Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Einkofa,
Eyrarbakka,
lést 13. september í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Friðrik Steindórsson,
Kjartan Þorleifsson, Kristfn Kristinsdóttir,
Þórey Þorleifsdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir okkar,
BALDUR BJARNASON
magister,
lóst á Sólvangi 11. september.
Unnur Bjarnadóttir,
Erla Bjarnadóttir,
Auður Bjarnadóttir.
t
Eiginkona mín,
BRYNHiLDUR ÓLAFSDÓTTIR,
andaðist í Landspítalanum 13. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Þorsteinn Magnússon.
t
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi,
EINAR INGVAR JÓNSSON,
Álftamýri 50,
lést 29. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Katrin Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir minn,
ÍVAR GÍSLASON
húsasmíðameistari
frá Haugi i Gaulverjabœjarhreppi,
lést í Borgarspítalanum laugardaginn 12. september.
Jóhann Viðar ívarsson.
t
Móðir okkar og tengdamóöir,
JÓHANNA MARTEINSDÓTTIR
frá Fáskrúðsfirði,
andaðist 11. september.
Edith og Þórður Jóhannesson.
t
Faðir okkar,
KARL ÁSGEIRSSON
sfmrftari,
frá Akureyri,
andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans iaugardaginn 12. september.
Ragnar Karlsson,
Ásta Karlsdóttir,
Ásgeir Karlsson.
t
Ástkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS INGÓLFSSON,
lóst ( Landspftalanum 13. september.
Sigurbjörg Guðvarðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir mín,
SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR,
áður Goðatúni 7,
Garðabæ,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 12. september.
Gunnar Páll Jakobsson.
Pétur Þór Magn-
ússon Minning
Fæddur 22. mars 1957
Dáinn 5. september 1987
Elsti sonurinn í Einilundi 1 er
dáinn, aðeins þrítugur að aldri.
Hann hét Pétur Þór. Hann var
myndarlegur á velli, vinmargur og
vinfastur, heill í öllu, er hann tók
sér fyrir hendur. Lagði lóð á vogar-
skálar þeim megin, sem honum
þótti rétt, þó það hefði í för með
sér óþægindi fyrir hann sjálfan.
Strax á unga aldri komu í ljós per-
sónutöfrar, sem opnuðu honum
leiðina að hjarta þeirra, sem hann
umgekkst. Hann kunni því líka vel
að vera elskaður og dáður. En það
voru heldur ekki margir, sem voru
glaðari, hlýiri og hugulsamari en
Pétur Þór. Ég fann svo vel þessa
hlýju, sem stafaði frá honum. Þessi
ungi maður á hraðbraut nútímans
gaf sér tíma til að senda mér,
frænku úti í bsé, kort á jólum og
físk úr róðri.
Hann gekk glaðbeittur til móts
við lífíð og tilveruna. Hann giftist,
hann eignaðist afkomendur, hann
skildi. Hann stundaði ýmis störf til
sjós og lands, einkum til sjós og
það gaf á bátinn hjá honum. En
alltaf var hann sami góði Pétur,
fylginn sér og einbeittur við allt,
sem hann tók sér fyrir hendur.
í sumar var hann bflstjóri hjá
Guðm. Jónassyni í hálendisferðum,
þar naut hann sín sérlega vel, úr-
ræðagóður, duglegur og góður
enskumaður. Skemmtilegur og vin-
sæll hefur hann verið, ef dæma
má að þakkarkortum frá ánægðum
farþegum.
Hin stóra fjölskylda hans syrgir
hann og við geymum öll minningar
um hann, hver fyrir sig og biðjum
honum fararheilla og þökkum sam-
fylgdina. A þessari stundu hugsum
við sérstaklega til bamanna hans,
foreldra og systkina, einnig móður-
foreldra hans, Péturs og Guðríðar
og biðjum þeim öllum blessunar
Guðs. Einnig sendum við innilegar
samúðarkveðjur til allra, sem bera
söknuð í bijósti við fráfall þessa
góða drengs. Blessuð sé minning
hans.
Guðrún Pétursdóttir
Þegar kær vinur fellur frá vakna
margar spumingar og rót kemur á
tilfinningamar.
