Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 33 Karpov vann tvöfald- an signr í Sevilla Skák Margeir Pétursson Eftir öruggan sigur áskorand- ans Anatolys Karpov í annarri einvígisskákinni í SeviUa á Spáni stefnir allt í gífurlega spennandi og viðburðaríkt einvígi. Það var ekki nóg með að Karpov tæki forystuna, þessi skák var meiri háttar áfall fyrir heimsmeistar- ann á fleiri en einn veg. Hann ætlaði sér greinilega að koma Karpov á óvart í byrjuninni, en féll á eigin bragði, því áskorand- inn hristi mjög óþægilega nýjung fram úr erminni er hann fórnaði peði í niunda leik. Þá þegar virt- ist Kasparov mjög brugðið, hann notaði hvorki meira né minna en 79 mínútur i þá ákvörðun að hafna peðsfórninni. í tímahrak- inu skeði síðan atvik sem á sennilega engan sinn lika i heims- meistaraeinvígi. Eftir að hafa leikið 26. leik i erfiðri stöðu gleymdi Kasparov að ýta á klukkuna, þannig að hún gekk á hann i margar minútur. Þegar heimsmeistarinn uppgötvaði þessi byijandamistök sin átti hann innan við minútu eftir á fjórtán leiki og úrslitin þar með ráðin. „Ég hef aldrei séð annað eins henda sterkan stórmeistara í skák,“ sagði bandaríski stórmeistarinn Max Dlugy í samtali við Reuter- fréttastofuna í Sevilla. Það er hægt að taka undir þessi ummæli Dlug- ys. Það þykir dæmi um algjöran viðvaningshátt að gleyma að ýta á klukkuna og leyfa andstæðingnum að nota tíma sinn. Byijendur eru oft minntir góðlátlega á að ýta á, af reyndari andstæðingum, en slík góðgerðarstarfsemi á ekki við í heimsmeistaraeinvígi og Karpov lét sem ekkert væri. Hann hefur vafa- laust notað þær mínútur mjög vel meðan klukkan gekk á Kasparov. A.m.k. tókst honum að knýja heims- meistarann til uppgjafar sex leikj- um eftir þetta einstæða atvik. Þegar Kasparov gafst upp var hann svo illa staddur að hann gat aðeins valið um verða mátaður, eða tapa drottningunni. Karpov virðist vera í mjög góðu formi, þessi sigur var einn sá öruggasti frá því þeir Kasparov hófu einvígi sín. Fyrir- fram álitu flestir að heimsmeistar- anum myndi takast að sigra Karpov í þriðja einvíginu í röð, en það er þegar komið í ljós að áskorandinn hefur alla burði til að endurheimta titilinn. Sigurvegarinn í einvíginu vinnur heimsmeistaratitilinn til þriggja ára, en Kasparov stendur betur að vígi að því leyti að honum nægir jafntefli, 12-12, til að veija titilinn. Það varð strax ljóst af byijunar- vali heimsmeistarans að það myndi draga til tíðinda í Sevilla. Kasparov hóf taflið með enska leiknum, 1. c2-c4, í fyrsta skipti á ævinni. Þar fór hann að dæmi Bobbys Fischer sem sló Boris Spassky einmitt út af laginu með þeirri byijun hér í Reykjavík 1972. Karpov þekkir enska leikinn bet- ur en flestir aðrir, hefur margsinnis teflt hann, bæði með hvítu og svörtu. Nýjung hans í nfunda leik var afar sterk, ekki bara sem leikur á skákborði, heldur miklu frekar sem sálrænt hnefahögg. Af 98 ein- vígisskákum sem þeir Karpov og Kasparov hafa teflt er þetta í fjórða sinn sem Karpov vinnur skák á svart, hann hefur unnið eina á svart í hveiju einvígi. Skákin í gær var sú langglæsilegasta af þessum fjór- um. Það er vart hægt að hugsa sér betri byijun í heimsmeistaraeinvígi. Tapskákir hafa reynst niðurdrep- andi fyrir Kasparov og þess má vænta að í næstu skák, sem tefla á á föstudaginn, reyni Karpov að láta kné fylgja kviði, enda hefur hann þá hvítt. Það eru þó allar líkur á því að Kasparov fresti þeirri skák fram jrfir helgi, hann hefur áður farið flatt á því að kæla sig ekki niður eftir tap. 2. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Enski leikurinn 1. c4 Þetta er í fyrsta sinn á ferli Kasparovs sem hann hefur tafl með þessum leik í kappskák. 