Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
55
Islenskun á golfhugtökum
Ágæti Velvakandi.
Viltu koma á framfæri þakklæti
til Stöðvar 2 fyrir golfþættina og
alveg sérstaklega til Björgúlfs Guð-
mundssonar, sem hefur fengið
ómaklega ofanígjöf hjá Morgun-
blaðinu (Víkveija) fyrir hrognamál,
sem svo var nefnt þar, vegna þess
að nothæf íslensk orð hafa ekki
verið til fyrir sumt sem fyrir kemur
í golfleik. Björgúlfur er einmitt
málræktarmaður og hefur gert sitt
besta til þess að koma þessu í lag
með tillögum til úrbóta, sem von-
andi er að kylfingar taki vel og
tileinki sér. Það hefur verið til vansa
fyrir golfið, hvað ensk tækniorð
hafa verið lífseig þar og engu öðru
um að kenna en áhugaleysi kylfinga
að íslenska þessi hugtök. Mér lízt
vel á að nota karga og lúða fyrir
„röff“ og „semiröff" (stafsett eftir
framburði enskunnar) þó segja
megi, að kargi fái þá nýja merk-
ingu, því frá gamalli tíð merkir
kargi stórt þýfí, samanber karga-
þýfi. En gott og vel; notum þetta
orð samt og eins lúða fremur en
há, því há er eins og flestir vita
seinni sláttur á túnum. Par aðlag-
ast alveg íslensku máli, en ennþá
hefur ekki komið fram nothæft orð
fyrir pútter og sögnina að pútta.
Fyrir alla lifandi muni: Sögnin að
pota er algerlega óhæf í þessu sam-
bandi. Þetta er ekkert pot sem fram
fer á flötinni og að kalla verkfærið
potara væri jafn ótækt. „Bógí", sem
merkir eitt högg yfir par, er vel
þýtt með skolla og við getum piýði-
lega notað fugl fyrir „bördí“ og
fálka fyrir „ígul“. Nú er alltaf talað
um teig í staðinn fyrir tí (á ensku
tee) en tí notum við til að tía bolt-
ann upp á teig og það fellur vel að
íslenskunni. Mig minnir að Björg-
úlfur legði til síðast að nefna
teighöggið drifhögg, en „dræv“ sem
er enska, hefur verið lífseigt. Mér
er þó ekki ljóst, hvaða sögn væri
hægt að nota í staðinn fyrir að
„dræva“, sem er vitaskuld ótækt
að notast við til frambúðar og er
hérmeð lýst eftir sagnorði, sem
hægt væri að sameinast um. Hér
vantar einnig gott og snjallt orð
yfír verkfærið, sem notað er við
þetta tækifæri, trékylfu nr. 1, sem
ekki hefur til þessa verið nefnd
annað en „dræver“ og er ótækt.
Þegar golfbolti á flugi fær vinstri
beygju, þyrftum við endilega að til-
einka okkur annað tækniorð en
„húkk“, eða „slæs“, þegar boltinn
fær hægri beygju. „Slæs“ merkir
sneið og að„slæsa“, sem er afbökun
úr ensku, merkir að sneiða og er
rökrétt hugtak. Hægri beygjan,
sem margan kylfíng htjáir, er til
komin m.a. vegna þess að hann
sneiðir boltann með lítið eitt opnum
kylfuhaus og framkallar það snún-
inginn til hægri. Fram hafa komið
tillögur um sneiðing í staðinn fyrir
„slæs“ og krók í staðinn fyrir
„húkk“, en ekki finnst mér það
nægilega snjallar lausnir og er lýst
eftir betri orðum.
Þegar boltinn er rétt sleginn inn
á flöt er hann gjarnan með bak-
snúningi, sem heitir bakkspinn á
ensku, en mætti kalla bit því boltinn
bítur sig í flötina og stoppar.
Glompa er ágætt orð yfir sandgryfj-
umar, sem því miður hafa heitið
bönkerar, því enska heitið er „bun-
ker“. Að vippa er góð og gild
íslenska og betra en að „sippa“ eins
og það heitir á ensku og er notað
um örstutt högg inn á flötina. Þessa
sögn er hins vegar hæpið að nota
einnig fyrir „pits“-högg, sem svo
hafa verið nefnd, og em útfærð
með sérstakri kylfu frá 100 metrum
og innundir flöt. Þessi kylfa heitir
„weds“ á ensku og merkir fleygur.
