Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 14

Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 íslensk þróunarsamvimia: Framtíðarstarf og stefna eftír Björn Dagbjartsson 4. grein Hvað framtíðinni viðvíkur, bæði hinni nánustu og lengra fram í tímann, þá er það skiljanlega afar nauðsynlegt fyrir stofnun eins og Þróunarsamvinnustofnun íslands að búa sig vel undir hana. Það sem fram kemur hér að neð- an ber ekki að skoða sem mótaða stefnu Þróunarsamvinnustofnunar íslands, heldur hugmyndir á ábyrgð undirritaðs, — efni til að vinna úr, grunnur til að byggja á, — þó að stjóm ÞSSÍ hafi fjallað um flest málefnin og sum þeirra oft. Stjómin hefur alllengi haft í huga að móta ákveðna stefnu fyrir stofn- unina; stefnu sem síðan verði höfð tii leiðsagnar við einstakar ákvarð- anir um rekstur stofnunarinnar. Hefur þetta talsvert verið rætt, en verkinu er ekki lokið. Ekki er þó ætlunin að fastskorða allt starf ÞSSÍ til margra ára í senn, enda verði stefnan endurskoðuð eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Við slíka stefnumótun er litið um öxl og árangur starfseminnar met- inn um leið og litið er fram á við, næstu markmið ákveðin og starfs- hættir endurskoðaðir. Nauðsynlegt er þó að endurskoðun stefnunnar fari fram með formlegum hætti, en ekki með einstökum ákvörðunum, sem em í andstöðu við hina mótuðu starfsáætlun. Langtímaáætluninni þarf að fylgja eftir með starfsáætlunum til skemmri tíma, bæði í sambandi við hina árlegu fjárhagsáætlun stofn- unarinnar og eins í sambandi við ákvörðun um ný verkefni. Stjórnin hefur talið, eins og reyndar ut- anríkismálanefnd líka vorið 1985, að leggja beri sérstaka áherslu á þróunarsamvinnu við svokölluð „LDC-ríki“, þ.e. allra fátækustu ríki heims. Allra fátækustu ríkin Sameinuðu þjóðimar hafa gefið út lista um 36 fátækustu ríki heims, eða hin svokölluðu Least Developed Countries (LDC). Vaxandi áhersla er nú lögð á það að ýta undir fram- farir í þessum löndum eins og eðlilegt er og hefur t.d. UNDP ver- ið með sérstakt átak í því skyni. Eðlilegt er að íslendingar beini að- stoð sinni til þessara ríkja eftir því sem unnt er. Eitt af þessum ríkjum er Lýðveld- ið á Grænhöfðaeyjum og_ hefur Þróunarsamvinnustofnun íslands þegar talsverða reynslu þar, sem sjálfsagt er að notfæra við framtíð- arverkefni. Margt mælir með því að þekking og reynsla starfsmanna sé eftir fongum nýtt við önnur LDC-ríki Vestur-Afríku, t.d. við fiskveiðiaðstoð. Má þar nefna Sao Tomé og Principe, sem er eyríki nokkru sunnar en Grænhöfðaeyjar og Guinea-Bissau, sem síðar verður vikið að, en í þessum ríkjum báðum getur reynslan frá Grænhöfðaeyj- um komið að góðum notum. Af öðrum LDC-strandríkjum V-Afríku má nefna Gambíu, Guineu og Ben- in. Kosturinn við að binda helstu tvíhliða verkefni ÞSÍ við þennan heimshluta er, að hann liggur til- tölulega vel við íslandi. Margt er sameiginlegt með náttúruskilyrðum á þessum slóðum og hægt er að yfirfæra reynslu af einum stað á annan. Þótt meginþunginn í tvíhliða verkefnum ÞSSÍ yrði á þessum slóð- um næstu 10 árin, þá væri hægt að sinna minni verkefnum annars staðar, þar sem íslensk sérþekking gæti komið að gagni, t.d. við úttekt á jarðhitasvæðum. Slík minni háttar verkefni þyrfti þó ekki eingöngu að binda við LDC-lönd. Það hefur borið á góma innan stjómarinnar hvort gera eigi ákveð- in skilyrði um stjómarfar í þeim þróunarlöndum, sem samstarf er haft við. Hætt er við að erfitt sé að setja reglur um þetta, en þó væri hægt að setja þá meginreglu, að stofnunin starfi ekki í löndum, sem búa við innri upplausn og jafn- vel borgarastyijöld. Þetta hefur þó ekki tekist að fullu hingað til, enda breytingar oft slq'ótar. Dæmi um nærtæk verkefni Reyna verður að nýta þá reynslu, sem stofnunin hefur aflað sér með fískveiðiverkefninu á Grænhöfða- eyjum við önnur verkefni svipaðs eðlis við V-Afríku. Einnig verður að halda áfram einhverju samstarfí við aðrar Norðurlandaþjóðir um sameiginleg verkefni, sem þegar hafa verið ákveðin, þ.