Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 . ft** '*r* • - •Zt**~*~ .............' "% "* J?-' Filippseyjar: Sprengjutilræði í miðborg Manilu Búið í haginn fyrir setningn herlaga Sem sjá má var ófagurt um að litast eftir sprenginguna. Reuter ( Manilu, Reuter. ÖFLUG sprengja sprakk í stóru gistihúsi í Manilu í gær. Miklar skemmdir urðu og særðust sjö manns. Vamarmálaráðherra landsins, Rafael Ileto, sagði i framhaldi af þessu að hægt væri að setja herlög hvenær sem þess gerðist þörf og forsetinn skipaði svo fyrir. Kjör framkvæmdastjóra UNESCO: Gífurleg spenna og óger- legt að segja til um úrslitin - segir Andri ísaksson, fulltrúi íslands AMADOU M’Bow, hinn umdeildi framkvæmdastjóri UNESCO, Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, tapaði í gær tveimur atkvæðum er fram fór fjórða atkvæðagreiðsla um næsta framkvæmdastjóra samtakanna. Helsti keppinautur hans Fredricio Mayor frá Spáni bætti við sig einu atkvæði og skilja nú aðeins tvö atkvæði þá að. Afráðið hefur ver- ið að úrslitaatkvæðagreiðslan á milli þeirra tveggja fari fram á föstudag. Að sögn Andra ísaks- sonar, sem situr i framkvæmda- nefnd UNESCO, fyrir íslands hönd rfkir gífurleg spenna i höf- uðstöðvunum og er með öllu ógerlegt að segja til um hvor þeirra hreppir stöðuna. M’Bow, sem nýtur stuðings Afríkj- uríkja og ríkja f Miðausturlöndum, fékk 21 atkvæði í gær, tveimur færri en í þriðju atkvæðagreiðslunni sem fram fór á þriðjudag. Mayor fékk hins vegar 19 atkvæði og bætti við sig einu. „Hér gerast óvæntir at- burðir nánast á hverjum degi,“ sagði Andri ísaksson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þessu úrslit komu mönnum á óvart,“ bætti hann við. Að sögn Andra var ákveðið að fresta lokaatkvæðagreiðslunni til föstudagsins. „Menn vilja fá tíma til að ráða ráðum sínurn," sagði hann. Andri sagði ljóst að fímm ríki myndu ráða úrslitum atkvæðagreiðslunnar, Sovétríkin, Austur-Þýskaland, Búlg- aría, Indland og Brasilía og að mjótt yrði á mununum. Austantjaldsríkin þijú hefðu fram að þessu stutt fram- bjóðanda frá Búlgaríu en nú væri ljóst að hann kæmi ekki til greina. Aðspurður um hvort vitað væri hvom frambjóðandann þijú fyrmefndu ríkin myndu styðja sagði Andri ógeming að segja til um það. „Vita- skuld eru uppi ýmsar getspár," sagði hann og bætti við að eftir því sem best væri vitað hefðu Brasilfa og Indland stutt M’Bow fram að þessu. Tvö síðastnefndu ríkin hefðu mikil áhrif innan þriðja heimsins. Kvaðst Andri telja sýnt að féllu atkvæði ríkjanna fimm á einn og sama fram- bjóðandann myndi sá hinn sami fara með sigur af hólmi. í fréttaskeytum frá Reuters- fréttastofunni segir að Frakkar hafí sætt miklum þrýstingi frá ríkjum Evrópubandalagsins vegna þeirrar ákvörðunar að styðja M’Bow. Kvað Andri þetta rétt vera og sagði ríki Evrópubandalagsins ævinlega hafa haft samráð sín á milli í svo mikil- vægum málum sem framkvæmda- stjórakosningum. Mönnum hefði „blöskrað" þessi ákvörðun Frakka en þeir hefðu enn ekki breytt afstöðu sinni þrátt fyrir mikinn þrýsting f þá veru. „Hér ríkir mikil spenna og