1. - Rf6 Karpov gefur andstæðingi sínum kost á að hætta við enska leikinn og tefla hefðbundna indverska vöm með 2. c4. Heimsmeistarinn heldur þó sínu striki: 2. Rc3 - e5 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2 - 0-0 6. 0-0 - e4 7. Rg5 Þetta leiðir til mjög tvísýnnar stöðu, en öruggari leiðin, 7. Rel — Bxc3 8. dxc3, gefur hvíti litlar von- ir um stöðuyfirburði. Leikmáti sá sem Kasparov velur hefur ekki not- ið vinsælda upp á síðkastið meðal annars vegna glæsts sigur Smysl- ovs með svörtu á Guðmundi Sigur- jónssyni á Reykjavíkurskákmótinu 1974. 7. — Bxc3 8. bxc3 — He8 9. f3 — e3!? Karpov lætur ekki slá sig út af laginu. Hann bíður ekki eftir því að Kasparov komi með endurbót, heldur slengir hann fram nýrri og djarfri peðsfóm. í áðumefndri við- ureign Smyslovs og Guðmundar varð framhaldið hins vegar 9. — exf3 10. Rxf3 — d5 11. cxd5 — Dxd5 12. Rd4 - Dh5 13. Rxc6 - bxc6 14. e3 — Bg4 15. Da4 — He6 16. Hbl? - Be2 17. Hel - Rg4 18. h3 - Df5! 19. Hxe2 - Dxbl og hvítur gaf skákina skömmu síðar. 10. d3 Kasparov vonast eftir því að geta unnið peðið síðar, eftir 10. dxe3 — d6 gæti hvítur ekki varið stök peð sín á c-línunni til lengdar. 10. - d5 11. Db3 - Ra5 12. Da3 — c6 13. cxd5 — cxd5 14. f4 Svartur hefur ekki haft ekki tíma til að leika h7-h6 ög hrekja hvíta riddarann til h3. Nú þegar 14. — h6 er orðin hótun opnar Kasparov riddaranum undankomureit á f3. Staðan sem nú er komin upp er sérlega athyglisverð. Svarta peðið á e3 hindrar öll samskipti hvítu mannanna, en falli það er hætt við að svarta staðan hrynji um leið. 14. - Rc6 15. Hbl - Dc7 16. Bb2 - Bg4 17. c4?! Kasparov er of bráður á sér, menn hans vinna illa saman og það er því svarti í hag að taflið opnast. Eftir 17. Rf3 er staðan u.þ.b. í jafn- vægi. 17. - dxc4 18. Bxf6 - gxf6 19. Re4 - Kg7 20. dxc4? Hér hefði hvítur átt að leika 20. Dc3. Eftir 20. — He6 21. Dxc4 er staða hans í lagi og 20. — De7? gengur ekki vegna 21. Hxb7! Eftir að svartur nær óskomðum yfirráð- um yfir d4-reitnum er hann á grænni grein. 20. - Had8! 21. Hb3 Það bætir ekki úr skák að þvæla þessum hrók til e3, en hvítur er lentur í miklum erfiðleikum. Eftir 21. Dxe3? — Bf5 nær hann t.d. ekki að losa sig úr leppuninni. 21. - Rd4 22. Hxe3 - Dxc4 Auðvitað ekki 22. — Rc2? 23. Db2 — Rxel 24. Dxf6+ með gagn- sókn. 23. Khl - Rf5 24. Hd3 - Bxe2 25. Hxd8 - Hxd8 26. Hel Símamynd/Reuter Ef Anatoly Karpov nær að end- urheimta titilinn sem hann glataði 1985 fær hann að halda honum óáreittur í þijú ár. Símamynd/Reuter Heimsmeistarinn virðist áhyggjufullur í upphafi annarrar einvígisskákarinnar í gær. Það er sem hann hafi haft hugboð um hrakfarimar sem biðu hans. Það var hér sem Kasparov gleymdi að ýta á klukkuna. Eftir það þurfti ekki að spyija að leikslok- um, en staða hans verður hvort eð er að teljast töpuð. Svartur hefur peði yfir og er þar að auki með mun betri stöðu. 26. - He8 27. Daö - b5 28. Rd2 - Dd3 29. Rb3 - Bf3! Eftir þennan laglega leik er heimsmeistarinn vamarlaus. 30. Bxf3 - Dxf3+ 31. Kgl - Hxel+ 32. Dxel — Re3 og Kasp- arov gafst upp. Skákmótið í Ólafsvík: Danielsen tapaði fyr- ir Haugli Ólafsvík. NÍUNDA umferð alþjóðaskák- mótsins í Ólafsvík var tefld i gærkvöldi. Nu bar það til tíðinda að efsti maður mótsins Henrik Danielsen tapaði fyrir Norð- manninum Petter Haugli. Önnur úrslit urðu þau að Dan Hanson vann Tómas Bjömsson, Þröstur Þórhallsson tapaði fyrir Karli Þorsteins, Björgvin Jónsson vann Ingvar Ásmundsson, en jafn- tefli var hjá Lars Schandorff og Jóni L. Ámasyni. Skák Sævars Bjamasonar og Robert Bator fór í bið og stendur Sævar betur. Staða