Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Fréttir úr fjárlagafrumvarpinu Framlög- til íþrótta minnka vegna lottós Háskólinn fær leyfi fyrir 11,5 nýjum stöðugildum á fjárlögum. 11,5 nýjar stöður í Háskóla Islands FRAMLÖG tii Ungmennafélags íslands og íþróttasambands Is- lands lækka samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1988 vegna þess að gert er ráð fyrir tekjum til þessara aðila af lottói. RÁÐSTÖFUNARFÉ lifeyrissjóð- anna verður fyrirsjáanlega mun meira á þessu ári en gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun fyrir 1987 og vegna þess er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir 1988, að skuldabréfakaup lífeyrissjóð- anna af Húsnæðisstofnun verði 825 milljónum króna hærri en ráð var fyrir gert. Miðað er við að allir sjóðimir kaupi skulda- bréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu sem er skilyrði til að félagar í þeim fái fullt húsnæðislán. Þegar hefur verið ákveðið að ráðstafa 150 milljónum af þessu fé á árinu 1987 til þeirra húsbyggj- enda sem eiga í sérstökum greiðslu- erfíðleikum. Afgangurinn, 675 milljónir, verður bundinn í sjóði í árslok og er það gert vegna þess að veruleg aukning er á ráðstöfun- arfé byggingarsjóðanna og hætta á að vaxandi þensla ýti undir hækkun íbúðaverðs. Fjárveiting til Byggingarsjóðs ríksins á næsta ári nemur 1,15 milljörðum króna og til viðbótar Óbreytt gjaldskrá RAKTKá næstaári? EKKI er gert ráð fyrir að gjald- skrá Rafmagnsveitna ríkisins hækki á næsta ári, í forsendum fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1988. Hinsvegar er gert ráð fyr- ir að ná þurfi 45 mi^jónum króna út úr rekstrinum með spamaði og bættri innheimtu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði 2,19 milljarð- ar á árinu sem er 20% hækkun frá fjárlögum fyrir 1987. Tekjuáætlun fyrir árið 1988 byggir á gjaldskrá frá 1. ágúst 1987 og því er gert ráð fyrir spamaði og bættri inn- heimtu til að tryggja fjárhag fyrir- tækisins. MIÐAÐ er við í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár að afnota- gjöld bæði hljóðvarps og sjónvarps ríkisútvarpsins hækki um 13% á næsta ári. Einnig þurfi að koma til 20% hækkun á aug- lýsingatekjum hljóðvarps og 10% hækkun á auglýsingatekj- Samtals nemur þessi lækkun 16,5 milljónum króna. Fjárveiting til æskulýðsmála lækkar samkvæmt frumvarpinu um 40% eða úr 14,3 milljónum í 8,64 milljónir. Þar vegur þyngst lækkun tekur sjóðurinn 4,8 milljarða að láni hjá lífeyrissjóðunum gegnum Hús- næðisstofnun. Framlag ríkisins til Byggingarsjóðs verkamanna verður hækkað úr 300 í 600 milljónir, sveitarfélög leggja 175 milljónir í sjóðinn og auk þess aukast skulda- bréfakaup lífeyrissjóða af sjóðnum úr 490 milljónum í 1,36 milljarða. FJÁRVEITING tU forseta Ís- lands hækkar um 96% milli áranna 1987 og 1988 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á þriðjudag. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að fjárveiting til opinberra heim- sókna nær tvöfaldist. Gert er ráð fyrir að framlag til forsetaembættisins hækki úr 22,783 milljónum í 44,571 milljón eða um 96%. Launagjöld hækka um 73% eða úr 8,17 milljónum í 14,14 milljónir en miðað er við 8,2 stöðu- gildi bæði árin. Önnur gjöld hækka úr 11 milljónum í 16,16 miHjónir eða um 46%. Til viðfangsefnisins opinberar heimsóknir eru ætlaðar 8 milljónir í stað 4,2 milljóna sem er um 90% hækkun. Til viðhalds húseigna er veitt 7,4 milljónum en í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu segir að á þessu ári hafí verið unnið að um- fangsmiklum endurbótum á Bessa- stöðum og til þess varið aukafjár- veitingu að upphæð 1,018 milljónum. Einnig sé í flárveiting- unni 3 milljóna skuld vegna framkvæmda á árinu 1987. Til bifreiðakaupa er veitt 1,6 milljónum og er áformað að end- umýja eina bifreið embættisins. Þá er veitt 5,5 milljónum til stofnkostn- aðar sem verður varið til ýmissa um sjónvarps. