Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
71
Fljótamenn fá
nýstárlegan bát
Siglufirði.
NÝR trefjaplastbátur var sendur
frá Siglufirði tíl Reybjavíkur um
helgina. Hann verður til sýnis á
alþjóðlegu sjávarútvegssýning-
unni sem þar hefst um næstu
helgi. Þetta er dekkbátur með
tvöföldum skrokk og er hann
fyrsti bátur sinnar tegundar hér
á landi.
Báturinn var smíðaður fyrir
Fljótamenn. Um smíðina sáu
Treíjaplast á Blönduósi, Jón og
Erling vélaverkstæði á Siglufirði,
Berg hf. á Siglufírði, sem sá um
trésmíðavinnu og Rafbær, sem sá
um raflagnir.
Báturinn er 9,5 tonn að stærð
og er skráður í Haganesvík. Bænd-
ur þar hyggjast nú hefja útgerð,
en þetta er fyrsti dekkbáturinn sem
skráður er í Haganesvík í langan
tíma.
M.J
Víkurberg SK 72
fer frá Siglufirði
Morgunblaðið/Matthlas Jóhannsson
Vestmannaeyjar:
Landakii'kja
styrkir
kirkju-
byggingu
Isfirðinga
Vestmannaeyjum.
Aðalsafnaðarfundur Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum var
haldinn 6. september sl. Á
fundinum var samþykkt sam-
hljóða tillaga þess efnis að
styrkja kitjubuggingarsjóð ís-
firðinga með 100.000 krónum.
í viðtali við Morgunblaðið
sagði Ágúst Karlsson, gjaldkeri
Landakirkjusafnaðar: „ísfirðing-
ar eiga um sárt að binda vegna
bruna ísafjarðarkirkju. Það er
sárt að missa kirkjuna sína og
það er auðvitað mjög dýrt að
byggja. Við viljum því sýna ís-
fírðingum samhug okkar með
þessu framlagi.“
Ágúst sagði að töluverðar
framkvæmdir hefðu verið við
Landakirlqu síðastliðið ár. Kirkj-
an hefði verið sandblásin og
húðuð með varanlegu efni. Skipt
hefði verið um gler og gluggaí
kirkjuskipi og búið væri að ganga
frá fullkomnum hljóðupptöku-
tækjum í kirkjunni. Þá hefði verið
ákveðið að ganga frá brunavam-
arkerfí í kirkjunni.
Á aðalfundinum kom fram
mikill áhugi á að farið yrði út í
byggingu safnaðarheimilis.
Ályktaði fundurinn að þegar yrði
hafist handa og stefnt að því að
ljúka húsinu innan fímm ára.
Ársreikningar sýna að hagur
Landakirkju er góður og aðspurð-
ur um tekjur kirkjunnar sagði
Ágúst að eins og hjá flestum
kirkjum væru það sóknargjöld
sem væru aðal tekjulind kirkjunn-
ar. Einnig væri nokkuð um áheit
„svo á Landakirkja gömul veiði-
réttindi í úteyjum sem gefa
kirkjunni nokkrar krónur og sam-
kvæmt öðrum gömlum reglum
þá eigum við rétt til að ganga á
reka á fimmtudögum, en það
hefur nú ekki verið gert um nokk-
um tíma,“ sagði Ágúst að lokum.
B.S.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
DE PARIS
postuíínið er til í mörgum litum og það fást
ótrúlega margirfylgihlutir.
Falleg hönnun frá
i tAAx
SILFURBUÐIN
KRINGLUNNI—REYKJAVÍK
SÍMI 689066
i í a u i
iiltl i)