa hver undan öðrum.“ Það hefur dregið mikið úr notkun kartaflna til vínandaframleiðslu, það er helst í Hollandi og á hinum Norðurlöndunum sem kartöflur eru notaðar þannig. Þeir vínandafram- leiðendur sem bundnir eru af samningum við kartöflubændur vilja sennilega flestir losna undan þeirri kvöð. Því mun ódýrara er að framleiða vínanda eftir öðrum leið- um, jafnvel þótt kartöflumar kostuðu sama og ekki neitt. Við höfum raunverulega aðeins um þrennt að velja til að auka sölu á kartöflum eða losna við hluta af umframleiðslunni. Fyrir það fyrsta: Það þarf að banna innflutning á unnum kartöflum. í öðru lagi má auka neysluna með auglýsingum, uppskriftabæklingum og áróðri fyr- ir aukinni neyslu á þessari hollu og góðu fæðu sem kartöflur eru. í þriðja lagi mætti reyna útflutning. Hér á landi em ræktaðar mjög góðar matarkartöflur. í Norður- Noregi þekkja neytendur Gullauga og er það afbrigði hátt skrifað og eftirsótt. Hringrot í kartöflum setur okkur í nokkum vanda. í mörgum löndum er bannað að flytja inn kartöflur frá landsvæðum þar sem hringrot hefur fundist í kartöflum. Margir kartöflubændur hér á landi rækta heilbrigðar kartöflur, sem lausar em við hringrot, það yrði að velja frá þeim til útflutnings. Á hinum Norðurlöndum er verð á kartöflum hæst í Noregi. Þar var heildsöluverð fyrir þrem vikum nkr. 1,64 á kg, sem svarar til ísl.kr. 9,50 á kg. Hugsanlega mætti komast að samkomulagi við skipafélögin um flutningsgjaldið allt niður í 6—7 kr. á kg. Verðið hefur heldur lækkað í Noregi síðustu daga, fyrstu vikuna í september var það aðeins nkr. 1,40 á kg. Þetta dæmi er kannski ekki ósvipað og útflutningur á kindakjöt- inu til Japans. Ef verðið tvöfaldaðist í Noregi, þá væri útflutningur á kartöflum þangað alls ekki slæmur kostur. Kartöflubændur gera þá ráð fyr- ir að fá hluta af útflutningsbótun- um. Er hægt að auka neysl- una innanlands? Það er að sjálfsögðu hægt, en það kostar vinnu og peninga. Ef kartöflubændur láta ekki fijáls- hyggjupúkana spilla meira fyrir sér, þá er aldrei að vita nema þeir geti náð saman aftur. Þvf miður er hver höndin upp á móti annarri og sáralítil samstaða nema þá í smáhópum, sem reyna að grafa hver undan öðrum. Ef reiknað er með að heildarsala í 12 mánuði verði 9—10 þúsund tonn og eigin ræktun til heima- neyslu sé um 1.500 tonn, þá er meðalneysla á ári ekki nema 42—46 kg á hvem íbúa. Lengi vel hefur meðalneysla hér á landi verið talin um 64 kg á hvert mannsbam. í Bretlandi var meðalneysla fyrir um 10 árum um 80 kg á hvem íbúa. Árið 1985 var hún komin í 105 kg á íbúa. Það hafði tekist að auka neysluna með vel skipulagðri markaðsstarfsemi á vegum sam- taka kartöflubænda. Margir nýir réttir hafa séð dagsins ljós þar í landi, þar sem kartöflur hafa verið nokkuð stór þáttur í matargerðinni. Vinsæll forréttur á mörgum veit- ingahúsum austan og vestan hafs er djúpsteikt kartöfluhýði. Þá er farið að selja vestur í Bandaríkjun- um kartöfluhýði með mismunandi bragðefnum sem „partý“-snarl. Markaðsnefnd kart- öflubænda Skynsamlegast væri eins og mál- um er nú háttað að afnema með öllu sjóðagjöld af seldum kartöflum. í þess stað ætti að taka upp ræktun- argjald, sem innheimt yrði hjá kartöflubændum í hlutfalli við stærð garðlanda. Með lögum og reglugerð þarf að koma á Markaðs- nefnd kartöflubænda, sem hefði það hlutverk m.a. að úthluta leyfum til ræktunar kartaflna, sem eiga að fara í sölu. Jafnframt hafi markaðs- nefndin umsjón með allri auglýs- inga- og kynningarstarfsemi, sem beinist að neytendum. Markaðs- nefndin fái ein til umráða þau gjöld sem innheimt verða hjá kartöflu- bændum. Þeir framleiðendur, sem ekki greiða tilskilin gjöld af garð- löndum sínum, eiga að missa réttinn til sölu á kartöflum og auk þess á að vera hægt að sekta slíka lög- bijóta. Það er svo sjálfsagt að hafa stjóm á framleiðslu kartaflna að það ætti ekki að þurfa að veltast fyrir mönnum í lengri tíma. Það væri eitt af verkefnum Mark- aðsnefndarinnar að ákveða heildar- stærð kartöflugarða hjá þeim bændum sem rækta kartöflur til sölu. Gera má ráð fyrir að saman- lögð stærð á kartöflugarði megi ekki fara yfír 1.000—1.200 ha hjá þeim er rækta kartöflur til sölu. Markaðsnefndin verður að hafa ótvíræðan rétt til úthlutunar á leyf- um til ræktunar kartaflna til sölu. Allir, sem þess óska, eiga að sjálf- sögðu að hafa rétt til að rækta sínar eigin kartöflur og miða þá við há- marksstærð garðlands sem ekki væri tekið af ræktunargjald, t.d. 300 m2 garð gæti verið hæfílegt að miða við. Ég veit að flestir kartöflubændur era mjög óánægðir með ástandið í sölumálum og þeir viðurkenna flest- ir að þörf sé á breytingu. Vonandi bera þeir gæfu til að ræða saman og vinna síðan í sátt og samlyndi að góðri lausn þess öngþveitis sem sölumálin era og hafa verið í að undanfömu. Höfundur er yfirmatsmaður garðávaxta. Höfum opnað að Laugavegi 101 J Horn Snorrabrautar J og Laugavegs J Höfum opnað aði LaugavegilOl I Horn Snorrabrautar / ogLaugavegs /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.