Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 31 Sviðsmynd úr Rómúlusi mikla: Amar Jónsson og Rúrik Haraldsson. SSINS Góð stund í Þjóðleikhúsinu — sagði Ágústa Gísladóttir, húsmóðir Það má segja að allt, sem gott er, er umdeilanlegt, því það kemur manninum til að hugsa. Þannig er það með leikritið Rómúlus mikla. Ég sá leikritið nýlega og átti mjög góða stund í Þjóðleikhúsinu. Ég minnist þess, að einhvemtíma las ég að gott leikrit ætti að fá mann til að trúa því, sem fram færi á leiksviðinu. Það var einmitt þetta, sem ég hafði svo gaman af á þessari sýningu. Hún minnti okk- ur á hina miklu harmsögu Róm- veija, þó í kátbroslegri mynd, þar sem Rúrik Haraldsson fer á kostum og með honum margir af okkar beztu leikurum. Diirrenmatt er þama enn að glíma við hugðarefni sitt, valdið og einstaklinginn. Keisarinn er í sinni stóisku ró og hugsar aðeins um mat, vín og pútumar sínar, á með- an ráðherrar og hirðin ásamt keisarafrúnni eru að farast á taug- um í takt við hmn hins rómverska heimsveldis. Allt fannst mér þetta skapa mjög eftirminnilega sýningu, sem ég hvet alla til að sjá. Boðskapur leikritsins getur átt við jafnt í dag og fyrir 1500 árum þegar Rómaveldi var að hrynja. Höfundurinn svíkur aldrei og kemur okkur alltaf til að hugsa. Aldarháttur í spéspegli — sagði Bent Sch. Thor- steinsson, hagfræðingur Leikritið er umdeilt, eins og öll önnur mannanna verk. Þetta svo- kallaða sögulega leikrit fer fijáls- mannlega með sögulegar stað- reyndir, raunar svo mjög, að segja má, að frá sannsögulegu sjónarmiði er það nánast „bull“. Nægir að geta þess að síðasti keisari Róm- vetja hét að vísu Rómúlus, en hann var nú ekki kallaður hinn mikli heidur var hann kallaður hinn litli. í annan stað var þetta ekki lífsreyndur heimspekingur á keis- arastóli heldur táningur, sem hafði nú skamman feril að baki; hafði verið settur á keisarastól af föður sínum sem var rómverskur hers- höfðingi og ríkti í skjóli hans í fjögur ár, eða unz hann var rekinn frá völdum. Sá sem það gerði hét að vísu Ódóvakar, en var alls ekki for- ingi innrásarliðs; nei, hann var herforingi í málaiiði Rómarkeisara, málaliði, sem gerði verkfall eða uppreisn vegna vangreiddra launa. Hinn fimmtán eða sextán ára gamli Rómarkeisari var rekinn frá völdum en af virðingu við hið háa embætti var honum veittur Hfeyrir en Ódó- vakar settist á konungsstól á Ítaíu sem undirkonungur keisarans f Konstantínopel. Höfundur leikrits- ins er því alls ekki að draga upp sannsögulega mynd af síðasta keis- ara Rómaveldis og endalokum þess. Það sem virðist vaka fyrir höf- undi er að draga upp mynd af aldarhætti, svona í spéspegli, með spaugilegu ívafi; lýsa valda- og fé- græðgi stjómenda, spillingu þeirra og kapítalista og þeirra nóta, eins og hún birtist á öllum tímum. Jafn- framt að gera góðlátlegt grín að bláeygðum og svonefndum nytsöm- um sakleysingum allra tíma, sem vilja frelsa heiminn með hinum og öðrum fúrðulegum uppátækjum, svo sem eins og leggja niður vopn og veijur, og segja sem svo: gjörið þið svo vel, óvinir mínir, ykkar er mátturinn og dýrðin, takið þið við þessu öllu saman, en látið mig í friði með hænsnin mín. Jafnframt er bent á að hinn kúgaði