Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 29 Dauði Uwe Barschels: Lést sökum ofneyslu svefn- og taugalyfja Genf, Reuter. UWE Barschel, fyrrum forsœtisráðherra Slésvíkur og Holtseta- lands, lést af völdum ofneyslu svefn- og taugalyfja, að sögn lögregl- nnnar í Genf. Barschel fannst látinn í hótelherbergi í Genf á sunnudag og hafa ættmenni hans fullyrt að hann hafi verið myrtur. Lík hans var krufið og voru niðurstöðurnar birtar í gær. Talsmaður lögreglunnar í Genf neytt en sagði þau „nokkuð sterk". sagði fímm mismunandi lyfjateg- undir hafa fundist í maga hins látna og hefði neysla þeirra orðið Barsc- hel að fjörtjóni. Bætti hann því við að ekki væri unnt að fullyrða út frá þessum gögnum að Barschel hefði framið sjálfsmorð. „Niðurstöður krufningarinnar eru þær að ekki fundust nein ummerki þess að hinn látni hefði sætt ofbeldi," sagði tals- maðurinn. Hann neitaði að láta uppi hvaða lyfja Barschel hefði Læknir Barsehel-fjölskyldunnar hefur farið fram á að líkið verði krufíð að nýju en ættmenni hins látna telja útilokað að hann hafí framið sjálfsmorð. Heimildarmenn innan lögregl- unnar í Genf sögðu að ekki hefðu fundist lyfjaglös í hótelbergi Barsc- hels en hins vegar væri vínflaska sem vitað væri að Barschel hefði pantað á laugardagskvöldið horfín. Lögregluyfírvöld í Vestur-Þýska- Bandaríkin: Dregur úr viðskipta- halla, en dalur fellur Washington, Reuter. VIÐSKIPTAHALLI Bandaríkjanna reyndist nema 15,68 milljörðum Bandarikjadala í ágúst, sem er nokkru minna en hann var í júlí. Þá var hann 16,47 miHjarðar dala og hafði þá aldrei verið meiri. Ekki þóttu það þó nógu uppörvandi fréttir, þvi Bandaríkjadalur féll mjög á gjaldeyrismörkuðum í gær, en gullverð hækkaði nokkuð. Þrátt fyrir að hallinn hefði þeirra eru menn þó ekki á eitt sátt- ir um það hversu lengi fall dalsins verður liðið og hafa verið uppi get- gátur um það ríkisbönkum þessara ríkja verði brátt skipað að kaup dali í gríð og erg — bæði til þess að binda þá nokkuð, en einnig til þess að auka traust á honum og hækka gengi. landi hafa komist yfír mynd af manni sem talið er að Barschel hafí hitt að máli í Genf á laugardag. Blaðamaður vestur-þýska tíma- ritsins Stem fann Barschel látinn í baðkari á hótelherbergi sínu í Genf. í gær birti tímaritið mynd sem blaðamaðurinn tók er hann kom að Barschel látnum. Myndin sýnir Barschel alklæddan í baðkarinu og er hvítt handklæði vafið um hægri hönd hans. Barschel var sakaður um að hafa látið njósna um ástalíf Bjöms Eng- holm, helsta andstæðings síns í fylkiskosningunum í Slésvík og Holtsetalandi sem fram fóm 13. september. Var hann einnig borinn þeim sökum að hafa staðið fyrir ófrægingarherferð á hendur Eng- holm. Barschel sagði af sér embætti sökum þessa 25. september og hafði honum verið gert að mæta til yfír- heyrslu vegna málsins síðastliðinn mánudag. Myndin sem vestur-þýska tímaritið Stera birti í gær. Reuter V estur-Þýskaland: Eiginkona Idi Amins vill skilnað minnkað var það einungis í sam- ræmi við fyrri spár. Þær höfðu hins vegar gert ráð fyrir að hann yrði enn minni, eða eitthvað undir 15 milljörðum. Helsta ástæða hins minnkandi halla er sú að olíuinn- flutningur í ágúst minnkaði mjög. Á gjaldeyrismörkuðum varð af- leiðing þessa að menn reyndu í flýti að losa sig við Bandaniq'adali, en það jók að sjálfsögðu á verðfall hans. Ríkisstjómir og stærri bankar heimsins hafa ítrekað látið í ljós þá ósk sína að dalurinn hafí þegar fallið meira en góðu hófu gegnir og beri því að auka á stöðugleika gengis hans. Allt kemur hins vegar fyrir ekki og telja nú helstu fjár- hagssérfræðingar að hann muni halda áfram á niðurleið. Vegna fyrrgreindrar afstöðu vestrænna iðnríkja og helstu banka Grænland: Vilja upp- lýsingar um athafnir NATO-herja Nuuk. