Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
Ólafsfjarðarhöfn:
Skemmdimar nema
hundmðum þúsunda
Siglfirskar konur
styðja aknreyrskar
YFIR 800 undirsknftir hafa
safnast til stuðnings ráðningar
kvenmanns í 60% stöðu kvensjúk-
dómafræðings við heilsugæsluna
á Akureyri sem jafnframt hefði
aðgang að Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar. Konurnar munu af-
henda Guðmundi Bjarnasyni
heilbrigðisráðherra undir-
skriftalistana eftir næstu helgi,
en á þein er skorað er á yfirvöld
að ráða konu í auglýst starf sér-
fræðings.
Aðalheiður Alfreðsdóttir, form-
aður jafnréttisnefndar Akureyrar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að henni hefði borist ánægjulegt
bréf frá Siglufirði í vikunni sem
undirritað væri af 47 konum þar í
bæ. Bréfið hljóðar svo:
„Við undirritaðar, sem búum á
Siglufirði, höfum fylgst með að-
gerðum ykkar varðandi starf
kvensjúkdómalæknis á Akureyri.
Okkur langar til að taka þátt í þess-
ari herferð með ykkur svo við
hleyptum af stað undirskriftasöfn-
un meðal vinnufélaga ogkvenna,
sem við erum kunnugar. Arangur-
inn er á meðfylgjandi blöðum sem
við vonum að unnt sé að nota til
stuðnings ykkar sjónarmiðum."
Aðalheiður sagði að búast mætti
við að undirskriftimar yrðu mun
fleiri, því ennþá er verið að safna
undirskriftum á Akureyri. Þá hefur
jafnréttisnefnd ritað stjómum heil-
sugæslunnar og FSA bréf, þar sem
farið er fram á að þær taki áskorun-
ina til umfjöllunar.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Forseti bæjarstjórnar, Birna Friðgeirsdóttir, virðir fyrir sér landbrot eftir brimið.
Kartöflubændur:
Krefjast innfiutnings
banns á kartöflur
— segirbæjar-
tæknifræðingur
Ólafsfjarðar
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu
á gijótvarnargarði við Vestur-
höfn á Ólafsfirði í illviðrinu sem
gekk yfir Norðurland um helg-
ina. Skarð hefur myndast í
garðinn og lentu menn í erfið-
leikum með báta sina og skip.
Einnig urðu nokkrar skemmdir
á bryggjum við Norðurgarð og
í innsiglingaropi í Vesturhöfn-
ina.
Baldur Einarsson, bæjartækni-
fræðingur á Ólafsfírði, sagði að von
væri á fulltrúum frá Hafnarmála-
stofnun til að meta skemmdimar,
en sér sýndist þær vera upp á
hundruð þúsunda. Baldur sagði að
gerðar hefðu verið endurbætur á
höfninni fyrir nokkrum árum, en
eftir hefði verið að ganga frá inn-
siglingunni í Vesturhöfnina.
Keyrður var út garður í Vestur-
höfnina og mynduð höfn. Gert var
síðan op í eldri trégarð, sem fyrir
var, til að mynda innsiglinguna, en
hinsvegar var aldrei gengið frá
honum sökum fj'árskorts. Áætlaður
kostnaður við fráganginn nam 10
til 15 milljónum króna, að sögn
Baldurs.
Höfnin í Ólafsfírði var dýpkuð í
sumar og nam kostnaður 12 millj-
ónum króna. Nú standa yfir
framkvæmdir á vegum OLÍS á Ól-
afsfirði í um 300 metra fjarlægð
fyrir utan höfnina. Fyrirtækið er
að reisa nýja olíutanka og sökum
þeirra framkvæmda hefur nokkur
moldarfylling borist inn í höfnina.
Baldur sagði það hinsvegar ekki
áhyggjuefni með tilliti til hafnarinn-
ar.
Skarð í vamargarð í Vesturhöfn.
r
Fjórðungsmót
hestamanna '87
Myndband
Myndbandið af F.M. '87 á Melgerðismelum er til-
búið til dreifingar.
Lengd 2 klst. og 20 mín. Verð kr. 1.800,-
Spólan er til sölu hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
ásamt dómum og mótsskrá.
Tekið verður við pöntunum í síma 24477 f.h. og
27384 á kvöldin.
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. Framkvæmdaráð.
Akureyri
óskar eftir fólki á öllum aldri til að
bera út Morgunblaðið strax og það
kemur íbæinn.
„Hressandi morgunganga"
Hafið samband!
