Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Ás-tengi TT Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál ^(fearCawLDgxuxr .JySxrasæŒxri) & <S VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 21480 Njarðvík: Húsleit í þrem íbúðum Njarðvík. Fíkniefnalögreglan í Keflavík gerði húsleit i þrem íbúðum í Njarðvík um helgina og fannst eitthvað af fíkniefn- um og tækjum til neyslu þeirra. Fjórir voru handteknir og sagði lögreglan að játningar lægju fyrir. Allir aðilamir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkni- efnamála. - BB Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á áttrœöisafmœlinu mínu þann 4. október sl. og geröu mér daginn ógleymanlegan. LifiÖ heil. Ingvar Þórðarson, Neðstaleiti 4. fl Perstorp Vantar þig tilbreytingu? Afhverju ekkiað lífga uppá gömlu innréttinguna? MEÐ PERSTORP HARÐ- PLASTI, BORÐPLÖTUM OGGÓLFEFNI. IF.IFNA8MIUAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S: 21220 ^ 1/ATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SlMAR 686455 - 685966 Mi LYNGHÁLSI 3 SlMAR 673415 - 673416 VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS. Stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir konur ' Rekstrartæknideild ITÍ gengst enn einu sinni (17. skipti) fyrir námskeiði í stofnun og rekstri fyrirtækja fyrir konur. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á rekstri, hvað eigin atvinnurekstur útheimtir og hvað þurfi að at- huga og varast. Efni: Stofnáætlun, frumkvöðull, viðskiptahug- mynd, fjármál, félagsform og fleira. Þátttakendur: Ætlað öllum konum, sem hafa hug á að stofna fyrirtæki, vinna i eigin fyrirtæki, vinna við stjórnun og þeim, sem hafa áhuga á rekstri. Tfmi: 19.-24. október kl. 19.00-22.00 og 09.00- 12.00 (laugardag), frí á föstudag. Staður: Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Þátttökugjald: Kr. 7800. Innifaidar eru veitingar og kennslugögn, þar með talin bókin Fyrirtækið mitt. v Skráning í síma 687000. Takmarkaður fjöldi þátt- takenda. Rekstrartæknideild ITÍ. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Indland: Brúðarbrenna í litlu þorpi setur allt á annan endann HVERT sem Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, lítur, blasa við honum vandamál og hann sætir æ meiri gagnrýni heima fyrir og á alþjóðavett- vangi. Þessa dagana er hlut- verk svokallaðra friðargæzlu- sveita Indvetja á Sri Lanka að fara út um þúfur og vera þeirra hefur aðeins leitt til að eldurinn milli tamíla og sinhalesa hefur enn magnazt. En heima fyrir hafa öll vandamálin nú fallið i skugg- ann fyrir hroðalegum atburði í litlu indversku þorpi í byrjun september. Uppvíst varð um atburðinn fyrir nokkru og ind- versk blöð hafa ráðizt harka- lega að Gandhi fyrir að sýna fomeskjulega afstöðu til máls- ins og dæmalaust hik. Málavextir eru þeir, að í byijun september sl. voru fjögur þúsund íbúar í smáþorpinu Dorella, ekki ýkja langt frá borginni Jaipur, vitni að því að ung kona var brennd lif- andi með líki eiginmanns síns. í fyrstu fór þetta hljótt, en spurðist út til næstu bæja og áður en við var litið var fréttin á allra vörum. í Delhi urðu ráðamenn þrumu lostnir, fréttamenn spurðu stórum stöfum, hvar nútímaríkið Indland með hinn framfarasinnaða nútíma- mann Rajiv Gandhi væri eiginlega á vegi statt, fyrst slfkt gæti komið fyrir. í fyrstu áttu blaðamenn erfitt með að afla upplýsinga og þorps- búar virtust af ýmsum ástæðum tregir eða óttaslegnir að láta hafa nokkuð eftir sér. En smám saman hefur þetta skýrzt. Ekkert virðist benda til, að stúlkan Roop Kanwar hafí farið nauðug á bálið. Einn sjónarvottur sagði, að stúlkan hefði setið í leiðslu með eins konar bros á vör, þegar eldtungumar læstu sig í hana. Hún hefði ekki gefið frá sér hljóð. Annar viður- kenndi, eftir að gengið var á hann, að líklega hefði stúlkan hrópað á hjálp, en hún hefði ekki reynt að standa upp af kestinum. Enn ann- ar sagði, að guðlegur kraftur hefði kveikt eldinn, og því væri atburð- urinn stórkostiegt kraftaverk. Stúlkan hefði verið útvalin og hún hefði verið sæl að fá að njóta þessa. Roop Manwar var átján ára. Fyrir átta mánuðum giftist hún Maan Singh, hann var sonur gagn- fræðaskólakennara f Dorella. Eiginmaðurinn hafði lokið háskóla- prófi fyrir nokkru. Hann veiktist af matareitrun og lézt eftir miklar þjáningar tveimur sólarhringum síðar. Matareitmn er algeng dán- arorsök í Indlandi og svo virðist sem læknis hafi ekki verið vitjað. Tengdafaðir stúlkunnar, sem er einn af máttarstólpum þjóðfélags- ins í Dorella sagði, að fjölskyldan hefði reynt að