ógerlegt er að segja til um hvað gerist. Menn verða að bíða til föstu- dagsins," sagði Andri ísaksson. Svo sem fram hefur komið í frétt- um hafa íslendingar og fleiri ríki látið að því liggja að þau muni endur- skoða afstöðu sína til þátttöku í UNESCO verði M’Bow endurkjörinn, en hann þykir hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri samtak- anna. Aðspurður kvaðst Andri ísaksson ekki geta sagt til um við- brögð íslendinga yrðu niðurstöður kosninganna þessar. Sagði hann ríkisstjómar íslands að ákveða fram- haldið. Aðalráðstefna UNESCO fer fram á tveggja ára fresti og þar fer hin raunverulega atkvæðagreiðsla fram. Hana sitja fulltrúar allra þeirra ríkja sem aðild eiga að samtökunum. Van- inn er sá að ráðstefna þessi leggi blessun sína yfír einn frambjóðenda sem framkvæmdanefndin, en þar sifja 50 fulltrúar, mælir með. Hefur það aldrei gerst í sögu samtakanna að aðalráðstefnan hafni frambjóð- anda til embættis framkvæmda- stjóra. Að sögn lögreglunnar var sprengjutilræðið vel skipulagt, en sprengjan sprakk um hádegisbil í Manila Garden Hotel, sem er í helsta athafnhverfí höfuðborgar- innar. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir sprengingunni, en lögreglan leiddi getum að því að uppreisnarhreyfíng kommúnista staeði þar að baki. Vamarmálaráðherrann varaði menn við því að hægt væri að setja herlög með örskömmum fyrirvara. „Hún er uppi í hillu — áætlunin. Þegar tíminn rennur upp . . . þurf- um við bara að taka hana ofan úr hillu og segja: ‘Þetta er áætlunin frú forseti.’" Ileto bætti við að menn þyrftu ekki að óttast setningu her- laga. „Ef [setningar þeirra] þarf til þess að varveita lýðræði okkar, hví ekki?“ Corazon Aquino, forseti eyjanna, sem hefur haft endurreisn lýðræðis að meginmarkmiði sínu, sagdi á mánudag að engin þörf væri á her- lögum, en það var í fyrsta sinn, sem hún hafnaði setningu þeirra alfarið. Samkvæmt nýrri stjómarskrá landsins þarf þingið að staðfesta setningu herlaga innan tveggja sól- arhringa frá setningu þeirra. NOBELSVERÐLAUNIN í eðlisfræði: Starfsmenn IBM fá verðlaunin Stokkhólmi, Reuter. SVISSLENDINGUR og Vestur-Þjóðveiji skipta með sér Nóbelsverð- laununum í eðlisfræði í ár, rétt eins og í fyrra. Verðlaunin eru að þessu sinni veitt fyrir að uppgötva nýtt efni sem er ofurleið- andi við töluvert lægra hitastig en áður þekkist. Þessi nýi ofurleiðari er talinn geta valdið byltingu í tölvuiðnaði. Þeir félagar, Georg Bednorz, byltingu í þróun tölvubúnaðar. Reuter sem er 38 ára gamall Þjóðveiji, og Alex Miiller sextugur Svisslend- ingur starfa, eins og verðlaunahaf- amir á síðasta ári, saman á rannsóknarstofu IBM í Zurich í Sviss. „Uppgötvun þeirra opnar nýjar leiðir bæði í rannsóknum og tækni", sagði prófessor Erik Karls- son meðlimur sænsku akade- míunnar við útnefninguna í gær. Karlsson bætti við að líklega ætti þessi uppgötvun eftir að valda Efnið sem þeir Miiller og Bed- norz þróuðu er efnablanda súrefnis og kopars sem líkist í útliti „keramiki". Efnið leiðir rafstraum fullkomlega við -238°C, sem er 12°C hærra hitastig en aðrir