Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 68

Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 \ e ... að brosa sem blíðast. TM Reg. U.S. PaL ON.-all rigMa reservad © 1986 Los Angeles Times Syndicate ást er... Það varst þú sem vildir fara á græmnetisveitmga- stað! HÖGNIHREKKVÍSI hlXtOAI 05S SJÁ . . AMPÖe>ARGir?P|N<3 ?? 4 Það er sorg’legt þeg- ar trúin er afskræmd Heiðraði Veivakandi. Það eru orð í tíma töluð, sem prestur sagði í útvarpsmessu frá Hólahátíð þann 30. ágúst. Hann tók þar fyrir í ræðu sinni myndir sem sjónvarpsstöðvamar hafa verið að sýna af trúflokkum í Bandaríkjun- um. Eins og alltaf þegar villst er af vegum sannrar trúar koma svona og þvílík fyrirbæri fram. Kannski eru þessar sýningar þarfar til að vekja sanna guðstrú af svefninum. Það er sorglegt þegar trúin er þann- ig afskræmd sem raun ber vitni og villutrúarhópum skuli vaxa fylgi. Þessir hópar eru samansafn fólks sem tekið hefur sér til fyrirmyndar ævafoma siði villimanna sem upp- hófu tiylltan dans í upphafi árásar- ferða og stríðs milli ættbálka sem börðust um völd og áttu stöðugt í eijum sín í milli. Nú eru þessir dansar magnaðir með ýmsum tiltælq'um, jafnvel eit- urlyQum. Þessir gömlu siðir eru nú uppfærðir í trúarathöfn og villtan dans sem stuðlar að villtu æði sam- anber bítlaæði, þó það væri nú tiltölulega saklaust. Oftast er byij- að með einum útvöldum leikara sem er nógu fær að draga aðra í dans- inn og þá er tilganginum náð og söfnuðurinn telur sig þá hafa öðlast kraft frá æðra veldi. Þetta þykir spennandi nú á tímum öfganna, að fá útrás með þessu móti. Það er skammt öfganna milli því þetta kemur fram í leiklist nútím- ans, ekki síst okkar íslendinga þar sem hún er gerð sem trylltust og öfgafyllst sem.kæfír alla fyndni. Sama er að segja um kvikmynda- gerðina. Það er hreint ótrúlegt hvað er hægt að komast langt í kvik- myndagerð sem ætluð er bömum og gera þær sem ægilegastar og gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrr en ég fór að sjá bamamyndim- ar á Stöð 2, þær vom fáar áður en hún kom til og miklu skaplegri. Ég tel að þetta sé háskalegt fyr- ir böm, þetta tryllir og deyðir saklausar bamssálir, alltaf er það illa á ferðinni, tryllir og drepur. Böm gera sér ekki grein fyrir því að þetta sé leikur, hljóta að taka þetta alvarlega og hugur þeirra fyllist einhveiju ægilegu. Þetta er alls ekki við hæfí bama. Fullorðnir geta skilið að ekkert mark er tak- andi á þegar þessar ófreslqur em á ferð, tortíma og em drepnar og eytt með öllum mögulegum aðferð- um en rísa svo oftast upp aftur jafn sprækar eftir sem áður. Böm fylgjast ekki með texta að gagni fyrr en komin em á skólaald- ur og oft ótakmarkað samt og gera sér ekki grein fyrir því þó oftast séu góðu verumar sigurvegarar. Þörf er á að fræða lítil böm þetta varðandi, annars geta hugir þeirra þróast til hins illa. Kvikmyndagerðin er herfílega misnotuð og getur verið andstyggi- legt fyrirbrigði, þó hægt sé að fyllast spennu yfír því hvemig at- burðarásinni lyktar. Oftast er dregið fram það ljóta og illa í kvik- myndagerðinni og mér fínnst þær sífellt vera að verða grimmdarlegri og dregið er fram það alljótasta sem upphugsanlegt er. Mikil nauðsyn er að stoppa sjón- varpsstöðvamar meðan á messu stendur í ríkisútvarpinu, ellegar flytja messur í sjónvarpsstöðvunum á sama tíma. Það mætti skipta kristilegu efni milli stöðvanna og þá fyrir böm og fullorðna eftir sam- komulagi þeirra. Ég veit að prestar og fleiri væm fúsir að vinna að slíku framtaki. Til em þeir sem nýlega hafa komið fram í fjölmiðlum, sem halda því fram að kristin trú sé sefjun. Þetta er alrangt. Svo er þessu bara látið ósvarað af viðmælendum. Út- varp og sjónvarp á íslandi, verið vakandi. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættínum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga tíl föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptíngar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni tíl þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því tíl lesenda blaðsins utan höf uðborgarsvæðisins, að þeir látí sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum Víkverji skrifar Hvaladeilan virðist ætla að fá far- sæl endalok eftir að Bandaríkja- menn lögðu fram málamiðlunartill- tögu í anda hugmynda íslenskra ráðamanna um lausn á þessari deilu. Vísindaveiðar íslendinga eru þar við- urkenndar í aðalatriðum enda þótt veiðikvótinn verði skorinn talsvert niður frá upprunalegum áætlunum Hafrannsóknaretofnunar og jafn- framt er gert ráð fyrir að íslendingar og Bandaríkjamenn hafí með sér nánara samstarf