telja hana af því að fremja sati en henni hefði ekki verið þokað. Hann sagði, að svo virtist sem guðlegur andi hefði komið yfir hana. Einn þorpsbúa sem fréttamaður tfmarit8ins Far Eastem Economic Review sem hér er stuðzt við hitti lfklega naglann á höfuðið, þegar hann sagði um málið:„ Ég efast um að hún hafi átt annarra kosta völ. f okkar samfélagi geta ekkjur ekki gifst aftur. Samfélagið kemur fram við þær af grimmd og illvilja Að búast brúðarskartinu dugir ekki alltaf lengi og þær em hvarvetna óvelkomnar og sums staðar er því beinlínis trú- að að þær valdi ógæfu. Ekkja verður að ganga í tötmm, sofa á gólfinu og hún má aldrei fara út fyrir hússins dyr. Ekkja í sam- félagi okkar er betur komin dauð en lifandi." Það er með ólíkindum, að at- burður sem þessi gerist á síðustu ámm 20.aldarinnar í Indlandi, sem krefst þess að vera talið með nítímaríkjum, er hafi tileinkað sér allt hið fegursta, sem í siðmenning- unni felst. Nú er það að vísu opinbert leyndarmál að brúðar- brennur tíðkast enn jafnvel í Delhi, en yfírleitt er þess nú orðið gætt, að þær fari leynt. Með atburðinn í Dorella gegnir öðm: þar var þetta meiriháttar hátíð og nær því hver fbúi viðstaddur. Dorella er blómlegt þorp á ind- verekan mælikvarða. samgöngur þangað úr öllum áttum greiðar. Menn eiga heimilistæki og allir hafa nóg að gera, skólaskyldu er fylgt eftir. Þegar Kanwar giftist kom hún með góðan heimanmund, gull og skart, fsskáp, sjónvarp og útvarp í búið. Nú að henni látinni hefur tengdafólk hennar skipt eig- um hennar á milli sín og var gengið í það jafnskjótt og eldurinn var kulnaður f bálkestinum. Ekki er þó öll sagan sögð því að svo virðist sem allir hafí hagnazt á dauða stúlkunnar. Faðir hennar Pale Singh Ratore, hét því að reisa dóttur sinni, hof þar sem hún yrði tilbeðin um ókomna framtíð. Dauði stúlkunnar hefur stórbætt hag Pale Singh og §öl- skyldu hans og frá því að vera heldur lítilsigld er hún nú virt og metin. Þorpsbúar em í sjöun da himni því að þeir græða á tá og fingri. Tfu þúsund pílagrímar streyma til Dorella á hveijum degi. Svæðið hefur verið girt af og er seldur inngangur. í nágrenninu em að spretta upp sölutjöld, þar sem boðnar em til sölu mjmdir af stúlk- unni, slæður til að hafa við bænagerðina og alls konar skran og dót. Flutningabílsljórinn í bæn- um er að verða milljónamæringur og kaupir sífellt nýjar og nýjar rútur og hefur sótt um einkaleyfi til að keyra fólk á staðinn. Söfnun- arbaukana verður að tæma einu sinni á klukkutíma. Á fyretu tveim- ur vikunum eftir að þetta spurðist út söfnuðust um tfu milljónir, og er það ekki smáræði, þegar haft er í huga, að flestir pílagrímanna em blásnauðir og hver getur að- eins gefið smáupphæð. Nánast daglega berast fréttir af kraftaverkum sem eiga að ger- ast á svæðinu og æsingurinn vex með hveijum degi. Þó að sati sé sambkvæmt indverskum lögum stranglega bannað, láta Do- rellaíbúamir það sem vind um eyru þjóta. Og nú óttast ýmsir að fleiri atburðir af þessu tagi verði á næst- unni, einkum vegna þess hvemig yfirvöld í fylkinu og sfjómvöld í Delhi hafi tekið á málinu eða ekki tekið á því, væri ugglaust réttara að segja. Þegar fréttir bámst fyret af þessu er greinilegt að margir trúðu ekki sínum eigin eyrum. En yfír- völd f ríkinu sendu ekki lögreglu- menn til að rannsaka málið fyrr en tfu dagar vom liðnir. Ekkert var aðhafst í málinu. Fulltrúar kvennasamtaka vítt og breitt um Indland sendu frá sér harðorðar yfirlýsingar og blöðin slógu frétt- inni upp. Leiðarar vom skrifaðar um málið og aðgerða krafizt af hálfu stjómar Rajivs Gandhi. „Hvað er Rajiv Gandhi að leika friðarhöfðingja í öðmm löndum, þegar annað eins og þetta gerist við bæjardymar hjá honum“ sagði í einu helzta blaði landsins. Og loksins gátu stjómvöld ekki lengur daufheyrzt við þessum röddum. Rajiv Gandhi ákvað að senda fulltrúa sinn til Rajasthan ríkisins og flórir úr tengdafjölskyldu stúlk- unnar vom teknir höndum og yfirheyrðir lengi. Ekki er talið að þeir verði dæmdir til fangelsisvist- ar. Þingenn Congress I hafa ekki bragðið við hart. Þeir hafa heldur ekki hafst neitt að til að stöðva pílagrímastrauminn til Dorella, né gert neitt til að koma $ veg fyrir að hafizt verði handa um að reisa bænahúsið mikla. Menn hafa kannski bak við eyrað að það er fyrir eitt sati-musteri f Rajasthan og þangað koma ekki aðeins Indv eijar, það er frægasta bygging Indlands - Taj Mahal. Samt er óhugsandi annað en brúðarbraninn í Dorella árið 1987 verði blettur á Indlandi um langar tíðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.