2Horc)iml»InÍ»íÍ>
Hafnarstræti 85, Akureyri,
sími 23905.
og ríkisaðstoðar vegna hugsanlegs útf lutnings
LANDSSAMBAND kartöflu-
bænda hefur sent landbúnaðar-
ráðuneytinu bréf þar sem farið
er fram á að kartöfluinnflutning-
ur verði stöðvaður. „Við viljum
að kartöflur heyri undir sömu
lög og aðrir garðávextir og að
innflutningsnefnd garðávaxta
fái að fjalla um það hveiju sinni
hvort leyfa eigi innflutning eða
ekki með tilliti til markaðs-
ástands hérlendis," sagði
Guðmundur Þórisson í Hléskóg-
um sem einnig á sæti í stjórn
landðsambandsins.
Guðmundur sagði að kartöflu-
bændur teldu að innflutningurinn
væri ekki í anda þeirra laga sem í
gildi væru og hefði verið leitað að-
stoðar lögfræðinga í því sambandi.
„Við höfum oft farið fram á inn-
flutningsbann, en erum harðari í
afstöðu okkar nú en endranær
vegna þeirrar miklu uppskeru sem
fékkst í sumar. Venjulega hefur því
verið borið við að ísiensku kartöfl-
umar væru síðri að gæðum en þær
innfluttu. Hinsvegar hefur véla-
kostur verið mikið endurbættur í
verksmiðjum hérlendis upp á
síðkastið og því er ekki hægt að
bera því við lengur," sagði Guð-
mundur.
Útflutningnr
Á fundi landssambandsins, sem
haldinn var sl. miðvikudag í Bænda-
höllinni, voru einnig ræddar leiðir
til útflutnings á kartöflum og hefur
verið farið fram á aðstoð frá ríkinu
við flutningskostnað. Að sögn
Sveinbergs Laxdal í Túnsbergi, sem
á sæti í stjóm kartöflubænda við
Eyjafjörð, er aðallega verið að ræða
um kartöfluútflutning til Svíþjóðar
og hugsanlega til Noregs og Finn-
lands. Hann sagði að uppskera hefði
verið léleg í Svíþjóð og því væri
hugsanlegt að verð þar myndi stíga
nokkuð frá því sem verið hefur.
Samkvæmt upplýsingum frá Svíum
munu þeir þurfa að flytja inn um
50.000 tonn af kartöflum um og
eftir áramót.
Tuttugnföld uppskera
„Við höfum fengið heldur dræm-
ar undirtektir í ráðuneytinu þegar
rætt er um niðurgreiðslu með út-
flutningnum, en ég held það hljóti
að vera fjárhagslega hagkvæmara
að gera pening úr offramleiðslunni
heldur en að keyra hana á haug-
ana, auk þess sem nokkurgjaldeyrir
mun skapast. Ég býst við að niður-
greiðslur þurfi að nema allt að tíu
krónum á kg svo útflutningur borgi
sig. Kartöflubændur fá þetta frá
15 og upp í 25 krónur á kg, en
eðlilegt verð ætti að vera 25 til 30
krónur. Menn sætta sig hinsvegar
við að vera ekki á toppnum úr því
uppskeran var þetta góð. Uppsker-
an hér við Eyjafjörð hefur verið
hátt í 8.000 tonn og þýðir það að
hún hefur tuttugufaldast frá því í
fyrra," sagði Sveinberg.
Hann sagði að ef innflutningur
yrði stöðvaður þýddi það verulega
aukningu á framleiðslu franskra
kartaflna hjá Kjörlandi og Þykkva-
bæjarkartöflum og munaði þar allt
að 3.000 tonnum. „Uppskera hefur
ekki verið undir 20.000 tonnum um
land allt. Búast má við að helming-
urinn fari á almennan markað og
um 3.000 tonn fari í verksmiðjum-
ar, en þá eru 7.000 tonn eftir. Ef
miðað er við 30 krónur á kg þýðir
það í krónum talið 210 milljónir,
en ef miðað er við 20 krónur á kg,
fara 140 millj. kr. á haugana verði
ekkert að gert til að hjálpa bændum
við útflutning eða stöðva innflutn-
ing kartaflna erlendis frá," sagði
Sveinberg.
Bókauppboð
á Akureyri
BÓKAUPPBOÐ fer fram á Akur-
eyri á vegum fornbókaverslunar-
innar Klausturhóla laugardaginn
17. október nk. og hefst það kl.
14.00 á Hótel Varðborg, Geisla-
götu 7. Bækumar verða til sýnis
á hótelinu þann sama dag frá
kl. 10.00 til 13.00.
Guðmundur Axelsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að bó-
katitlar yrðu 100 til 150 talsins og
væri um að ræða rit, sem öll hefðu
verið prentuð á Akureyri. Það eru
ýmis merk rit sem verða til sölu.
Boðin verða upp búnaðarrit, kosn-
ingablöð, minningarrit, æviminn-
ingar og æviskrár, blöð og tímarit.