Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Árlegar við- skiptavið- ræður við Sovétmenn FULLTRÚAR íslenskra síjórn- valda og ýmissa fyrirtœkja halda á næstunni til Moskvu til árlegra viðræðna við Sovétmenn um við- skipti landanna. Með í ferð eru fulltrúar Síldarútvegsnefndar og er búist við að fyrirframsala síldar verði sérstaklega rædd í ferðinni, einnig sala ullarvarnings. Valgeir Ársælsson sendifulltrúi er formaður nefndarinnar. Einnig eru í nefndinni Bjöm Tryggvason aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans og Jón Ögmundur Þormóðsson deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Þá eru í nefndinni fulltrúar frá Síldarútvegs- nefnd, Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna, Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Álafossi hf., Sölu- stofnun lagmetis, Verslunarráði fslands, Félagi íslenskra iðnrekenda og Bifreiðum- og landbúnaðarvélum. Hinar formlegu viðskiptaviðræður verða 26. — 29. þessa mánaðar. Morgunblaðið/Ól.K.M. Starfsmenn Nathan og Olsen hf. við Breiðholtskjör eftir að hafa fjarlægt birgðir af Cheerios-pökkum úr versluninni i gær. Frá vinstri: Svavar Geirfinnsson, Orvell Utley og Þorsteinn Gunnars- son sölustjóri, sem heldur á einum boltanum. Cheerios-pakk- arnir fjarlægð- ir úr verslunum ALLAR birgðir af Cheerios-pökkum, sem innihalda litla bolta, voru fjarlægðar úr verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu í gær. Eins og komið hefur fram i fréttum kafnaði smábarn í Bandaríkjunum eftir að hafa gleypt slíkan bolta. Það voru starfsmenn fyrirtækisins Nathan og Olsen hf., sem flytur inn Cheerios, sem sáu um að fjarlægja pakkana af markaðnum, en ákvörðun um það var tekin eftir fund innflytjandans og Hollustuvemdar rikisins á þriðjudaginn. Sölumenn Nathan og Olsen verslunum áðumefnda pakka enn hringdu í gær í allar verslanir sem selja Cheerios-kom og tilkynntu um að verið væri að innkalla vör- una. Síðan fóru starfsmenn fyrir- tækisins í verslanir sem enn höfðu pakkana til sölu og fjarlægðu þá. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, sölustjóra hjá Nathan og Olsen hf., höfðu u.þ.b. 5 af hveijum 10 til ^sölu. í dag verða allir Cheerios- pakkar með boltum íjarlægðir úr verslunum utan höfuðborgar- svæðisins. Þorsteinn sagði að mun færri verslanir úti á landi seldu stóra Cheerios-pakka, en boltar fylgdu ekki með í kaupunum í litlu pökkunum. VEÐUR Marteinn Jónasson VEÐURHORFUR í DAG, 15.10.87 | YFIRUT á hádegl f g»r: AII mlkll lœgö við Skotland fer norður mllli (slands og Noregs en hæð yfir Grænlandi. SPA: Auatan og norðaustanátt um land allt, viða stinningskaldi eða allhva8st. Yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi, en annars skúrir. i Hlti 2 til 7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Norðaustlæg átt og fremur svalt í veörl. Skúrir vtða austanlands, él norðvestanlands en þurrt og bjart veður á Suðvesturlandi. TÁKN: Heiðskírt a ■Qk Á Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: S Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r f Rigning r r r * r * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * # ^ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka — Þokumóða ’, > Súld OO Mistur Skafrenningur |T Þrumuveður xn. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl v.ður Akureyri 0 «njó4l Raykjavfk 0 anjókoma Bergen 11 úrkomafásfð. kl. Helsínkl 8 léttskýjaö Jan Mayan + 1 skýjað Kaupmannah. 11 akýjað Narssarssuaq + 3 ský|að Nuuk +1 heiðskfrt Osló 8 rigning Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 8 skúráslö.kl. Algarve 18 akýjað Amstardam 12 léttskýjað Aþena 24 léttskýjaö Barcelona 21 skýjað Bariín 14 akýjað Chicago 7 skýjað Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 13 skýjað Qlatgow 10 skúr Hamborg 12 hálfskýjað Las Palmas 2S léttskýjað London 12 skýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 10 skúrir Madrfd 17 skýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 23 skýjað Montraal 3 léttskýjað NewYork vantar Parfs 13 skúrir Róm 23 léttskýjað Vfn 16 léttskýjað Washlngton 6 helðskfrt Winnlpag 0 halðskfrt fv. skipstfórí látínn Marteinn Jonasson fyrrverandi skipstjóri og framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur lést í fyrrinótt 71 árs að aldri. Marteinn Jónasson fæddist 28. september 1916 á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar hans vom Jónas Hallgrímur Guð- mundsson skipstjóri þar og kona hans María Jónasína Þorbjamar- dóttir. Marteinn lauk unglinga- prófí 1932 og mótorvélstjóraprófí árið 1933. Hann tók fiskimanna- próf hið meira frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1939. Marteinn var skipstjóri á togur- um á árunum 1943 til 1962, en árið 1964 tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Hann sat í stjóm Hafrannsóknastofnunarinnar ffá 1965. Fyrri kona Marteins var Agla Þórunn Egilsdóttir, en hún lést árið 1959. Seinni kona hans var Helga Guðnadóttir. Hún lést árið 1979. Marteinn Jónasson. Marteinn lætur eftir sig tvær dætur og eina stjúpdóttur. Ur umferðinni í Reykjavík þriðjudaginn 13. október 1987 Árekstrar bifreiða: 11. Samtals 62 kærur fyrir umferðarlagabrot á þriðjudag. Af hraðamælingum segir í skýrslum að ökumaður hafí verið kærður fyrir að aka austur Skógarhlfð með 100 km/klst hraða laust eftir miðnætti í myrkri, slyddu og á blautum vegi. Ökumenn voru kærðir fyrir að aka með 93 og 96 km/klst hraða um Ártúnsbrekku. Um Miklubraut með 90 km/klst hraða og 85 km/klst hraða um Sætún. Klippt voru númer af 14 ökutækjum fyrir vanrækslu á að færa til aðalskoðunar. Skyndiskoðun leiddi til þess að 16 ökumenn voru kærðir fyrir að aka bifreiðum f slæmu ásigkomulagi. Klippt voru númer af 4 ökutækjum en 12 var veittur frestur til lagfæringa. Kranabifreið fjarlægði 9 bifreiðir vegna ólöglegrar og slæmrar stöðu. í þriðjudagsumferðinni náðust 2 réttindalausir ökumenn og 1 ökumað- ur var grunaður um ölvun. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.