þekkt- ir ofurleiðarar. Við útnefninguna sýndi prófessor Karlsson blaða- mönnum hvemig segull svífur í lausu lofti yfír ofurleiðaranum. Sjálfír eru Miiller og Bednorz hálf-hissa á þessari upphefð, enda Svisslendingurinn Alex Mtiller og Vestur-Þjóðveijinn Georg Bed norz sem skiptu með sér 12 miiyón króna Nóbels-verðlaunum í eðlisfræði fyrir uppgötvun á nýjum ofurleiðara. var hugmynd þeirra tekið fálega í upphafí þegar þeir birtu ritgerð um hugmyndir sínar í vísindariti í apríl 1986. Nú er haft á orði að svo miklar uppgötvanir sem þessi eigi sér aðeins stað tvisvar á öld. Ráðherra tækni- og rannsókna í Vestur-Þýskalandi, Heinz Riesen- huber, sagði í ávarpi sem hann hélt til að óska þeim félögum til hamingju með Nóbelsverðlaunin, að uppgötvun þeirra væri ein sú merkasta sem gerð hefði verið á þessari öld. Þeir félagar hafa, auk Nóbelsverðlaunanna, nýlega hlotið Marcel Benoist-verðlaunin í Sviss fyrir uppgötvun sína. í efnafræði: Veitt fyrir rannsókn- ir á nýjum orkugjöfum Stokkhólmi, Reuter. Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru að þessu sinni veitt þremur vísindamönnum fyrir rannsóknir þeirra á nýjum orkugjöfum og efnum, sem nota má við iðnframleiðslu og valda ekki mengun. í niðurstöðum sænsku vísindaakademíunnar segir að niðurstöður rannsóknanna séu mjög mikilvægar og kunni þær að hafa bylting- arkenndar afleiðingar. Verðlaunin voru veitt Frakkan- um Jean-Marie Lehn og Banda- ríkjamönnunum Donald Cram og Charles Pedersen. Sá síðastnefndi er 83 ára að aldri og er hann elsti maðurinn sem hlotið hefur þessi eftirsóttu verðlaun. „Rannsóknir þeirra hafa opnað mönnum sýn til nýrrar aldar þar sem beitt verður tækni til að nýta óþijótandi orku sólarinnar," segir í niðurstöðu akademíunnar. Bo Malmström, sem á sæti í sænsku vísindaakademfunni, sagði vísindamönnunum hafa í krafti sameindarannsókna sinna tekist að framleiða vetni með sólarorku. Sagði hann að þegar hefðu verið smíðaðar bifreiðar í Bandarílqun- um em gengju fyrir vetni og líkur þættu benda til að unnt yrði að beita þessari tækni við orkufram- leiðslu innan tuttugu ára. Charles Pedersen er af norsku bergi brotin en gerðist banda- rískur ríkisborgari árið 1953. Hann lagði grunninn að rann- sóknarstörfum þeirra Jean-Marie Lehns og Donalds Cram með sam- eindarannsóknum sínum á sjö- unda áratugnum. Rannsóknir Pedersens leiddu til þess að efna- fræðingum tókst að búa til nýjar og mjög flóknar sameindir úr þekktum frumefnum. í niðurstöð- um vísindaakademíunnar segir að rannsóknir þeirra Lehns og Cram geti haft gífurleg áhrif á efnaiðn- að framtíðinnar þar sem hugsan- lega verði kleift að framleiða ný efni, sem valdi ekki mengun , og spilli því ekki náttúrunni. Reuter Jean-Marie Lehn á rannsóknar- stofu sínni í Strassborg í Frakklandi. Verðlaunin nema alls 340.000 Bandarflqadölum (rúmar 13 millj- ónir fsl. kr.) og skiptast á milli þeirra þriggja. Þetta er í 86. skipt- ið sem verðlaun eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í efna- fræðirannsóknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.