Hægt væri að nefna kylfuna fley-
gjám eins og Björgúlfur lagði
raunar til í sjónvarpinu. Ekkert
vandamál er með jámin að öðm
leyti; þau em nefnd eftir númemn-
um: Tvö-jám, sjö-jám o.s.frv.
Trékylfur til að slá löng högg af
braut nefnum við einfaldlega þrist
eða þijú-tré, fimmu eða fimm-tré.
Eitt er að fínna orð, hvort sem
þau em gömul eða alger nýyrði,
og annað að láta þau vinna sér
þegnrétt og verða munntöm. Ekk-
ert gerist nema áhugi sé fyrir hendi
og það veltur á kylfíngum sjálfum,
hvort alíslenzk nafnorð og sagnir
verða notuð yfir öll hugtök í golf-
leik. Hérmeð er er skorað á Björgúlf
að halda áfram viðleitni til málvönd-
unar og nýyrðasmíða í þáttunum á
Stöð 2. Ekki má standa á okkur
kylfingum að reka af okkur mál-
farslegt slyðmorð.
Gísli Sigurðsson
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja miUi kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma þvi ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálknnnm.
Þessír hringdu ...
Um sjónvarpsdagfskrá
S.E. hringdi:
„Mig langar til að þakka fyrir
þáttinn hennar Sonju í sjónvarp-
inu og eins fyrir þáttinn Mann
vikunnar sem Sigrún er með.
Sunnudagsframhaldsmyndin
Dauðar sálir er hins vegar alveg
óþolandi. Ég sakna farmhalda-
myndana á miðviku og sunnudög-
um, það mætti gjaman byija með
þær aftur. Mikið leiðist mér
snakkið í fréttamönnum þegar
þeir eru að tala við hvem annan
í fréttatímunum, þeir hljóta að
geta talað saman eftir fréttatí-
mann.“
Kisatýnd
Kona hringdi:
„Aðfaranótt 10 þ.m. fór kisa
okkar frá heimili sínu í Hlíðunum.
Hún er grábröndótt með hvíta
bringu og hvítar hosur. Hún er
nett og smávaxin 10 ára gömul
læða og er mjög heimakær. Ekki
vitum við hvað fyrir hana hefur
komið og það myndi létta af okk-
ur miklum áhyggjum að vita
eitthvað um afdrif hennar, lifandi
eða dauðrar. Kisa er ekki með ól
en merkt í eyra. Þeir sem geta
veitt okkur einhveijar upplýsingar
eru beðnir um að hringja í síma
15021 eða 31123 eftir kl. 19.“
Lyklakippa
Lyklakippa með 5 húslylkum
og einum ofn- eða klukkulykli
fannst á mótum Laugavegs og
Smiðjustígs fyrir skömmu. Eig-
andi hennar getur í síma 31053
á kvöldin eða síma 13210 milli
kl. 8 og 10 á morgnana.
Úlpa
Nýleg tvílit bamaúlpa, græn
og blá, úr hömruðu næloni tapað-
ist í sumar, sennilega í Garðabæ.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 43593.
Engin mús
inn í mitt hús
„HÁTÍÐNI HÖGNI"
Ver hús þitt fyrir músum,
rottum og öðrum meindýrum með
hátíðnihljóði (22 kH2 - 65 kH2).
Tæki þetta er algjörlega skaðlaust
niönnum og húsdýrum.
\r
Tilvalið fyrir:
• fyrirtæki i • sumarbústaði
matvælaiðnaði 0 fiskvinnslur
• bændur 0 heimiii
• verslanir
Pau eru til i 4 stærðum
DActonnrli im
EINHOLTI 2 - SÍMI 91 23150
ats:
[RiykOR*
f/XRD
o
loftfylltu
lyftarahjólbarðarnir
sem endast
Umboðs 09 hdldvcnlun
Sími
91-685400
Þrefalt vasaljós.
Meira Ijós með
OSRAM Halogen
Nu
þrefalt
melra Ijós
Aður
Nýja Halogen-
vasaljósið frá
OSRAM hefur alla
kosti halogen-
tækninnar:
Þreföld meiri birta,
með sömu raf-
hlööum. .
Þreföld
langdrægni, og
tvöföld ending Ijós-
gjafans miöaö viö
önnur vasaljós.
Meðfærilegt, vatns-
varið og öruggt.
OSRAM
Ijóslif andi
orkusparnaóur
Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og
kaupfélögum. Heildsölubirgðir:
JÚHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588
l