Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 H nmmtm .. . nauðsynleg á örlaga- stundu. TM R*g. U.S. P«t Otf.—aM nghts rmsmvd • 1987 Lo« Angales Ttmm Syndkat* Ást er... Ertu ekki ánægður með að þeir leyfa þér að hnýta flugur? HÖGNI HREKKVISI „ pAO EK. P'AC30E>01? /AFLI )' KLÓRU- PRIKUM." Þroskaheftir snillingar Til Velvakanda Meðal efnis á dagskrá Ríkissjón- varps sl. sunnudagskvöld var athyglisverð bresk heimildamynd er fjallaði um þijá þroskahefta ein- staklinga sem allir eru snillingar á sínu sviði, einn í tónllist, annar í teikningu og sá þriðji í reinkingi. Fjallaði þessi mynd meðal annars um skýringar og kenningar sálar- Kæri Velvakandi Sendi hér með mynd sem tekin var fyrir nokkru af Suðumesvörðu á Suðumesi á Seltjamamesi. Hún er rétt hjá Lögregluskólanum og við norðurenda golfvallarins. Mér finnst til skammar að sjá útganginn fræði nútímans á þessu á einfaldan og sannfærandi hátt. Þó ég hafí ekki heyrt að til séu slíkir snillingar í röðum þroskaheftra hér á landi gæti samt verið að svo sé. Allavega leiddi þessi þáttur hugann að því að meðal minnstu bræðra og systra getur leynst athyglisverður gróður sem vert er að hlúa að og er það sjálfsagt gert. Þar sem vísindum á einu elsta sjómerki landsins og það við nefíð á lögreglunni og Vita- málaskrifstofunni. Hún gæti nefn- inlega hmnið ofan á þá sem fara inn í hellinn sem myndast hefur inni í hana. Gamall sjómaður og tækni hefur fleygt svo mjög fram nú á síðari tímum hef ég þá trú að margvíslegar sérgáfur fólks, m. a. þær sem fyrirfinnast hjá þroska- heftum, verði fyllilega skilgreindar er fram líða stundir og geti það orðið lyftistöng vísinda þar sem stundum er sagt að hvað leiði af öðra. Þrátt fyrir sannfærandi skýr- ingar er fram komu í áðumefndri kvikmynd mun tíminn leiða í ljós hvort þær hafi fyllilega við rök að styðjast, enda þótt ég rengi þær ekki, eða hafi nokkra frambærilega ástæðu til þess. Þroskaheftir snillingar hafa á öllum tímum leitt af sér spumingar og getgátur meðal færastu sérfræð- inga. Fannst mér téð m}md gefa líklegt og einfalt svar við þessu enda þótt hið fomkveðna kæmi í hugann að betur má ef duga skal. Einhvemtíma í framtíðinni kem- ur hið sanna í ljós, og það verður kannski um þær mundir er vísindin verða orðin svo háþróuð að unnt sé að hjálpa þroskaheftum fyllilega yfir fötlun sína. Þá gæti samfélagið notið þeirra hæfileika sem þessir sérstöku einstaklingar hafa fram að færa. Miðað við þær framfarir sem leitt hafa til betra heilsufars meðal einstakra hópa á síðari tímum, finnst mér ekki svo fjar- stæðukennt að halda þessu fram. Gunnar Sverrisson Gott framtak hja Stöð 2 Til Velvakanda. Ég tel mig ekki vera áhugamann um íþróttir, en eftir að Heimir Karlsson byrjaði að sýna þættina um ameríska fótboltann breyttist viðhorf mitt til íþrótta. Þættimir era þannig upp settir að einungis það besta og mest spennandi er sýnt úr hverjum leik, fyrir utan að raunar er aldrei dauður punktur í leiknum sjálfum. Ég tel NFL-þættina á Stöð 2 vera eitthvert það besta efni sem komið hefur á sjónvarpsskjá í lang- an tíma. Vil ég þakka forráðamönn- um Stöðvar 2 þetta ágæta framtak. Megi þættimir alltaf vera á sínum stað. Björn Sigurðsson Suðumesvarða að hrynja Yíkverji skrifar Víkvetji flaug fyrir stuttu með British Airways í Tri-Star vél og var svo þröng milli sæta um miðbik flugvélarinnar, að íslenkzu flugfélögin geta státað af góðu plássi í sætaröðum í samanburði við þetta, og þykir þó mörgum nóg um plássleysið þar. Fólk í góðum holdum hefði aldrei getað komizt í þessi sæti. í þessari flugferð var tvennt sem vakti Víkverja til umhugsunar, þótt ólíkt væri. í fyrsta lagi þegar kom að því að kynna öryggisútbúnað vélarinnar var sett í gang segul- band, þar sem mjög skýr rödd kynnti notkun útbúnaðarins meðan flugfreyjur sýndu á hefðbundinn hátt hvemig bregðast skyldi við. Nú era kannski fæstir sem leggja eyran við þegar verið er að gera grein fyrir öryggisútbúnaði flug- véla, bæði kemur þar til að almenn- ingur er farinn að ferðast svo oft, að kannski þykir fólki almennt ekki að það þurfí að hlusta, það þekki þetta orðið svo vel. Og svo er e.t.v. önnur skýringin sú, að oft heyrist mjög illa í hátalarakerfum flugvél- anna, það er t.d. alveg sérstakt, ef farþegar heyra hvað flugstjóramir era að segja, þegar þeir taka til máls. Hvernig væri að fá íslenzkan leikara, sem kynni einnig góða ensku, til að lesa svona upplýsingar inn á segulband fyrir íslenzku flug- félögin? XXX Iöðra lagi var skemmtileg grein, í blaði því sem liggur frammi í flugvélum British Airways, um poppkom! Þar lýsir Breti nokkur því, hvernig hann komst í kynni við poppkom. Hann hafði heyrt um Ameríkanana, sem borðuðu popp- kom í tíma og ótíma, beint upp úr pottinum eða settu alls kyns sykur- leðju og súkkulaði utan á poppið sitt, svo hann langaði til að próf þessi ósköp. Hann þurfti í fyrsta lagi að fara í þó nokkrar verzlanir til þess að fá poppmais. En það tókst að lokum og hann fór heim sæll og glaður með maisinn sinn. Setti hann í pott (án feitis) á heita hellu og beið og beið, en ekkert gerðist. Þá hristi hann pottinn og jú, eitthvað fór nú að krauma, svo hann setti andlitið beint fyrir ofan pottinn og horfði og beið. En þá kom að því að poppið fór að skjót- ast upp úr pottinum og beint í andlit og gleraugu vesalings mannsins. Þegar hann var búinn að jafna sig á þessu, náði hann í lok og skellti því á pottinn. En þá tók ekki betra við, eftir smástund var allt farið að vella upp úr pottin- um út um allt gólf, svo helzt minnti á rauðgrautinn góða. Niðurstaða mannsins var sú, að í fyrsta lagi ætti að segja feiti í pottinn, í öðra lagi skyldi maður ekki setja svona mikinn mais og í þriðja lagi, þá bragaðist þetta nán- ast eins og ekki neitt, (sjálfsagt hefur manninum ekki dottið í hug að salta poppkomið). Þannig að þegar upp var staðið skildi Bretinn ekki hvemig Bandaríkjamenn geta borðað þessi ósköp af poppkorni — en honum fannst aðferðin við að útbúa poppið sk skemmtil Þessi _ lýsing mannsins kemur okkur íslendingum spánsk fyrir sjónir, maður hefði haldið, að allir þekktu poppið, a.m.k. virðist okkur Islendingum vera ljóst frá bam- æsku hvað popp er!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.