á m. um ný verkefni í ríkjunum norðan S- Afríku, SADCC-löndunum svoköll- uðu. Því er ekki að neita, að vissrar óánægju hefur gætt hjá norrænu systurstofnununum með þátttöku íslands eða þátttökuleysi í SADCC-samstarfínu. Fullur skiln- ingur er á því að við getum ekki dreift kröftum okkar of mikið, en fínna má afmörkuð verkefni á sviði fískveiða og fiskiðnaðar sem hentað geta okkur. Það er einkum tvennt sem til greina kæmi á næstunni: 1. Komið hefur verið á fót svæðis- skrifstofu fyrir fiskveiðar og fiskiðnað eins og aðrar greinar í SADCC-áætluninni. Malawi hefur tekið að sér rekstur þeirr- ar skrifstofu, en það vantar fulltrúa Norðurlandanna til starfa þar. Það hefur verið stungið upp á því á fundi SADCC-stjómamefndarinnar, að ísland taki að sér að leggja til þennan mann, „gera hann út“ og verða eins konar „focal po- int“ fyrir Norðurlöndin í þessari grein. 2. Annað verkefni sem til greina kemur að taka þátt í innan SADCC-rammans em all- víðtækar rannsóknir á físki- Bjöm Dagbjartsson Vanda verður til undir- búnings nýrra verk- efna, m.a. með því að hafa samband við al- þjóðastofnanir og með því að framkvæma kerf isbundið mat á að- stæðum. Til viðbótar við fiskveiða- og jarð- hitaverkefni má hugsa sér að lögð verði áhersla á verkefni á sviði heilbrigðis- og skólamála. stofnum í Tanganiyka-vatni, stofnstærðarmælingar og veiði- þolsákvarðanir. Norðmenn munu standa fyrir þeim, en mundu mjög gjaman vilja hafa okkur með. Kostnaðaráætlun fyrir þetta verkefni hljóðar upp á samtals 1,1 millj. USD á sex ámm, en talið að hún gæti hækkað smávegis, þannig að reikna mætti með 1,5—2 milljón- um nkr. á ári. Ef íslendingar gerðust þriðjungs aðilar að þessu verkefni, með 5—600 þús. nkr./ ári gæti það þýtt starf fyrir einn sérfræðing þar suðurfrá. Um þetta verður einnig tekin ákvörð- un á þessu ári. Með aðild okkar að öðm hvom þessara verkefna eða báðum, má telja sæmilega séð fyrir okkar skuldbindingum við SADCC. Hitt er svo annað mál, hvort ekki er nauðsynlegt að endurskoða alla þróunarsamvinnu okkar við Norð- urlöndin alveg frá gmnni. Þar mun utanríkisráðuneytið að sjálfsögðu hafa forystu. Næsta stórverkefni Ef að líkum lætur og áætlanir standast verður ÞSSÍ nokkuð bund- in bæði íjárhagslega og hvað starfslið varðar af verkefninu á Grænhöfðaeyjum, auk samnor- rænna og annarra skuldbindinga, mestallt árið 1988. Hins vegar ætti eftir það að losna vemlega um. Því er nauðsynlegt að hefja þegar í upphafi næsta árs og jafnvel fyrr undirbúning að næsta stórverkefni í líkingu við Cabo-Verde-verkefnin. Óþarft er að rekja frekar starfs- markmið Þróunarsamvinnustofn- unar íslands skv. lögunum, (sbr. fyrri greinar) en stofnunin hefur einnig smám saman myndað sér skoðanir á verkefnavali. í stuttu máli er, eins og áður var sagt, lögð áhersla á, að samstarfs- ríkin séu meðal hinna fátækustu (LDC), helst í V-Afríku og að verkefnin séu svipaðs eðlis og C.V.-verkefnin. Verkefni sem upp- fylla þessi þijú skilyrði yrðu væntanlega forgangsverkefni til að hefja á árinu 1989. Nú vill svo til, að í einu fátæk- asta landi V-Afríku, Guinea Bissau, hefur verið unnin af íslenskum aðil- um mjög viðamikil úttekt á sjávar- útvegsmálum fyrir stjómvöld þar, með styrk frá Kuwait-þróunar- sjóðnum. Eitt af því sem lagt er til að gert verði hvað fyrst er úttekt á vænlegum nytjastofnum m.a. með veiðitilraunum og fískirannsóknum í landhelginni, stofnstærð, veiði- möguleikum og afrakstursgetu, einmitt í líkingu við Cabo Verde- verkefnin. í maí sl. var haldinn hringsborðsfundur í Guinea Bissau, sem ÞSSÍ var boðið til, en gat því miður ekki