Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 233. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 15. OKTOBER 1987 Framkvæmdastjórastóll UNESCO: M’Bow missti fylgi í fjórðu at- kvæðagreiðslu ..., ■ •wtf . . ..<w . Viðbúnaður í Kólombíu Reuter Mikill viðbúnaður var í Kólombíu vegna út- farar leiðtoga vinstri manna, sem skotinn var til bana úr launsátri á sunnudag. Stjómvöld hafa lokað skólum og lagt tveggja daga bann við sölu áfengis til þess að koma í veg fyrir óeirðir. Níu menn hafa látið lífið í átökum í Bogota síðan Jamie Pardo Leal, leiðtogi þjóð- emisfylkingarinnar, var myrtur. Á myndinni sést óeirðalögregla við öllu búin I úrhellisrign- ingu í höfuðborginni. Skæruliðar í Kólombíu hafa heitið því að hefna fyrir morðið á Pardo Leal, sem fékk um hálfa milljón atkvæða þeg- ar hann bauð sig fram til forseta fyrir þjóðera- isfylkinguna á siðasta ári. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári tilræðismannanna, en stjórnin hefur fordæmt morðið. Hersveitir Indveija á Sri Lanka: Tamílar búast til að verja síðasta vígið AMADOU M’Bow, framkvæmda- stjóri menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), tapaði í gær tveimur atkvæðum þegar fjórða atkvæðagreiðsla um næsta framkvæmdastjóra stofnunarinnar fór fram í Bmss- el í gær. M’Bow fékk 21 atkvæði. Federico Mayor, helsti keppina- utur M’Bows, bætti við sig einu atkvæði og fékk nítján. Fimmta og síðasta atkvæðagreiðsla fram- Karpov tekur forystu Sevilla, Reuter. GARRY Kasparov, heims- meistari í skák, beið i gær Iægri hlut fyrir Anatoly Karpov í annarri skák heims- meistaraeinvigisins í Sevilla á Spáni. Áskorandinn hafði svart í skákinni. Tefldur var enski leikurinn og kom Karpov heimsmeistaranum á óvart með níunda leik sínum. Hugsaði Kasparov sig þá um í 79 mínútur. Kasparov gleymdi að ýta á klukku sína eftir 26. leik og átti hann tæpa mínútu eftir þegar hann áttaði sig á mis- tökunum. Þegar Kasparov gaf eftir 32. leik hótaði Karpov máti, sem Kasparov hefði aðeins getað afstýrt með því að láta drottningu fyrir riddara. Karpov hefur nú IV2 vinning og Kasparov V2. Sjá skákskýringu á bls. 33. Sameinuðu þjóðimar: Erindrekar skuldseigir Sameinuðu þjóðunum, Reuter. Bandaríkjamenn hafa beðið starfsmenn og fulltrúa hjá Sam- einuðu þjóðunum um að greiða skuldir sínar við kaupmenn, veit- ingastaði og gistihús i grennd við höfuðstöðvar SÞ í New York. Segja Bandaríkjamenn að þessar skuldir nemi rúmlega tveimur miRjónum dollara (rúmlega 80 mil(jónum isl. króna.) Hugh Montgomery, fulltrúi Bandaríkjamanna, sagði að flestir starfsmanna hans hefðu ekki tíma til annars en að innheimta skuldir. Á nefndarfundi grátbændi Mont- gomery sendifúlltrúa um að greiða skuldir sínar þegar þær féllu í gjald- daga. kvæmdastjóraar UNESCO verður á morgun og verður hún á milli Mayors og M’Bows. Andri ísaksson, sem situr í fram- kvæmdanefndinni fyrir íslands hönd, sagði í gærkvöldi að gífurleg spenna ríkti í höfuðstöðvum sam- takanna og bætti því við, að ógemingur væri að segja til um hvor þeirra myndi hljóta stöðuna. Að sögn Andra komu úrslit at- kvæðagreiðslunnar mikið á óvart. Andri kvað fulltrúa þeirra ríkja, sem eiga sæti í framkvæmdanefnd- inni, vilja ráða ráðum sínum og því hefði verið ákveðið að fresta fimmtu atkvæðagreiðslunni til morguns. „Ljóst er að fímm ríki munu ráða úrslitum atkvæðagreiðslunnar, Sovétríkin, Austur-Þýskaland, Búlgaría, Indland og Brasilía,” sagði Andri og bætti við að mjótt yrði á munum milli Mayors og M’Bows. Hann sagði að Indveijar og Brasilíumenn hefðu, að talið væri, stutt M’Bow og féllu atkvæði ríkjanna fimm á sama frambjóð- anda myndi sá hinn sami geta hrósað sigri. Aðalráðstefna UNESCO verður haldin í næsta mánuði og þar mun endanleg atkvæðagreiðsla fara fram. Þar sitja fulltrúar þeirra 158 ríkja, sem aðild eiga að samtökun- um. Sjá „Gífurleg spenna . . .