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Nils Jergen Bruun. GRÆNLENSKA landsþingið ákvað á þriðjudag að leggja drög að utanrikis- og öryggismála- stefnu landsins. Ákvörðun landsþingsins kemur í kjölfar mikilla deilna á Grænlandi um þær upplýsingar sem Grænlend- ingar fá um athafnir herliðs NATO-ríkja, aðallega bandaríska herliðsins, á Grænlandi. Græn- lensku stjómarflokkamir telja að Grænlendingum beri meiri upplýs- ingar en þeir fá nú. Stjómmála- menn á Grænlandi hafa óskað eftir að fá samskonar upplýsingar og Danir fá um aðgerðir erlendra heija í Danmörku. Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, var á ferð á Grænlandi nýlega. Sagðist hann ekki geta staðfest að danska stjómin væri fús til að láta grænlenska landsþinginu í té upplýsingar um hemaðamm- svif í grennd við landið. Bonn, Reuter. FIMMTA eiginkona Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra Úg- anda, sótti í gær um skilnað frá eiginmanni sinum og er málið fyrir rétti í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýskalands. Amin sjálfur var hins vegar hvergi nærri. Sarah Kyolaba Amin giftist ein- ræðisherranum árið 1975, skömmu eftir að hann skildi við þijár fyrri konur sínar. Talið er að sú fjórða hafí látist. Sarah, sem búið hefur í Bonn frá 1984 leit út fyrir að vera tauga- veikluð eftir vitnisburð sinn, sem stóð í rúma klukkustund^ og fór fram fyrir luktum dymm. í vestur- þýskum blöðum kom fram að hún óttaðist hefnd bónda síns. Síðast þegar til fréttist bjó hann í Saudi- Arabíu. Lögfræðingur Söm, Karin Schumacher D’Hondt, sagði að dómarinn myndi kveða upp úrskurð sinn í lok mánaðarins. Hún sagði ennfremur að ekkert hefði heyrst til Amins vegna málsins, en tók fram að það ætti ekki að verða málinu til trafala. New York Times: Vaxandi neysla á hráu fisk- metí veldur auknu heilsutí'óni eftir MARIAN BURROS New York-borg. FYRIR um það bil áratug hófu Bandaríkjamenn að eta umtalsvert magn af sushi (japönskum rétti úr hráum fiski). Allar götur síðan hafa verið uppi efasemdir og jafnvel deilur um, hvort hyggilegt sé að eta hráan fisk. En þó að efasemdimar hafi blossað upp öðm hveiju, einkum þegar fréttir hafa borist um sníkla í fiski, hefur ást Bandaríkjamanna á sushi hvergi dofnað. Bandariska matvæla- og lyfjaeftir- litsins. „En við breyttum matarvenj- um okkar og etum nú bæði hráan og lítið soðinn fisk — sem opnar fyrir möguleika á, að við sýkjumst." Einkennum sýkingar af völdum sníkla svipar til einkenna, sem fylgja magasári. Þau segja til sín einni til tólf klukkustundum eftir að hrás físks hefur verið neytt. Aðeins er vitað um 50 slík tilfelli í Bandarílq'unum, en Deardorff segir, að það sé aðeins toppurinn á ísjak- anum. Hann bendir á, að uppvíst hafi orð- ið um 70% tilfellanna eftir 1980. Nýjasta tilfellið kom fram í dags- ljósið í ágústmánuði síðastliðnum. Þá sýktist kona, sem etið hafði hráan fisk á Sushi-veitingahúsi í San Francisco. Fjarlægja varð sníklana með skurðaðgerð. „Um 30 milljónir manna um allan heim kunna að vera með sníklasýk- ingu,“ segir Thomas Schwarz, aðstoðarforstöðumaður matvöru- deildar Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Forráðamenn deildarinnar voru það áhyggjufullir út af sníklum í físki, að í ágúst var gefín út viðvör- un til eftirlitsstofnana á vegum ríkisins. Þar var lagt til, að þess yrði krafíst, að öll opinber veitinga- hús, sem framreiða hráan, maríner- Það hlýtur þó að vera ástæða til að staldra við frétt, sem birtist í blaðinu Intemational Heratd Tri- bune 29. september síðastliðinn. Þar segir, að ósoðinn fiskur sé hættulegur heilsu manna. í frétt- inni er athyglinni 'beint að vestur- þýskum sjónvarpsþætti, „Monitor", sem greindi frá