efstu manna eftir níu um- ferðir er þannig að efstur er Henrik Danielsen með 6 vinninga, annar er Björgvin Jónsson með fímm og hálfan vinning og biðskák, þriðji er Jón L. Ámason með fimm og hálfan vinning og fjórði er Karl Þorsteins með fimm vinninga. Næst síðasta umferð verður tefld á morgun og mætast þá efstu menn, Danielson og Björgvin. Helgi. Alþjóðlegt skák- mót flugfélaga: •• Orugg forysta Flugleiða A-SVEIT Flugleiða er efst með 19 vinninga eftir 5 umferðir á Alþjóðlegu skákmóti flugfélga sem haldið er í Reykjavík dagana 11. til 17. október. í öðru sæti er A-sveit Singapore með 14 vinninga og í þriðja sæti er A- sveit Lufthansa með 13 vinninga. í gær tefldi Helgi Ólfasson, stór- meistari fjöltefli við 47 keppendur á mótinu. Hann vann 41 skák, gerði 2 jafntefli en tapaði 4 skákum. í dag verður hlé á mótinu en tvær síðustu umferðimar verða tefldar á morgun. „Hæfasti maður sem völ — segja^Guðrún Helgadóttir og Kristín Ólafsdóttir um Ólaf Ragn- ar sem formann Alþýðubandalagsins „Lít ekki á mig sem súpermanneskju sem muni frelsa heiminn,“ segir Sigríður Stefánsdóttir KRISTÍN Á. Ólafsdóttir, vara- formaður Alþýðubandalagsins, og Guðrún Helgadóttir, alþing- ismaður, lýstu yfir í gærkvöldi í samtali við Morgunblaðið, að þær styddu Ólaf Ragnar Grimsson til formanns á lands- fundi Alþýðubandalagsins i byrjun næsta mánaðar vegna þess að hann væri hæfasti mað- ur sem völ væri á í það embætti, en þær töldu báðar að m.a. hefði Ólafur Ragnar mun meiri reynslu, en Sigríður Stefáns- dóttir sem einnig hefur gefið kost á sér til formanns. Sigríð- ur Stefánsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi að þessi yfirlýsing þeirra kæmi ekki á óvart, þvi það hefði ver- ið vitað um hrið að þær stöllur styddu Ólaf Ragnar. „Ég get lítið um þetta sagt," sagði Sigríður, „en þetta er stað- festing á því sem þær stöllur hafa sagt áður um að þær væru ekki vissar um það, að þær væru hæf- astar til forustu, en nú eru þær búnar að finna hæfan karlmann. Ég lít hins vegar svo á, að ég sé ekki nein súpermanneskja sem muni frelsa allt mannkyn þó ég verði formaður Alþýðubandalags- ins.“ Kristín A. Ólafsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hún styddi ólaf Ragnar hiklaust „vegna þess að hann er tvímælalaust meðal hæfustu stjómmálamanna íslendinga og Alþýðubandalagið hefur ekki efni á að hafna slíkum manni til for- ustu, allra síst eins og það er nú á vegi statt". Kristín sagði hin hörðu átök, sem nú ættu sér stað innan Alþýðubandalagsins, ekkert óeðlileg í sjálfu sér, enginn vissi hvað gerðist eftir landsfund, en hún kvaðst telja að flokkurinn ætti mikla möguleika á því að reisa sig ef hann mótaði skýrari framtíðarsýn og í því sambandi kvaðst hún telja að formannskjö- rið skipti sköpum. Guðrún Helgadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að hún styddi Ólaf Ragnar til formanns fremur en Sigríði þótt bæði væru erá“ góðir flokksfélagar. „Ég hallast meira að pólitík Ólafs Ragnars en Sigríðar," sagði Guðrún, „en þetta hefur þó ekkert með pólitfk að gera. Reynsla og þekking Ól- afs Ragnars er mun meiri en Sigríðar og ég styð hann næstu tvö árin. En ég er líka tilbúin til að skipta um skoðun ef hann stendur sig ekki. Alþýðubanda- lagið þarfnast manns sem Ólafs í það mikla verkefni, að verkstýra endurskipulagningunni ( flokkn- um og hann er mun betri í það þótt Sigríður hafí unnið sln verk vel. Að undanfomu höfum við, nokkrir einstaklingar í nefnd, unnið að því að móta nýstárlega stefnu í takt við tímann og ég treysti Ólafí Ragnarí betur í það verkefni en Sigríði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.