Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Verður Reykjavík ráð- stefnuborg’ framtíðarinnar? Þátttakendur í pallborðsumræðunum (f.v.): Jón Hákon Magnússon, sem stjórnaði umræðunum, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, Friðrik Haraldsson, formaður Félags leiðsögumanna, Þórunn Gestsdóttir, varaformaður Ferðamála- nefndar Reybjavíkur, og Sigfús Erlendsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða. Hentug lega, öryggi og hreint loft freista er- lendra gesta Leiðtogafundurinn í fyrra vakti menn til umhugsunar um möguleika á afvopnun í heimin- um, en hann leiddi lika marga til umhugsunar inn það hvort við íslendingar hefðum upp á að- stöðu til fundahalda að bjóða sem fleiri en stórveldaleiðtogar kynnu að hafa áhuga á. Borg sem Hggur miðja vegu milli Evrópu og Ameríku, og býður upp á öryggi, nútimalega aðstöðu, og aðgang að fagurri og óspilltri náttúru, ætti að geta höfðað til margra erlendra aðila sem þurfa að halda fundi, ráð- stefnur, og kaupstefnur. Ef rétt væri haldið á málum gæti Reykjavík kannski orðið „Genf norðursins", eins og Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra komst að orði i skeyti til ráð- stefnunnar „Reykjavík — fundar- staður f ramtíðarinnar “, sem Ferðamálanefnd Reykjavíkur gekkst fyrir á HoUday Inn á mánudagiim siðastUðinn. Alþjóðlegum ráðstefnum mun fjölga mjög í náinni framtíð, að sögn Franks Mankiewicz, aðal- ræðumanns á ráðstefnunni, og eftir miklu er að slægjast. MikiU vilji kom fram á ráðstefnunni fyrir þvi að einkaaðilar taki höndum saman við ríki og borg til að gera öflugt kynningarátak á kostum höfuðborgarinnar til ráðstefnuhalds, en þó er Ijóst að ýmis (jón eru á veginum til að af þvi geti orðið. Ráðstefnugestir fóru í skoðunar- ferð um Reykjavík um morguninn, og kynntu sér framtíðaráætlanir um skipulag borgarinnar hjá starfs- mönnum Borgarskipulags Reykja- víkur í Borgarleikhúsinu. Síðan var farið á Holiday Inn, og þar bauð Júlíus Hafstein, formaður Ferða- málanefndar Reykjavíkur og ráð- stefnustjóri, gesti velkomna. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flutti stutt ávarp, þar sem hann sagði m.a. að leiðtogafundurinn hefði sýnt að við íslendingar værum færir um að halda stórfundi, en þó hefði þurft að grípa til neyðarráðstafana, sem vonandi þyrfti ekki í framtíðinni. Sextíu þúsund ráð- stefnur á ári Júlíus Hafstein hélt forsöguer- indi, þar sem hann skýrði tilgang ráðstefnunnar, og áform Ferða- málanefndar Reykjavíkur um að efla ferðamannaþjónustu í höfuð- borginni næstu 3-5 árin. Júlíus sagði að erlendir ráðstefnugestir væru að mörgu leyti ákjósanlegri en aðrir ferðamenn, því þeir kæmu Minnihlutaflokkamir í borgarstjórn um dagvistarmál: Opinber framlög margfaldist FULLTRÚAR minnihlutaflokk- anna í borgarstjóm Reykjavíkur munu leggja fram sameiginlega tiUögu í dagvistarmálum á fundi borgarstjómar í kvöld. í tiUög- unni felst að bæta úr allri þörf á dagvistunarrými á næstu þremur árum, með þvi að auka aðstöðu- gjöld á fyrirtæki i borginni, áttfalda framlag ríkisins og fram- lag borgarinnar verði stóraukið. Þessi tillöguflutningur var kynnt- ur á blaðamannafundi i gær. Tillaga minnihlutaflokkanna er svohljóðandi: „Borgarstjóm sam- þykkir að beita sér fyrir sameigin- legu átaki ríkis, sveitarfélaga og atvinnurekenda, sem hafí það að markmiði að leysa þá þörf, sem nú er fyrir dagvistarrými á næstu þrem- ur árum. Hvað Reykjavík varðar verði átakið við það miðað að koma upp 42 nýjum dagheimilisdeildum og 30 nýjum leikskóladeildum með möguleika á allt að 6 tíma vistun á degi hveijum. Stofnkostnaður þess- ara nýju heimila verði greiddur til jafns af Reykjavíkurborg, ríkinu og atvinnurekendum í borginni, þannig að hver um sig greiði þriðjung. Til þess að þetta geti náð fram að ganga þurfa sveitarstjómimar að fá laga- heimild til að leggja 5—10% álag á aðstöðugjöld í þrjú ár. Jafnframt samþykkir borgar- stjóm að að taka gjaldskrá dagvist- arheimila til endurskoðunar, þannig að lágmarksgjald verði áfram óbreytt, en fari stighækkandi í sam- ræmi við tekjur foreldra. Breyting á gjaldskrá taki gildi á næsta ári. Samþykkir borgarstjóm að kjósa fímm manna nefnd til að vinna að þessum verkefnum." Áætlun þessi tekur til þriggja ára og er miðað við að ieysa alla þörf á þessum tíma. Átaki þessu er ætlað að kosta 740—750 milljónir. Gert er ráð fyrir fems konar fjármögnun. í fyrsta lagi er lögð til um áttföldun framlags ríkisins, úr 10,2 milljónum á þessu ári í 83 miljónir á því næsta. f öðm lagi er lögð til hækkun fram- lags borgarinnar úr 48,2 milljónum í 83 milljónir. í þriðja lagi er gert ráð fyrir 5—10% álagi á aðstöðu- gjöld fyrirtækja í þijú ár og í fjórða lagfi er svo gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrá dagvistarheimila. