Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
fclk í
fréttum
Prince vill eignast barn
með Whitney Houston
að er nýjast af Prince að frétta að hann vill
ólmur komast í hnapphelduna. Dís drauma hans
er engin önnur en Whitney Houston, sem er að eig-
in sögn ennþá hrein mey. „Whitney er eina konan í
lífi mínu“ segir hann, en það er ekki öldungis rétt
því örstutt er síðan hann gaf Sheenu Easton reisup-
assann. Nú gerir hann allt sem í hans valdi stendur
til að þóknast Whitney, þegar hún sagði að gallaföt
myndu líklega klæða hann best, rauk hann upp til
handa og fóta og keypti sér gallaalklæðnað. En frö-
kenin lætur sem ekkert sé þó hann flytji henni
mansöngva, „ég er ekki sú listakona sem hann þarfn-
ast. Vinir prinsins hafa skýringar á hrifni hans á
reiðum höndum, segja að hann þurfi einhveija til
að sýna sig með. Það getur svo sem vel staðist, því
hún er 1,72 en hann aðeins l,58...eða var það öfugt?
Reuter
Hún þyrfti ekki að vera svona stúrin blessunin. John Galliano hann-
aði kjólinn sem sýningarstúlkan íklæðist.
Einar S. Einarsson heiðraður
af norrænum skáksamböndum
Einar S. Einarsson fyrrverandi
forseti Skáksambands ís-
lands og núverandi aðalritari
Skáksambands Norðurlanda var
nú í sumar heiðraður fyrir störf
að samnorrænum skákmálum.
Það var á þingi Skáksambands
Norðurlandanna í Þórshöfn í Fær-
eyjum sem honum voru veitt
viðurkenningarskjal og heiðurs-
merki Danska skáksambandsins,
og Sænska skáksambandið sæmdi
hann Collijn skákorðunni. Hún er
eingöngu veitt fyrir störf að fé-
lagsmálum skákhreyfingarinnar
og var fyrst slegin árið 1928.
Einar hefur verið ötull baráttu-
maður fyrir því að Norðurlöndin
yrðu viðurkennd sem sjálfstætt
skáksvæði innan FIDE. A síðasta
þingi FIDE í Dubai komst það
mál í höfn og eykur það mjög
áhrif Norðurlandanna innan
FIDE. Það er norrænum skák-
mönnum á ýmsan hátt til hags-
bóta, til dæmis hvað varðar
þáttöku í svæðamótum og milli-
svæðamótum og hefur meðal
annars komið Jóhanni Hjartarsyni
til góða á þessu ári.
Þá hefur Einar einnig tekið
saman yfírlit um skákstyrkleika
einstakra landa og svæða og er
staða íslands og Norðurlandanna
sterk um þessar mundir því langf-
lestir skákmeistarar á hveija
milljón íbúa eru hérlendis og það
sama er að segja um Norðurlönd-
in í samanburði við önnur skák-
svæði.
Einar S. Einarsson með viðurkenning-
arnar sem hann hlaut fyrir störf sín
að samnorrænum skákmálum.
Tjallinn tollir í tískunni
Breskir tískufrömuðir eru nú
þegar farnir að huga að sum-
artískunni fyrir næsta ár, enda ekki
seinna vænna. Þessar myndir voru
teknar í Bretaveldi á tískusýningar-
viku sem þarlendir héldu ekki alls
fyrir löngu og sýna það besta sem
breskir hönnuðir hafa upp á að
bjóða. Það vakti athygli manna að
fulltrúar Fremanns og Kays mættu
ekki og fékkst engin skýring á fjar-
veru þeirra.
Það er ekkert lát á stuttum pilsum, þetta eintak er gjört af Betty
Jackson.