Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
4
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sendill
Sporléttan, geðgóðan sendil vantar strax.
Vinnutími fyrir hádegi og tvo daga eftir hádegi.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
Jllfl>r0iimMiiM$>
Hólmavík
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hólmavík.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
95-3263 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími
83033.
PtagmiÞIaMfe
Vélavörður
Vélavörð vantar á ms. Snæfara RE-76, sem
fer til línuveiða frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 43220.
Hafnarhvoli v/ Trygqvagötu.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða vana menn til afgreiðslu-
starfa á verkstæði okkar.
Allar nánari upplýsingar gefur verkstæðis-
formaður, ÞorvaldurSigurðsson, á staðnum.
HLJOMBÆR
Hverfisgötu 103.
Skóladagheimilið
Hagakot
Okkur vantar fóstru eða kennara í fullt starf
frá 1. nóvember.
Upplýsingar gefur forstöðumaður, Steinunn
Geirdal, í síma 29270 eða 27683.
Þjónustuíbúðir
aldraðra,
Dalbraut 27
Laust er. til umsóknar 100% starf á vakt:
Morgunvaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir.
Starfssvið: Aðstoð og umönnun aldraðra.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
685377.
Raftækniþekking
- framtíðarstarf
Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í borg-
inni vill ráða starfsmann sem fyrst.
Starfið felst m.a. í eftirliti og viðhaldi á
tækjum, áhöldum og búnaði í verksmiðju
fyrirtækisins ásamt þjónustu á tækjum er
seld hafa verið til stofnanna.
Leitað er að rafeindavirkja, rafvélavirkja, raf-
tæknifræðingi eða aðila með sambærilega
menntun. Góð laun fyrir réttan aðila.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
24. okt. nk.
QtðntTónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 sfMI 621322
Faxamarkaðurinn hf.
óskar eftir starfsmönnum.
Upplýsingar í símum 623080 og 623081.
Stýrimenn
Stýrimann vantar á bát sem fer til síldveiða.
Upplýsingar í síma 97-81818.
Borgeyhf.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða bréfbera í hin ýmsu hverfi
borgarinnar.
Um hálfsdagsvinnu er að ræða frá kl. 8.00-
12.00 á hádegi.
Upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu póst-
meistara, Ármúla 25 og póstútibúum.
ÞJÓDLEIKHÖSIÐ
Ertu góður smiður?
Ef svo er stendur þér til boða fjölbreytt og
skemmtilegt starf á trésmíðaverkstæði Þjóð-
leikshússins. Mikil vinna framundan.
Mötuneyti á staðnum.
Laun skv. kjarasamningi Félags starfsfólks í
húsgagnaiðnaði og VSÍ.
Umsóknum um starfið ber að skila til Þjóð-
leikhússins á sérstökum eyðublöðum sem
þar fást.
Eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja.
Nánari upplýsingar veitir skipulagsstjóri
Þjóðleikhússins, Hverfisgötu 19, sími 11204.
Þjóðleikhússstjóri.
I Ð
I M . K L. 9- 1 8
AGA KL. 9- 1 9
AGA KL. 10-16
E I LD
AUSTURSTRÆT114, S. 12345.
ATHUGASEMD VIÐ
ATHUGASEMD
eftir Einar Jón
*
Olafsson
í sl. viku átti blaðamaður frá
Morgunblaðinu viðtal við mig vegna
góðrar útkomu verslunar þeirrar er
ég veiti forstöðu í verðkönnun Verð-
lagsstofnunar. í umræddu viðtali
taldi ég að kostnaður við notkun
greiðslukorta væri hærri en svo að
við kysum að velta honum út í verð-
lagið og því tækjum við þau ekki í
okkar viðskiptum. Lét ég í ljós við
blaðamanninn þá skoðun mína að
fjármagnskostnaður vegna binding-
ar fjár í þessum viðskiptum ásamt
með innheimtuþóknun greiðslu-
kortafyrirtækjanna gæti numið allt
að 5%. Einhvers staðar á leiðinni í
blaðið hefur sú meinlega villa orðið
til að þetta var ekki orðað svo í
blaðagreininni og mátti því mis-
skilja það sem eftir mér var haft,
þar sem aðeins var minnst á inn-
heimtuþóknunina og hún talin vera
5%.
Þetta hefur síðan orðið tilefni
athugasemdar _ frá framkvæmda-
stjóra Visa á íslandi, sem birtist í
Morgunblaðinu sl. laugardag, og
er skýring hans þar á innheimtu-
þóknuninni rétt en af skiljanlegum
ástæðum minnist hann ekki á fjár-
„Er skýring hans þar á
innheimtuþóknuninni
rétt en af skiljanlegum
ástæðum minnist hann
ekki á fjármagnskostn-
aðinn.“
magnskostnaðinn. Öðru því sem
fram kemur í athugasemd Visa
framkvæmdastjórans tel ég ekki
ástæðu til að svara. Verðkönnunin
hefur fengið svo ítarlega umfjöllun
hlutlausra aðila að ekki er ástæða
til að fjölyrða um hana frekar. Hún
var gerð á vegum Verðlagsstofnun-
ar og niðurstöðum hennar fullkom-
lega treystandi.
Að lokum vil ég skýra fram-
kvæmdastjóranum frá því að versl-
un okkar er ekki í neinu stríði við
greiðslukortafyrirtækin en telur sér
hinsvegar ekki henta að nota
greiðslumiðil þeirra í viðleitni sinni
til að ná fram stefnumarki sínu, sem
er lágt vöruverð.
Höfundur er verslunarstjóri i
verslun Einars Ólafssonará Akra-
nesi.
4