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildarútgjöld hljóðvarps verði 584 milljónir sem er 43% hækkun frá fjárlögum 1987. Heildarútgjöld sjónvarpsins eru síðan áætluð 744 milljónir króna sem er 41% hækkun frá síðustu fjárlögum. á framlagi til Ungmennafélags ís- lands, eða úr 7 milljónum í 2,3 milljónir og er það gert með tilliti til tekna af lottói. Einnig lækkar framlag til Bandalags íslenskra skáta vegna Úlfljótsvatns úr 1,7 milljónum í 580 þúsund og framlag til starfsemi KFUM og KFUK lækk- ar úr 1,05 milljónum í 580 þúsund. Fjárveiting undir liðnum „ýmis íþróttamál" lækkar úr 37,8 milljón- um í 30,5 milljónir eða um 7,3 milljónir. Þrjú ný viðfangsefni eru þó undir liðnum: Bridgesamband Islands sem fær 460 þúsund, Skák- skólinn sem fær 350 þúsund og skólaskákmót sem fá sömu upp- hæð. Á móti lækkar framlag til Iþróttasambands íslands úr 26,2 milljónum í 14,4 milljónir eða um 11,8 milljónir þar sem hliðsjón er höfð af þeim tekjum sem íþrótta? hreyfingin hefur af svokölluðu lottói, eins og segir í greinargerð frumvarpsins. útiverkefna svo sein lýsingar á heimreið. EKKI ER gert ráð l’yrir neinum framkvæmdum við eða i flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 1988 í fjár- lagafrumvarpinu fyrir það ár þótt ólokið sé ýmsum fram- kvæmdum við stöðina, svo sem tengingu hitaveitu og frágangi utanhúss. Fjárþörf á árinu 1987 var um 680 mil^jónum hærri en miðað var við í samþykkt láns- fjárlaga fyrir árið 1987 og hefur sú fjárþörf verið brúuð með skammtimalánum innanlands sem endurgreiðast fyrri hluta árs 1988. Gert er ráð fyrir 820 milljóna lántöku á þvf ári sem nota skal til greiðslu þeirra skammtímalána. Rektrargjöld ríkisfyrirtækja á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert á næsta ári vegna flutningsins í nýju flugstöðina. Þannig eru rekstr- argjöld fríhafnarinnar áætluð 613 milljónir í ijárlagafrumvarpinu sem er 86% hækkun frá flárlögum 1987. Fríhöfninni er einnig ætlað að skila 190 milljónum í ríkissjóð. Rekstrargjöld Flugmálastjórnar eru áætluð 96 milljónir króna sem STÖÐUGILDUM hjá Háskóla ís- lands fjölgar um 11,5 á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir 1988 og er talið að það auki útgjöld skólans um 10,4 milijónir eða að meðaltali 904 þúsund á stöðu. Þar er megin- áhersla lögð á að efla stjórnsýslu skólans en fram að þessu hafa flestar fastráðningar verið vegna kennslu. Stöðum i háskól- anum hefur alls fjölgað um 16 frá því síðustu fjárlög voru gerð. Nýju heilu stöðumar eru sérlegur aðstoðarmaður rektors, innkaupa- stjóri, tímabundin lektorsstaða í lagadeild, ræstingarstjóri, fulltrúi á deildarskrifstofu læknadeildar, lektor í íslensku fyrir erlenda stúd- enta, forstöðumaður í fulla stöðu í er 60% hækkun. Tekjur fyrirtækis- ins, sem aðallega eru aðflutnings- gjöld, greiðslur vamarliðsins fyrir þjónustu og greiðslur vegna um- sjónar með flugstöðinni eru alls áætlaðar 114,5 milljónir þannig að Flugmálastjóm er ætlað að skila 20 milljónum í ríkissjóð. Rekstrargjöld stöðvarinnar sjálfrar eru áætluð 178,2 milljónir GJALDSKRÁ Póst- og símamála- stofnunar þarf að hækka um 10% á næsta ári til að standa undir rekstrarkostnaði samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 1988. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrargjöld stofnunarinnar verkfræðideild, kerfís og rafeinda- fræðingur, bókavörður, töivunar- fræðingur í bókasafn, og prófessor í tölvunarfræði. í hálfar stöður á að ráða röntgentækni á tannlækna- deild og sérfræðing á raunvísinda- deild. Auk þessa er gert ráð fyrir laun- um til starfsmanna í 4,5 nýjar stöður sem ákveðnar voru eftir af- greiðslu fjárlaga 1987, alls 4,5 milljónum. Þetta eru ein og hálf staða í Háskólabókasafni, staða forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordal, lektorsstaða í alþjóðastjóm- málum við félagsvísindadeild og rannsóknarstaða í fomleifafræði. Tvær síðasttöldu stöðumar hafa ekki verið staðfestar af ráðninga- neftid. og þar af em vextir 126 milljónir. Þessu til viðbótar em afborganir lána áætlaðar 29 milljónir. Til að endar nái saman þurfa tekjur af rekstrinum því að vera 207 milljón- ir og er gert ráð fyrir að þær skiptist í 174,5 milljóna leigutekjur og 32,7 milljónir sem em endur- greiddur rekstur sameiginlegra svæða. verði 4,8 milljarðar á árinu og hækki um 35% frá siðustu fjárlög- um. Þá er gert ráð fyrir að fjárfest- ing verði 512 milljónir eða jöfn að verðgildi og fjárfesting á fjáirlögum 1987. Yfir 800 aukamilljómr til byggingasjóðanna Stærstur hlutinn bundinn í sjóði til að minnka þenslu RUV: Afnotagjöld útvarps og sjónvarps hækki um 13% Embætti forseta íslands: Fjárveiting hækkar um 96% Á fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum við Flugstöð Leifs Eirikssonar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Ekkert framkvæmt næsta ár Póstur og sími: Gjaldskrá þarf að hækka um 10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.