Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Stykkishólmur:
276 nemendur hefja
nám í grunnskólanum
StykkishólmL
GRUNNSKÓLINN í Stykkis-
hólmi var settur í sal skólans
föstudaginn 4. september.
Skólastjórinn Lúðvíg Halldórs-
son, sem nú byrjar sitt 23 ár í
skólastjórn og 33. sem kennari
hér í Stykkishólmi, setti skólann
um leið og hann minnti nemend-
ur á gildi lifsins og að fara vel
með þau auðæfi til sálar og
líkama sem þeir byggju yfir.
Lúðvík minntist á frið og þýð-
ingu hans í mörgum myndum og
vitnaði til ágæts erindis sem Vil-
bergur Júlíusson skólastjóri flutti
á fundi Rotaryklúbbs Stykkis-
hólms fyrir skömmu. Þá gat hann
um reglur skólans, en sterkustu
reglumar væru þó skráðar í sam-
visku hvers nemanda og þeim
reglum væri gott að hiýða. Lengst-
an kennaraferil hér við skólann
hafa nú skólastjóri og Ingveldur
Sigurðardóttir. Þetta meðal ann-
ars sýnir hversu skólinn hér hefír
verið héppinn með kennara. Marg-
ir hafa fylgt honum um áraraðir
og aðrir í tugi ára.
Gunnar Svanlaugsson yfírkenn-
ari greindi svo nemendum frá
tilhögun skólastarfs í vetur og
minnti hvem bekk á sitt svið og
umsjónarkennarar tóku svo hver
við sínum bekk. í skólanum eru 9
bekkjardeildir eins og áður, auk
framhaldsdeildar. í skólanum
starfa í vetur yfír 20 kennarar.
Þrír kennarar hættu störfum og
ijórir bættust í hópinn og gekk
ágætlega að ráða í lausar stöður.
276 nemendur stunda nám við
skólann í vetur. Eins og áður er
i
Morgunbladið/Árni Helgaaon
Frá setningu grunnskólans sem fram fór í sal skólans.
kennt á tveim stöðum, í gamla
skólanum og svo hinum nýja sem
reynist með ágætum í alla staði.
Starfsfólk skólans verður eins og
áður og þar mun engin breyting
á verða.
Þess skal svo geta að í tengslum
við skólann starfa bamastúkan
Björk og stúkan Helgafell og
Umf. Snæfell.
í fyrra tókst nemendum að úti-
loka allar reykingar nemenda úr
skólanum og hafa þeir hug á að
eins verði á þessu skólaári.
— Arni
Meðlimur I Félagi íslenskra listdansara og Danskennarasambandi Islands
Ein af myndum Páls Stefánssonar í dagatalinu.
Iceland Review:
Islandsdaga-
tal komið út
ÚT ER komið íslandssdagatal
fyrir árið 1988 hjá Iceland Revi-
ew.
Dagatalið prýða tólf myndir frá
Vestflörðum sem ljósmyndari tíma-
ritsins, Páll Stefánsson hefur tekið.
Hann hefur leitað víða fanga og á
dagatalinu eru myndir af landslagi,
fólki og fénaði, úr atvinnulífí og frá
þéttbýlisstöðum.
mmsimAu
er hægt að breyta innheimtuað-
ferðinni. Eftir það verða áskrift-
argjöldin skuldfeerð á
viðkomandi greiðslukortareikn-
ing mánaðarlega.
SÍMINN ER
691140
691141
Láttu okkur í JVýjabæ sjá um
matseldina á mcðan þú verslar
Nú getur þú fengið heitan og Ijúffengan heimilislegan mat handa allri fjöl-
skyldunni þegar þú verslar í Nýjabæ við Eiðistorg. Þannig sparar þú tíma og
fyrirhöfn, sem fylgir því að elda í hádeginu eða að loknum löngum og ströng-
um vinnudegi.
Við erum alltaf að auka þjónustuna og nú er opið hjá okkur frá Id. 9 til 19
mánudaga tíl fimmtudaga, tfl kl. 20 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á
laugardögum.
VÖRUHÚSIÐ E/Ð/STORG/
GOTT FÖLK / SÍA