Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 49 1979: Dökk óhrein húð, of breitt nef, hangandi nefbroddur, og breið haka. Þannig leit Mic- hael Jackson út fyrir átta árum, alveg eins og villimaður. 1981: Ljósari og hreinni húð, aðeins minna nef, nefbroddurinn styttri og ný haka. Enn eru töluvert margar að- gerðir eftir. 1986: Nefið mjókkað og hækkað, kinnbeinin hækkuð og fita soguð úr kinnunum. Hann er orðinn draumur sér- hvers fegrunarlæknis. 1987: Kominn með hökuskarð, minni efri- vör, svört lína hefur verið húðflúruð í kring- um augun og tárapok- arnir fjarlægðir. En Michael grætur og grætur. Meira af Michael Jackson Hann Michael Jaekson var ekki nema 11 ára þegar þau Diana Ross hittust í hið fyrsta sinn. Síðan þá hefur hann dýrkað hana og dáð, og gert allt til að líkjast henni sem mest bæði í hegðun og útliti. Er nú svo komið að hans eigin móðir þekkir ekki ungann sinn. „Ég hrein- lega þekki hann ekki lengur, hann er ekki sonurinn sem ég eignaðist endur fyrir löngu, hann er ekki sá Michael sem ég þekkti" segir móðir- in bitur. Og þá á hún ekki einungis við útlit sonarins, heldur einnig undarlega hegðun hans. Hann hefur safnað í kringum sig hinum aðskilj- anlegustu og aldeilis ólíklegustu munum. Fróðir menn telja að þá fyrst myndu sálfræðingar skella sér á lær, ef þeir fengju augum litið súrefnistjaldið til að tryggja goðinu eilífa æsku, kyrkislönguna, lama- dýrið, simpansann og veggspjöldin af Diönu Ross í fullri líkamsstærð. Umboðsmaður Michaels og trúnað- arvinur, Frank Dileo segir að of seint sé að breyta honum í venju- lega manneskju.„Hann hlustar hvort eð er ekki á mig ef ég minnist á breytingar. Hvað varðar nefíð hans, þá hefur hann látið lagfæra það lítillega ásamt hökunni, annað ekki. En það er ekkert merkilegt við að fara i nefaðgerð. Ég hef sjálf- ur nefbrotnað fímm sinnum, allir hafa einhvem tíma látið krukka í nefið á sér“ fullyrðir hinn lágvaxni og sköllótti Dileo. Hann virðist hafa gleymt þeirri staðreynd að Michael hefur ekki aðeins látið breyta nefí sínu og höku, því húðin er orðin töluvert ljósari og líkari húð Diönu. Augun eru orðin stærri, kinnbeinin hærri og sléttað hefur verið úr lambakrullunum. Alls hefur hann farið í átta skurðaðgerðir og þykir fegrunarlæknum nú meira en nóg komið. En sífelldar útlitsbreytingar Michaels valda fieirum hiyllingi. Starfsmenn Vaxmjmdasafns Hollywoodbæjar eru að verða grá- hærðir, því það er metnaðarmál hvers bandarisks vaxmyndasafns að eftirmyndir stjamanna séu eins og fyrirmyndimar hveiju sinni. „Þetta er martröð" segir talsmaður safnsins, „í hvert einasta sinn sem hann lætur breyta sér, verðum við að breyta eftirmyndinni. Þetta er fullt starf fyrir sérfræðinga okkar". Og þeir hafa nú gefist upp. í stað þess að grandskoða myndir af Mich- ael þá hafa þeir þurrkað rykið af vaxmyndinni af Diönu og nota hana nú til að gera nýja eftirmynd hans. Á meðan starfsmenn safnsins börðust við að útbúa nýja vaxmynd, flengdist Michael um Japan þvert og endilangt á tónleikaferðalagi. Honum bárust þó greinilega kjafta- sögur um sig yfír hálfan hnöttinn, því hann settist niður á hótelher- bergi sínu og skrifaði heiminum bréf. Segir hann bréfíð vera það eina sem hann muni segja og skrifa um einkalíf sitt, en hvorki hósti né stuna hefur borist frá kappanum í fjögur ár. Fer hluti bréfsins hér á eftir. „Svo segir í gömlum indjána- málshætti: „Dæmdu mann eigi fyrr en þú hefur gengið í mokkansínun- um hans í tvo mánuði. Afar fáir þekkja mig, þess vegna er það sem er skrifað um mig yfirleitt ósatt. Ég græt mjög mjög oft því það særir mig og ég hef áhyggjur af öllum bömunum mínum um víða veröld, ég lifí fyrir þau... Dýrin ráð- ast á önnur dýr, ekki af vonsku, heldur vegna þess að þau vilja lifa, það sama á við þá sem gagnrýna, þeir vilja blóð okkar, ekki sársauka okkar...En sýnið miskunn, þvf mér hefur nú blætt í tölverðan tíma. M.J.“. Svo mörg voru þau orð. COSPER — Þjófarnir hafa stolið sjónvarpinu okkar — og svo hafa þeir líka slegið pabba og mömmu i rot. Húsnæði fyrir verndaðan vinnustað Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, vinnur nú að uppsetningu á vemduðum vinnustað á Reykjavíkursvæðínu. Starfsemin verður framleiðsla úr plastefnum og vinna tengd því. Óskað er eftir400-600 fm húsnæði með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk. Tilboð sem tilgreinir staðsetningu, leiguskilmála og annað sem skiptir máli sendist undirrituðum fyrir 20. október nk. Rekstrarráögjöf Kostnaöareftirlit Hönnun — Þróun Útboö — Tilboö Viöhaldskerfi Verkskipulagning Hvmh Pósthólf 11024 131 Reykjavík sími 91-72066 AFHEILUM HUG mælum við með neðantöldum hljómplötum Allar eiga þær það sameiginlegt að vera gerðar af vel sjóuðum tónlistarmönnum sem allir vita að kunna sitt fag. Við hvetjum þig til að sannreyna meðmæli okkar og fá þér eintak af einhverri (eða fleirum) sem fyrst. ÞESSAR PLÖTUR SVÍKJA EKKI: ABC -Alphabet City- BRUCE SPRINGSTEEN -Tunnelof love- BEEGEES -ESP- MIKE OLDFIELD -Islands- T f •.*<* JEHTRO TULL -Crest of a knave- YES -Big generator- HOOTERS -One way home- Mick Jagger -Primitive Cool- I af 20 söluhæstu plötunum RING Póstkröfuþjónusta Simi11620 ATH: Símsvari opinn 24 klst. RING Sími28316 stolfiorhl Austurstræti, Rauðarárstíg, Glæsibæ og Strandgötu -TREYSTU OKKUR-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.