og undirok- aði „frelsari heimsins", sem ætlar að frelsa veröldina með því að taka upp siðu, háttu og menningu kúgar- anna, og lifa svo síðan á eftir í sátt og samlyndi, er að sjálfsögðu líka jafn fráleitur. Þetta kemur einna greinilegast í ljós í lok leikrits- ins. Þessi boðskapur er að sjálf- sögðu umdeildur. Það er allt annað en vandalaust að setja upp svona leikrit, svo að fram megi koma fyrirætlan höfund- ar og sá boðskapur, sem hann vill flytja áheyrendum og horfendum. Ég vil ekki blanda mér í leikdóma, sem verkið hefur fengið, en get samt sem áður ekki varist þeirri hugsun, að leikritið myndi koma sínum boðskap, fyndni og skemmti- legheitum betur til skila, ef gætt væri meira hófs í annkanalegum uppátækjum. Eins og alkunna er missir ofleikin fyndni ævinlega marks. Heimur í nýju ljósi — sagði Gestur Ólafsson, arkitekt Það er alltaf gaman að sjá fyrsta leikritið á haustin. Einhvem veginn er þetta eins og að hitta aftur fjar- skylda ættingja sem manni þykir vænt um og segja manni sitt lítið af hverju. Sumt er nýtt, sumt hefur maður heyrt áður, sumt sjaldan, annað oft en aldrei er það svo að gott leikrit sýni manni ekki heiminn og mann sjálfan í nýju ljósi. Alveg sama hvað maður sér það oft. Þótt eitt og annað smávegis í fari þessara ættingja taki dálítið á taugamar, eins og ofleikur riddara- foringjans og sárin á heitmanni Renu þá yfirguæfir stórkostlegur leikur Rúriks Haraldssonar öll svo- leiðis smáatriði. Hvað væri líka orðið úr íslendingum ef ekki finnst ein og ein búkonuvarta. Boðskapur þessa leikrits er hins- vegar talsvert flókinn. Öll þekkjum við t.d. Sesar Rúpf og bræður hans, sem leggja undir sig heiminn með einfaldan buxnasannleik að leiðar- ljósi. Enda heitir það á íslensku að vera klár. Þetta með púddumar er erfiðara. Samt höfum vð næg dæmi allt í kringum okkur, t.d. af stjómmála- mönnum sem virðast ekki sjá að þeir séu búnir að vera, þótt allir aðrir sjái það. Að láta sér detta í hug að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið líði einhvem tímann undir lok jaðrar við guðlast í mörgum herbúðum. Álfka fráleitt og að Mogginn hætti að koma út. Samt vitum við að sá dagur kem- ur, þótt við vitum ekki hvenær. Sennilega em flestir svona blind- ir gagnvart sjálfum sér. Flest höldum við bæði áfram að róa og ausa, þótt við vitum að við séum að nálgast feigðarósinn, í stað þess að hafa bara gaman af púddunum okkar með hendur í skauti. Enda er það mjög fjarlægt okkar menn- ingu að ieggja árar í bát. Hugsanlega er hér meðalhófíð best, eins og víða annarsstaðar. Því ættum við ekki að geta notið báts- ferðarinnar meðan hún varir, brimsins og veðurofsans, og þó að við vitum að okkar tími kemur að lokum þá ættum við líka að geta fundið gleði í róðri og austri ekki síður en í eggjunum sem púddumar okkar verpa. Margt í sögu- þræðinum vert umhugsunar — segir Jóhann Þórir Jóns- son, ritstjóri Búast verður við því þegar leik-. rit er samið að verið sé að reyna að koma einhverju á framfæri eða til leiðar. Það er því eðlilegt að gera ráð fyrir því að viðkomandi áhersluat- riði séu áberandi. Að mínu mati var ekki um neitt slíkt að ræða nú nema ef vera skyldi þáttur buxnasalans, því