innan vísindanefnd- ar Alþjóða hvalveiðiráðsins en áður. Innan ráðsins hafa fulltrúar þessara vinaþjóða verið í forevari fyrir algjör- lega andstæðum fylkingum — íslend- ingar fyrir hvalveiðiþjóðunum en Bandaríkjamenn fulltrúar hvalfriðun- areinna. Náist samkomulag um þessa málamiðlunartillögu milli þjóðana, eins og flest bendir til, er jafnframt úr sögunni sú hætta að Bandaríkja- forseti staðfesti viðskiptabann á íslendinga. Vonandi verður nú eftirleiðis sæmi- legur friður um hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni eða þar til rannsóknim- ar hafa leitt í ljós traustari vitneskju um stærð hvalastofnsins hér í Norð- ur- Atlantshafi og hvereu mikið óhætt er að veiða úr honum. Vafalaust munu þó samtök fríðunarmanna halda áfram áróðri gegn hvalveiðum íslendinga en andóf þejrra verður óneitanlega máttlausara, þegar þeir njóta ekki lengur eindregins stuðn- ings Bandaríkjastjómar innan Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Það má því e.t.v. segja að íslendingar hafí unnið enn einn vamareigurinn í þessu erfíða máli. Aróðurestríðið er hins vegar vafalítið löngu tapað og varla verður nein breyting þar á fyrr en unnt er að leggja fram óyggjandi vísindalegar sannanir fyrir því að stærð hvala- stofnins sé næg til að þola þessar veiðar. Jafnvel þá má reikna með að friðunarmenn muni áfram beijast gegn hvalveiðum á hreinum tilfínn- ingagmndvelli — en auðveldara verður að vfkja sér undan þeirri at- lögu ef rökin fyrir eðlilegri nýtingu auðlinda okkar em skotheld. Einhvem tíma heyrði Vfkveiji kanadfskan vísindamann, sem fengist hefur við hvalarannsóknir í Hvalfirði, fullyrða að efnahagslegt tjón íslend- inga af því að loka hvalstöðinni í Hvalfirði væri svipað því og ef starf- semi Boeing-flugvélaverksmiðjanna í Bandaríkjunum væri stöðvuð og Kanadamaðurinn hélt því fram að heldur betur myndi heyrast hljóð úr homi þar vestra ef þetta gerðist vegna utanaðkomandi þrýstings. Sé þessi samlfking rétt, þá er sjálfsagt að reyna að koma henni til skila — en fyret þurfum við að geta sagt með vissu að ekki sé um ofveiði á hvölum að ræða. XXX Eiður Guðnason, alþingismaður og útvarpsráðsmaður, birti þarfa ádrepu um málfar f ljósvakamiðlun- um nú fyrir helgina og kom með fjölda dæma um hinar einkennileg- ustu ambögur sem útvarps- og sjónvarpsfólk hefur misst út úr sér í fréttum og dagskrárþáttum undan- farin misseri. Eiður hvetur síðan útvarps- og sjónvarpsstjóra til að hafa málfarslegan metnað fyrir hönd þeirra mikilvægu stofnana sem þeir stýra og einnig flytjendur til að vanda mál sitt, m.a. með lestri góðra bóka, Undir þetta skal heilshugar tekið. Hins vegar þurfa prentmiðlamir ekki sfður að halda vöku sinni heldur en Ijósvakamiðlamir, þar á meðal Morg- unblaðið. í því mátti til að mynda lesa harla einkennilega beygingu á orðinu Flugieiðir, því að í fyrirsögn á frétt einni f blaðinu stóð á dögunum stómm stöfum: „SAS þrýstir á Flug- leiði." Af þessarí fyrirsögn að dæma er engu líkara en þetta ágæta fslenska flugfélag sé orðið grafreitur á flugi — sem það er auðvitað ekki. XXX Hlutskipti pólskra lögreglumanna er ekki öfundsvert, ef marka má eftirfarandi gamansögu sem er sögð ganga þar f landi. Lögreglumaður var á gangi í Var- sjá þegar hann sá fjölbýlishús standa í ljósum logum og hljóp á vettvang. Þegar hann kom að byggingunni var honum sagt að bam værí lokað inni í húsinu á efstu hæðinni. Lögreglumaður brá slq'ótt við, braust upp tíu stigapalla og leitaði um allt að baminu. Þá var hrópað til hans neðan af götunni að slökkvi- liðsmenn væm búnir að bjarga baminu. Til allrar ólukku var þá stigagang- urinn orðinn alelda, svo að lögreglu- maðurínn komst ekki niður þá leiðina. í örvæntingu sinni hljóp lögreglumað- urinn út á svalir og hrópaði á hjálp. Engill birtist af himnum ofan og sagði: „Stökktu, ég mun bjarga þér.“ Lögreglumaðurinn stökk fram af svölunum og hrapaði til bana. Þegar hann kom litlu síðar að Gullna hliðinu, leit Lykla-Pétur í skjótheitum yfír æviskrá lögreglu- mannsins og sagði: „Þetta lítur nú ekki alltof vel út — sjálfsvfg er alvar- legt mál.“ Lögreglumaðurinn mótmælti og sagðist einungis hafa stokkið vegna þess að engill hefði mælt svo fyrir. Lykla-Pétur var vantrúaður og sagði: „Énglamir em hér allir að baki mér. Ef þetta er satt, bentu mér þá á hann.“ Lögreglumaðurinn leit yfir fylkinguna og þekkti þegar hinn seka. „Þama er hann“, sagði hann. Lykla-Pétur benti þá ógnandi með fíngrinu og sagði strangur: „Popiel- uszko — þetta er þriðji lögreglumað- urínn það sem af er þessarí viku.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.