“ á bls. 28. Colombo, Srí Lanka, Reuter. SKÆRULIÐAR tamíla bjuggu I sig í gær undir lokaorrustuna við I indverska hermenn, sem sækja að vígi þeirra í Jaffna, að þvi er haft var eftir indverskum emb- ættismanni. Embættismaðurinn sagði á blaðamannafundi að 2.500 skæruliðar á Jaffna-skaga hefðu fengið þau fyrirmæli að hreiðra um sig i borginni Jaffna og búa sig undir síðustu átökin. Að sögn embættismannsins hafa 57 indverskir hermenn beðið bana og 225 særst frá því að 6.000 her- menn voru sendir frá Indlandi til þess að afvopna uppreisnarmennina og eyðileggja vígstöðvar þeirra fyr- ir fimm dögum. Sagði embættis- maðurinn að ekki væri vitað hversu margir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökunum. „Við þokumst áfram á opnu svæði í borginni, en [skæruliða- hreyfíng tamíla] „tígramir" hafa búið um sig á íbúðasvæðum og í húsaþyrpingum," sagði embættis- maðurinn. Hann sagði að indversku hermennimir hefðu sótt fram um þrjá til sex km á miðvikudag og mætt mikilli andspymu. Talsmaður indversku stjómar- innar sagði í Nýju Delhí að tilboð Velupillai Pranhakaran, leiðtoga „tígranna", um að hefja friðarvið- ræður að nýju, ef indverski herinn myndi hætta að sækja, væri áróð- ursbragð. Boð þetta barst í bréfí til Rajivs Gandi, forsætisráðherra Indlands. Hafði bréfíð verið sent til stjómmálamanna í Tamil Nadu- fylki, þar sem 50 milljónir tamíla búa. Nadu er við Palk-sund, sem Prentsmiðja Morgunblaðsins liggur á milli Indlands og Sri Lanka. Talsmaðurinn sagði að „tígram- ir“ ættu að leggja niður vopn og lýsa yfír stuðningi við samkomulag Indveija og stjómvalda á Sri Lanka um að binda enda á uppreisn tamflskra aðskilnaðarsinna sem hófst fyrir fjórum árum. Afganistan: Aðstoð í hendur braskara Moskvu, Reuter. KIM Selikhov heldur þvi fram i grein, sem birtist i sovéska tíma- ritinu Literatumaya Gazeta i gær, að vörur frá Sovétríkjunum, ætl- aðar til hjálpar i Afganistan, enduðu á mörkuðum og i verslun- um i Kabúl. Einnig gefur Selikhov í skyn að böm og bamaböm háttsettra emb- ættismanna og meriningarvita kæmust hjá því að gegna herþjón- ustu í Afganistan. „Meirihluti sov- éskra hermanna í Afganistan eru böm verkamanna og bænda. Að minni hyggju ber að kanna þetta mál rækilega," skrifar Selikhov. Reuter Fómarlömb loftárásar syrgð íBagdað Mörg þúsund írakar fylgdu í gær 36 mönnum, sem biðu bana þegar íranskt flugskeyti féll á bamaskóla í Bagdað á miðvikudag, til grafar. Að minnsta kosti þijátíu þeirra sem féllu voru böm. Rúmlega 200 særð- ust í árásinni, aðallega böm. Á myndinni sjást syrgjendur bera myndir af skólabömum. Skólar voru lokaðir í borginni og foreldrar bönnuðu bömum sínum að fara út af ótta við aðra árás. í dagblaði íraska vamar- málaráðuneytisins sagði í gær, að eftir þessa „glæpsamlegu árás“ gætu írakar gripið til allra tiltækra ráða í átökum við Irana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.