Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 43 Samkvæmt læknisráði Fáein ummæli um áhrif bjórsins tíunduð eftirÁrna Einarsson Á undanfömum árum hafa lífleg skoðanaskipti verið um áfengan bjór hér á landi og fullyrðingar við- hafðar á bæði borð. Alitamálið er hvaða áhrif áfengur bjór hefði á áfengismál þjóðarinnar. Eykur bjór- inn heildameyslu áfengis? Eykst áfengisneysla unglinga? Aukast eða minnka vandamál vegna áfengis með tilkomu bjórsins? Endanleg svör fást auðvitað að- eins að fenginni reynslu en um hana er sem sé ekki að ræða hér. Því er eðlilegt að litið sé til reynslu annarra þjóða en ætla má að ekki sé ýkja mikill munur á okkur og t.a.m. frændþjóðunum annars stað- ar á Norðuriöndum. Deila má um hvað mestu skipti hvað bjórinn varðar, en ofarlega hlýtur að vera spumingin um hvort tilkoma hans muni auka heildar- neyslu áfengis eða ekki. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin held- ur því fram á grundvelli rannsókna sinna að aukin neysla áfengis sé ávísun á aukið heilsufarslegt, efna- hagslegt og félagslegt tjón. Þessu treysta fáir sér til að mæla í móti með rökum. Því ætti að vera ljóst að aukinni áfengisneyslu fylgir auk- inn kostnaður fyrir þjóðina. Hafa verið leiddar að því líkur að marg- falda megi hagnað af áfengissölu með 2—4 til að fá út hvert tjónið er. En eykur bjórinn áfengisneysl- una? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur á því engan vafa en hvað um þá íslendinga sem einkum hafa hönd á áfengismálapúlsinum starfs síns vegna, s.s. lækna og lögreglumenn? Lítum fyrst á þá sem standa að meðferð drykkjusjúkra. Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir meðferð- ardeilda ríkisins fyrir áfengissjúkl- inga, segir í Morgunblaðinu 26. febrúar 1985: „Reynsla annarra þjóða af því að leyfa sölu áfengs öls hefur hvar- vetna orðið sú að það hefur leitt til meiri neyslu vínanda og aukins skaða af hans völdum." Jóhannes segir ennfremur: „Virka eftiið í áfengi er vínandi og skiptir engu máli hvort um er að ræða brennda diykki, vín eða áfengt öl. Áhrif vínandans eru ætíð hin sömu." í viðtali við Helgarpóstinn 31. janúar 1985 segir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir SÁÁ: „ ... enda þótt dragi úr neyslu á sterku áfengi fyrst í stað, þá mun heildameyslan aukast." Þórarinn segir einnig í umræddu viðtali að hann sé sannfærður um að fyöldi þeirra sem þyrftu á aðstoð að halda vegna drykkju myndi auk- ast. Unnið hefur verið að rannsókn- um á áfengismálum hér á landi síðan 1967. Hæst ber þar rannsókn- ir á vegum Háskóla íslands undir stjóm dr. Tómasar Helgasonar pró- fessors í geðlæknisfræði og for- stöðumanns geðdeildar Landspítal- ans. Tómas heldur því fram að neyslan muni aukast verði bjór leyfður i landinu. Það styður hann m.a. á eftirfarandi hátt í Morgun- blaðinu 9. apríl 1986: „Þjóðhagsstofnun hefur gert áætlun um hver áfengisneysla verði ef bjórstefnan verður ofan á. í stað þess að minnka um fjórðung, eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur nauðsynlegt, mun hún aukast um þriðjung." „Slíkt væri mikið áfall, ekki að- eins fyrir heilsu íslendinga, heldur og fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnun- ina, af því að ísland, sem er þekkt velferðarríki sem ætti að vera auð- velt að upplýsa um heilsuvemd, yrði fyrsta ríkið til að ganga gegn stefnu stofnunarinnar." Höldum áfram með prófessor- ana. í bók sinni „Lyfjafræði miðtaugakerfísins", sem út kom árið 1984, segir dr. Þorkell Jóhann- esson prófessor í lyfjafræði: „Ef lögleiða á neyslu áfengs bjórs hér, verður það einungis gert vits- munalega með því að hefta flæði annars áfengis þannig að „heildar- flæði“ aukist ekki. Þetta er megin- atriði, sem stjómmálamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem móta vilja skoðanir fólksins í landinu, skyldu síst gleyma." Þorkell telur það vera óskhyggju að bæta megi drykkjusiði íslend- inga með áfengum bjór eða draga með því úr neyslu annars áfengis. Hann segir. „Áfengur . bjór er jafnskaðlegur (eða gagnlegur) og aðrar áfengistegundir." Almennir læknar þekkja áfengis- málin vel, ekki síður en þeir sem vitnað er í hér á undan. Jósep Ó. Blöndal, heilsugæslulæknir á Pat- reksfírði, segir m.a. í grein í Morgunblaðinu 21. maí 1985, og er þar að ijalla um reynslu sína af starfí við meðferðarstofnanir í Dan- mörku: „En möguleikar (drykkju-(inn- skot ÁE)) mannsins á að halda sér þurrum — svo ekki sé minnst á hófdrykkju — þegar hann hverfur undan vemdarvæng stofnunarinn- ar, em