útbreiddu sníklafári í Norðursjávarfiski. í þættinum, sem sendur var út í sumar, kom fram, að sníkla væri jafnvel að fínna í pæklaðri sfld, sem fengist í stór- mörkuðum. Fýrst eftir að þátturinn var send- ur út, minnkaði fískneysla í Vestur- Þýskalandi um 50-80%. Fiskverð féll um helming. Nú, tveimur og hálfum mánuði seinna, er verðið nálægt þvi að komast í fyrra horf, en neyslan hins vegar ekki. Það versta er, bæði fyrir neyt- endur i Bandaríkjunum og annars staðar, að sníklavandamálið er ekki bundið við físk úr Norðursjó. Sýkt- an físk er að finna í öllum heimsins höfum, og sníklafjöldinn fer vax- andi. Sérfræðingar í fískiðnaði segja, að fjölgunin eigi rætur að rekja til stofnstærðaraukningar sjávarspendýra eins og sels, sem er hýsill fyrir sníkilinn. „Sníklar hafa alltaf verið í físki,“ segir Thomas L. Deardorff, sníkla- fræðingur hjá fiskrannsóknadeild aðan eða léttsoðinn físk, blásturs- frystu fískinn í 15 klukkustundir við -i-35 gráður C eða frystu hann í sjö daga við -^23 gráður. Ekkert var getið um meðferð á kaldreykt- um físki. Sérfræðinga greinir á um, hvort kaldreyking drepi sníklalirfúr, en Schwarz segir, að 99% af öllum kaldreyktum físki sé frystur, áður en hann er reyktur, þannig að þetta atriði skipti ekki máli. Sérfræðinga greinir einnig á um, hvort pæklun drepi lirfumar. Lee Weddig, aðstoðarforstjóri Banda- ríska fískifélagsins, telur, að pæklunaraðferðir, sem beitt er í Bandaríkjunum, drepi lirfumar (en það sama virðist ekki vera reyndin í Vestur-Þýskalandi, þar sem aðrar aðferðir eru notaðar). Fiskaðdáendur kunna að hrylla sig yfir þeirri hugmynd að frysta fisk og segja sem svo, að það geri fiskholdið vatnskennt og laust í sér. Kenelm W. Coons, forstjóri Fiskiveiðistofnunarinnar í Nýja Englandi, segir, að fískur haldi mestu af upprunalegum gæðum, sé rétt staðið að frystingunni. Hann viðurkennir þó, að innan fiskiðnað- arins sé eilíflega verið að kífa um mismuninn á ferskum og frosnum físki. Þorskur, kyrrahafslax og kyrra- hafskarfí- þ.e. þær þijár fiskteg- undir, sem vinsælastar eru í Bandaríkjunum - em meðal þeirra nytjafíska, sem sníklar sækja hvað mest í, að því er Deardorff segir. Að sögn Schwarz frysta Japanir kyrrahafslax, áður en hann er not- aður í sushi, og þeir forðast þorsk með öllu. Hollensk stjómvöld hafa mælt svo fyrir, að fískur, sem fram- reiddur er hrár, sé frystur áður. Bandarísk heilbrigðisyfírvöld segjast ekki vita til þess, að neitt annað ríki hafí sett svipaðar reglur. Frammámenn í fískiðnaði í Bandaríkjunum gera sér samt grein fyrir sníklavandamálinu og hafa gert ráðstafanir til að ná tökum á því. „Sérhver ábyrgur fiskverkandi fjarlægir þráðorma úr fiskholdinu," segir Coons og vísar þar til algeng- ustu sníklategundarinnar. Með sérstakri tækni, svokallaðri skyggningu, sem einnig er notuð við skoðun á eggjum fyrir framan sterkt ljós, er unnt að finna sníklana. Lirfur þeirra; sem líta út eins og hlykkjóttir ormar, em fjar- lægðar með flísatöngum. Deardorff segir, að skyggning hjálpi og sé árangursrík, en ekki 100% ömgg, sérstaklega ekki ef fiskholdið er dökkt. Neytendur geta varið sig með fleiri aðferðum en frystingunni. Til dæmis geta þeir beðið um eldisfísk, sem alinn hefur verið í vemduðu umhverfí og ólíklegra er, að smit- ast hafi af sníklum. Enn einfaldari lausn er að sjóða fískinn og drepa þar með sníklana. En það felur í sér endalok sushi, graflax, maríneraðs físks ogjafnvel léttsoðins físks. Svo er það aftur á móti heim- spekin hans Schwarz. Þó að hann eti ekki hráar ostmr eða hrá egg, finnst honum öðm máli gegna um sushi. „Ég tel mig upplýstan neyt- anda,“ segir hann, „en ég er ekki frábitinn þvi að taka áhættu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.