Sá sannleikur að eiga ekki eftir
að sjá hann Pétur minn né heyra
er erfítt að sætta sig við, það er
svo margt ósagt og ógert.
Pétur var mörgum góðum kost-
um búinn, hann var fallegur, hlýr
og það var auðvelt að láta sér þykja
vænt um hann. Hann bæði kenndi
mér og gaf mér margt sem er mér
ljúft veganesti.
Mig langar að þakka Pétri fyrir
þær stundir sem við áttum saman
og litla ljósið, son okkar, sem verm-
ir minninguna um góðan dreng. Það
er sárt að litlu fallegu bömin hans
fái ekki notið pabba síns, en hann
verður hjá þeim á annan hátt.
Ég votta litlu strákunum hans,
þeim Leon og Magnúsi, fjölskyld-
unni Einilundi 1, ömmu og afa í
Miðleiti mína innilegustu samúð og
megi góður guð styrkja þau öll á
þessari erfíðu stundu.
Kata
Hóglega hæglega
á hafsæng þýða,
sólin sæla!
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himin-brautir
för þín farin
yfir frjóvga jörð.
Mér kom í hug fyrsta erindi Sól-
setursljóða Jónasar Hallgrímssonar
er ég minnist systursonar míns,
Péturs Þórs Magnússonar, er lést
svo sviplega 5. september sl., langt
um aldur fram.
Pétur Þór fæddist 22. mars 1957
á Akureyri. Fyrstu árin ólst hann
upp hjá afa sínum og ömmu, þeim
Pétri Sigurðssyni og Guðríði Krist-
jánsdóttur. Alla tíð síðan var Pétur
Þór augasteinn þeirra. Foreldrar
Péturs era þau Ingibjörg Péturs-
dóttir og Magnús Karl Pétursson,
Einilundi 1 í Garðabæ.
Kynni mín af Pétri Þór hófust
er hann kom vestur í Grandarfjörð
komabam og hef ég æ síðan fylgst
með honum, uppvexti hans,
bemsku, unglings- og manndóms-
áram. Þótt margt hafí drifíð á daga
frænda míns, bæði súrt og sætt, á
ég engar minningar um hann aðrar
en góðar. Engan mann hef ég þekkt
sem var jafn greiðvikinn og hjálp-
samur. Pétur var alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd ef þess þurfti
með. Bjartsýni var honum í blóð
borin, hversu þanglega sem stund-
um virtist horfa hjá honum.
Oft þegar hann kom af sjónum
heimsótti hann okkur hjónin með
físk í farteskinu. Þá settist hann í
eldhúskrókinn, þáði kaffísopa og
spjallaði um heima óg geima, kátur
og bjartsýnn.
Viðkynningu við góðan dreng
þakka ég og fjölskylda mín.
Að lokum sendi ég bömum Pét-
urs Þórs, foreldram, systkinum, afa
og ömmu, svo og öðram vinum og
vandamönnum, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigrún Pétursdóttir
t
Maöurinn minn,
STYRKÁR GUÐJÓNSSON
fráTungu,
Miklubraut 76,
lést 12. september.
Unnur Sigfúsdóttir.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
FELIX PÉTURSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
15. september kl. 13.30.
Hörður Felixson, Kolbrún Skaftadóttir,
Bjarni Felixson, Álfheiður Gísladóttir,
Gunnar Felixson, Hilda Guðmundsdóttir.
t
Faðir minn, tengdafaöir og afi,
KRISTINN HELGASON,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
16. september kl. 13.30.
Guðlaug Elfsa Kristinsdóttir,
Nanna Snædal,
Jakob Bjarnar, Atli Geir og Stefán Snær Grétarssynir,
Maria Anna Þorsteinsdóttir og synir.
t
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SONJU GÍSLADÓTTUR
hjúkrunarkonu,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 10.30.
Eva Geirsdóttir,
Jón Geirsson,
Sturla Geirsson,
Þóra Geirsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SVEINN V. ÓLAFSSON
hljóðfæraleikari,
Sigtúni 29,
verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17. septem-
ber kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim
sem vildu minnast hins látna er bent á líknarfélög.
Hanna Sigurbjörnsdóttir,
Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers,
Sigurbjörn Sveinsson, Elfn Ásta Hallgrfmsson
og barnabörnin.