Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 45 Séð yfir ráðstefnusalinn á Holiday Inn. án þess að reisa miklar sýninga- eða ráðstefnuhallir, sem Bjami sagðist óttast að gætu orðið nýtt „skuttogaraævintýri". „Hvað höfum við upp á að bjóða sem aðrir ekki hafa?“ var spuming- in sem Steinn Logi Bjömsson, fulltrúi forstjóra Flugleiða, leitaðist við að svara í sínu erindi. Steinn sagði að hvað aðstöðu og samgöng- ur varðaði, væri Reykjavík greini- lega lakari kostur en borgir eins og t.d. London eða Chicago, en hins vegar ylli lega landsins því að Reykjavík gæti verið góður og hag- kvæmur kostur fýrir ráðstefnur þar sem menn kæmu bæði frá Evrópu og Ameríku. Styrkur okkar lægi kannski einkum í öryggismálum og í útivistarmöguleikum. Við þurfum að efla þennan styrkleika okkar, sagði Steinn, finna síðan markhópa sem kostir Reykjavíkur höfða sér- staklega til, og skapa Reykjavík ímynd sem væri þessum hópum að skapi — á svipaðan hátt og Chicago legði áherslu á góðar verslanir, og London á góða fundaaðstöðu. Steinn lagði til að menn'ynnu út frá slagorðinu „Reykjavík — The Mid-Atlantic Meeting Place“, sem Flugleiðir nota nú í auglýsingum sínum. Bjórleysið bagalegt Þær Þórunn Ingólfsdóttir frá Ferðaskrifstofu ríkisins og Hildur Jónsdóttir frá Samvinnuferðum/ Landsýn, héldu stutt erindi um kosti og galla Reykjavíkur. Hildur minnt- ist á að þegar yfírmenn frá Volvo- verksmiðjunum hafi verið spurðir að því hvað þeim fyndist helst að því að halda ráðstefnu í Reykjavík, hafí ekki staðið á svari hjá þeim: „Hér er enginn bjór.“ Fleiri minnt- ust á bjórleysið og „úrelta áfengis- löggjöf" í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar, en einnig nefndu menn að hátt verðlag hér á landi, og skortur á samvinnu aðila í ferða- málum, gætu staðið ráðstefnu- og fundahaldi í Reykjavík fyrir þrifum. Helsta ljónið á veginum töldu menn þó vera að kostnaður við Morgunblaðið/BAR öflugt kjmningarátak erlendis væri mjög mikill, og lagði einn gesta til að lokaorð ráðstefnunnar yrðu: „Leitin að fjármagninu." Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, tók upp úr pússi sínu skýrslu sem tekin var saman árið 1983 af norrænu ráð- gjafarfyrirtæki um möguleika á því að gera ísland að alþjóðlegu ráð- stefnulandi, og sagði Birgir að þar væri að finna „gallharðar tillögur" um aðgerðir í því sambandi. Birgir sagði að skýrslunni hefði verið dreift til hinna 23 aðila í ferðamála- ráði, en tilvist hennar virtist koma flestum ráðstefnugestum á óvart, og vildu sumir kenna um sambands- leysi milli aðila sem starfa að ferðamálum. Bjarni Sigtryggsson lagði til að stofnuð yrði „víkingasveit" til að hrinda þeim tillögum sem fyrir lægju í framkvæmd, og í lokin end- urtók Júlíus Hafstein áskorun sína um víðtækt samstarf ríkis, borgar og einkaaðila til að gera kynning- arátak erlendis á ráðstefnuborginni Reykjavík. Nýir ábúendur í Laugardælum Selfoni. BRÆÐURNIR Haraldur og Ólaf- ur Þórarinssynir hafa gert finun ára ábúðarsamning um Laugar- dæli við Kaupfélag Árnesina. Kaupfélagið hefur gert samning við Búnaðarsamband Suðurlands um uppgjör eftir 35 ára búskap þess á jörðinni en samkvæmt honum kaupir búnaðarsamband- ið 125 þúsund lítra mjólkurkvóta og flytur að Stóra Ármóti. Búnaðarsambandið flutti starf- semi sína frá Laugardælum á síðastliðnu vori að Stóra Armóti í Hraungerðishreppi. Niðurstaða út- tektarmanna, Hauks Gfslasonar Stóru Reykjum og Stefáns Guð- mundssonar í Túni, var að verðmæti eigna væri 16.320.000 króna virði. Frá þessari upphæð dragast 200 þúsund krónur vegna lakara ástands girðinga, 2.476.000 krónur fyrir eignarhlut KÁ í framkvæmd- um vegna jarðarleigu. Eignarhluti Bunaðarsambands- ins er því 13.644.000 krónur sem kaupfélagið kaupir. Búnaðarsam- bandið fær hálfan fullvirðisrétt Séð heim að Laugardælum sem eru rétt austan við Selfoss. Laugardæla í mjólk, 125 þúsund lítra, upp í greiðsluna og eru lítram- ir metnir á 3.125.000 krónur. Eftirstöðvamar 10.519.000 greiðir Kaupfélagið Búnaðarsambandinu á næstu 6 ámm. Bræðumir Haraldur og Ólafur Þórarinssynir taka jörðina á leigu með þeim húsum sem á henni em og talin em nothæf að undanskild- um húsum í Þorleifskoti. Leigutak- ar skuldbinda sig til að kaupa bústjórahúsið innan tveggja ára á 2,8 milljónir króna með vísitölu byggingarkostnaðar frá matsdegi 23. júní 1987. Eftirgjald er ákveðið 240 þúsund krónur ásamt Vs af laxveiðihlunn- indum ár hvert. Eftirgjaldið er leigutökum heimilt að greiða í við- haldsframkvæmdum á mannvirkj- um sem þurfa vemlegra endurbóta við til að teljast nothæf. — Sig. Jóns. RJUPNASK0TI ÚRVALI Verslunin Haqstætt verð eiðivi Langholtsvegi 111 Grautur með v 1, °g 7" Æ, BK yk m J m /» / Wé- m / m / p: •; W V nms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.