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fulltrúar minnihlutaflokkanna á blaðamannafundi í gær, þar sem tillögur þeirra i dagvistarmálum voru kynntar. Frá vinstri: Bjarni P. Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Sigurjón Pétursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Agústsdóttir og Kristfn A. Ólafsdóttir. Geirsbúð gerð að krá NÝ KRA hefur verið opnuð í Reykjavík. Það eru sömu aðilar og reka nú Naustið við Vestur- götu, sem hafa gert upp Geirsbúð og ætla að reka þar krá. Þar var eitt sinn til húsa postulínsverslun Geirs Zoöga. Að sögn Sveins Hjörleifssonar veitingamanns er ætlunin að hafa á boðstólum smárétti og vínveiting- ar. Þá verður leikinn jass tvö kvöld í viku, í fyrstuá þriðjudögum og miðvikudögum. Geirsbúð er áfost Naustinu en þó eru veitingastaðim- ir alveg aðskildir. Hún verður opin f hádeginu og á kvöldin á opnun- artíma skemmtistaða. gjaman fyrir utan hinn hefðbundna ferðamannatíma á sumrin, og þeir þyrftu að öllu jöfnu ekki að horfa í aurinn, eins og reynslan af sjávar- útvegssýningunni sýndi, og margir íslendingar sem sótt hefðu ráð- stefnur erlendis, vissu. Júlíus lagði til að Reykjavíkur- borg, ríki, og einkaaðilar efndu til sameiginlegs átaks í kjmningar- starfsemi á kostum höfuðborgar- innar til ráðstefnuhalds, og lagði til beinar tillögur í því sambandi, svo sem að bjóða erlendum blaða- mönnum hingað til lands, senda upplýsingapakka til valdra fyrir- tækja, og fá greinar birtar í tímaritum sem eru víðlesin í við- skiptaheiminum. Júlíus benti á að hér væm miklir fjármunir í húfi, t.d. hefðu tekjur Breta vegna ráðstefnuhalds verið um 400 milljón sterlingspund á síðasta ári, og í Vestur-Evrópu hefðu verið haldnir 60.000 fundir og ráðstefnur á síðasta ári. Helm- ingur þeirra hefðu haft 300 eða færri þátttakendur, sem væri ákjós- anleg stærð fyrir okkur íslendinga. Ferðamálanefnd Reykjavfkur er reiðubúin að hafa frumkvæðið að slfku kynningarátaki, sagði Júlíus, t.d. með því að semja og dreifa gagnapakka til erlendra aðila. Þá lagði Júlfus til að ráðstefnugestir hittust aftur að ári liðnu til að meta árangurinn af starfínu, og endurmeta leiðir að markmiðinu. Auglýsum lang’lífið Aðalræðumaður dagsins var Bandarfkjamaðurinn Frank Manki- ewicz, varastjómarformaður stærsta ráðgjafarfyrirtækis í heimi, Hill and Knowlton Public Affairs Worldwide. Mankiewicz hefur stjómað áætlunum um aukningu ferðamanna í fyölmörgum löndum, og taldi hann íslendinga eiga mikla möguleika á þessu sviði. Hann sagði að flárfesting í ferðamannaiðnaði gæti verið einhver arðbærasta fjár- festing sem völ væri á, og nefndi nokkur dæmi um að átak á þessu sviði hefði skilað miklum árangri, t.d. hefði tekist að auka streymi ferðamanna utan annatfma um 17% á smáeynni Bermúda í Atlantshafi eftir kynningarátak í Bandaríkjun- um. Mankiewicz lagði áherslu á að kynningarstarfsemi í Bandaríkjun- um þyrfti að vera mjög markviss, því markaðurinn þar væri flókinn, og því þyrfti að einbeita sér að þeim hópum sem við teldum æski- legast að fá, og væru líklegastir til að koma. í þessu sambandi gætum við notað okkur ítarlegar markaðs- rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum. Mankiewicz nefndi nokkur dæmi um atriði sem íslendingar gætu lagt áherslu á í auglýsingum sínum og höfðað gætu til ákveðinna hópa. Með þvf að hamra á hreinleika landsins, útivistarmöguleikum, og langlífí Islendinga, gætum við skap- að Islandi ímynd sem heilsulind, og höfðað þannig til þess sívaxandi hóps Bandaríkjamanna sem væru með „hollustuæði". Þá væru öryggi og stöðugleiki í stjómmálum mjög mikilvægur kostur, því óöld og ótryggt ástand í ýmsum „ráðstefn- uparadísum", eins og Fiji-eyjum, hefur valdið því að mikilvægi þessa þáttar hefur farið vaxandi síðustu ár. Bjami Sigtryggsson, aðstoðar- hótelstjóri á Hótel Sögu, flutti erindi sem hann kallaði „Að nýta betur aðstöðuna sem nú er til staðar“, og varaði hann þar við að ráðast of mikið í fang í ráðstefnuhaldi, því okkur íslendingum hentaði betur að hýsa smærri ráðstefnur. Bæði væri að stórframkvæmdir á þessu sviði væm áhættusamar, og mjög stórar ráðstefnur gætu skapað óæskilega „toppa" í ferðamanna- straumnum, sem nánast lokuðu landinu fyrir venjulegri umferð, líkt og leiðtogafundurinn, og gætu því fælt almennt ferðafólk frá að koma hingað. Bjami sagði að það væri auðvelt að nýta mun betur þá að- stöðu sem nú þegar er til staðar, auk þess sem þó nokkur stækkun yrði á hótelrými og fundaaðstöðu í nánustu framtíð, og því væri okkur óhætt að leggja út í kynningarátak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.