hverfandi, því bjórinn er alls staðar___“ Jósep segir einnig: Um þrennt er ferill hins danska áfengissjúkl- ings frábmgðinn ferli hins íslenska þjáningabróður hans: hann drekkur svo til eingöngu bjór, drykkjuskap- ur hans hefst og þróast á vinnu- staðnum, og erfíðleikar hans við að halda sér þurmm eftir meðferð er miklu meiri vegna hins gífurlega framboðs á þessari lúmskustu teg- und áfengra drykkja. í erindi „Um daginn og veginn" í ríkisútvarpinu 29. apríl 1985 seg- ir Pétur Pétursson heilsugæslu- læknir á Akureyri: „Það er hins vegar sannfæring mín, að með tilkomu áfengs öls á borð og í búðir landsmanna muni áfengisneysla ungmenna og dag- drykkja þjóðarinnar aukast að miklum mun, og vitna ég þar til reynslu Finna, sem fyrir áratug lýmkuðu áfengislöggjöf sína.“ „Jafnframt þessu munu íslend- ingar að sjálfsögðu halda við hinum ævafoma þjóðlega sið að drekka sig æra af brennivíni um helgar, en þær geta raunar orðið æði lang- ar á stundum." Guðsteinn Þengilsson læknir er sama sinnis og framangreindir starfsbræður hans. Hann segir í DV 24. apríl 1985: „ ... ekki hefur enn verið unnt að benda á það land í veröldinni þar sem sterkt öl hefur dregið úr áfengisneyslu heldur virðist það bætast við.“ I Árni Einarsson „En eykur bjórinn áfengisneysluna? Al- þj óðaheilbrigðisstof n- unin telur á því engan vafa en hvað um þá ís- lendinga sem einkum hafa hönd á áfengis- málapúlsinum starfs síns vegna, s.s. lækna og lögreglumenn?“ Hann segir ennfremur: „Fróðlegt væri að heyra álit skattgreiðenda á því hvort þeir vilji bæta öldrykkju óviðkomandi fólks ofan á allt annað sem þeir verða að greiða í þessu sambandi." Að öðram ólöstuðum þekkja lög- reglumenn líklega einna best hveijum skráveifum áfengi veldur samfélaginu. í tilkjmningu Lög- reglufélags Reykjavíkur, sem birtist í Morgunblaðinu 11. júní 1985, er réttilega að þessu vikið. Lögreglu- mennimir fara ekki í grafgötur með áhrif bjórsins. „Tæpast er umdeilanlegt að með tilkomu bjórsins mun neysla áfeng- is aukast og þar með eftirlitsþáttur lögreglunnar." Benda lögreglumennimir á að veralegur þáttur í starfí þeirra sé að leysa málefni sem tengjast notk- un áfengis. Benda þeir einnig á að reynsla annarra þjóða sé sú að ungl- ingar sækja í áfengan bjór sem þá verður viðbót við aðra neyslu áfeng- is. Hér hafa lauslega verið tíunduð ummæli nokkurra þeirra sem hvað best ættu að þekkja til áfengismála íslendinga, hver með sínum hætti, og því geta gert sér nokkra hug- mynd um hver áhrif bjórs yrðu. Þeir era sammála um eitt: Bjórinn eykur heildameysluna. Þessi niðurstaða þeirra hefur ekki verið hrakin með rökum enn. Óskhyggja kemur málinu ekkert við. Til þess er of mikið í húfí. Getur verið að áhugafólk um áfeng- an bjór telji hann svo ómissandi að engu skipti þótt áfengisneysla au- kist og samfara því önnur vandræði vegna áfengisneyslu? Höfundur errítari í Samvinnu- nefnd bindindisnmnnn. Söluskattur matsölu: Mötuneyti skóla og sjúkrahúsa undanþegin MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá fjármálaráðuneytinu: „í fréttum að undanfömu hafa ýmsir mótmælt þeirri ákvörðun fjármálaráðherra um að mötuneyti skuli frá og með 1. október sl. greiða söluskatt af matsölu sinni með sama hætti og veitingahús. í þessum efnum hefur einkum orðið vart við misskilning sem annars vegar lýtur að skattskyldu mötu- neyta heimavistarskóla og hins vegar að spumingunni um tvísköttun þeirra matvæla sem mötuneyti selja. Vegna þessa vill ráðuneytið taka fram að mötuneyti heimavist- arskóla, matargerð á sjúkrahúsum fyrir sjúklinga og í fangelsum vegna fanga svo og fæðissala til áhafna um borð í skipum, er ekki skattskyld samkvæmt hinum nýju reglum. Að mati skattyfírvalda jafngildir umrædd matargerð matseld í heimahúsum. Umrædd matargerð telst svo óaðskiljanleg- ur hluti af almennri starfsemi umræddra stofnana eða atvinnu- greinar að aldrei hefur komið til greina að skattleggja hana. Að því er varðar spuminguna um tvísköttun skal tekið fram að mötuneytum, sem kaupa hráefni til matargerðar með söluskatti eða sérstökum söluskatti, er að sjálf- sögðu heimilt samkvæmt almenn- um reglum söluskattslaga að draga umrædd innkaup frá skatt- skyldri veltu áður en söluskattur er reiknaður. Því er ekki um tvísköttun að ræða í þessu sam- bandi. Loks skal þess getið að nánari reglur um söluskattsuppgjör mötuneyta verða gefnar út á næst- unni.“ ti ' v <* , r NAGIADEKKJUM NAGLARNIR EVDA GÖTUM BORGARINNAR Ig! Gatnamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.