hvað sem öðru líður var hann sterkur. Hvort leikendur skiluðu hlutverkum sínum vel eða illa dæmi ég ekki um en þeim mistókst að ná til fólksins á þeirri sýningu sem ég var viðstaddur. Þetta tel ég mjög miður því margt í söguþræðinum er vert umhugsunar og á erindi til okkar. Gildir þar einu hvort verið er að fjalla um hænsnabændur for- tíðar eða hænsnaræktarbóndann Himler. Rómúlus Ágústus hefur mjög sjaldgæft viðhorf til hlutverks sfns sem keisari. Hann gerðist keisari til þess að leysa rfkið endanlega upp. Hann vildi ljúka tímum drottn- unar yfír öðrum þjóðum. Þessi ákvörðun felur í sér algjört aðgerð- arleysi hans í málefnum ríkisins, því þannig liðast það fyrr í sundur. Réttlæting hans fyrir sjálfum sér er léttvæg. Þegar ríkið fellur verður hann sviptur lífi og allt fer vel. Hann þarf ekki að horfa upp á af- leiðingar gerða sinna. Viðhorf hans til ástarmála dotturinnar eru jafn- framt athyglisverð. Fómi hún sér fyrir ríkið fer ætlunarverkið í súg- inn, og þó getur hann hugsað sér aðstoð buxnasalans en með öðrum skilyrðum. Lokaatriðið þegar germanski herkonungurinn birtist gæti verið stórfenglegt en missti einhvem veg- inn marks. Þessi stórkostlega uppákoma þegar fyrirliði innrásar- liðsins og hænsnaræktarmaður hyllir keisarann, kominn alla þessa leið eftir alla þessa sigra tíl þess eins að selja sig honum á vald, gæti verið frbær en hún rennur út í sandinn. Keisarinn getur ekki til þess hugsað og lokin em þau að þess sigraða bíður skárra hlutskipt- ið. Skilaboðin hljóta að vera þau að það tekur enginn einn ákvörðun sem allir hlíta. Það þarf fleiri en tvo til þess að semja alheimsfrið hversu voldugir sem þeir annars em. Morgunblaðið/Börkur Jón ÞÓr Harðarson, nýútskrifaður véltæknifræðingur frá Sender- borg á Jótlandi, sem ásamt skólafélögum sfnum hefur smíðað fyrsta sólarbilinn á Norðurlttndum. Endanleg útgáfa af sólarbfl Jóns Þórs og félaga, en þessi bfll mun taka þátt í sólarkappakstrinum í Ástralíu í nóvember næstkomandi. á klukkustund, en þessar aðstæður vom ekki þær bestu sem hugsast getur þannig að við gemm okkur vonir með að komast í 80 kílómetra hraða á klukkustund við góðar að- stæður." Jón Þór sagði að smfði bflsins hefði vakið mikla athygli í Dan- mörku, bæði í blöðum og sjónvarpi og hefði orkumálaráðherra Dana beðið um að bílinn yrði sendur til Kaupmannahafnar, þar sem ráð- herrann prófaði hann f eigin persónu, einn hring í kringum ráð- húsið. Sólarkappaksturinn í Ástralfu á að hefjast 1. nóvember næstkom- andi og er lítil hætta á að bílamir verði „eldneytislausir" f eyðimörk- inni þar sem sumarið er nú gengið í garð þar syðra. Keppt er í þremur flokkum, í einum þeirra em stóm bílaverksmiðjumar, sem eytt hafa milljónum í rannsóknir og hönnun á bílum sínum, í öðmm flokki em áhugamennimir, sem helgað hafa líf sitt því verkefni að beisla sólar- orkuna og í þriðja flokknum em námsmenn og í þeim flokki keppa Jón Þór og félagar. Aðspurður um hvort hann gerði sér vonir um sigur í sólarkappakstrinum sagði Jón Þór að sigurinn væri aukaatriði. „Mark- miðið er að komast alla leið og það út af fyrir sig yrði nægilegur sigur fyrir okkur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.