sótt. Út úr þeim fundi er líklegt að komi stuðningur Bandaríkjanna við landhelgisgæslu, Svía við smábátaútgerð og Evrópu- bandalagsins við innri uppbyggingu í landi, m.a. rannsóknastofu fyrir haf- og fískifræði. Enginn hafði enn sýnt því áhuga að styrkja fiskirann- sóknir og veiðitilraunir, þegar síðast fréttist. Þetta er verkefni sem uppfyllir nærri öll forgangsskil- yrði ÞSSÍ um verkefnaval. Lokaorð Vanda verður til undirbúnings nýrra verkefna, m.a. með því að hafa samband við alþjóðastofnanir og með því að framkvæma kerfis- bundið mat á aðstæðum. Til við- bótar við fiskveiða- og jarðhitaverk- efni má hugsa sér að lögð verði áhersla á verkefni á sviði heilbrigð- is- og skólamála. Til greina kemur að óskað verði eftir breytingum á lögum um ÞSSÍ, sem veiti stofnuninni ótvíræða heimild til þess að styðja verkefni annarra íslenskra hjálparstofnana í þróunarlöndum og einnig verði gerðar þær breytingar á lögunum, sem heimili stofnuninni að stuðla að verkefnaútflutningi íslendinga til þróunarríkja, t.d. með því að stofna sérstakan lánasjóð á vegum ÞSSÍ eða sérstaka deild í Útflutn- ingslánasjóði. Kanna þarf, hvort ekki sé hag- kvæmt að veita nemendum frá þróunarríkjum hagnýta kennslu hér á landi í auknum mæli. Jarðhita- skóli Sameinuðu þjóðanna hér á landi hefur verðið studdur m.a. með námsstyrkjum og einnig verði at- hugað með hvaða hætti komið yrði við námi í sjávarútvegsfræðum fyr- ir nemendur frá þróunarlöndum. Einnig mætti hugsa sér að boðnir yrðu fram námsstyrkir til nemenda Hollandspistill/EGGERT H. KJARTANSSON Listaverk Signrð- ar Guðmundssonar í ’s-Hertogenbosch „Hæsta fjall Hollands", nefnist nær sjö metra hátt verk Sigurðar Guðmundssonar, fslensks lista- manns sem búsettur er í Hollandi, og aflijúpað var þann 24. ágúst síðastliðinn fyrir framan póstaf- greiðslu í ’s-Hertogenbosch. Verkið er klettur einn mikill sem hefur verið mótaður í listaverk. Út úr honum „streymir" bronsá, á sillu er einfold kúpt bronsstytta og efst á klettinum er ör sem vísar upp á við. Sigurður Guðmundsson hefur skapað sér sérstakan sess í pienn- ingar- og listalífí Hollands. Verk hans hafa að jafnaði vakið verð- skuldaða athygli gagnrýnenda sem jafnan eru mjög jákvæðir í garð Sigurðar. Gagnrýnendur hafa leitað skýringa á hinum dul- rænu og ljóðrænu þáttum í verki Sigurðar til heimalands hans, ís- lands. Sigurður leggur jafnan áherslu á að verk hans verði til í tilfinningalífi sínu og að það eigi að líta á þau sem slík. „Tilfínning- in er mun nákvæmari en allur skilningur," er skoðun hans. Steintegundin sem notuð var í verkið er svonefnd Diabas sem fínnst í Suður-Svíþjóð. Diabas er eðlisþungi og mjög hörð granít- tegund sem mikið er notuð í byggingar og grafsteina. Allt frá því Sigurður tók að sér gerð lista- verksins var það ósk hans að nota þessa hörðu steintegund í verkið. Hann hafði hugsað sér að raða nokkrum stórum steinum hveijum ofan á annan í 6—7 metra hæð. Síðar kom í ljós að forlögin æt- luðu Sigurði ekki að standa í gijóthleðslu að þessu sinni. í einni diabasnámu frænda okkar í Svíþjóð fannst steinn eða öllu heldur klettur sem var tæpir sjö metrar á lengd. Það er mjög fátítt að steinar af þessarí tegund fínn- ist svo stórir og elstu menn muna ekki hvenær slíkt gerðist síðast. Sigurður fékk steininn keyptan og aðeins eitt vandamál var óleyst. Hvemig skyldi koma hon- um í heilu lagi úr námunni til Hollands? Eigandi námunnar kom með þá hugmynd að fá sérfræð- inga sænska hersins til þess að leggja á ráðin. Herinn tók verkið að sér og sænska sjónvarpið vann fræðslumynd um flutninginn til Hollands. Nú stendur listaverkið fullbúið við póstafgreiðsluna í ’s- Hertogenbosch Sigurði til sóma og okkur gangandi vegfarendum til andlegrar upplifunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.