Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 45 Séð yfir ráðstefnusalinn á Holiday Inn. án þess að reisa miklar sýninga- eða ráðstefnuhallir, sem Bjami sagðist óttast að gætu orðið nýtt „skuttogaraævintýri". „Hvað höfum við upp á að bjóða sem aðrir ekki hafa?“ var spuming- in sem Steinn Logi Bjömsson, fulltrúi forstjóra Flugleiða, leitaðist við að svara í sínu erindi. Steinn sagði að hvað aðstöðu og samgöng- ur varðaði, væri Reykjavík greini- lega lakari kostur en borgir eins og t.d. London eða Chicago, en hins vegar ylli lega landsins því að Reykjavík gæti verið góður og hag- kvæmur kostur fýrir ráðstefnur þar sem menn kæmu bæði frá Evrópu og Ameríku. Styrkur okkar lægi kannski einkum í öryggismálum og í útivistarmöguleikum. Við þurfum að efla þennan styrkleika okkar, sagði Steinn, finna síðan markhópa sem kostir Reykjavíkur höfða sér- staklega til, og skapa Reykjavík ímynd sem væri þessum hópum að skapi — á svipaðan hátt og Chicago legði áherslu á góðar verslanir, og London á góða fundaaðstöðu. Steinn lagði til að menn'ynnu út frá slagorðinu „Reykjavík — The Mid-Atlantic Meeting Place“, sem Flugleiðir nota nú í auglýsingum sínum. Bjórleysið bagalegt Þær Þórunn Ingólfsdóttir frá Ferðaskrifstofu ríkisins og Hildur Jónsdóttir frá Samvinnuferðum/ Landsýn, héldu stutt erindi um kosti og galla Reykjavíkur. Hildur minnt- ist á að þegar yfírmenn frá Volvo- verksmiðjunum hafi verið spurðir að því hvað þeim fyndist helst að því að halda ráðstefnu í Reykjavík, hafí ekki staðið á svari hjá þeim: „Hér er enginn bjór.“ Fleiri minnt- ust á bjórleysið og „úrelta áfengis- löggjöf" í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar, en einnig nefndu menn að hátt verðlag hér á landi, og skortur á samvinnu aðila í ferða- málum, gætu staðið ráðstefnu- og fundahaldi í Reykjavík fyrir þrifum. Helsta ljónið á veginum töldu menn þó vera að kostnaður við Morgunblaðið/BAR öflugt kjmningarátak erlendis væri mjög mikill, og lagði einn gesta til að lokaorð ráðstefnunnar yrðu: „Leitin að fjármagninu." Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, tók upp úr pússi sínu skýrslu sem tekin var saman árið 1983 af norrænu ráð- gjafarfyrirtæki um möguleika á því að gera ísland að alþjóðlegu ráð- stefnulandi, og sagði Birgir að þar væri að finna „gallharðar tillögur" um aðgerðir í því sambandi. Birgir sagði að skýrslunni hefði verið dreift til hinna 23 aðila í ferðamála- ráði, en tilvist hennar virtist koma flestum ráðstefnugestum á óvart, og vildu sumir kenna um sambands- leysi milli aðila sem starfa að ferðamálum. Bjarni Sigtryggsson lagði til að stofnuð yrði „víkingasveit" til að hrinda þeim tillögum sem fyrir lægju í framkvæmd, og í lokin end- urtók Júlíus Hafstein áskorun sína um víðtækt samstarf ríkis, borgar og einkaaðila til að gera kynning- arátak erlendis á ráðstefnuborginni Reykjavík. Nýir ábúendur í Laugardælum Selfoni. BRÆÐURNIR Haraldur og Ólaf- ur Þórarinssynir hafa gert finun ára ábúðarsamning um Laugar- dæli við Kaupfélag Árnesina. Kaupfélagið hefur gert samning við Búnaðarsamband Suðurlands um uppgjör eftir 35 ára búskap þess á jörðinni en samkvæmt honum kaupir búnaðarsamband- ið 125 þúsund lítra mjólkurkvóta og flytur að Stóra Ármóti. Búnaðarsambandið flutti starf- semi sína frá Laugardælum á síðastliðnu vori að Stóra Armóti í Hraungerðishreppi. Niðurstaða út- tektarmanna, Hauks Gfslasonar Stóru Reykjum og Stefáns Guð- mundssonar í Túni, var að verðmæti eigna væri 16.320.000 króna virði. Frá þessari upphæð dragast 200 þúsund krónur vegna lakara ástands girðinga, 2.476.000 krónur fyrir eignarhlut KÁ í framkvæmd- um vegna jarðarleigu. Eignarhluti Bunaðarsambands- ins er því 13.644.000 krónur sem kaupfélagið kaupir. Búnaðarsam- bandið fær hálfan fullvirðisrétt Séð heim að Laugardælum sem eru rétt austan við Selfoss. Laugardæla í mjólk, 125 þúsund lítra, upp í greiðsluna og eru lítram- ir metnir á 3.125.000 krónur. Eftirstöðvamar 10.519.000 greiðir Kaupfélagið Búnaðarsambandinu á næstu 6 ámm. Bræðumir Haraldur og Ólafur Þórarinssynir taka jörðina á leigu með þeim húsum sem á henni em og talin em nothæf að undanskild- um húsum í Þorleifskoti. Leigutak- ar skuldbinda sig til að kaupa bústjórahúsið innan tveggja ára á 2,8 milljónir króna með vísitölu byggingarkostnaðar frá matsdegi 23. júní 1987. Eftirgjald er ákveðið 240 þúsund krónur ásamt Vs af laxveiðihlunn- indum ár hvert. Eftirgjaldið er leigutökum heimilt að greiða í við- haldsframkvæmdum á mannvirkj- um sem þurfa vemlegra endurbóta við til að teljast nothæf. — Sig. Jóns. RJUPNASK0TI ÚRVALI Verslunin Haqstætt verð eiðivi Langholtsvegi 111 Grautur með v 1, °g 7" Æ, BK yk m J m /» / Wé- m / m / p: •; W V nms-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.